Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Nafn mannsins sem lést í bílslysi 2. Ferðamaðurinn talinn af 3. Vildi ekki vera 60 kílóum of þung 4. Páll forstjóri Landspítalans »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ákveðið hefur verið að bæta við aukatónleikum með Sálinni hans Jóns míns í Hörpu 9. nóvember kl. 23. Fyrri tónleikar kvöldsins seldust upp á einum sólarhring. Miðasala á seinni tónleikana hefst á morgun kl. 12. Ekki verður bætt við fleiri tónleikum. Aukaafmælistón- leikar sama kvöld  Kvartett gít- arleikarans Andr- ésar Þórs Gunn- laugssonar kemur fram á Kex hosteli í kvöld. Kvart- ettinn skipa auk Andrésar Þórs þeir Agnar Már Magn- ússon á píanó, Richard G. Andersson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Á efnisskránni eru djassstandardar sem og lög eftir Andrés Þór. Kvartett Andrésar Þórs á djasskvöldi  Í tilefni þess að tíu ár eru síðan Ten- órinn eftir Guðmund Ólafsson var frumsýndur verður efnt til fjögurra sýninga nú í október. Fyrsta sýning verður nk. föstudag kl. 20 í Iðnó. Verkið gerist í búnings- herbergi tónlistar- húss örstuttu fyr- ir tónleika tenórsöngvara sem verið hef- ur langdvölum í útlöndum. Guðmundur Ólafsson snýr aftur sem tenór VEÐUR Hinn 21 árs gamli Magnús Óli Magnússon átti aldeilis fínan leik með FH-ingum þegar þeir báru sigurorð af Valsmönnum í 2. umferð Ol- ís-deildarinnar í handknatt- leik og að mati íþrótta- fréttamanna Morgun- blaðsins er hann leikmaður umferðarinnar. „Ég virki- lega ánægður með þessa útnefningu. Þetta er bara snilld,“ sagði Magnús Óli við Morgunblaðið. »4 Magnús Óli best- ur í 2. umferð Viðar Örn Kjartansson, sóknarmaður úr Fylki, var besti leikmaður Pepsi- deildar karla í fótbolta árið 2013, samkvæmt einkunnagjöf Morgun- blaðsins. Viðar fékk samtals 20 M fyrir frammistöðu sína í leikjum sum- arsins, þremur meira en næsti maður sem var Gary Martin úr KR. Farið er rækilega yfir niðurstöður einkunna- gjafarinnar í íþrótta- blaðinu í dag. »2-3 Viðar Örn besti leik- maður deildarinnar Ögmundur Kristinsson, markvörður og fyrirliði Fram í knattspyrnu, meiddist á fyrstu æfingu sinni með norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf í gær. Hann átti að vera við æfing- ar hjá norska liðinu út vikuna en hann kemur heim í dag eða í síðasta lagi á morgun. Óvíst er hvort hann heldur út á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig. »1 Stutt gaman hjá Ög- mundi hjá Sandnes ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Efnalaugin Björg hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar og í dag eru ákveðin tímamót, 60 ára afmæli. „Af því tilefni verða viðskiptavinum gefnar gjafir í vikunni og Krabba- meinsfélagið styrkt,“ segir Kristinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Bjargar á Háaleitisbraut. „Við tök- um auk þess veglega á móti við- skiptavinum á „Haustdögum í Mjóddinni“ á fimmtudag,“ segir Sig- urður Jónsson, eigandi Bjargar í Mjódd. Eyjamaðurinn Magnús Krist- insson flutti upp á land um miðja síð- ustu öld og eftir að hafa unnið í fata- hreinsun og þvottahúsi, fyrst í Eyjum og svo í höfuðborginni, stofn- aði hann Efnalaugina Björg 1. októ- ber 1953. Hún var fyrst til húsa á Sólvallagötu 74, en hefur verið á Háaleitisbraut 58-60 í yfir 45 ár. Ár- ið 1987 opnaði fjölskyldan aðra efna- laug við Álfabakka í Mjódd og upp úr aldamótunum var rekstur efna- lauganna aðskilinn. Tengdasynir Magnúsar sjá um reksturinn. Krist- inn tók við 1984, en Sigurður, Ágústa K. Magnúsdóttir og Guðrún Erla Sigurðardóttir, dóttir þeirra, sem komu inn í reksturinn 1985, sjá alfarið um reksturinn í Mjódd. Miklar framfarir Kristinn bendir á að tækin hafi breyst verulega og hreinsi og þurrki betur en áður. Efnin hafi líka breyst talsvert mikið. Umhverfismál skipti sífellt meira máli. Vinnuaðstaðan sé líka mun betri. Sigurður tekur í sama streng. „Það þarf sérstaka kunnáttu til þess að hreinsa viðkvæman fatnað því bregðast þarf við breytingum á efna- samsetningu hans. Þess vegna för- um við á námskeið hjá fataframleið- endum erlendis og síðast vorum við á námskeiði hjá Boss-verksmiðj- unum í Þýskalandi,“ áréttar hann, en bæði á Háleitisbraut og í Mjódd er lögð áhersla á mjög vönduð vinnu- brögð. Allur venjulegur fatnaður er hreinsaður í fyrirtækjunum. Efna- laugin í Mjódd sérhæfir sig meðal annars í hreinsun á leðri, rúskinni, loðfeldum og öðrum viðkvæmum efnum en þvotturinn hefur verið helsti vaxtarbroddurinn á Háaleit- isbraut. „Við erum með skyrtuvél sem blæs og þurrkar skyrtuna í einni svipan og skilar henni full- straujaðri,“ segir Kristinn og nefnir að áður hafi menn óttast að blanda saman efnalaug og þvottahúsi. Mikil samkeppni er í þessari at- vinnugrein. „Ég líki efnalaugum við veitingastaði og hótel hvað verð og gæði varðar,“ segir Kristinn. „Við förum reglulega á sýningar og nám- skeið erlendis og fylgjumst með öll- um nýjungum. Við vinnum af ástríðu fyrir verkefninu og gerum okkur fulla grein fyrir og höfum haft að leiðarljósi að rekstur fyrirtækis er ekki spretthlaup heldur langhlaup.“ Ástríða fyrir verkefninu  Efnalaugin Björg stofnuð fyrir 60 árum Morgunblaðið/Golli Háaleitisbraut Teitur Du, Eydís Bjarnadóttir og hjónin Soffía Magnúsdóttir og Kristinn Guðjónsson. Mjódd Sigurður Jónsson, Ágústa Magnúsdóttir og Guðrún Erla Sigurðardóttir. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og rigning eða súld sunn- an- og austanlands, yfirleitt þurrt norðvestantil, en annars úr- komulítið. Hiti 2 til 10 stig. Á miðvikudag Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið norðvestantil. Norðaustan 5-10 á Vest- fjörðum um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, svalast um landið NV-vert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.