Morgunblaðið - 21.09.2013, Qupperneq 35
35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Aðgengi fatlaðra verði bætt Edda Heiðrún Backman og Jón Gnarr borgarstjóri fóru á hljólastólum um Laugaveginn í gær til þess að vekja athygli á nauðsyn þess að bæta aðgengi fatlaðs fólks.
Ómar
Sjúkrahúsið Vogur
verður 30 ára í desem-
ber 2013. Yfir 24 þús-
und einstaklingar hafa
komið á sjúkrahúsið frá
fyrsta degi til dagsins í
dag. Byggingin sjálf er
mjög vel heppnuð,
gæfuleg, björt og þægi-
leg í allri umgengni.
Hún er þó barn síns
tíma.
Sjúklingahópurinn á Vogi hefur
breyst mikið á þessum 30 árum. Mun
meira er um mjög veika sjúklinga,
eldra fólk sem glímir við hreyfihöml-
un og almennt getuleysi til að sinna
sjálfu sér og þarfnast því meiri
umönnunar og aðhlynningar – þjón-
ustu sem ekki var gert ráð fyrir þeg-
ar spítalinn var byggður.
Þá er aðstaða undir lyfjageymslu
og öryggi þar að lútandi vanbúin mið-
að við kröfur dagsins í dag.
SÁÁ hefur byggt og keypt húsnæði
undir starfsemina að mestu án að-
komu frá hinu opinbera og lengst af
skaffað húsnæðið alveg endurgjalds-
laust fyrir kaupendur þjónustunnar –
ríkið. Þetta hefur tekist með sjálf-
boðaliðavinnu og sjálfsaflafé á
löngum tíma (36 ár) og í dag eiga
samtökin talsverðar eignir sem þjóð-
in og fyrirtækin í landinu hafa sjálf
fjármagnað og allar þjóna undir
sjúkrarekstur, meðferð og tilheyr-
andi stoðþjónustu.
Til að bæta úr vanköntum á núver-
andi húsnæði Vogs miðað við breytt-
ar þarfir sjúklinga og starfsfólks hef-
ur stjórn SÁÁ ákveðið að byggja við
Vog – álmu þar sem veikustu sjúk-
lingarnir verða í sérherbergjum auk
þess sem aðstaða vaktar og lyfja-
vörslu verður endurnýjuð til að upp-
fylla nútímakröfur um öryggi starfs-
fólks og sjúklinga. Við munum þurfa
stuðning almennings og fyrirtækja í
fjármögnun á verkefninu, rétt eins og
SÁÁ hefur alltaf þurft þegar mikið
liggur við. Áætlun gerir ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist í september
2013 og ljúki í maí á næsta ári.
SÁÁ var stofnað árið 1977 og verð-
ur 36 ára í október. Mikil gæfa hefur
fylgt þessum grasrótarsamtökum
sem njóta víðtæks stuðnings stjórn-
valda, einstaklinga og fyrirtækja um
allt land. Þjónusta SÁÁ
hefur frá upphafi tekið
mið af bestu fáanlegu
vísindalegu þekkingu á
hverjum tíma og hafa
samtökin kostað miklu
til svo það megi verða.
Heilbrigðisstarfsfólk
SÁÁ fer á hverju ári í
námsferðir og á ráð-
stefnur erlendis til að
kynna sér allt sem horf-
ir til framfara á þessu
sviði og flytur þekk-
inguna inn svo hún megi gagnast ís-
lenskri þjóð. Meðferð SÁÁ er því í
stöðugri framþróun enda er árang-
urinn eftir því. Þúsundir Íslendinga
hafa náð góðum bata fyrir tilstilli
SÁÁ og tugþúsundir eignast betra líf.
Á þessum langa tíma sem liðinn er
frá stofnun SÁÁ hefur orðið til ís-
lenskt þekkingarsamfélag um alkó-
hólisma og fíknisjúkdóma. Hryggj-
arstykkið í þessari innlendu þekkingu
er gagnagrunnur SÁÁ – nákvæm
tölvutæk skráning úr sjúklingabók-
haldi frá upphafi þjónustunnar og
staðreyndirnar sem þessar tölur
birta okkur. SÁÁ er nú eftirsóttur
samstarfsaðili í flóknum alþjóðlegum
rannsóknum á lyfjum og fíkn-
isjúkdómum og litið er til SÁÁ sem
fyrirmyndar um heilbrigðisþjónustu
og meðferð sem uppsker ríkulega
fyrir allt samfélagið.
Þegar litið er yfir farinn veg er
þakklæti efst í huga. Þakklæti til ís-
lensku þjóðarinnar sem hefur staðið
þétt við bakið á SÁÁ öll þessi ár og
persónulegt þakklæti fyrir þau gæfu-
spor sem ég tók sjálfur undir öruggri
handleiðslu SÁÁ.
