Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Sennilega hafa allir
einhvern tímann á æv-
inni talað illa um
náungann af ein-
hverjum ástæðum, við
erum jú mannleg og
göngum í gegnum ým-
is þroskaþrep. Við
sjáum að þetta er al-
geng hegðun meðal
unglinganna okkar
enda eru þau að þrosk-
ast og læra, og koma „vonandi“ til
með að vita betur eftir því sem þau
eldast.
Því miður er hægt að sjá þessa
hegðun í ríkum mæli hjá fullorðnu
fólki og oft er fullorðið fólk miklu
verra þegar kemur að því að tala illa
um náungann og unglingarnir virð-
ast oft læra þessa hegðun af foreldr-
unum og halda henni áfram á full-
orðinsárum. Þetta sjáum við öll. Það
er eins og sumir hafi tamið sér
„listina“ að tala illa um annað fólk.
Eflaust þekkja allir að minnsta kosti
eina manneskju sem virðist ekki
gera annað en niðurlægja annað fólk
bæði á almennum vettvangi og/eða á
meðal vina sinna eða fjölskyldu.
Þar sem ég hef orðið svo oft vitni
að þessu, og reyndar sjálfur orðið
fyrir svona aðkasti eða beinlínis ein-
elti, þá hef ég reynt að sálgreina
þessa hegðun. Það sem er algengast
hjá þeim, sem sýnir þessa neikvæðu
hegðun, er þrennt: Það er ann-
aðhvort með öfund í garð ein-
staklingsins sem verður fyrir að-
kastinu/ofbeldinu, með lélega
sjálfsmynd eða einfaldlega illa inn-
rætt. Ástæðurnar fyrir því að fólk er
einfaldlega bara illa innrætt er
kannski í sumum tilvikum hægt að
rekja til erfiðrar æsku, sem jafnvel
einkenndist af líkamlegu eða and-
legu ofbeldi af einhverju tagi. Hinn
möguleikinn er að fólk sé bara fætt
svona, að heilastöðvarnar virki ekki
eins og eðlilegt er talið, svipað eins
og hjá siðblindu fólki sem virðist
upplifa mun minni kvíða, eða oftast
engan, sem gerir þeim kleift að
ljúga, svíkja, pretta og gera mun
verri hluti án þess að fá nokkurt
samviskubit. Hvað varðar öfund og
lélega sjálfsmynd þá vil ég oft tengja
þessa tvo hluti saman. Sumir ein-
faldlega þola ekki velgengni ann-
arra, sama á hvaða sviði það er.
Þessir einstaklingar fyllast svo mik-
illi öfund í garð annarra
og virðast ekki hafa í
sér þann eiginleika að
geta samglaðst öðru
fólki (einungis sjálfu
sér) að það eina sem
þeir finna í sér að gera
er að niðurlægja náung-
ann með öllum ráðum
sem er, jafnvel með lyg-
um. Hvort sem um er
að ræða hamingjusamt
fjölskyldulíf hjá ein-
hverjum, farsæla vinnu
með góðum launum eða
þá að fólk eignast óvænt peninga,
kaupir sér nýtt hús eða bíl eða jafn-
vel verður vinsælt félagslega, þá er
til fólk sem bara þolir það ekki. Það
vill alla athyglina sjálft, það vill að
sér gangi vel og hefur bara ekki
þann eiginleika að geta samglaðst
öðru fólki. Bróðir minn sagði mér
einu sinni frá athyglisverðri rann-
sókn sem ég hef reyndar ekki lesið
sjálfur. Að hans sögn sneri þessi
rannsókn að mannlegri hegðun. Í
stuttu máli voru niðurstöður hennar
þær að mjög margir einstaklingar
fyndu sælutilfinningu við að sjá öðru
fólk mistakast. Að sumir yrðu glaðir
við að sjá hrakfarir annarra, ætli
þetta geti verið rétt? Ætli það geti
verið ein ástæða þess að fólk reyni
að skemma fyrir öðrum með illu um-
tali og jafnvel lygum? Auðvitað er
eðlilegt að finna einhvern tíma til öf-
undar, langa í meira af einhverju
fyrir sig og sína eða njóta velgengni
á einhverju sviði. Mér finnst það þó
vera orðið mjög sjúklegt ef þær
langanir brjótast út í formi andlegs
ofbeldis þar sem einstaklingurinn
reynir að fá athygli og aðdáun með
því að niðurlægja annað fólk og jafn-
vel með því að ljúga um annað fólk.
Þá held ég að fólk þurfi aðeins að
kíkja í eigin barm og fara í góða
sjálfsskoðun og reyna að komast að
því af hverju það hegðar sér á þann
hátt.
Er ekki bara jákvætt að samgleðj-
ast vegna velgengni annarra? Er
ekki heilbrigðast að venja sig af
„listinni“ að tala illa um annað fólk?
„Listin“ að tala illa
um annað fólk
Eftir Gísla
Hvanndal
Jakobsson
Gísli Hvanndal
Jakobsson
» Sumir einfaldlega
þola ekki velgengni
annarra, sama á hvaða
sviði það er.
Höfundur er nemi.
Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali
GARÐATORGI 7
210 GARÐABÆ
Sími 545 0800
gardatorg@gardatorg.is
www.gardatorg.is
ATVINNUTÆKIFÆRI Í
FERÐAMANNAIÐNAÐINUM
Ásmúli – Um 100km frá Reykjavík. Góður húsakostur:
139,3 fm íbúðarhús, 32 hesta hesthús, hlaða og f.l.
