Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
✝ Ólöf Helga-dóttir fæddist í
Stafni í Reykjadal
3. mars 1930. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þing-
eyinga 13. sept-
ember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Helgi Sig-
urgeirsson frá
Stafni og Jófríður
Stefánsdóttir frá
Galtará í Gufudalssveit. Ólöf
var næstelst fimm systra, þær
eru María Kristín, f. 14. maí
1928, Ingibjörg, f. 26. júní 1932,
Ásgerður, f. 13. apríl 1936, og
Guðrún, f. 3. febrúar 1944.
Hinn 25. júní 1950 giftist
Ólöf Kristjáni Jósefssyni frá
Breiðumýri, f. 19. ágúst 1922,
d. 10. janúar 1993. Þau eign-
uðust fjögur börn. Þau eru: 1)
Gerður, f. 4. janúar 1951, maki
Halldór Pálmi Erlingsson, f. 15.
september 1947, samtals eiga
þau sex börn og átta barna-
börn. 2) Snorri, f. 8. desember
1955, maki Marsibil P. Benja-
mínsdóttir, f. 30.
maí 1959, hún á tvo
fóstursyni. 3) Jósef
Örn, f. 7. janúar
1960, maki Halla
Grímsdóttir, f. 25.
nóvember 1955,
þau eiga þrjá syni
og þrjú barnabörn.
4) Fríður Helga, f.
20. mars 1962,
maki Jón Friðrik
Einarsson, f. 1.
desember 1961, þau eiga tvo
syni.
Ólöf ólst upp í foreldrahúsum
í Stafni. Hún sótti farskóla, sem
yfirleitt var í Stafni, var einn
vetur í Laugaskóla og annan á
Húsmæðraskólanum á Laugum.
Hún bjó alla tíð í Stafni fyrir ut-
an fyrsta búskaparár þeirra
Kristjáns á Arndísarstöðum í
Bárðardal. Með húsmóður- og
bústörfunum starfaði hún með
Kvenfélagi Reykdæla og söng í
Kirkjukór Einarsstaðakirkju.
Útför Ólafar fer fram frá
Einarsstaðakirkju í dag, 21.
september 2013, kl. 14.
Nú þegar Olla systir er horfin
á braut er margs að minnast og
þakka. Hún varð ættarstólpinn
eftir að foreldrar okkar féllu frá
og var alltaf til staðar í Stafni ef
einhver þurfti ráð eða nærveru.
Olla var sú besta, hún var
kletturinn í hafinu. Aldrei skipti
hún skapi, alltaf þetta jafnaðar-
geð. Sama hvað gekk á alltaf var
ró þar sem Olla var. Alveg sama
hvort í Stafni voru tíu manns eða
tuttugu og fimm. Alltaf voru
verkin kláruð án þess að nokkur
tæki eftir því, einhvern veginn
var Olla samt alltaf til staðar.
Bæði börn og fullorðnir sóttu í
nærveru hennar enda ekki skrít-
ið því þar var einstaklega gott að
vera.
Alltaf var tími fyrir alla og
aldrei heyrðist hún kvarta eða
stynja yfir verkum eða fólki. Alla
tíð bjó Olla í Stafni og án þess að
það væri einhvern tíma rætt sá
hún um foreldra okkar þegar ald-
urinn færðist yfir. Það eitt og sér
var sérlega óeigingjarnt og við
ólýsanlega þakklátar Ollu. Olla
var góð í gegn með hjarta úr
gulli.
Öll höfum við notið góðs af
matnum hennar Ollu. Sama
hvaða tíma dags var komið, alltaf
var borðið hlaðið góðgæti, ein-
hvern veginn svo fyrirhafnar-
laust Hún gerði besta mjólkur-
grautinn, flatbrauðið,
pönnukökurnar, rúgbrauðið og
hrossakjötið í brúnni sósu og svo
mætti lengi telja. En matarást
var ekki það sem stóð upp úr
heldur gæskan og mildin sem all-
ir hafa notið góðs af. Alltaf voru
allir velkomnir til Ollu í Stafni.
Við eigum eftir að sakna stund-
anna með prjónaglamri og ein-
staka skelli á lær yfir fréttum af
mönnum og málefnum. Við minn-
umst Ollu fyrir hlýju hennar og
kærleik og þökkum samfylgdina.
Börnum hennar og þeirra fjöl-
skyldum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Guð
blessi ykkur öll.
Stafnssystur,
María, Ingibjörg,
Ásgerður og Guðrún.
Fallin er frá móðursystir mín,
Olla í Stafni, eins og hún var allt-
af kölluð. Til að minnast Ollu
þyrfti ég allt blaðið en ég ætla að
láta mér nægja örfáar setningar.
