Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 51

Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 51
(Kölner Kurse für neue Musik) við Rheinische Musikschule. Meðal kennara hans þar voru Herny Pous- seur, Christof Caskel og Frederick Rzewski. Árið 1965 flutti Atli til Hollands og nam raftónlist hjá Gottfried Michael König í Bilthoven. Atli var tónlistarkennari við MR 1968-77, tónlistarkennari í tón- smíðum og tónfræðum við Tónlistar- skólann í Reykjavík frá 1977 og ann- aðist vinsæla tónlistarþætti fyrir Ríkisútvarpið öðru hverju um árabil frá 1971. Atli var formaður Tónskálda- félags Íslands 1972-83, formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-76, sat í stjórn Bandalags íslenskra listamanna um skeið, sat í stjórn listahátíðar, sat í dómnefnd Int- ernational Society for Contempor- ary Music 1973, Norrænna mús- íkdaga 1974 og International Gaudeamus Competition 1978. Atli gekkst fyrir tónlistarhátíð ISCM (International society for con- temporary music) í Reykjavík 1973, hélt Norræna músíkdaga í Reykja- vík 1976 og stofnaði Myrka mús- íkdaga 1980, tónlistarhátíð sem haldin er í svartasta skammdeginu og er vettvangur fyrir íslensk tón- skáld, eldri sem yngri. Hann hefur haldið fyrirlestra við fjölda erlenda háskóla á Norðurlöndum, Þýska- landi og í Bandaríkjunum og var gestaprófessor við CalArt og við Brown-háskólann í Providence, Rhode Island 2002-2003. Af verkum Atla Heimis Atli er í hópi ástsælustu tónskálda þjóðarinnar. Hann hefur samið fjölda tónverka, s.s. einleikskons- erta; fimm óperur; hljómsveit- arverk, þ.á m. átta sinfóníur, kamm- erverk og einleiksverk. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leiksýn- ingar, s.s. Dimmalimm, Ofvitann, Ég er gull og gersemi og Sjálfstætt fólk. Meðal helstu tónverka Atla má nefna: Hlými, fyrir kammersveit, 1969: Tengsl, fyrir stóra hljómsveit, 1970: Könnun, fyrir lágfiðlu og hljómsveit, 1972: Flower shower, fyrir stóra hljómsveit, 1974: Trobar clus, fyrir fagott og hljómsveit, 1980, óperuna Silkitrommuna, 1980, sjón- varpsóperuna Vikivaka eftir sögu Gunnars Gunnarssonar, en óperan var pöntuð af ríkissjónvarpsstöðvum allra Norðurlandanna. Atla var veitt staða tónskálds við Sinfóníuhljómsveit Íslands 2004. Hann hlaut tónskáldaverðlaun Norðurlanda 1976 og L’ordre du me- rite culturel frá Póllandi 1978, var kjörinn í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna 1993 og nýtur heiðurslauna Alþingis. Fjölskylda Synir Atla og Sigríðar Hönnu, fyrrv. konu hans, eru Teitur, f. 23.3. 1969, BA í guðfræði, kvæntur Ing- unni Jónsdóttur lækni; Auðunn, f. 4.2. 1971, stjórnmálafræðingur og sendiherra í Vínarborg, kvæntur Sigríði Rögnu Jónsdóttur, landfræð- ingi og stjórnunarfræðingi. Kona Atla er Sif Sigurðardóttir, f. 23.11. 1943, kennari. Systir Atla er Ingibjörg Sveins- dóttir, f. 23.1. 1944, snyrtisérfræð- ingur, ekkja eftir Friedel Kötter- heinrich tæknifræðing og eignuðust þau tvö börn. Foreldrar Atla: Sveinn Þórð- arson, f. 22.8. 1898, d. 21.11. 1982, aðalféhirðir Búnaðarbankans, og k.h., Kristín Guðmundsdóttir, f. 14.9. 1909, d. 9.1. 