Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Eftir breytingar á götumynd Borg-
artúns er ekki lengur útskot að
strætóstoppistöð við götuna. Stræt-
isvagnar þurfa því að stoppa á miðri
akrein til að taka upp eða hleypa út
farþegum. Eðlilega tefur þetta og
stöðvar umferð þegar strætisvagnar
þurfa að nema staðar við strætóskýli
Borgartúns.
„Þrengingar af þessu tagi eru
óheppilegar þegar ekki er gert ráð
fyrir því að strætisvagnar geti
stoppað fyrir farþegum án þess að
stöðva alla umferð fyrir aftan sig,“
segir Ólafur Kr. Guðmundsson,
varaformaður Félags íslenskra bif-
reiðaeigaenda, FÍB.
Önnur stefna í Evrópu
„Áherslur í samgöngumálum
stórra borga Evrópu byggjast á
sjálfbærum og skynsamlegum sam-
göngum fyrir alla. Hér finnst mér
stjórnvöld og sérstaklega borgaryf-
irvöld sífellt þrengja að einkabílnum.
Það er algjör óþarfi að einn þurfi að
tefja fyrir öðrum í umferðinni,“ segir
Ólafur og bendir á að uppbygging
samgöngukerfis í borginni eigi að
tryggja skilvirka og örugga umferð
fyrir alla, hvort sem fólk kýs að
ferðast um á einkabíl, hjóli eða með
almenningssamgöngum.
„Það er ekkert vit í því að stöðva
alla bílaumferð þegar einn farþegi
þarf að kom inn eða út úr stræt-
isvagni. Í Borgartúninu hefði auð-
veldlega verið hægt komast hjá því
að stöðva umferð með útskoti við
strætisvagnaskýlið, eins og var.“
Dýrara fyrir samfélagið
Óskilvirk umferð er kostnaðarsöm
fyrir samfélagið að sögn Ólafs en
hann bendir á að bíll í lausagangi
geti eytt um 3,8 lítrum af eldsneyti á
klukkustund. „Bílar eyða á bilinu 20-
30 prósentum meira eldsneyti á
hverja 100 km þegar ekið er innan-
bæjar en úti á landi. Þetta er vegna
þess að við þurfum oftar að hægja á
okkur í innanbæjarakstri og stöðva
bílinn, það kallar á aukaorku. Þess
vegna er glórulaust að gera í því að
þrengja að umferðinni og gera hana
óskilvirka.“
Ólafur segist að sjálfsögðu ekki
vera að tala fyrir hraðakstri í borg-
inni heldur skynsamri og skilvirkri
umferð. „Við eigum að tryggja gott
flæði á umferðinni og gæta að um-
ferðaröryggi en það er m.a. gert með
bættum samgöngumannvirkjum,
ekki þrengingum. Þá eigum við að
leyfa öllum samgöngumátum að
njóta sín í stað þess að þrengja að
einum á kostnað annara.“
Morgunblaðið/Ómar
Stoppistöð Strætisvagnar sem hleypa þurfa farþegum inn eða út úr vagninum stöðva alla umferð fyrir aftan sig í
Borgartúninu. Auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir þennan vanda með því að halda útskotinu sem var fyrir.
Strætisvagnar stöðva um-
ferð bíla í Borgartúni
Kostnaðarsamt að stöðva og draga úr flæði umferðar
Samgöngur
» Bíll í lausagangi eyðir um
3,8 lítrum á klukkustund.
» Bætt samgöngumannvirki
draga úr slysum og gera um-
ferðina skilvirkari og ódýrari
um leið.
» Útskot fyrir strætisvagna
við Borgartún myndi leysa
þann vanda sem kominn er
upp.
Fjölskylduhjálp Íslands hóf í gær
að taka við umsóknum fyrir jóla-
aðstoðina 2013.
Samkvæmt upplýsingum Ás-
gerðar Jónu
Flosadóttur,
formanns Fjöl-
skylduhjálp-
arinnar, er tek-
ið við um-
sóknum fyrir
jólaaðstoð alla
virka daga frá
klukkan 13 til
18 í höfuð-
stöðvum Fjöl-
skylduhjálp-
arinnar í Iðufelli 14 í Breiðholti.
„Við erum búnar að ákveða þá
daga sem við úthlutum jólaaðstoð-
inni, það verður 16., 18., og 20.
desember í Iðufelli,“ segir Ás-
gerður Jóna. Hún biðlar til allra
þeirra fyrirtækja, félagasamtaka,
stéttarfélaga og einstaklinga sem
eru aflögufær með fjárstyrki,
matvæli, jólagjafir fyrir börnin,
fatnað bæði notaðan og nýjan,
leikföng og leirtau. Bankareikn-
ingur Fjölskylduhjálpar Íslands
er: 546-26-6609, kennitala:
660903-2590.
Nú stendur yfir stór nytjamark-
aður hjá Fjölskylduhjálpinni þar
sem hægt er að kaupa notaðan
fatnað.
Á síðustu tólf mánuðum af-
greiddi Fjölskylduhjálp Íslands
um 10.595 matargjafir og þar að
baki eru 29.030 einstaklingar.
Taka við umsóknum
fyrir jólaaðstoðina
Fjölskylduhjálpin skipuleggur jólin
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
Ertu þreytt á að vera þreytt?
Getur verið að þig vanti járn?
Magnaðar járn- og bætiefnablöndur
úr lífrænt ræktuðum jurtum
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Ítalskar leðurtöskur á frábæru verði!
Ótal gerðir og litir, verð frá 6.980
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16.
Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is
Í öll betri eldhús
Blandari • Töfrasproti
Handþeytari • Safapressa
Turmix eru hágæðavörur frá Sviss fyrir þá sem gera miklar kröfur
í eldhúsi. Tækin eru ekki aðeins vönduð og sterk heldur er einnig
mikið lagt upp úr glæsilegri hönnun og vönduðu útliti. Tæki fyrir þá
alkröfuhörðustu. Turmix vörurnar fást m.a. í Búsáhöld, Kringlunni.
Veit á vandaða lausn