Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Ljósmynd/Sjávarleður og Loðskinn Roð verður að leðri Frá vinnslunni í Sjávarleðri, verið er að súta hlýraroð. Heimildarmyndin úr mannlífinu á Sauðárkróki, Búð- in – þar sem tíminn stendur í stað, verður frumsýnd á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem hefst undir lok mánaðarins. Myndin fjallar um Bjarna Haraldsson, 83 ára kaupmann á Sauðárkróki, sem í áratugi hefur staðið við búðarborðið í verslun sinni að Aðalgötu 22 og þjónustað um leið við- skiptavini Olís með eldsneyti og olíuvörur. Yfirleitt tala heimamenn um að versla hjá Bjarna Har. en formlega nefnist verslunin eftir föður Bjarna, Verzl- un Haraldar Júlíussonar, sem hóf rekstur árið 1919. Í meginatriðum er allt innandyra í versluninni með sama svip og í kringum 1930. Það skýrir und- irtitil myndarinnar – þar sem tíminn stendur í stað. Hefur verslunin verið friðuð og viðurkennd af Byggðasafni Skagfirðinga sem minnisvarði um hverfandi viðskiptahætti. Laufskálarétt og Sjómannalíf „Vinnslan á þessari mynd hefur tekið rúm fjögur ár. Raunar er það alveg í samræmi við sögumanninn sem er aldrei að flýta sér en kemst þó alltaf í mark,“ segir framleiðandi myndarinnar, Árni Gunnarsson á Sauðárkróki. Hann starfrækir kvikmyndagerðina Skottu og hefur á síðustu árum framleitt nokkrar myndir sem hafa fengið góðar viðtökur. Má þar nefna mynd um Austurdal í Skagafirði, heimild- armyndina Óbærilegur léttleiki Laufskálaréttar, sem sýnd verður á RÚV í vetur. Þar verður einnig sýnd þáttaröðin Sjómannslíf þar sem fylgst er með lífi og störfum sjómanna. Ónefnd er myndin Kraftur – síðasti spretturinn. Hún var frumsýnd árið 2009 og fjallar um góðhestinn Kraft – og samfylgd hans og knapans Þórarins Eymundssonar. Féll fyrir frásagnarforminu „Ég var lengi í blaðamennsku. Svo kynntist ég kvikmyndagerð og féll fyrir því frásagnaformi,“ segir Árni. „Bjarni Har. er með verslunina við hlið- ina á kvikmyndagerðarfyrirtækinu mínu. Hann er sjálfur góður sögumaður og ófáar sögur geta aðrir sagt um manninn; greiðvikni hans, útsjónarsemi og skemmtileg tilsvör. Bjarni er sprottinn úr jarðvegi tíðarandans þegar fólk gaf sér tíma hvað fyrir ann- að. Þótti sjálfsagt að hjálpa ef hægt var að hjálpa og hlusta ef einhverjum lá eitthvað á hjarta. Breyta því til hins betra sem hægt var að breyta en sætta sig við hitt.“ sbs@mbl.is Árni Gunnarsson með heimildarmynd um Bjarna Haraldsson á Sauðárkróki Ljósmynd/Kristín Sigurrós Félagar Árni Gunnarsson, til vinstri, og Bjarni Haraldsson, kaupmaður og væntanleg kvikmyndastjarna. Kaupmaðurinn sem aldrei er að flýta sér  Skagfirðingar eiga ýmsar matarhefðir, enda héraðið eitt blómlegasta landbúnaðarhérað landsins, auk þess sem þar er öflugur sjávarútvegur. Matarkistan Skaga- fjörður er verkefni sem miðar að því að efla þær og kynna og dregur það nafn sitt af Drangey sem áður fyrr var nefnd matarkista Skagfirðinga. „Þegar búrin voru tóm á vorin, þá var hægt að ná í fugl og fisk í kringum Drangey,“ segir Laufey Haraldsdóttir, lektor við Háskól- ann á Hólum, sem kemur að verkefninu. Meðal matartengdra viðburða í Skagafirði eru árlegir Bændadagar Kaupfélags Skagfirðinga og Hrossablót, sem er árlegur viðburður í Hótel Varmahlíð þar sem hrossakjöti er hampað á ýmsan hátt, m.a. með því að reiða fram hrossa-carpaccio og ís úr kaplamjólk. „Svo er það Lónkot, sem er slow food-veitingastaður í Sléttu- hlíðinni og er sérstaklega rómaður fyrir fjóluís sinn og Áskaffi í Glaumbæ sem heldur tryggð við hefðirnar,“ segir Laufey. „Það mikilvægasta sem kemur út úr svona mat- artengdum þróunar- og samvinnuverkefnum eins og Matarkistuverkefninu er að mínu mati að fólk verður al- mennt meira meðvitað um það sem framleitt er í sínu nærumhverfi. Hrossakjöt matreitt á ýmsa vegu má e.t.v. nefna sem sérrétti Skagfirðinga. Til dæmis saltað hrossakjöt með skyri, sem bragðast miklu betur en það hljómar,“ segir Laufey, beðin um að nefna einn af fjölmörgum sér- réttum Skagfirðinga. Áhugasömum matgæðingum er bent á matreiðslubókina Eldað undir bláhimni sem inni- heldur uppskriftir að svæðisbundnum mat úr Skagafirði. Ljósmynd/Laufey Haraldsdóttir Hrossakjöt með skyri betra en margur heldur Skagfirskar krásir Margar matarhefðir hafa orðið til í Skagafirðinum, enda eitt mesta matarbúr landsins. Bakhjarl í héraði www.skagafjordur.is Velkomin í Skagafjörð! Sauðárkrókur er einn fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn á landsbyggðinni með um 2600 íbúa. Þar er fjölbreytt verslun og þjónusta, öflug matvælaframleiðsla og margskonar iðnaður. Sauðárkrókur er góður búsetukostur, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Skólar eru á öllum stigum, allt frá leikskólum upp í framhaldsskóla og háskóla. Á Sauðárkróki er góð aðstaða til fjölbreyttra íþróttaiðkana og tómstunda og stutt í margvíslega útiveru. Á Sauðárkróki er ódýrasta hitaveita á landinu, kröftugt menningarlíf, mikil veðursæld og lausar byggingarlóðir fyrir fyrirtæki jafnt sem einstaklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.