1998, húsfreyja. Úr frændgarði Atla Heimis Sveinssonar Atli Heimir Sveinsson Sigurborg Ólafsdóttir frá Bár í Eyrarsveit Eyjólfur Jóhannsson kaupm. í Flatey, sonar- sonur Eyjólfs eyjajarls Guðmundur Bergsteinsson kaupm. og útgerðarm. í Flatey á Breiðafirði Kristín Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Kristín Guðmundsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Bergsteinn Jónsson söðlasmiður á Eyrarbakka Margrét Árnadóttir húsfr. í Neðrilág Sveinn Ólafsson b. á Neðrilág í Eyrarsveit Ingibjörg Sveinsdóttir húsfr. í Rvík Þórður Breiðfjörð verkam. og sjóm. í Rvík Sveinn Þórðarson aðalgjaldkeri Búnaðarbankans Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Akurholti Þórður Gíslason b. í Akurholti og í Ytri-Tungu í Staðarsveit Kristín Þórðardóttir húsfr. á Ísafirði Gísli Þórðarson oddviti á Ölkeldu Óskar Ólafur Gíslason sjóm. í Rvík. Kristinn Ólafsson fyrrv. tollgæslu- stjóri í Rvík Guðrún Jónína Eyjólfsdóttir húsfr. í Flatey Jón Sveinsson „Nonni“ rithöfundur Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónskáldið Atli Heimir Sveinsson. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Axel Kristjánsson, vélfræð-ingur og forstjóri Rafha,fæddist í Reykjavík 21.9. 1908. Hann var sonur Kristjáns Hálfdans Jörgens Kristjánssonar, múrara í Reykjavík, og k.h., Guð- rúnar Ólafsdóttur húsmóður. Axel lauk prófum frá Iðnskól- anum í Reykjavík og iðnnámi í Vél- smiðjunni Hamri hf. 1928, vélstjóra- prófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1930 og prófi frá Köbenhavns Mask- in-Teknikum 1934. Hann stundaði verkfræðistörf hjá Marinens Flyve- væsen, A.S. Atlas og Orlogsværftet í Kaupmannahöfn 1934-37, var eft- irlitsmaður flugvéla 1937-49 og var alla tíð mikill áhugamaður um flug, ráðunautur Fiskimálanefndar 1937- 50 og framkvæmdastjóri Raftækja- verksmiðjunnar hf. í Hafnarfirði frá 1939 og til dauðadags. Þá var hann tvívegis framkvæmdastjóri BÚH skamma hríð, aðaleigandi og stjórn- arformaður útgáfufyrirtækisins Hilmis hf., sat í Raforkumálastjórn, í stjórn Hafskips, í stjórn Iðnlána- sjóðs, Félags íslenskra iðnrekenda og í bankaráði Iðnaðarbankans, var formaður Tæknifræðingafélags Ís- lands og sat í undirbúningsnefnd vegna stofnunar Tækniskóla Ís- lands. Axel var fjölhæfur athafnamaður og án efa í hópi merkustu brautryðj- enda í tækni- og iðnsögu þjóðarinnar á tuttugustu öld. Rafa-eldavélarnar, sem fyrirtæki hans framleiddi, voru nánast á hverju íslensku heimili um áratuga skeið og þóttu bera af er- lendum vélum. Axel var hár maður vexti og myndarlegur, glaðsinna og hressi- legur í viðmóti en nokkuð seintek- inn. Hann var í raun stórbrotin per- sóna, vandur að virðingu sinni, mikill vinur vina sinna en harður í horn að taka ef honum fannst á sig hallað. Axel var alla tíð jafnaðarmaður og mikils metinn ráðgjafi í þeirra her- búðum en sóttist ekki eftir pólitísk- um metorðum. Þá var hann framá- maður í íþróttamálum Hafnfirðinga og hlaut heiðursmerki KSÍ. Axel lést 4.6. 1979. Merkir Íslendingar Axel Krist- jánsson Laugardagur 104 ára Klara Vemundsdóttir 103 ára Guðríður Jónsdóttir 95 ára Þórarinn Sveinsson 90 ára Gunnar Ólafsson Helena Sigtryggsdóttir 85 ára Arnheiður Helgadóttir Hannes Ágústsson Sigurgeir Friðjónsson 80 ára Bragi Guðbrandsson Kristinn Guðmundsson Sigurður Ólafsson 75 ára Dýrfinna Ósk Högnadóttir Guðfinna Friðriksdóttir Guðný Erna Þórarinsdóttir Gunnar Sigurjónsson Jón Birgir Pétursson 70 ára Anna Soffía Sverrisdóttir Halldóra Björt Óskarsdóttir Margrét B. Árnadóttir Matthías Sveinsson Ólafur Guðmundsson Þór Már