Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 41

Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 ✝ Svavar Sig-urðsson fæddist í Brekkukoti í Þingi, Austur- Húnavatnssýslu 31. október 1930. Hann lést á Landspít- alanum, Hringbraut 10. september 2013. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason, f. 24.1. 1895, d. 5.7. 1953, og Anna Sigurðardóttir, f. 6.4. 1899, d. 3.10. 1976. Systkini Svavars voru Bjarni, f. 1920, d. 1982; Sigþór, f. 1922, d. 2010; Hulda, f. 1923, d. 1940; Baldur Reynir, f. 1929, d. 1991; Sig- urður, f. 1934, d. 1999; Þorbjörn, f. 1937, d. 2013. Hinn 31. október 1951 kvænt- ist Svavar Magdalenu Erlu Jakobsdóttur frá Síðu í Engihlíð- arhreppi, f. 29. maí 1930. Börn þeirra eru: 1) Jakob Óskar, f. 30. ágúst 1952. Sambýliskona Hrefna Kristófersdóttir, f. 13. apríl 1957. 2) Sigurður, f. 24. febrúar 1954. Eiginkona Ásta Kristín Andr- ésdóttir, f. 18. mars 1954. 3) Einar, f. 21. maí 1956. Eiginkona Sigríður Her- mannsdóttir, f. 3. mars 1955. 4) Bald- ur, f. 30. mars 1958. 5) Elínborg, f. 10. júní 1961. Eig- inmaður Ingimar Rúnar Ástvaldsson, f. 20. desember 1959. 6) Björn Magni, f. 8. febrúar 1964. Eiginkona Þórunn Jónasdóttir, f. 3. febrúar 1963. Barnabörn Svavars eru ellefu og barnabarnabörn eru orðin tólf. Svavar ólst upp í Brekkukoti og bjó þar til 1950. Þá flutti hann í Síðu í Engihlíðarhreppi, A-Hún., þar sem hann bjó þar til hann lést. Samhliða búskap vann hann hjá Kaupfélagi Húnvetninga frá því um 1960 til 1997, lengst af sem bifreiðastjóri. Útför Svavars fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 21. sept- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Okkar ástkæri afi og langafi, þín verður sko sárt saknað. Ég veit nú ekki hvar ég á að byrja. Þú varst mér mikil fyrimynd í einu og öllu og allt sem þú tókst þér fyrir hendur var gert 110% þó það þyrfti nú ekki alltaf að vera. Snyrtimennska hjá þér var alltaf í hámarki og mátti aldrei sjá skítugan bíl eða vél sem þú varst með í umsjón, ég veit ekki hvað plastið á sætinu í dráttarvél- inni var í mörg ár á sætinu sem segir nú aðeins um hvernig þetta var. Þú reyndir alltaf að gera gott úr hlutunum en hafðir samt alveg þína skoðun á þeim, margar voru sögurnar sem þú sagðir mér úr vinnunni þinni þegar þú keyrðir flutningabíl hér í gamla daga og ég held að bílstjórar í dag mundu ekki tolla lengi í þessu en sem betur fer eru nú breyttir tímar. Þú hafðir mikla bíla- og tækja- dellu og ég held að það séu nú nokkrir í ættinni sem erfa það frá þér. Mikill barnakarl varstu og mörg börn héldu mikið upp á þig, þú varst mjög góður við öll börn sem kíktu í sveitina í heimsókn. Með þessum fáu orðum vil ég þakka allt sem þú hefur gert fyrir okkur feðgin, vona innilega að þú sért á góðum stað og hafir það gott. Þú átt og munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Guð geymi þig, elsku afi og langafi. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. (Jóhannes úr Kötlum) Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Fagra, dýra móðir mín minnar vöggu griðastaður nú er lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. Foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn heilagur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. (Sigurður Jónsson) Elvar Þór Björnsson, Hrafnhildur Rán Elvarsdóttir. Þótt við vitum að allt hafi sinn tíma í veröld okkar þá var það okkur systkinunum mikið áfall þegar við fengum fregnir af and- láti þínu, elsku afi. Mikið óskap- lega er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur og að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur. Það verður skrítið að koma í sveitina og enginn afi mætir nán- ast hálfa leiðina út á hlað til að taka á móti okkur og faðma okk- ur og kyssa en í staðinn munum við kyssa og faðma ömmu fyrir þig. Vonum við samt að þú hafir það gott þarna uppi og systkini þín hafi tekið vel á móti þér þó svo söknuðurinn hérna niðri verði alltaf jafn mikill. Við sitjum hér og rifjum upp allar góðu minningarnar og stundirnar sem við áttum með þér, elsku afi. Það sem situr efst í huga okkar beggja eru þær ferðir sem þú fékkst að sitja