Landið hentar vel til ferðamannaþjónustu, hrossaræktar
og hvers kyns útivistar. Hægt er að skipuleggja frábærar
sumarhúsalóðir við Hrútsvatn.
Jörðin er um 46ha vel gróin, tún, trjárækt og beitiland.
Hallar á móti suðri með afar fallegu útsýni. m.a. til Heklu
og Eyjafjallajökuls.
Uppl. veitir Þóroddur í síma 868-4508
Vísindakaffi - allir velkomnir!
KAFFIDAGSKRÁIN:
Reykjavík: Súfistanum, Máli og menningu, Laugavegi
Mánudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30
Ég elska þig stormur!
Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hvers vegna er vindur? Hvert er hlutverk hans í hnattrænu samhengi? Fjallað verður um
tilurð vinds, mikilvægi hans og ýmis tilbrigði vinds í heiminum, auk þess sem rætt verður um
vindrannsóknir á Íslandi.
Þriðjudagur 24. september kl. 20:00 - 21:30
Krabbamein í blöðruhálskirtli – mein eða meinleysi?
Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir og Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir.
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein íslenskra karla, en um 220 greinast og
50 látast úr sjúkdómnum árlega. Sjúkdómurinn er algengur á efri árum og oft hægfara þannig að
mjög skiptar skoðanir eru um hversu vasklega skuli ganga fram við að greina hann snemma og
meðhöndla. Krabbamein í blöðruhálskirtli er í huga leikmannsins eitt fyrirbæri á meðan læknirinn
lítur á það sem róf margra sjúkdóma.
Miðvikudagur 25. september kl. 20:00 - 21:30
Atgervi íslenskra ungmenna – er allt á niðurleið?
Erlingur Jóhannsson prófessor og Sunna Gestsdóttir doktorsnemi við rannsóknarstofu
í íþrótta og heilsufræði, menntavísindasviði HÍ.
Heilsufar og lífsstíll ungs fólks er áhyggjuefni vegna þeirra heilbrigðisvandamála sem fylgja
neikvæðum lífsháttum. Forsenda þess að geta sagt til um til hvaða fyrirbyggjandi aðgerða yfirvöld
heilbrigðis og menntamála þurfa að grípa til á komandi árum er vitneskja um heilsfar ungs fólks.
Sú vitneskja kemur úr niðurstöðum fjölbreyttra rannsókna enda nauðsynlegt að nálgast málefnið
á breiðum grundvelli og skoða líkamlega, félagslega jafnt sem andlega þætti ungs fólks og miða
aðgerðir til úrlausna við alla þessa þætti ef árangur á að nást.
Fimmtudagur 26. september kl. 20:00 - 21:30
Nýja norðrið: hvernig mótar fólkið sjálft
samfélög norðurslóða?
Katla Kjartansdóttir þjóðfræðingur hjá EDDU - Öndvegissetri og Kristinn Schram forstöðumaður
Rannsóknaseturs um norðurslóðir.
Myndun og mótun samfélaga norðurslóða fer fram með margvíslegum hætti, en rétt eins og
náttúran og umhverfið, eru samfélög breytingum háð. Stöðug endursköpun samfélaga fer ekki
síður fram í hversdagslegum samskiptum fólks og í fjölmiðlum en á hinu opinbera sviði. Frá
hversdagslegu sjónarhorni má varpa ljósi á leiðarstef í menningarpólitík norðurslóða, á hugmyndir
sem liggja þar að baki og á þær væntingar sem gerðar eru til hins „nýja norðurs“.
Sandgerði: Þekkingarsetri Suðurnesja
Fimmtudagur 26. september kl. 20:00 - 21:30
Grjótkrabbi og kræklingur - rannsóknarefni sem bragð er að!
Vísindakaffi verður haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja að Garðvegi 1 í Sandgerði og hefst það
með stuttri og lifandi kynningu á rannsóknum Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á grjótkrabba og
kræklingi. Grjótkrabbinn er nýr landnemi hér við land en allt frá 2007 hefur hann verið rannsakaður
og fylgst með framvindu hans við Ísland. Kræklingurinn hefur hins vegar verið notaður undanfarin
ár til rannsókna á mengun sjávar en hann hentar einstaklega vel sem mælitæki við slíkar
rannsóknir. Eftir kynningu á líffræði og eiginleikum þessara ólíku tegunda fá gestir að bragða á
þeim ásamt heimabökuðu brauði en Veitingahúsið Vitinn mun sjá um matreiðsluna
Húsavík: Rannsóknasetrinu
Föstudagur 27. september kl. 14:00 - 16:00
Ferðaþjónusta og náhvalir
Opið hús verður í Rannsóknasetrinu á Húsavík í tilefni af Vísindavöku. Tvö verkefni verða kynnt:
Hagræn áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum og Imagining the Arctic – recordings of Narwhals.
Allir velkomnir að kynna sér starfsemi setursins og þær rannsóknir sem eru í gangi á svæðinu og
þiggja kaffiveitingar.
Á Vísindakaffi Rannís gefst almenningi kostur á að hitta
vísindafólk úr ýmsum fræðigreinum, kynnast áhugaverðum
viðfangsefnum og spyrja það spjörunum úr.