Valtýsson 60 ára Árni Árnason Bjarni Magnús Jóhannesson Erna Agnarsdóttir Guðmundur Ingólfsson Guðríður G. Guðmundsdóttir Ólafur Guðjónsson Rúnar Þór Pétursson Þorgerður Sigurðardóttir 50 ára Anna Kristborg Svanlaugsdóttir Árni Finnsson Birgir Heiðmann Arason Gísli Björn Heimisson Hallfríður I Friðriksdóttir Heiða Dís Einarsdóttir Ingibjörg M. Valmundsdóttir Jón Ágúst Knútsson Kristinn Hafliði Sigfússon Ragnar Ómarsson Sif Eldon Jónsdóttir Þorsteinn Guðlaugur Gunnarsson Þorsteinn Helgi Steinarsson 40 ára Baldur Guðmundur Ingimarsson Bragi Hinrik Magnússon Ellert Heiðar Jóhannsson Hafdís Inga Rafnsdóttir Heiða Hazel Grétarsson Ingibjörg Ásdís Björnsdóttir Ingi Páll Sæbjörnsson Sigurveig Káradóttir Tinna Hrafnsdóttir Völundur Snær Völundarson 30 ára Davíð Þór Óskarsson Gunnar Vilhelmsson Kolbrún Mist Pálsdóttir Oddur Þór Rúnarsson Reynir Svavar Eiríksson Signý Scheving Þórarinsdóttir Sunnudagur 90 ára Guðrún R. Valdimarsdóttir Halldóra Lárusdóttir 85 ára Bryndís Pétursdóttir Ægir Þorvaldsson 80 ára Guðfinna Anna Sigurbjörnsdóttir Guðmar Ragnarsson Óskar Þorleifsson Unnur Svandís Magnúsdóttir 75 ára Edna Sólbrún Falkvard Sigurður Jónsson Vigdís Ingibjörg Ásgeirsdóttir Þorsteinn Guðbergsson 70 ára Björn Ingi Björnsson Hulda Sveinbjörnsdóttir Ingirós Filippusdóttir Jón Kristjánsson Kristín Guðmundsdóttir 60 ára Anna Rósa Sigurgeirsdóttir Brynleifur G. Siglaugsson Erna Sigurðardóttir Hrafnhildur B. Gunnarsdóttir Inga Björg Sigurðardóttir Jóhanna Ólöf Gestsdóttir Kristín Norland María Gunnarsdóttir Þorlákur Marteinsson Þóra Guðrún Ingimarsdóttir 50 ára Brynja Sigurðardóttir Egill Aðalgeir Bjarnason Ellen Sigfúsdóttir Hafdís Friðriksdóttir Hera Sveinsdóttir Herborg Valgeirsdóttir Ólafur Ólafsson Sigurður Tómasson Sigurlínus Gunnarsson Svitlana Adzhybyekova Þóra Guðrún Grímsdóttir Þórkatla Jónasdóttir Þórleif Hoffmann Gunnarsdóttir 40 ára Anna Sigurðardóttir Eydís Jóhannsdóttir Guðfinna Erlín Stefánsdóttir Gunnar Geir Halldórsson Hannes Jarl Skaftason McClure Hjördís Áróra Ásgeirsdóttir Hjördís Ýrr Skúladóttir Hulda Þórey Garðarsdóttir Högni Stefán Þorgeirsson Ingibjörg Þ.. Sigfúsdóttir Ólafur Þór Kristjánsson Pétur Gísli Finnbjörnsson Ragnar Ágúst Eðvaldsson Unnar Friðrik Pálsson Valdís Elísdóttir 30 ára Aldís Ýr Ólafsdóttir Anna Steinunn Gunnarsdóttir Dagný Rut Kjartansdóttir Daníel Snorri Karlsson Einar Orri Karlsson Eirik Gjerløv Friðfinnur Sigurðsson Hafþór Atli Rúnarsson Heimir Jónsson María Lovísa Guðbrandsdóttir Marta Karlsdóttir Megan Whittaker Ólöf Helga Jónsdóttir Sigríður Bríet Smáradóttir Stefán Einar Stefánsson Steinunn Lilja Smáradóttir Stella Rósenkranz Hilmarsdóttir Til hamingju með daginn Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook MIKIL SALA NISSAN QASHQAI SE 06/2013 06/2013, ekinn 13 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 5.180.000. Raðnr.310825 á www.BILO.is TOYOTA Land Cruiser120 VX Árgerð 2006, ekinn 208 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð 4.190.000. Rnr. 400100 VOLVO XC90 V8 02/2006, ekinn 85 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, flott eintak! Verð 3.990.000. Raðnr.104727 á www.BILO.is TOYOTA Land Cruiser 120 Árgerð 2003, ekinn 174 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð 2.690.000. Rnr. 410512

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.