Olla var einhver sú besta og
heilasta manneskja sem stigið
hefur fæti á þessa jörð með
hjarta úr gulli og allir elskuðu og
dáðu hana. Við, sem urðum þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að vera sam-
ferða Ollu, eigum stútfullt hjarta
af góðum minningum um þessa
sómakonu sem alltaf var boðin og
búin og kvartaði aldrei, aldrei,
sama þótt Stafnsbærinn væri
fullur af fólki, bæði heimafólki og
gestum. Alltaf hugsaði Olla fyrst
um aðra áður en röðin kom að
henni sjálfri. Svona var bara
Olla. Fleiri orð eru óþörf um
þessa sómakonu.
Ástvinum votta ég mína
dýpstu samúð, hvíl í friði, Olla.
Þröstur Kolbeins
og fjölskylda.
Ég held að innst inni hafi ég
haldið að Olla væri eilíf, hún
myndi einhvern veginn alltaf
vera til staðar. Mér fannst Olla
ekkert eldast og ekki svo langt
síðan mig langaði að skríða í
fangið á henni og fá hana til að
klóra mér á bakinu. Ég á svo
margar og góðar minningar úr
Stafni og er svo endalaust þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera
þar í mínum uppvexti. Það er svo
skrítið í minningunni að Olla virt-
ist alltaf hafa tíma fyrir allt og
alla. Úr öllum áttum var kallað á
Ollu ef eitthvað var að eða vant-
aði og allt leysti Olla. Ég skil ekki
enn þann dag í dag hvernig hún
fór að því að vinna öll þau verk
sem tilheyra stóru heimili. Alltaf
var nóg að borða hjá Ollu og allt
var best hjá henni, soðið brauð,
kleinur, rúgbrauð og bara allt.
En hvenær bakaði hún? Hún sem
alltaf hafði tíma fyrir okkur hin.
Hún var bara best. Rúgbrauðs-
sneið með smjöri varð miklu
betri þegar Olla var búin að
skera hana í litla ferninga. Það að
fá að hræra sér glassúr í rauða
kaffiglasinu var hátíð út af fyrir
sig og einhvern veginn gat Olla
alltaf reddað málunum þegar ég
var ekki æskileg með stóru
krökkunum. Ég fór á vélsleða
með Ollu yfir í Laugasel þegar ég
hef verið átta eða tíu ára og það
var ævintýri sem ég minnist oft.
Bara við tvær, svo dýrmæt minn-
ing. Í minningunni var allt svo
leikandi létt í Stafni. Auðvitað
var fleira fólk í Stafni sem gaf af
sér mjög mikið eins og afi og
amma og svo auðvitað hann
Ganni. Olla var nú alveg ágæt-
lega gift honum Ganna sem
sönglaði þegar ég kom inn í eld-
hús Stína mitt ljúfa ljós. Ekkert
nema góðar minningar sem gott
er að orna sér við. Ég kveð Ollu
með söknuði, hennar skarð verð-
ur vandfyllt. Hennar yndislegu
börnum og þeirra fjölskyldum
sendi ég samúðarkveðjur. Megi
Guð vera með ykkur.
Kristín Gunnarsdóttir.
Lítill drengur staddur á Völl-
um í heimsókn hjá móðursystur
sinni ásamt afa sínum. Hann er
að uppgötva heiminn í kringum
sig og er búinn að fatta helling á
þeim tæpu fjórum árum sem
hann hefur lifað og óravíddir al-
heimsins verða sífellt meira
framandi og forvitnilegri. Hon-
um verður starsýnt út um
gluggann í eldhúsinu og hann
bendir út yfir grenitrén á hvít-
málað hús með háum skorsteini.
„Ég vil fara í þetta hús.“ Jú, jú,
það var svo sem alveg sjálfsagt
og krakkarnir á Völlum lögðu af
stað með drenginn í ferðalag, yfir
bæjarlækinn og í næsta hús sem
heitir Stafn. Það fannst stráksa
skrýtið bæjarnafn.
