Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Líklega hefur aldrei verið einfaldara að koma skrifum sínum áframfæri. Á tímum alls kyns netmiðla er hægt að birta flestá Netinu án nokkurs milliliðar og auk þess fara heilmikilsamskipti fram í rituðu máli í alls konar samskiptaforritum. Allt er þetta vissulega skrifað en ekki talað mál en þó telst það alls ekki allt til hefðbundins ritmáls. Það er annars þó nokkur munur á talmáli og ritmáli. Almennt séð er ritmál mun formlegra og töluvert meira undirbúið, lagað og bætt en talmálið. Hefðbundnu rituðu máli er líka ætlað að „lifa“ lengur en talað mál. Gera verður ráð fyrir að það sé lesið aftur og aftur og kröfur til þess og undirbúningurinn er í samræmi við það. Það mál sem notað er á Netinu, í bloggi og alls kyns spjallforritum er hins vegar hvorki talmál né ritmál og hefur því verið kallað rafmál. Þar hafa mörkin milli ritaðs máls og talmáls nefnilega að nokkru leyti dofnað og á slíkur texti meira sameiginlegt með talmálinu en rit- máli þó hann birtist í rituðu máli. Skilaboðunum er t.d. ekki ætlaður lengri líftími en væru þau töluð þar sem þau þjóna aðeins þeim tilgangi að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Auk þess er undirbúning- urinn kannski nokkuð líkur því sem á sér stað þegar talað er, þ.e.a.s. hugsanir einfaldlega færðar í ritað mál í stað talaðs sem síðan er sent rakleiðis af stað til þess sem það er ætlað. Enda eru orðin oft og tíðum skrifuð líkt og þau væru sögð, t.d. er skrifað ætlaru í stað ætlarðu eða ætlar þú, náttla í stað náttúrulega og kvadda gera? í stað hvað ertu að gera? En það er ekki það eina sem sker þessa tegund máls frá hefð- bundnu skrifuðu máli því í því eru notaðar alls kyns nýjar skammstaf- anir, óskiljanlegar fyrir okkur sem ekki þekkjum mikið til þessa heims. Þarna kemur kynslóðabilið berlega í ljós. Við sem skiljum hefð- bundnar skammstafanir eins og e.t.v., o.s.frv., o.fl. betur en kynslóðin sem hefur alist upp að hluta til í rafheimum skiljum alls ekki allar þær skammstafanir sem koma fyrir í textaskilaboðum unglinganna. Í afar óvísindalegri könnun sem ég gerði um daginn fékk ég útskýringu á töluvert mörgum slíkum. Styttingarnar bera margar hverjar vott um skapandi og frjóa hugsun en því miður ekki nema að litlu leyti á ís- lensku. Af þeim styttingum og skammstöfunum sem voru nefndar var líklega um helmingur úr íslensku en annars úr ensku. Íslenskan er þó ekki alveg horfin, t.d. er skrifað mrg fyrir morgun, gn fyrir góða nótt, gg fyrir geggjað o.fl. Sniðugar styttingar þar sem tölustafir voru not- aðir í stað bókstafa voru hins vegar flestar ef ekki allar á ensku. T.d. merkir h8 alls ekki hátta eins og ég hélt heldur merkir sú stytting heit, sbr. h-eight. L8er er svo notað til að tákna later en líklega notar enginn s1a fyrir seinna þó það sé ekki síður rökrétt, eða hvað? Málið El ín Es th er THX! HÍ. Hxl málv / flf, væri samt gg fara KEF-KTM 1. bara chilla ekka. „Takk! Ég fer í Háskóla Íslands, hugsanlega í málvísindi eða fornleifa- fræði. Væri samt geggjað að fljúga til Katmandú fyrst og slaka aðeins á.“ Ha? Jæja, Pedró. Til hamingju með að vera orðinn stúdent. Hvað tekur við núna? Málið okkar í rafheimum Aðalheiður Þorsteinsdóttir adalheidurt@gmail.com Tungutak Sjónvarp er einstakt tæki til að miðla músík. Og íljósi sterkrar tónlistarhefðar Ríkisútvarpsins fráupphafi er merkilegt að sjónvarpið skuli ekkihafa verið notað í ríkara mæli en gert hefur verið til þess að veita þjóðinni eins konar menntun í músík. Nú er vonandi að verða breyting á því. Sl. sunnudag sýndi Ríkissjónvarpið fyrsta þátt í nýjum tónlistarþætti sem heitir Út úr dúr eða útúrdúr og hefur vakið meiri og jákvæðari athygli en títt er um