Morgunblaðið - 21.09.2013, Síða 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Að minnsta kosti 81 hefur látið lífið
í flóðum og aurskriðum í Mexíkó,
eftir að hitabeltisstormarnir Manu-
el og Ingrid gengu á land. Fleiri en
35 þúsund heimili hafa skemmst og
um 50 þúsund manns neyðst til að
yfirgefa híbýli sín. Þá hafa þúsundir
ferðamanna verið fluttar loftleiðis
frá Acapulco til Mexíkóborgar.
Björgunarmenn héldu áfram í
gær að leita að fólki í þorpinu La
Pintada í Guerrero-ríki en gríð-
arstór aurskriða lagði helming þess
í rúst á mánudag. Í kringum 70 er
saknað en yfirvöld vissu ekki af
hamförunum fyrr en á miðvikudag,
þegar einn af þeim sem komust lífs
af náði talstöðvarsambandi við ná-
grannaþorp.
Skólinn og kirkjan í þorpinu voru
meðal þeirra bygginga sem urðu
undir skriðunni en björgunarstörf
töfðust nokkuð vegna hættunnar á
annarri skriðu. Björgunarmenn
komu á staðinn með þyrlu eða á
tveimur jafnfljótum, eftir sjö tíma
göngu eftir torfærum fjallastígum.
Um 330 íbúar þorpsins voru flutt-
ir á brott til Acapulco á miðvikudag
en um 30 vildu vera eftir, þar til
leitin að eftirlifendum væri yfirstað-
in.
Gagnrýndu stjórnvöld
Eftir að hafa heimsótt þorpið
sagði innanríkisráðherrann Angel
Osorio Chong að björgunarstörfin
yrðu erfið og tímafrek. Hann sagði
að hermenn hefðu þegar fundið tvö
lík en staðaryfirvöld sögðu þorps-
búa hafa fundið 15 látna í vikunni.
Öll spjót stóðu á stjórnvöldum í
gær en mannréttindasamtök gagn-
rýndu þau m.a. fyrir að vanrækja
þorpssamfélögin í fjöllunum. Emb-
ættismenn sögðu hins vegar að
hvorki væri hægt að ná til af-
skekktra byggða loftleiðis né land-
leiðis.
Þá stöðvuðu reiðir ferðamenn
umferð um breiðstræti í Acapulco
til að mótmæla því hversu hægt
brottflutningum miðaði.
Hálf Acapulco fór undir flóðavatn
í óveðrinu, þ.á m. flugstöðin, og veg-
ir frá borginni til höfuðborgarinnar
voru ófærir vegna aurskriða. Yf-
irvöld vonuðust til þess í gær að
geta opnað einhverja vegi umhverf-
is borgina en þá sátu 5 þúsund
ferðamenn enn fastir í ráðstefnu-
miðstöð vegna ófærðarinnar.
AFP
Fárviðri Íbúar yfirgefa La Pintada á tveimur jafnfljótum. Björgunarmanna
beið erfitt starf við að grafa hálft þorpið undan þungum aurnum.
Tugir fórust og
þúsundir heimila
skemmdust
Hálft þorp í Mexíkó fór undir skriðu
AFP
Aur Meðal þeirra bygginga sem
skriðan rústaði var skóli og kirkja.
Dómstóll í Japan dæmdi í gær 41 árs
gamlan mann, Tatsujiro Fukasawa, í
sjö ára fangelsi fyrir að hafa laumað
sýru í skó samstarfskonu sinnar,
með þeim afleiðingum að taka þurfti
framan af tám konunnar.
Fukasawa reiddist konunni þegar
hún hafnaði rómantískum tilburðum
hans. Hann komst yfir flússýru á til-
raunastofunni þar sem hann og fórn-
arlambið unnu og setti í skó konunnar.
Dómarinn í málinu sagði glæp Fukusawa sérstaklega
grimmilegan þar sem flússýra er banvæn ef hún smýg-
ur inn í húðina og berst í blóðstrauminn.
JAPAN
Sjö ára fangelsi fyrir að setja
sýru í skó samstarfskonu
Vonir manna um að finna líf á Mars
hafa dvínað eftir að athuganir Curio-
sity, könnunarróbóta bandarísku
geimferðastofnunarinnar, leiddu í
ljós að mun minna er af metangasi í
andrúmslofti rauðu plánetunnar en
áður var talið.
Á síðustu áratugum hafa vísinda-
menn talið sig greina stóra metan-
bólstra á plánetunni en greining
upplýsinga frá Curiosity hefur leitt í ljós að hlutföll
metans í andrúmsloftinu eru sex sinnum lægri en áður
var talið. Samkvæmt þessu eru litlar líkur á að örverur
eða lífræn efni sé að finna í jarðvegi Mars.
MARS
Vonir manna um að líf sé að
finna á rauðu plánetunni dvína
Þrettán manns, þeirra á meðal
þriggja ára gamalt barn, særðust í
skotárás í Chicago í Bandaríkj-
unum í fyrrinótt. Enginn lést né
hafði nokkur verið handtekinn í
gær en lögregla telur líklegt að
árásin tengist glæpagengjum í
borginni.
Flestir þeirra sem særðust voru
unglingar eða fólk á tvítugs- eða
þrítugsaldri og höfðu margir fengið
byssuskot í útlimi; hendur, fótleggi
og fætur. Barnið, sem fékk skot í
eyrað, var sagt alvarlega sært.
Ofbeldi meðal gengja í Chicago
fer vaxandi og fjölgaði morðum í
borginni um 16% í fyrra, í 506. Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseti, sem
flutti til Chicago að loknu námi,
heimsótti borgina fyrr á árinu til að
hvetja til aðgerða til að draga úr
byssuofbeldi.
Þrettán særðust í skot-
árás í Chicago í fyrrinótt
AFP
Rannsókn Árásin átti sér stað í
suðurhluta Chicago í fyrrinótt.