Ég man, enn þann dag í dag,
hvernig ilmurinn af nýsteiktum
kleinum fyllti vitin þegar við
gengum inn í bæ. Þá var auðvitað
ekki úr vegi að sníkja sér kleinu
hjá Ollu úr því að ég vissi af þeim
þarna nýsteiktum. Þar hitti ég
fyrir Ganna, sem síðar átti eftir
að taka mig í ófáar klippingarn-
ar, Helga og Fríðu sem þá voru
ennþá nokkuð hress. Þá hitti ég
einnig Snorra og hana Fíu. Þetta
var daginn sem ég kynntist fólk-
inu í Stafni og það stendur ljóslif-
andi fyrir mér enn þann dag í
dag. Ferðirnar yfir lækinn heim í
Stafn áttu svo eftir að verða
óteljandi með tímanum og þá var
alltaf rölt strax inn í eldhús til að
spjalla við Ollu um daginn og
veginn. Það var ekki til sú ferð
sem farin var í Velli að ég þyrfti
ekki líka að skreppa heim í Stafn
til að heilsa upp á fólkið þar og
færa því fréttir. Síðar, þegar ég
fór að dvelja á Völlum vikum eða
mánuðum saman, var ég nánast
daglegur gestur í Stafni og var
viss afslöppun í því að sitja og
spjalla við Ollu á meðan hún vann
sín verk. Ýmist var hún að baka,
prjóna eða eitthvað að bisa fyrir
kvenfélagið eða bara að gera það
sem til féll á heimilinu. Eitt sinni
stóð Olla við eldhúsbekkinn og
hnoðaði deig í flatbrauð og ég
spurði hvort ég mætti ekki bara
hjálpa henni að hnoða deigið.
„Nei, góði minn, hvernig held-
urðu að hendurnar á þér yrðu?“
og svo söng hún upphátt: „Drull-
um sull og sullum drull, ojbjakk
en það svínarí.“ Svo sagði hún:
„Sá söngur ætti nú heldur betur
við ef þú færir með hendurnar í
þetta hérna.“ Aldrei sá ég Ollu
sitja auðum höndum nema þegar
stund var milli stríða og þá rétt
til að fá sér kaffisopa, eða þá þeg-
ar Sigga í Máskoti hringdi. Og þá
gat nú Olla stundum þurft að
sitja lengi við símann.
Þegar ég lít yfir farinn veg og
grandskoða allt, þá man ég
hreinlega ekki eftir því að hafa
séð Ollu skipta skapi. Rétt svo að
það heyrðist í henni þegar leikar
við þau Ollu yngri og Einar eða
Kristján voru komnir á fullháan
sveifluhraða, að það þurfti aðeins
að stilla okkur og þá jafnvel
stungið upp á að við færum nú
eitthvað út, til dæmis upp á
Kaldó.
Jæja Olla mín, nú hefur þú
lokið veru þinni hér á þessari
stoppistöð alheimsins og haldið
yfir í astralheima, til þeirra sem
á undan eru gengnir, þar sem þú
munt halda áfram að kanna
heiminn eins og við gerum öll,
hvar sem við erum stödd á hverju
tilverustigi fyrir sig. Ég þakka
þér fyrir góðu stundirnar yfir
mjólk og bakkelsi í eldhúsinu í
Stafni. Þakka þér fyrir að vera sú
sem þú varst fyrir okkur sem
fengum að kynnast þér. Við
sjáumst síðar.
Ég votta börnum, ömmu- og
langömmubörnum og öðrum
vandamönnum samúð mína.
Ágúst Þór Ámundason.
Ólöf Helgadóttir frá Stafni var
góð kona. Líklegast þætti Ólöfu,
Ollu, þetta nóg um sig sagt. Olla
var ekki frekar en foreldrar
hennar og systur að biðja um
orðin þau mörgu. Það var gæfa
mín í skilnaði foreldra minna að
vera sendur til afasystur minnar
Jófríðar Stefánsdóttur og hennar
fólks í Stafni, Reykjadal. Ég var
fjögurra ára en amma Jófríður
hefur þá verið komin langt á sjö-
tugsaldurinn, enda kom það í
hlut Ollu meira og minna að sjá
um guttann og aðra krakka sem
fengu að koma í sveitina. Olla
varð mín sumarmóðir og fórst
það vel, fyrr en varði urðu sumr-
in tólf, vetrarpartar nokkrir og
einnig góður skólavetur á Laug-
um. Það er gott að geta sagst
vera að norðan, þegar það á við.
Án þeirrar samveru hefði ég
ekki getað notið samvista við
Ollu á árum áður eða síðar meir.
Mörg daglöng ferðalög, líklegast
töðugjöldin, Brennás, Elífsvötn,
Gæsadalur; staðir sem annars
hefðu ekki verið heimsóttir. Og
hvað var í bauknum, með kaffinu,
það var öruggt að það fengu allir
nóg og fjölbreytni í sortunum var
mikil.
En tími var jafnan lítill til
ferðalaga. Heimilisreksturinn að
Stafni var umsvifamikill. Sérlega
yfir sumartímann. Nú til dags
þætti það ekki tiltökumál að
íbúatala þeirra sem dvöldu í
Stafnshverfinu, þegar mest var á
sumrin, væri jöfn litlu sveitarfé-
lagi. Í Stafni var Olla líkt og
hljóðlátur hershöfðingi. Hennar
maður, Kristján Jósefsson, mest
úti við öll sumur, líkt og aðrir, en
í raun ótrúlegt til þess að hugsa
að þátttaka Ollu í bústörfum var
einnig mjög mikil, hvort sem var
fjós eða heyskapur. Þetta gerðist
bara einhvern veginn, vinnusemi
Ollu var umfram allt og þegar
maður lítur til baka þá spyr mað-
ur sjálfan sig hvenær svaf eig-
inlega Olla þegar mest var álag-
ið.