í með okk- ur (eins og þú orðaðir það) ann- aðhvort suður eða norður. Þú náðir að fræða okkur um ýmsa staði eins og t.d. Brennivínslæk og Biskupsbeygjuna, fannst okk- ur systkinunum þetta mjög fróð- legt og svo við tölum nú ekki um allar ferðasögurnar sem þú sagð- ir okkur, ekki varstu spar á þær, allar ferðirnar sem þú fórst þegar þú vannst við að keyra vörubíl- ana. Mikill barnakarl varstu, afi, alltaf kom stórt bros frá þér þeg- ar eitthvert af afabörnunum þín- um kom í heimsókn, einnig þegar langafabörnin komu. Þér fannst ekkert skemmtilegra en að taka aðeins í okkur og spilla okkur áð- ur en við þurftum svo að fara aft- ur heim. Einnig var alltaf stutt í húmorinn og stríðnisglottið hjá þér, alltaf varstu með einhver skot á okkur, eins og í sumar þá gerðirðu ekki annað en að skjóta á mig (Svövu) hvort ég ætlaði nú ekki að fara að hætta í þessum fótbolta þar sem við gerðum ekk- ert annað en að tapa, þó svo að þú vissir að við hefðum unnið. Elsku afi okkar, margar eru minningarnar um þig og gleym- ast þær seint. Söknuðurinn er sár en við vitum að þú ert á góðum stað og fylgist ef til vill með okk- ur hérna niðri. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Hvíldu í friði, elsku afi, Þín barnabörn, Ástvaldur og Svava Rún. Borinn er til grafar í dag 21. sept. Svavar Sigurðsson bóndi á Síðu. Með Svavari er genginn heilsteyptur persónuleiki sem bar hag sveitasamfélagsins fyrir brjósti og var tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á þróun þess. Svavar og Erla eiginkona hans tóku við búi að Síðu af foreldrum hennar og byggðu upp á búskap- artíð sinni bæði íbúðarhús og fjárhús auk ræktunar á túnum og er á jörðinni nú fyrirmyndarbú- jörð þar sem aðstaða og snyrti- mennska er með þeim hætti að eftir er tekið. Nú hefur sonurinn Baldur tekið við búrekstrinum og haldið uppi merkinu með aðstoð þeirra hjóna. Svavar var mikill reglumaður og snyrtimenni eins og heimilið að Síðu ber gott vitni um. Auk vinnu við búreksturinn á Síðu stundaði Svavar lengi akst- ur hjá Kaupfélagi Húnvetninga, með því jók hann tekjur heimilis- ins og bætti hag fjölskyldunnar. Þessar aðstæður urðu til þess að búreksturinn hvíldi meira á herð- um Erlu sem er mikil búkona. Svavar gegndi félagsmála- störfum fyrir sveit sína, var í hreppsnefnd Engihlíðarhrepps um árabil og var ég svo heppinn að fá að vinna með honum í hreppsnefndinni. Það var mér mikils virði að njóta reynslu hans þegar ég varð oddviti hreppsins, ungur og reynslulítill. Svavar var glöggur á meðferð mála og traustur bakhjarl sem alltaf var hægt að treysta á. Það var mjög gott að vinna með honum og vil ég þakka fyrir það farsæla sam- starf að leiðarlokum. Svavar var gæfumaður, átti fyrirmyndarheimili og þau hjónin áttu sex myndarbörn sem öll hafa orðið duglegir þjóðfélagsþegnar og lagt rækt við heimilið að Síðu. Erlu og fjölskyldunni vottum við hjónin samúð okkar, en minn- ingin um góðan dreng lifir. Valgarður Hilmarsson. Svavar Sigurðsson rekumst ekki framar á Ása brun- andi um á vespunni sinni. Ási var bara nýhættur að vinna en var síður en svo að fara að setj- ast í helgan stein. Hann var alltaf að „smíða skútu, skerpi skauta, bý til þrumu ost og grauta“ eins og segir í kvæðinu. Hann var mjög ræktarsamur við systkini sín og leit nánast daglega inn í heim- sókn. Hann var áhugasamur um hvað við vorum að bralla og spurði frétta af okkur og börnunum okk- ar, sem þótti mikið til Ása frænda koma. Fjölskylda hans, vinir og við höfum misst mikið. En í minning- unni um hann lifir alltaf hláturinn og óborganlegur húmorinn sem mun halda áfram að kæta okkur um ókomin ár. Við sendum Hildi, frændum okkar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Sveinbjörg, Þórunn Björg og Snorri Halldórsbörn. Klukkan fjögur á nýársdag mættum við í afmæli Ásmundar. Heitt súkkulaði og veisluhlaðborð að hætti Siggu El. móður hans. Lítið var af afmælisgjöfum, góðar óskir um farsælt ár látnar duga. Þetta var fastur liður í tilverunni þau ár sem ég bjó á Norðfirði. Ási var ákaflega skemmtilegur sögu- maður, fljótur að sjá spaugilegar hliðar mannlífsins, minnugur og orðheppinn án rætni. Hann hafði góða nærveru, hæglátur og ljúfur. Hans verður sárt saknað af þeim sem til þekktu. Elsku Hildur, þegar ég stóð í þessum sporum fékk ég svo fal- legt bréf frá þér sem ég geymi. Ég fann hvað það hjálpaði að finna samhuginn og hlýjuna frá samferðafólkinu. Með þessum fá- tæklegu orðum langar mig til þess að þú finnir það sama. