Morgunblaðið - 01.10.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 01.10.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Malín Brand Angan Garretson hnusar af hverjum svepp sem hann finnur. Hér er hann við Rauðavatn, ánægður með íslenska flóru. og hann braut niður eiturefnin í jarð- veginum og í lok verkefnisins var öll olía í jarðveginum horfin,“ segir Gar- retson sem talar af mikilli sann- færingu um sveppafræðin. Paul Sta- mets hefur með rannsóknum sýnt hvernig sveppir framleiða oxalsýru (H2C2O4) og að sveppir hafi myndast á jörðinni milljörðum ára áður en plöntur tóku að vaxa og hafi í raun undirbúið jarðveginn með því að mynda þykkan vef sem nær langt undir yfirborð jarðar um leið og ox- alsýran hafi mulið steinhnullunga niður. Lesa í sveppina og umhverfið Þeir félagar, Garretson og Stamets, hafa mikinn áhuga á að nýta sveppi enn frekar til uppbyggingar jarðarinnar. „Það má nota sveppi til að koma í veg fyrir rof á jarðvegi, til að byggja upp jarðveginn, ná þung- málmum úr honum og jafnvel hreinsa hann af geislavirkum efnum,“ segir Garretson. Hann hefur dvalið töluvert í Kína þar sem hluti náms hans fór fram. Þar lærði hann eitt og annað sem olli straumhvörfum í huga hans. „Það sem ekki er á allra vitorði er lækningamáttur sveppa. Með þeim má sigrast á ýmsum kvillum og sjúk- dómum. Þeir hafa reynst vel í með- ferðum gegn ýmsum krankleikum. Það sem við, Vesturlandabúar, þurf- um að gera er að gera sveppi enn stærri hluta af daglegu mataræði og þá mun margt breytast til hins betra.“ Aðspurður hvort sveppir séu eins konar lífselexír segir Garretson svo vera. „Með því að nýta náttúruna til fullnustu til að laga það sem amar að bæði jörðinni og mannfólkinu erum við á sama tíma að uppfylla þrár mannsins um betri heim. Sveppirnir eru lykill okkar til að lifa af. Það væri stórkostlegt ef hægt væri að breiða þekkinguna út um þennan orkugjafa. Sveppir eru uppspretta orku og lykill að betra lífi,“ segir Garretson sem er knúinn áfram af orku sveppanna og vill miðla boðskapnum til sem flestra. Áhugasamir geta fræðst enn frekar um málefnið á vefsíðunni: www.patrickgarretson.com. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Næstu helgi, 5.-6. október, fer fram tveggja daga alþjóðlegur viðburður þar sem sjálfboðaliðar í náttúruvernd koma saman og láta gott af sér leiða undir yfirskriftinni The Big Green Weekend. Það er CVA (Conservation Volun- teers Alliance) sem stendur fyrir þessum atburði sem er nú haldinn í þriðja sinn. Umhverfisstofnun er einn af stofnendum og meðlimum CVA. Markmiðið með Grænu helginni (The Big Green Weekend) er m.a. að vinna saman í þágu náttúruverndar, efla samstarf milli hópa, að kynnast sjálfboðaliðastarfi annarra og síðast en ekki síst ræða saman um náttúru- vernd á Íslandi. Stofnunin hefur áhuga á að efla ís- lenskt sjálfboðaliðastarf og hefur óskað eftir samvinnu og þátttöku ís- lenskra náttúruverndarsamtaka sem og nemenda við Fjölbrautaskólann við Ármúla og Menntaskólann við Hamrahlíð. Sjálfboðaliðum verður skipt í teymi sem munu vinna sjálf- boðaliðastörf við Esjuna og í Reykja- nesfólkvangi (og hugsanlega á öðr- um friðlýstum svæðum innan höfuðborgarsvæðisins). Hvert teymi verður með liðsstjóra sem eru annaðhvort landverðir eða verkstjórar í náttúruvernd (sjálf- boðaliðar). Helstu verkefni: Göngustígagerð, hreinsa gróður, afmörkun göngu- stíga, endurheimt mosagróðurs og hreinsun svæða. Umhverfisstofnun útvegar vinnu- hanska, regngalla og nesti. Þátttak- endur eru vinsamlega beðnir að koma með eigin vatnsbrúsa og klæða sig eftir veðri. Allir geta verið með og hægt er að skrá sig með því að senda póst á ust@ust.is eða í gegnum vefinn ust.is og er frestur til miðnættis hinn 3. október. Göngustígagerð, hreinsun gróðurs og fleira Græna helgin er um næstu helgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.