Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 60

Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 60
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Bannað að birta „Closed“ á ljósaskilti 2. Eyðilagði Nóbelsræðu föður síns 3. Ætla að mála bæinn rauðan í kvöld 4. Fimm mánaða lést á færibandi  Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO mun ekki ráðast í gerð þáttaraðarinnar The Missionary, skv. frétt á vefn- um Deadline. Baltasar Kormák- ur leikstýrði prufuþætti fyrir þátta- röðina, sk. „pilot“ á ensku. Leikarinn Mark Wahlberg var einn framleiðenda þáttarins en honum hefur Baltasar leikstýrt í tveimur kvikmyndum. HBO hættir við The Missionary  JaJaJa Festival nefnist norræn menningarhátíð sem haldin verður á tónleikastaðnum Roundhouse í Lund- únum 8. og 9. nóvember nk. Á henni munu tónlistarmenn frá Norður- löndum koma fram og þá m.a. ís- lensku hljómsveitirnar múm, Mamm- út og Sin Fang. Múm, Mammút og Sin Fang á JaJaJa  Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík mun í samstarfi við Borg Restaur- ant bjóða til sjónrænnar matarveislu 3. október nk. Fimm stuttmyndir úr íslenskum stuttmyndaflokki hátíð- arinnar verða sýndar í Gyllta salnum á Hót- el Borg og munu kokkar Borg- arinnar, undir for- ystu Völla Snæs, reiða fram rétti sem ætlað er að fanga stemningu hverrar myndar. Réttir í anda fimm stuttmynda á RIFF FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 5-10 m/s austantil, en hægari norðlæg eða breytileg átt annars staðar. Skúrir nyrðra, annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti 2 til 10 stig. Á sunnudag Norðaustan 5-10 m/s og úrkomulítið en 8-15 m/s og fer að rigna syðra og vestra þegar líður á daginn. Hvessir heldur með suður- og suðausturströndinni undir kvöld. Hiti 3-10 stig. Á mánudag Norðaustan 8-13 vestanlands en 5-10 austantil. Rigning í flestum landshlutum. Norðvestan 8-15 um kvöldið og styttir upp suðvestantil. „Næsta fimmtudagskvöld markar ákveð- in kaflaskil hjá þeirri dýrmætu þjóð- areign sem íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er. Nánast stanslausum uppgangstíma í hálft sjöunda ár undir stjórn Skagamannsins Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er lokið og við þjálfarastarf- inu er tekinn Breiðhyltingurinn Freyr Alexandersson,“ skrifar Sindri Sverr- isson í viðhorfspistli á laugardegi. »2 Kaflaskil hjá kvenna- landsliði í fótbolta KR-ingar geta orðið Íslands- meistarar í fótbolta á morg- un þegar þeir sækja Vals- menn heim. Lykilleikur í fallbaráttunni fer fram í Ár- bænum þar sem Fylkir mæt- ir Víkingi frá Ólafsvík og þar geta úrslit líka ráðist end- anlega. Staðan á toppi 1. deildar er ótrúleg fyrir loka- umferðina. Og nú liggja loks fyrir úrvalslið Morgunblaðs- ins úr 16. og 20. umferð. »4 KR getur unnið og Ólsarar geta fallið Keppnin í úrvalsdeild kvenna í hand- bolta, sem nú heitir Olís-deildin, hófst í gærkvöld og fyrstu umferð lýkur í dag. Stjarnan er talin vera með sigurstranglegt lið í upphafi móts en Valur og Fram, sem hafa ein- okað titilinn und- anfarin ár, eru spurningarmerki. Tólf lið leika í deildinni, sem gæti skipst í þrjá hluta. »1-3 Stjörnukonur þykja mjög líklegar í vetur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Tilgangurinn með Hreyfitorgi er að stuðla að aukinni hreyfingu almenn- ings,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá emb- ætti landlæknis. Vefurinn hreyfitorg.is var opn- aður á dögunum með það að leið- arljósi að auðvelda þeim, sem leita eftir þjónustu á sviði líkamsræktar, að finna hreyfingu sem samrýmist áhuga viðkomandi einstaklings og stuðla þannig að heilbrigði og vellíð- an. Gígja segir þekkt að hreyfing með öðrum getur stutt fólk til þess að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu. Framboðinu megi líkja við frumskóg og viti fólk ekki hvar það eigi að leita að því sem sé í boði sé aukin hætta á að það láti kyrrt liggja. Með hreyfitorginu sé hug- myndin að safna sem mestum upp- lýsingum saman á einn stað og auð- velda þannig notendum að finna hreyfingu við hæfi. „Með hreyfitorg- inu fær fólk yfirsýn yfir það sem er í boði á einum stað,“ segir hún. Mikil fjölbreytni Vefurinn var opnaður í liðinni viku og Gígja segir að þegar hafi við- brögð verið mjög góð. Hún segir miklu máli skipta hvað öflug samtök standa að vefnum. „Við bindum miklar vonir við að þetta geti orðið helsta miðstöðin fyrir þessar upplýs- ingar.“ Þeir sem bjóða þjónustu sína sækja um að kynna hana á vefn- um sér að kostnaðarlausu. Gígja segir að þar sem áhersla sé lögð á það að styðja fólk við að taka upplýsta ákvörðun þurfi kynningar að vera vel úr garði gerð- ar með öllum upplýs- ingum um uppbyggingu, erfiðleikastig, menntun og reynslu leiðbeinenda, verð og fleira. „Það er mikilvægt að fólk geti gengið að vissum grunnupplýsingum til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun.“ Þegar farið er inn á vefinn og smellt á hnappinn „Leita að hreyf- ingu“ má sjá hvað er í boði. Þar má nefna íþróttaskóla fjölskyldunnar, bogfimi, vatnsleikfimi fyrir ein- staklinga sem greinst hafa með krabbamein, skokkhóp, leikfimi fyr- ir karla, líkamsrækt fyrir fólk sem hefur fengið heilablóðfall, skíða- æfingar fyrir fimm ára og eldri, bak- leikfimi og vatnsleikfimi. „Við leggj- um áherslu á að upplýsingarnar séu alltaf ferskar og ekki er hægt að skrá hreyfingu lengur en sex mán- uði fram í tímann,“ segir Gígja. Hreyfitorg fyrir hreyfingu  Vefur til að auðvelda fólki val- ið og auka vellíðan Morgunblaðið/Rósa Braga Á fullu Gígja Gunnarsdóttir er m.a. í meðgöngujóga og gengur reglulega á göngustígnum við Ægisíðu. Embætti landlæknis hafði umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur nú tekið við umsjóninni. Aðrir aðstandendur vefjarins eru Fé- lag sjúkraþjálfara, Íþrótta- kennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmenna- félag Íslands og VIRK starfsendurhæfing- arsjóður. Gígja Gunnarsdóttir áréttar að vefurinn sé ætlaður öllum, óháð aldri, kyni og búsetu. „Þarfirnar eru svo ólíkar og því skiptir miklu máli að hafa fjöl- breytt úrval og ekki síst viljum við stuðla að auknu framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem höfðar til sem flestra. Þar má til dæmis nefna gönguhópa sem eru í nánasta umhverfi fólks.“ Fjölbreytt úrval hreyfingar SAMSTARFSVERKEFNI KUNNÁTTUFÓLKS Hreyfitorg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.