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er en þú hefur afl að bera orka blundar næg í þér. (Erla) Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Kristrún Stefánsdóttir. Ásmundur Þorsteinsson, eða Ási, hóf störf við Verkmennta- skóla Austurlands við upphaf vor- annar 1996. Ef frá er talinn vet- urinn 2006-2007 þá kenndi Ási við skólann þar til í vor er hann lét af störfum að eigin ósk vegna aldurs. Ási kenndi við málmdeild skólans enda með góða menntun á því sviði þar sem hann hafði meist- arapróf í vélvirkjun og rennismíði auk þess sem hann lauk kennslu- réttindanámi vorið 2003. Ási hafði mikil áhrif á þróun náms í málm- iðngreinum og vélvirkjun við skól- ann enda fær í sinni iðn og vildi veg iðnmenntunar sem mestan. Ási var vinsæll kennari og gaf mikið af sér til nemenda sinna og átti einstaklega auðvelt með að setja sig í þeirra spor og manna- mun gerði hann alls ekki. Ási var einnig góður samstarfsmaður og hafði einstaklega skemmtilega kímnigáfu og gerði ósjaldan góð- látlegar athugasemdir við ýmis- legt varðandi viðfangsefni líðandi stundar en þó af nærgætni. Það var mikið áfall fyrir okkur starsfólk skólans þegar við frétt- um af þessu fráfalli félaga okkar þennan fallega föstudagsmorgun. Mikill er missir okkar því þó Ási hafi verið hættur að starfa við skólann þá var hann að sjálfsögðu ennþá einn af okkur enda kom hann reglulega í kaffi og spjallaði um skólamál og landsins gagn og nauðsynjar. Áfallið og sorgin er þó að sjálfsögðu mest hjá aðstand- endum og sendum við þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. starfsfólks Verkmennta- skóla Austurlands, Elvar Jónsson skólameistari. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGÞRÚÐUR KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR, Boðaþingi 6, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. september. Útförin verður gerð frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 24. september kl. 13.00. Jón Óskar Carlsson, Róbert Örn Jónsson, Karl Ómar Jónsson, Berglind Tryggvadóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elsku systir mín og frænka okkar, GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, áður til heimilis á Hringbraut 69, Hafnarfirði, verður jarðsungin í kyrrþey frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 23. september. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Ágústsson og systkinabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGA BJARNEY ÓLADÓTTIR, Ásvöllum 2, Grindavík, sem lést mánudaginn 16. september, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 24. september kl. 14.00. Björgvin Gunnarsson, Rúnar Þór Björgvinsson, Karen Mjöll Elísdóttir, Hrafnhildur Björgvinsdóttir, Gunnhildur Björgvinsdóttir, Símon Alfreðsson, Óli Björn Björgvinsson, Guðrún Jóna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR BERGMANN, Vallarbraut 6, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 27. september kl. 13.00. Þóra Jónsdóttir, Haukur Þór Bergmann, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Sigurður Bergmann, Sólveig S. Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Grund í Stykkishólmi, Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 15. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. september kl. 13.00. Jóhanna G. Sigurðardóttir, Kristbjörg Sigurðardóttir, Sindri Sindrason, Þórunn Sigurðardóttir, Sigþór Pétur Sigurðarson, Nelly S. Sigurðarson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Seljahlíð, lést þriðjudaginn 10. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Bjarni Júlíusson, Þórir Kristmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Helgi Kristmundsson, Guðjón Knútsson, Guðrún Hreinsdóttir, Ósk Knútsdóttir, Ólafur Á. Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.