Í vor ákvað stjórnmálamaður
sem staðið hafði í brúnni í nokkra
áratugi að hætta. Þá var gott að
geta fært henni hina landsfrægu
sokkaskó frá Ollu að gjöf, því
engin önnur gjöf kom mér í hug,
til að geta túlkað með jafn ríkum
hætti hlýju og þakklæti. Ég fann
að Olla var stolt af því að hand-
verk hennar rataði í húsið við
Lækjargötu, en tók því af hóg-
værð eins og öllu öðru.
Náði að hitta Ollu í Reykja-
dalnum um miðjan ágúst. Það
voru einhver ónot sem þurfti að
kíkja á, áttum öll von á að dag-
arnir yrðu fleiri. Vinarþel og
kærleikur er gjöf og hún verður
ekki tekin aftur, þó við kveðjum
ástvini. Kona mín, Hrönn, þakk-
ar fyrir góða nærveru og minnist
einnig gönguferðar sem hún og
Olla fóru í fyrir um 20 árum,
stukku yfir í Arndísarstaði í
Bárðardal. Það þótti Ollu ekki til-
tökumál og gott að hafa með sér
poka til að tína fjallagrös á leið-
inni, alltaf að alla daga.
Börnin mín, Tinna, Ásgeir Jó-
hannes og Ólöf Rún, hafa haft
tækifæri að kynnast Ollu og
Stafnsfólkinu á ferðalögum okk-
ar. Með þakklæti, hlýju og gleði
minnast þau Ólafar frá Stafni.
Hugheilar samúðarkveðjur
sendum við úr Hafnarfirði, börn-
unum Gerði, Snorra, Jósef og
Fríði, tengdabörnum Ólafar,
systrum og öllum þeim ættingj-
um og vinum sem Ólöf svo sann-
arlega auðgaði líf til lengdar.
Hvíl í friði, Ólöf Helgadóttir, líf
þitt var kærleikur.
Gunnar Svavarsson.
Ólöf
Helgadóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu, móður og tengdamóður,
SELMU JÓNSDÓTTUR,
Goðalandi 14.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á
deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut
og Karitas hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu fyrir frábæra umönnun
og viðmót.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Baldur Friðriksson,
Jón Gunnar Baldursson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Fanney Dagmar Baldursdóttir, Þráinn Vigfússon,
Baldur Gautur Baldursson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu,
SIGRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Klettási 5,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunar-
fræðingum heimahjúkrunar og starfsfólki D-deildar Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja.
Jón Heiðar Sveinsson,
Hólmfríður Jónsdóttir, Bjarki Sigurðsson,
Sveinn Gunnar Jónsson, Harpa Þorbjörnsdóttir,
Berglind Jónsdóttir, Kristján Adolf Marinosson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
LÁRU FJELDSTED
HÁKONARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Svanhildur J. Thors, Örn Oddgeirsson,
Þórdís Jónsdóttir, Leifur Gíslason,
Sigrún G. Jónsdóttir, William S. Gunnarsson,
Sigurður Jónsson, Finnbjörg Konný Hákonardóttir,
Guðlaug Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Katrín Fjeldsted Jónsdóttir, Magnús Ásmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og stjúpmóðir,
GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR,
Asparfelli 4,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn
12. september, verður jarðsungin frá Lang-
holtskirkju fimmtudaginn 26. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja
minnast hennar láti Ljósið á Langholtsvegi njóta þess.
Þorgeir Ingvason,
Þorgeir Pétursson, Stella Skúladóttir,
Sturla Pétursson, Anna K. Björnsdóttir,
Áki Pétursson, Kristín Bjarney Sigurðardóttir,
Sigrún Linda Þorgeirsdóttir,
Þórir Viðar Þorgeirsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN ÓLÖF SNORRADÓTTIR
frá Stóru-Gröf,
sem lést miðvikudaginn 11. september,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
mánudaginn 23. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag heyrnarlausra.
Jens Evertsson, Ingibjörg Stefánsdóttir,
Snorri J. Evertsson, Stefanía Jónsdóttir,
Jóhanna Evertsdóttir, Gylfi B. Geiraldsson,
Stefán Evertsson, Oddný S. Matthíasdóttir,
Karlotta Evertsdóttir, Sverrir Elefsen,
Tómas Evertsson, Sunna Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.