Íslenskir einstaklingar, konur og
karlar, ungir sem aldnir, fyrirtæki og
ríkisstjórnir – fyrir hönd SÁÁ þá
þakka ég ykkur kærlega fyrir. Frá
ykkur fáum við kraftinn og hvatn-
inguna til að halda ótrauð áfram. Enn
er verk að vinna.
Eftir Arnþór
Jónsson
»… frá stofnun SÁÁ
hefur orðið til ís-
lenskt þekkingarsam-
félag um alkóhólisma og
fíknisjúkdóma.
Höfundur er formaður SÁÁ.
Takk fyrir SÁÁ, Vog,
Vík, Von, Staðarfell
– og allt hitt líka
Arnþór Jónsson
Fyrirtæki í við-
skiptum og þjónustu
þurfa að hafa góðan
orðstír og jákvæða
ímynd. Ímyndin mótast
af fréttum og almennri
umræðu. Auglýsingar
skulu minna á, jafnvel
fegra myndina. Mörg
fyrirtæki styrkja vel
menningu, íþróttastarf
eða mannúðarmál með-
an aðrir rétt nudda sér utan í góð
mál.
Útgerðarfyrirtæki hefur um ára-
bil kostað, ásamt hollvinum og
starfsfólki, endurnýjun tækja Fjórð-
ungssjúkrahúss Austurlands. Annað
útgerðarfyrirtæki gaf sveitarfélagi
sínu íþróttahús. Eru þessi framlög
stór eða smá? Einkenna þau stefnu
og viðskiptahætti fyrirtækisins,
miðast þau við stærð þess og arð
eða eru þetta auglýsingar?
Fyrirsögn þessarar greinar er úr
tímaritinu Fréttir 8. tbl. 2012, gefið
út af endurskoðunarfyrirtækinu
KPMG. Þar er greinin; Samfélags-
ábyrgð fyrirtækja. Klisja eða
framþróun í rekstri fyrirtækja.
Fram kemur sú skilgreining ,,að
fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð
þegar það ákveður, að eigin frum-
kvæði að leggja sitt af mörkum til
uppbyggingar þess samfélags sem
það starfar í. Fyrirtækið gerir
meira en því er skylt samkvæmt
lögum.“
( Sjá einnig: Festa, miðstöð um
samfélagsábyrgð. www.festa-
samfelagsabyrgd.is)
Einnig segir að erfitt sé fyrir fólk
hér á landi að meta hvort og hve
mikið fyrirtæki geri í þessu efni
enda skili íslensk fyrirtæki ekki
skýrslum um samfélagsábyrgð í
uppgjöri eins og gerist æ meir er-
lendis. Séum við þar eftirá.
Samkvæmt könnun KPMG Inter-
national frá 2011 taldi helmingur
250 stærstu fyrirtæka heims í 34
löndum að fjárhagslegur ávinningur
væri af því skýrsluhaldi. Talið var að
vinnan við skýrslugerðina væri hvati
til nýsköpunar, vaxtar og aukins
virðis en það sem hvatti mest til
skýrsluhaldsins voru jákvæð áhrif á
orðspor og vörumerki fyrirtækisins.
Einstaklingar og samtök hafa oft
breytt samfélaginu. Dæmi: Berkla-
sjúklingar komu upp Reykjalundi.
Sjúkrasamlög, björgunarsveitir,
SÁÁ urðu öll til að frumkvæði
áhugafólks.
Þörfin á frum-
kvæði einstaklinga
og fyrirtækja er aug-
ljós. Ríkisfyrirtæki
vantar oft frum-
kvæði. Verk-
efnaflokkar geta
lokast þar inni.
Dæmi: Barna- og
unglingageðdeildin
var góð nýjung um
1970. Nú hefur hún
áralanga biðlista og
annar ekki mik-
ilvægu verkefni sínu svo að tala má
um barna- og fjölskylduvanrækslu á
landsvísu. Úrbætur vart í sjónmáli.
Vegagerð ríkisins er vinsæl stofn-
un með langa verkefnalista, tak-
markaðar fjárveitingar. Aukaverk-
efni vegna veðra og náttúruhamfara
heimta forgang. Þá sést hvað Vega-
gerðin getur fái hún fé og heimildir.
Deilurnar um hver njóti næst verka
þeirrar ríkisvinnukonu minna á
gamla sögu þar sem svöng börn
þráttuðu um hver fengi mjólk úr
hálfgeldri kú.
