Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Hjarta úr hvítagulli
25 punkta demantur
99.000,-
Demantssnúra
9 punkta demantur, 14K
57.000,-
Demantssnúra
30 punkta demantur, 14K
157.000,-
Undirþrýstingur í miðeyra með vökva.
Eftir þrýstingsjöfnun með Otoventblöðru,
miðeyrað opið og engin vökvi.
Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting
í miðeyra.
Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan
með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið
frá miðeyra.
Meðferð getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun,
ástungum og rörísetningum. Læknar mæla með Otovent.
Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra,
skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við
flug, sundferðir eða köfun.
Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna.
Rannsóknir sýna góðan árangur. CE merkt.
Fæst í apótekum
Fyrsta hjálp til að
laga og fyrirbyggja
eyrnabólgur Viðurkennd meðferð
Umboð Celsus ehf
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Stóru viðskiptabankarnir þrír
myndu skoða kaup á lánasafni Íbúða-
lánasjóðs, yrði það boðið til sölu við
endurskipulagningu sjóðsins en hann
glímir við mikinn vanda. Íslands-
banki hefur t.d. haft það til skoðunar.
Íbúðalán eru almennt talin trygg-
ari en lán til fyrirtækja og því getur
verið skynsamlegt fyrir banka að
eiga þar töluvert undir. Í svari
Landsbankans vegna fyrirspurnar
Morgunblaðsins segir að almennt sé
æskilegt að auka hlutfall íbúða- og
einstaklingslána í útlánasafni ís-
lenskra banka, þar með talið Lands-
bankans, því það myndi draga úr
áhættu í fjármálakerfinu.
Útlánasafn Landsbankans er með
þeim hætti að einungis 30% lánanna
eru til einstaklinga en 70% til fyr-
irtækja við lok síðasta árs. Til sam-
anburðar er t.d. helmingur lána
Danske Bank til einstaklinga og hjá
Swedbank nema þau meira en 60% af
safninu. Minna en 60% af útlánasafni
Arion banka er til einstaklinga og yf-
ir 40% útlánasafns Íslandsbanka er
til einstaklinga, samkvæmt saman-
tekt hagfræðideildar Landsbankans.
Þessi umræða sprettur fram
vegna þess að Bloomberg hafði eftir
Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Ar-
ion banka, í gær að bankinn myndi
íhuga alvarlega að kaupa lánasafn
Íbúðalánasjóðs, færi það í sölu vegna
endurskipulagningar á sjóðnum.
Í fréttinni segir að ríkisstjórnin
hafi átt í töluverðu basli við að finna
lausn á vandamálum sjóðsins og að
hann hafi misst mikla markaðshlut-
deild yfir til bankanna. Þá sé útlit
fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja
sjóðnum til meira en 100 milljarða
króna.
Bloomberg hefur eftir Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni forsætisráð-
herra að verið sé að fara yfir mis-
munandi leiðir til að endurskipu-
leggja sjóðinn, en hann neitaði að tjá
sig um hvort því yrði lokið fyrir árs-
lok. Hann tók fram að þörf væri á
lánasjóði sem myndi þjónusta allt
landið með húsnæðislánum, en ekki
væri víst hvort bankarnir myndu
gera það.
Jón Guðni Ómarsson, fjármála-
stjóri Íslandsbanka, segir við Morg-
unblaðið að þetta sé meðal þess sem
bankinn hefur haft til skoðunar.
„Hinsvegar er málið stórt og þarf að
skoðast í víðara samhengi, m.a. í
tengslum við framtíðarstefnu stjórn-
valda í málefnum Íbúðalánasjóðs,“
segir hann.
Þetta hefur hins vegar ekki verið
rætt sérstaklega hjá Landsbankan-
um. Í svari frá bankanum segir að
ótímabært sé að svara spurningum
um kaup á lánum sem enginn hefur
auglýst til sölu. „Við myndum þó
vafalítið skoða slíkt mál ef til þess
kæmi,“ segir í svari Landsbankans.
Morgunblaðið/Ómar
Áhætta Sagt er að draga megi úr áhættu í íslenska bankakerfinu með því að auka einstaklingslán.
Bankarnir horfa til
útlánasafns ÍLS
Ráðherra segir þörf á lánasjóði sem þjónustar allt landið
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Jón Trausti Reynisson, fram-
kvæmdastjóri DV, segir að útgáfu-
félagið hafi greitt í síðasta mánuði
þær tæplega ellefu milljónir króna
sem það skuldaði í opinber gjöld.
Þorsteinn Guðnason, stjórnarfor-
maður DV, sagði við Morgunblaðið í
ágúst að skuldin yrði greidd upp í
kjölfar tíu milljóna króna hlutafjár-
aukningar hjá félaginu. Á fyrsta
fjórðungi ársins var hlutafé útgáfu-
félagsins aukið um 55 milljónir króna
og nemur því hlutafjáraukningin í ár
65 milljónum króna.
„Skuld gagnvart tollstjóra var
borguð upp í síðasta mánuði. Hún
var mest yfir 80 milljónir króna í
fyrra en er núna engin,“ segir Jón
Trausti. „Það er að takast að stoppa
upp í orsök vanskilanna, sem var
hallarekstur síðustu ára, og horfur
eru á vægum afgangi af rekstri
(EBITDA) á þessu ári. Enn er þó
verið að klára síðasta áfangann í fjár-
mögnun til að breyta skammtíma-
skuldum í langtímaskuldir. Fyrir-
tækið skuldar ekki of mikið miðað við
önnur fyrirtæki, en skuldirnar eru að
of miklu leyti samsettar af vanskilum
fyrri ára, til dæm-
is gagnvart lífeyr-
issjóðum. Í fram-
haldi af
uppgjörinu við
tollstjóra getum
við einbeitt okkur
að þeim, og fyrir-
byggt að fyrir-
tækið lendi aftur í
slíkri aðstöðu,
bæði með viðvar-
andi aðhaldssemi og ábyrgð,“ segir
hann.
Tapaði 148 milljónum
á tveimur árum
Á síðasta ári nam tap á rekstri DV
um 65 milljónum króna borið saman
við 83 milljóna króna tap árið áður,
samanlagt 148 milljónum króna.
Samkvæmt ársreikningi félagsins
var eigið fé félagsins því neikvætt
um ríflega 15 milljónir króna í árslok
2012.
Í skýrslu stjórnar kemur fram að
hlutafé félagsins hafi því verið aukið
um 55 milljónir á fyrsta fjórðungi
2013. Sú hlutafjáraukning var nýtt til
uppgreiðslu skammtímaskulda sem
lækkuðu úr 159 milljónum króna í
105 milljónir króna á tímabilinu.
DV skuldlaust
við tollstjóra
Jón Trausti
Reynisson
Skuldin fór í meira en 80 milljónir