Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 28
SAUÐÁRKRÓKURDAGA HRINGFERÐ 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 eru öll náttúruleg efni fjarlægð úr roðinu og gærunni og kemísk efni sett í staðinn sem stoppa rotn- unarferlið. Þannig verður úr roðinu leður, svokallað sjáv- arleður.“ Meirihlutinn fer úr landi Nánast öll framleiðslan, eða 98% hennar, eru seld úr landi, aðallega til Ítalíu, Frakklands og Bandaríkj- anna. Varan er framleidd eftir pöntun viðskiptavin- arins, eftir þörfum og óskum hvers og eins. „Þetta er hátískuvara og okkur hef- ur tekist að ná þeirri stöðu á mark- aðnum að vera þekkt fyrir topp- klassavöru. Stóru hátískuhúsin kaupa mestan hlutann; Kenzo, Fendi, Karl Lagerfeld, Alexander Wang, Jimmy Choo, svo einhver nöfn séu nefnd og í flestum tilfellum fer leðrið í fylgihluti eins og skó og töskur, stundum í bryddingar á fatnaði og einstaka sinnum í heila jakka.“ Framleiðslan er kynnt á alþjóð- legum sýningum víða um heim, en þær sækja fulltrúar virtustu tísku- húsanna. Á einni slíkri sýningu í Hong Kong í apríl síðastliðnum fékk sjávarleðrið frá Sauðárkróki við- urkenningu sem „besta lúxusleðrið“ en Sigríður segir að um 800 fram- leiðendur hafi komið þar til greina. Roðið er afurð sem að öllu jöfnu fellur til af fiskinum. Því hlýt- ur þessi vinnsla á því, að gera úr því verðmæti, að vera afar umhverf- isvæn. „Við erum í rauninni að breyta rusli í lúxusvöru. Ef við hirðum þetta ekki er þessu yfirleitt hent.“ Ísland er gæðastimpill Íslenskt hráefni og staðsetn- ingin hér á landi gefur framleiðsl- unni líka gæðastimpil, að sögn Sig- Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Eina sútunarverksmiðja landsins er á Sauðárkróki og þar er unnið leður úr fiskroði sem m.a. er notað í há- tískufatnað og -fylgihluti heims- frægra tískuhönnuða á borð við Karl Lagerfeld. Einnig er þar unnið mokkaskinn úr lambagærum sem notað er í ýmsa hátískuvöru, hrein- dýra- og kálfaleður. Þetta eru fyr- irtækin Loðskinn og Sjávarleður sem eru í eigu sömu aðila og deila húsnæði við Borgarmýri. Undanfarin þrjú ár hefur fram- leiðsla fyrirtækjanna aukist mikið og starfsmönnum verið fjölgað, en nú starfa þar 38 manns. „Við erum að súta roð af laxi, hlýra, karfa og þorski og einnig lambaskinn,“ segir Sigríður Kára- dóttir hjá Sjávarleðri og Loðskinni. Roðið kemur víðs vegar að; lax- aroðið frá Færeyjum, Svíþjóð og Noregi, karfaroðið kemur af nílar- karfa sem veiddur er í Viktoríuvatni í Úganda og hlýra- og þorskroðið er af fiski sem veiddur var við Íslands- strendur. Einnig er um þessar mundir verið að gera tilraunir með vinnslu ufsaroðs. Sigríður segir vinnsluferlið nokkuð flókið. „Í stuttu máli sagt Vinna leður fyrir Lagerfeld Reuters Karl Lagerfeld Hann er einn þeirra sem kaupa vöruna frá Sauðárkróki. Sútun Verksmiðja Loðskinns og Sjávarleðurs á Sauðárkróki er eina sútunarverksmiðja landsins.  Fiskroð verður að lúxusvöru í meðförum Sjávarleðurs á Sauðárkróki  Notað í hátískuvöru heimsþekktra hönnuða  Traust, áreiðanleiki og gæði eru lykillinn að velgengninni ríðar. „Við erum sérstaklega græn verksmiðja og fengum t.d. að sýna á sérstakri sýningu fyrir slíka fram- leiðslu í Þýskalandi í fyrra. Hérna er talsvert strangari reglugerð en víða annars staðar. Til dæmis má ekki losa hér út efni í umhverfið sem er heimilt í öðrum löndum og sífellt fleiri kaupendur láta sig þetta varða. Hráefnið er líka einstakt, ís- lensku lambaskinnin eru léttari og liprari en af kindum annars staðar í heiminum.“ Áreiðanleiki og gæði Söguna má rekja aftur til árs- ins 1969, en þá hóf fyrirtækið að vinnaa úr loðgærum og síðar mokkaskinnum. Farið var að gera tilraunir með vinnslu fiskroðs upp úr 1990 og náðust góð tök á vinnsl- unni um 1995, að sögn Sigríðar. Hvernig kemst sútunarverk- smiðja á Sauðárkróki í viðskipti við Karl Lagerfeld? „Það gerðist ekki á einum degi. Þetta hefur tekið lang- an tíma, að baki býr mikil markaðs- setning. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að gæðin eru ofboðslega mikil og við stöndum alltaf við það sem við lofum,“ segir Sigríður. Traust, áreiðanleiki og flott gæða- vara hefur komið okkur þangað sem við erum í dag.“ Taska frá Fendi úr roði frá Sjávarleðri. Skór úr roði frá Sjávarleðri. Skór frá Alexander Wang úr fiskiroði frá Sjávarleðri á Sauðárkróki. Gestastofa sútarans er á vegum Sjávarleðurs og Loðskinns og var sett á laggirnar árið 2010. Þar gefst kostur á að kynnast verklagi við sútun bæði skinna og fiskroðs. Á milli 8.000 og 10.000 sækja gestastofuna heim á ári hverju og eru útlendingar í meirihluta gesta. Auk atvinnulífssýningar og sýn- ingar um sögu sútunar á Íslandi er vinnustofa í gestastofunni þar sem öll tæki og tól eru til vinnslu úr skinnum og sjávarleðri. Þar geta bæði hönnuðir og áhugafólk komið og spreytt sig á því að hanna og sauma úr skinnum. „Fólk tekur á sig krók til að líta inn hjá okkur,“ segir Sigríður. Gestastofa sútarans er vinsæl 8.000-10.000 MANNS Í HEIMSÓKN Á ÁRI Fjölsótt Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki Alhliða veitingahús Velkomin í Skagafjörð Aðalgötu 15 Sauðárkróki  453 6454
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.