sjónvarps- þætti. Umsjónarmenn þáttarins eru Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Halla Oddný Magnúsdóttir mannfræðingur en með þeim starfar að dagskrárgerð Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður. Í stuttu máli sagt var þessi þáttur stórkostlegur. Á vefsíðu RÚV er þættinum lýst með eftirfarandi hætti: „Útúrdúr er sjónvarpsþáttaröð um tónlist þar sem fjallað er um klassíska og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengileg- an og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúd- íói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er farið á stúfana og spjallað við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Þótt hver þáttur hverf- ist um ákveðið grunnþema er formið frjálslegt og talsvert um útúrdúra. Þannig leiðir spjall um Mozart eins og ekkert sé eðlilegra yfir í umfjöllun um Neanderthalsmenn og viðtal við fiðlu- smið endar hreinlega í helvíti (eins og það birtist á málverki eftir hollenskan meistara frá endurreisnartímanum). Að kalla eina tegund tónlistar „klassíska“ er að mati okkar í Útúrdúr eitt versta auglýsingatrix sögunnar. Tón- listin á ekki að vera safngripur og hún er hvorki heilög né hafin yfir gagnrýni. Í Útúrdúr reynum við þess vegna að færa þessa tegund tónlistar niður af stallinum, skoða hana frá ýmsum hliðum og berjast gegn þeirri ranghugmynd að maður þurfi einhvers konar meirapróf til þess að mega hafa skoðun á henni.“ Af þessum orðum má ráða að það sé eitt af markmiðum þáttanna að færa músíkina til fólksins. Þetta er ekki bara skemmtun eða afþreying. Fyrsta þættinum verður bezt lýst sem menntandi og kennararnir eru ungt fólk sem bersýnilega býr yfir mikilli þekkingu á því sem það er að fjalla um. Það er gaman að hlusta á góða tónlist en það er skemmtilegra ef maður veit eitthvað um verkið, sögu þess og tilurð og tónskáldið sjálft. Hvaðan í ósköpunum kemur þessi fegurð? Hvernig gat píanókonsert Roberts Schu- mann orðið til í huga manns sem barðist við alvarlega geð- veiki? Þetta eru spurningar sem leita á en engin svör fást við. Hvernig er hægt að búast við svörum? Sumum þeirra tónverka sem mest eru flutt á okkar dögum var afar illa tekið í upphafi. Dæmi um það er fyrsti píanókonsert Tchaikovskys. Á jólakvöldi árið 1874 bað hann vin sinn Nikolay Rubinstein, sem þá var einn fremsti píanóleikari Rússlands, að hlusta á konsertinn. Tchai- kovsky lýsti þeim atburði á þennan veg: „Ég spilaði fyrsta kaflann. Það kom ekki eitt orð, engin viðbrögð af nokkru tagi! Mér fannst ég vera eins bjána- legur og vandræðalegur og maður sem hefur eldað mat fyrir vin sinn sem borðar án þess að segja orð. Segðu eitt- hvað, í guðanna bænum, þó ekki væri nema með því að tæta hann í sundur með uppbyggilegri gagnrýni! Bara eitt hvatningarorð, jafnvel þótt það sé ekki yfirgengilegt hrós.“ Í ævisögu Tchaikovskys segir Anthony Holden, brezk- ur blaðamaður og útvarpsmaður: „Tchaikovsky stappaði í sig stálinu og lék til enda. „Áfram þögn. Ég stóð upp og sagði: Jæja?“ … skamm- irnar streymdu út úr munni Nikolay Griogorievich. Kons- ertinn var einskis virði á nokkurn hátt. Það var ómögulegt að spila hann, kaflar klaufalegir og teknir að láni, þannig að ómögulegt væri að laga þá. Verkið í heild var bæði „margtuggið og ruddalegt“.