Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í aðalskipulagier sett framsýn um þró-
un borgarinnar til
langrar fram-
tíðar,“ segir í
upphafi tillögu
um aðalskipulag
Reykjavíkur frá
því í júlí. Í undirfyrirsögn á
kápu er talað um bindandi
stefnu. Nýtt aðalskipulag
tekur til áranna 2010 til
2030. Það er endurskoðun á
fyrra skipulagi og hefur
„staðið yfir undanfarin ár og
hefur falist í margvíslegri
greiningarvinnu, mati val-
kosta og samráði við íbúa og
hagsmunaaðila“.
Þessi orð benda til þess að
endurskoðunin hafi verið
umfangsmikil og unnin af
metnaði. Það vekur því furðu
hvað tillögurnar eru glopp-
óttar. Undanfarna viku hafa
komið fram tvö dæmi, sem
bera vinnubrögðunum ófag-
urt vitni. Á fimmtudag var
greint frá því í Morgun-
blaðinu að tilraunastöð
Landbúnaðarháskóla Íslands
á Korpu væri einfaldlega
hvergi að finna í tillögunni
að nýju aðalskipulagi
Reykjavíkur. Á korti, sem
sýnir tillöguna, hefur starf-
semi tilraunastöðvarinnar
verið þurrkuð út. Jón Hall-
steinn Jónsson, erfðafræð-
ingur og dósent við auðlinda-
deild LBHÍ, sagði í viðtali
við Morgunblaðið að þarna
væru einstakar aðstæður til
rannsókna vegna fjölbreyti-
leika í jarðvegsgerð, veð-
urfarsgögn næðu langt aftur
í tímann, auk þess sem
starfsstöð LBHÍ í borginni
væri nálægt. Í skipulaginu
væri gert ráð fyrir stækkun
golfvallar Golfklúbbs
Reykjavíkur við Korpu og
áframhaldi Korputorgs.
Það magnaða við þetta var
að ekkert samráð var haft
við forráðamenn skólans við
gerð skipulagstillögunnar og
sagði Jón í viðtalinu að
hending hefði verið að
starfsmenn ráku augun í að
tilraunastöðin hefði verið
þurrkuð út. Það fór því lítið
fyrir „samráðinu“, sem nefnt
var í formálanum.
Fyrir viku kom fram að
ekki væri heldur gert ráð
fyrir rannsóknarstarfsemi á
Tilraunastöð Háskóla Ís-
lands í meinafræði á Keldum
í nýja skipulaginu. Til-
raunastöðin hefur verið á
Keldum frá árinu 1948 og
þar hefur verið unnið braut-
ryðjendastarf á
heimsmælikvarða.
Í einn og hálfan
áratug hefur
reglulega verið
talað um flutning
á Keldum í
Vatnsmýrina.
Eins og Sigurður
Ingvarsson, prófessor og for-
stöðumaður Keldna, sagði í
viðtali við Morgunblaðið um
málið eru þetta „allt mjög
lausar hugmyndir“, „ekki til
fjármagn til uppbyggingar
og engin tímaáætlun til varð-
andi þessa flutninga“.
Í tillögunni að nýju skipu-
lagi er líkt og í því, sem nú
gildir, talað um íbúðir og at-
vinnuhúsnæði, en hvergi tal-
að um að á Keldum eigi að
vera þekkingarfyrirtæki,
rannsóknar- og háskóla-
starfsemi eins og gert er í
því gamla. „Ef þessu orða-
lagi er kippt út úr að-
alskipulaginu er verið að
halda okkur í gíslingu með
alla uppbyggingu,“ segir Sig-
urður.
Stjórn Keldna hefur mót-
mælt þessu og sömuleiðis
starfsmenn. Í athugasemdum
starfsmanna segir að gera
þurfi „ráð fyrir rannsókna-
starfsemi eins og fram fer á
Tilraunastöð Háskóla Ís-
lands í meinafræði á Keldum
í nýju aðalskipulagi, þar sem
ekki er líklegt að hún flytji á
umræddu tímabili. Stofnunin
þarfnast ákveðins landrýmis
og húsakosts og samkvæmt
nýlegri skýrslu nefndar um
framtíð stofnunarinnar er
núverandi staðsetning mun
raunhæfari og heppilegri
kostur en Vatnsmýrin“.
Í gær var einnig afhentur
undirskriftalisti íbúa í Húsa-
hverfi í Reykjavík þar sem
gerðar eru athugasemdir við
að í nýja aðalskipulaginu eigi
að rísa 400 íbúðir og 50 þús-
und fermetrar atvinnu-
húsnæðis á Keldnalandinu.
Þar er talað um náttúrulíf og
fornminjar á svæðinu líkt og
í athugasemdum starfs-
manna Keldna.