Menn kvarta um að skjólbelti
vanti meðfram vegum undir Hafn-
arfjalli og á Kjalarnesi. Stundum
ófært, bílar fjúka útaf eða fyrir aðra
bíla og slys verða. Vegagerðin hefur
bent á að íbúasamtök eða Skóg-
ræktin gætu sinnt málinu. Úrlausn-
in er varla dýr miðað við vegi og
göng en ekki beint vegagerðarverk-
efni.
En Vegagerðin þarf að ákveða að
þarna verði skjól. Einkafyrirtæki
gætu síðan tekið við fjármögnun og
framkvæmd verksins gegn því að fá
að hafa auglýsingaskilti við veginn í
10-20 ár þar sem á stæði: Skjólbelti
vex næstu 2 km í boði BYKO, BAU-
HAUS, AO, SJÓVÁ, eða TM. Til-
breyting fyrir vegfarendur að sjá að
til eru fyrirtæki sem sinna verk-
efnum í almannaþágu. Auglýs-
ingakostnaður lækkar skattstofn
fyrirtækja og verkefnið greiðist.
Stærri verk bíða. Jarðgöng eru
dýr. Vinna við Norðfjarðargöng á
Mið-Austurlandi hefst síðsumars,
lýkur í sept. 2017. Dýrafjarðargöng
munu gera vetrarfært milli norður-
og suðurhluta Vestfjarða, lýkur
2018. Þessi tvenn göng á jarð-
gangaáætlun greiðast af ríkisfé. En
að þeim loknum yrði enn eftir að
gera þrenn göng á Mið-Austurlandi
til að tryggja vetrarfærð milli at-
vinnusvæða og til Fjórðungssjúkra-
hússins. Göng milli Seyðisfjarðar,
Mjóafjarðar og Neskaupstaðar með
tengingu við Hérað myndu mjög
efla Mið-Austurland sem atvinnu-,
menningar- og þjónustusvæði. Ekki
síst ferðaþjónustu.
Með venjulegum ríkisframlögum
tækju verk þessi 15-25 ár. Samtals
16 til 25 km af göngum eftir því hvar
leiðir veljast. Kæmu einkaaðilar og
samtök að fjármögnun og fram-
kvæmd mætti byrja fyrr, vinna á
fleiri stöðum og ljúka fyrr. Um-
hverfismat, ákvarðanir og hönnun
ganga taka tíma og hann má nota til
að finna fjármögnunarleiðir.
Öflug fyrirtæki eru á Mið-
Austurlandi. Þar er hefð fyrir sam-
félagsábyrgð fyrirtækja. Síldar-
vinnslan og SÚN (Samvinnufélag
útgerðarmanna í Neskaupstað) eru
þekkt. Alli ríki á Eskifirði, Aðal-
steinn heitinn Jónsson, var þekktur
fyrir ábyrgð gagnvart byggðinni á
fyrri árum kvótakerfisins er hug-
takið samfélagsábyrgð virtist varla
til í útgerð.
Alcoa-Fjarðaál hefur komið að
fjölda samfélagstengdra verkefna.
Verðugt væri að jarðgöng bættust á
þann lista. Öruggar samgöngur eru
fyrirtækinu mikilvægar. Á Seyðis-
firði er Norræna, stórfyrirtæki í
ferðaþjónustu og flutningum allt ár-
ið mjög í þörf fyrir jarðgöng.
Spáð var að kostnaður við Hval-
fjarðargöng lenti á ríkinu en vegfar-
endur munu greiða þau upp árið
2018. Hafa þau þá skapað verðmæti
í 20 ár. Eystra verða líklega ekki
innheimt veggjöld og göngin greið-
ast því upp á lengri tíma, spara og
skapa verðmæti.
Íslenskt fé leitar nú farvega.
Einnig fé sem lenti í felum erlendis
og hefur fengið heimþrá til átthag-
anna. Fyrir fáeinum árum buðu
stjórnvöld fólki að lækka skattstofn
með kaupum á hlutabréfum í at-
vinnufyrirtækjum. Aðferðina mætti
útfæra nú í þágu jarðganga. Aust-
firðingar og fleiri kynnu að fjárfesta
upp á þau kjör. Fjáraflamenn góð-
ærisins ollu vanda á skömmum tíma.
Með góðum aðferðum gætu nú fyr-
irtæki og fólk yfirleitt komið fé í
vinnu við langtímaverkefni og
styrkt mjög innviði eigin samfélags.
Mestu varðar að verkefnin komist af
stað og að gjaldkerinn sé góður svo
að allir græði, einnig ríkið sem eign-
ast göngin.
Eftir Ingólf S.
Sveinsson
» Geta einkaaðilar
fjármagnað
jarðgöng?
Ingólfur S. Sveinsson
Höfundur er læknir.
Samfélagsábyrgð fyrirtækja