“ Svo settist Rubinstein niður og spil- aði háðska eftirlíkingu af konsertinum. Það er gagnlegt að átta sig á, að sumt af því sem við teljum í dag vera meistaraverk fékk svona móttökur í upphafi. Ríkisútvarpið er umdeild stofnun, kannski eins og vera ber. En það er athyglisvert hvað þessi stofnun á sér merka sögu, þegar kemur að flutningi tónlistar. Þar hafa margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar komið við sögu. Útvarpið hefur frá stofnun sinni sinnt með af- brigðum vel því hlutverki að kynna verk íslenzkra tón- skálda og kynna íslenzka tónlistarmenn. Enn þann dag í dag eru tónlistarþættir í útvarpi með bezta efni sem þar er flutt og margir hverjir stórfróðlegir. Þess vegna er ánægjulegt að nú er að takast ein- staklega vel að flytja þessa rótgrónu hefð yfir í sjónvarp og vonandi verður þar framhald á eftir þessa þáttaröð. Slíkir fastir upplýsandi og menntandi þættir um tónlist, íslenzk tónskáld og erlend og tónlistarmenn eiga að verða reglulegur hluti af dagskrá sjónvarpsins í framtíðinni. Umsjónarmennirnir tveir eru glæsilegir fulltrúar há- menntaðrar nýrrar kynslóðar Íslendinga sem standa jafn- fætis hverjum sem er. Það þarf ekki að óttast um framtíð Íslands sem sjálfstæðrar þjóðar, þegar slíkt fólk er í fyr- irrúmi. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ætti að taka það til alvarlegrar íhugunar að skipa Víking Heiðar Ólafs- son eins konar menningarlegan sendiherra Íslands á er- lendri grund. Það er hægt að auka veg þjóðar okkar úti í heimi með öðru en djarflegum viðskiptaumsvifum! Verðugt framhald af sterkri og merkri tónlist- arhefð Ríkisútvarpsins Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Út úr dúr er frábær sjónvarpsþáttur Margt það, sem sagt hefur veriðerlendis um bankahrunið ís- lenska 2008, er með annarlegum blæ. Ein þjóðsagan, sem háskólakennar- arnir Robert Wade og Sigurbjörg Sig- urgeirsdóttir birta í mörgum erlend- um blöðum og tímaritum, er um aðgerðir Seðlabankans í byrjun bankahrunsins, dagana 7. og 8. októ- ber 2008. Þau segja í New Left Re- view 2010: „Þegar hrunið hélt áfram af fullum þunga, festi Davíð Oddsson gengi krónunnar við myntkörfu ná- lægt því gengi, sem verið hafði.“ Þau segja síðan: „Þetta var líklega skammlífasta gengisfesting, sem sög- ur fara af. En hún entist nógu lengi til þess, að klíkubræður með réttar upp- lýsingar gátu losnað við krónur sínar á miklu hagstæðara gengi en síðar bauðst. Innanbúðarmenn segja, að milljörðum króna hafi verið skipt út fyrir gjaldeyri á þessum klukkutím- um.“ Þau hafa endurtekið þessa sögu víðar. Sagan er þó tilhæfulaus. Seðla- bankinn festi ekki gengið þennan tíma, heldur gerði hann kauptilboð til viðskiptabankanna þriggja á genginu 131 króna á móti evru. Sérstaklega var tekið fram á vef bankans, bæði á íslensku og ensku, að ekki væri um gengisfestingu að ræða. Einnig kom þar fram, að í þessum viðskiptum seldu bankarnir Seðlabankanum alls 786 milljónir króna eða sex milljónir evra, ekki neina milljarða, eins og þau Wade og Sigurbjörg segja. Hins vegar er alvarleg ásökun fólg- in í orðum þeirra Wades og Sig- urbjargar um, að „klíkubræður með réttar upplýsingar“ hafi gripið tæki- færið til að selja Seðlabankanum krónur. Þetta kauptilboð takmark- aðist við millibankamarkað. Voru „klíkubræður Davíðs“ þá ráðamenn viðskiptabankanna? Sigurður Ein- arsson og Jón Ásgeir Jóhannesson? Ég spurði Wade, hvaða „innanbúð- armenn“ hefðu veitt þeim Sig- urbjörgu upplýsingar. Hann nefndi mann í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Allir þrír nefndarmenn- irnir hafa sagt mér, að það sé rangt. Einnig nefndi Wade ónefndan starfs- mann Landsbankans og hagfræðing í Bretlandi. Hvort sem þeir menn voru úr álfheimum eða mannabyggð, voru þeir ekki innanbúðarmenn. Þeir höfðu engan aðgang að innviðum Seðla- bankans. En slíkan aðgang þurfti ekki heldur, því að allar upplýsingar voru tiltækar á vef bankans. Saga Wades og Sigurbjargar er þjóðsaga. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þjóðsögur um bankahrunið (6)GJÖRIÐ SVO VEL! Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAN D OG FÁÐU TILBO Ð! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.