Ekki fór mikið fyrir „sam-
ráði við íbúa og hags-
munaaðila“ um Keldnasvæð-
ið frekar en Korpu, hvað
sem líður fögrum fyr-
irheitum í formála endur-
skoðunarinnar. Það er afrek
að í tillögu að nýju að-
alskipulagi skuli starfsemi
rótgróinna stofnana einfald-
lega þurrkuð út. Það hefur
greinilega ekki gerst í sam-
ráði, en kannski í óráði.
Það er afrek að í til-
lögu að nýju að-
alskipulagi skuli
starfsemi rótgró-
inna stofnana ein-
faldlega þurrkuð út.}
Óskipulag á
aðalskipulagi
R
eykjavík á í vanda. Einhverjir
myndu kalla hann lúxusvanda, en
vanda engu að síður.
Eftirtaldir vinnustaðir eru á
svæðinu vestan Elliðaáa og
norðan Nauthólsvíkur: Háskóli Íslands,
Listaháskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík,
Landspítalinn við Hringbraut, Landspítalinn
í Fossvogi, höfuðstöðvar allra viðskiptabank-
anna, Borgartúnið, Kringlan, öll atvinnu-
starfsemi í miðborginni, atvinnustarfsemi við
Suðurlandsbraut, Menntaskólinn í Reykja-
vík, Verzlunarskóli Íslands, Menntaskólinn
við Hamrahlíð, Kvennaskólinn í Reykjavík,
Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautarskólinn
við Ármúla, Iðnskólinn á Skólavörðuholti,
gamli Stýrimannaskólinn, Múlahverfið, höf-
uðstöðvar 365 og Ríkisútvarpsins – því miður
ekki Morgunblaðsins – Reykjavíkurflugvöllur, höf-
uðstöðvar Icelandair, höfuðstöðvar CCP, allt hafnarsvæði
í Reykjavík, iðnaðarsvæðið við Sæbrautina, Glæsibær, svo
til allur ferðamanna- og afþreyingariðnaður í Reykjavík,
þar með talið hótel og veitingastaðir, öll ráðuneyti ríkisins,
nánast öll önnur stjórnsýsla ríkisins og öll miðstýrð stjórn-
sýsla Reykjavíkurborgar. Svona mætti lengi halda áfram.
Á hverjum morgni þurfa tugir þúsunda að ferðast, jafn-
vel á annan tug kílómetra, frá heimili sínu vestur fyrir El-
liðaár og norður fyrir Nauthólsvík til að sækja vinnu sína
eða nám.
Á sama tíma og Miklabraut, Hringbraut og Bústaða-
vegur til vesturs og Hafnarfjarðarvegur,
Kringlumýrarbraut, Reykjanesbraut og Sæ-
braut til norðurs eru svo gott sem stíflaðar í
klukkutíma hvern morgun, með tilheyrandi
hættu á umferðaróhöppum og hindrun fyrir
sjúkrabíla, slökkvilið og lögreglu, eru þessar
sömu götur tómar í gagnstæða átt. Um eft-
irmiðdegið snýst þetta svo við, þegar þeir sem
tróðu sér út á nesið sem Reykjavík byggðist
út frá þurfa að komast aftur heim til sín.
Þrátt fyrir þetta eru margir enn þeirrar
skoðunar að rétt sé að þenja höfuðborg-
arsvæðið enn lengra til austurs með tilheyr-
andi umferðarþunga frá svefnhverfum borg-
arinnar. Frá hagrænum mælikvörðum virðist
glapræði að byggja annars staðar en vestan
Elliðaáa og norðan Nauthólsvíkur. Fleiri ak-
reinar á stofnbrautir, sem eru ónotaðar mest-
allan daginn, getur ekki verið rétt. Samfélagslegur kostn-
aður, sem á endanum er auðvitað ekkert annað en
kostnaður einstaklinga, af því að byggja austar í borginni
er einfaldlega of mikill.
Svo að þeir sem sjá allar hugmyndir um að hreyfa við
Reykjavíkurflugvelli eins og fyrirætlanir um að selja
ömmu þeirra í partasölu geti ekki afskrifað þessi skrif sem
aðför að flugvellinum er rétt að nefna að þótt Vatnsmýrin
sé augljósasta framtíðarbyggingarland Reykjavíkur, þá er
hún ekki það eina. Hugmyndir um að byggja út á eyjarnar
við borgina hafa aftur skotið upp kollinum og þær er vert
að skoða. Bara ekki austar. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Ólafsson
Pistill
Vestan Elliðaáa og norðan Nauthólsvíkur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Brögð eru að því að for-eldrar kaupi tölvuleikifyrir börn sín þrátt fyrirað þeir séu ekki taldir við
hæfi þeirra samkvæmt samevr-
ópskum merkingum. Að sögn Snæ-
björns Steingrímssonar, fram-
kvæmdastjóra SMÁÍS, samtaka
myndrétthafa á Íslandi, er vanda-
málið ekki skortur á merkingum á
tölvuleikjum heldur það að foreldrar
virðist stundum ekki skilja að það sé
ástæða fyrir aldurstakmörkunum á
leikjunum.
„Í sumum tölvuleikjum er að
finna efni sem er klárlega ekki fyrir
börn en þeir eru líka merktir sem
slíkir. Þetta er ekki lengur bara
Pacman og Super Mario, það er ansi
mikið meira sem hægt er að finna í
tölvuleikjum í dag,“ segir Snæbjörn.
Koma formerktir hingað
Tölvuleikir sem seldir eru á Ís-
landi eru flokkaðir eftir samevr-
ópsku kerfi, svokölluðu PEGI-kerfi.
Almenna reglan er því sú að leikirnir
koma hingað formerktir. Það eru
framleiðendur sem meta leikina
sjálfir. Starfsfólk í verslunum á að
fara eftir þessum merkingum. Hægt
er að fletta upp aldurstakmörkunum
á tölvuleikjum á heimasíðu PEGI,
www.pegi.info, á íslensku.
Í lögum um eftirlit með aðgangi
barna að kvikmyndum og tölvu-
leikjum frá 2006 segir að bannað sé
að sýna, selja eða dreifa ofbeldis-
leikjum eða leikjum sem ógna vel-
ferð þeirra til barna sem hafa ekki
náð lögræðisaldri. Það er fjölmiðla-
nefnd sem á að hafa eftirlit með að
þeim lögum sé framfylgt. Sam-
kvæmt upplýsingum frá henni hefur
eftirlitið þó fyrst og fremst falist í
framkvæmd á aldursmatinu sjálfu
en ekki beinst sérstaklega að sölu og
dreifingu. Nefndin sjálf hafi ekki
heimild til að beita stjórnvalds-
sektum eða öðrum kvöðum. Það
varði þó sektum og jafnvel fangels-
isvist að selja börnum bannaða leiki.
Benda foreldrum á takmörk
Að sögn Arnar Barkarsonar,
vörustjóra hjá Elko, eiga kassa-
starfsmenn hjá fyrirtækinu að óska
eftir skilríkjum og vísa krökkum frá
sem hyggjast kaupa leiki sem þeir
hafa ekki aldur til að spila.
Starfsmennirnir geta þó ekki
bannað foreldrunum að kaupa bann-
aða leiki fyrir börn sín en þeir bendi
þeim þó á það að leikur sé ætlaður
fyrir þá sem eru eldri.
„Það virðist því miður að for-
eldrum sé sama. Ég held að þeir
kynni sér kannski ekki hvað þeir eru
að kaupa fyrir börnin. „Þetta er bara
tölvuleikur,“ er svolítið viðhorfið hjá
þeim,“ segir Örn.
Spili með börnunum
Guðberg K. Jónsson, verk-
efnastjóri hjá SAFT, tekur undir að
foreldrar séu almennt ekki meðvit-
aðir um hvers konar tölvuleiki börn-
in þeirra spila.
„Þetta er auðvitað uppeldislegt
mál og það er á ábyrgð foreldra að
vita hvaða leiki börnin eru að spila.
Margir eru þó meðvitaðir og ég held
að það hafi orðið töluverð breyting á
því síðustu ár. Við höfum í mörg ár
hvatt foreldra til að kynna sér
þessi mál, meðal annars með
því að setjast niður og spila
leikina með börnunum.“
Guðberg segir að þó að
framleiðendur leikjanna sjái
sjálfir um að aldursmerkja
hafi þeir frekar verið líkleg-
ir til að vera strangir í mati
sínu á eigin leikjum því þeir
séu ábyrgir fyrir því að inn-
kalla leikina og end-
urmerkja ef merkingarnar
standast ekki kröfur
PEGI-kerfisins.
Leikirnir ekki lengur
„bara tölvuleikir“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikjaspil Töluvert var um ólögráða börn þegar GTA V fór í sölu á mánu-
dagskvöld. Foreldrar margra þeirra voru með til að kaupa leikinn.
Athygli vakti að nokkur fjöldi
ólögráða barna var á meðal
þeirra hundraða sem stóðu í röð
á mánudagskvöld og biðu eftir
leiknum Grand Theft Auto V. Sá
leikur er ætlaður 18 ára og eldri
skv. PEGI-kerfinu vegna ofbeld-
is og fúls orðbragðs.
Örn Barkarson, vörustjóri hjá
Elko, segir að mörg barnanna
hafi aðeins verið komin til að fá
fríar pítsur sem voru í boði við
afhendingu forpantana en ekki
til að kaupa leikinn. Hins vegar
hafi margir foreldrar verið með
börnum sínum til að kaupa leik-
inn fyrir þau.
Þeim börnum,
sem voru ein,
var þó vísað frá.
„Það voru ein-
hver dæmi um
að krakkar, sem
fengu ekki að
kaupa, færu fúlir
heim,“ segir
hann.
Einhverjir fóru
fúlir heim
GRAND THEFT AUTO V