Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 10
Hrafn Sveinbjarnarson er einn af fyrstu nafngreindu læknum Íslandssögunnar. Hann var víðförull og sótti sér menntun út í heim. Hann tók ekkert fyrir læknisverk sín. Ráðstefna um þennan merka mann verður næsta laugardag. Víkingur Eflaust hefur Hrafn Sveinbjarnarson verið garpslegur, rétt eins og þessi víkingur á Landnámsdegi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi árið 2010, en hann er félagi í Hringhorna, áhugamannafélagi um lífshætti víkinga til forna. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is H rafn var merkur maður, goðorðsmaður og höfðingi, læknir og mikill mektarmaður á Vestfjörðum. Hann var líka mikill ferða- langur og fór til Rómar og kynnti sér lækningar bæði á Ítalíu og Spáni. Hann kom við í klaustrum og fékk syndaaflausn hjá páfa. Auk þess fór hann hinn fræga Jakobsveg sem Thor Vilhjálms- son gekk og gerð var kvikmynd um. Hrafn er sá læknir sem er hvað frægastur í fornum bókum. Til eru krafta- verkasögur af honum og Hrafnssaga er helgisaga sem fjallar um ævintýralegar lækningar hans. Hann læknaði mann með steina í þvagfærum, aðra geðveika og marga fleiri. Það er því ákveðinn helgibragur yfir honum,“ segir Óttar Guðmundsson læknir, en næstkomandi laugardag, 5. október, verður hátíðardagskrá í Þjóðminjasafninu til- einkuð Hrafni Sveinbjarnarsyni. „Í lok ágúst í sumar var minningarhátíð á Hrafnseyri, í tilefni af því að átta hundruð ár eru liðin frá því Hrafn var drepinn, árið 1213. En þá vildi svo illa til að gjörningaveður lagðist yfir Vest- firði og ekki var flogið svo að flestir fyrirlesararnir sátu fastir á Reykjavíkurflugvelli. Hátíðin var því ansi stutt og nú var ákveðið að bæta úr því og endurtaka leikinn með öllum þeim sem til stóð að tækju þátt.“ Mikill framámaður og pólitíkus Óttar segir Hrafn hafa verið mjög vinsælan á þeim tíma sem hann var uppi. „Hann kom á allskonar sam- göngubótum. Hann var með ferju yfir Arnarfjörð, þannig að samgöngur á hans tímum þar voru betri en þær eru í dag. Hann var líka með ferju yfir Breiðafjörð. Hann var einnig sérstakur fyrir þær sakir að hann tók ekkert fyrir læknisverk sín, hann er sennilega eini læknirinn í Ís- landssögunni sem hefur ekki vælt yfir því að hafa léleg laun. Hann var augljóslega mikill hugsjónamaður.“ Óttar segir að læknar á Íslandi þekki að sjálfsögðu Hrafn og líti til hans. „Eldri læknar hafa velt honum heilmikið fyrir sér. Örn Bjarnason hefur til dæmis skrifað mikið um Hrafn, enda er hann einn af fyrstu nafngreindu læknum Íslandssögunnar. Eiríkur Jónsson þvagfæralæknir ætlar einmitt á laugardaginn að ræða um lækningar Hrafns, hvernig hann vann á nýrnasteinum.“ Hrafn var höfðingi, pílagrímur og læknir L jósm ynd/E ggert Þ ór B ernharðsson 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Vert er að minnast þess að andlegi leiðtoginn, friðarsinninn og stjórn- málamaðurinn Mathatma Gandhi fæddist á Indlandi á þessum degi, 2. október árið 1869. Hann var pólitísk- ur leiðtogi Indverja og fór fyrir sjálf- stæðishreyfingu Indlands og frið- samlegri baráttu þeirra fyrir sjálfstæði frá Bretum. Hann bjó í 20 ár í Suður-Afríku og þar varð hann ítrekað fyrir barðinu á kynþáttamis- rétti og vitni að kynþáttafordómum og óréttlæti í garð Indverja í Suður- Afríku. Meðan á uppreisn Zulumanna stóð skipulagði Gandhi eina af fáum heilsugæslum sem þjónuðu svörtum Suður-Afríkubúum. Allt sitt líf hryllti hann við tilhugsuninni um ofbeldi og hryðjuverk. Heimspeki hans var frið- samleg og hafði áhrif á friðsamlegar fjöldahreyfingar innan lands sem ut- an: „Auga fyrir auga, mun gera allan heiminn blindan.“ Vefsíðan www.wikipedia.org/wiki/Mohandas_Gandhi Friðarsinni og andlegur leiðtogi Yfirskrift handverkskaffis í Gerðu- bergi í kvöld er: Tóvinna á tækniöld: Peysa úr mjólk og buxur úr bamb- us. Spurt er: Er hægt að spinna úr hverju sem er? Marianne Guckels- berger tóvinnukona ætlar að fræða gesti um áhöld liðinna alda. Hægt verður að prófa þessi gömlu áhöld og rifja upp gömul handtök. Marianne hefur lært á tóvinnunámskeiði hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og kynntist þar m.a. íslensku ullinni. Hún hefur gert ýmsar tilraunir og meðal annars spunnið silki, mjólk, bambus, hamp o.fl. Handverkskaffið hefst kl. 20 og aðgangur er ókeypis. Endilega … … kynnist peysu úr mjólk Tóvinna Skemmtilegt handverk. Félag íslenskra fræða stendur fyrir Rannsóknarkvöldi í kvöld kl. 20 í Veitingasalnum í Hannesarholti við Grundarstíg 10 í miðbæ Reykjavík- ur. Bragi Halldórsson, MA í íslensk- um bókmenntum og íslenskukennari við MR, mun flytja fyrirlesturinn „Íslensk miðaldaævintýri“. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýja útgáfu íslenskra miðalda- ævintýra sem er í undirbúningi. Rætt verður um þau textafræði- legu vandamál sem komið hafa upp í meðferð efnisins og þær ólíku leiðir sem eru færar við framsetn- ingu þess. Þýdd ævintýri nutu veru- legra vinsælda hérlendis á 14. og 15. öld, bæði sem afþreying og sem þáttur í kennilegum málflutningi klerka. Þýski fræðimaðurinn Hugo Gering (1847-1925) gaf út safnið „Islendzk ævintýri“ á ofanverðri 19. öld, en sú útgáfa er undirstaða allra síðari rannsókna á þessum bókmenntum. Fjallað verður um þörfina á því að gefa þetta efni út í nýjum búningi. Allir eru velkomnir. Rannsóknarkvöld í Hannesarholti Íslensk miðaldaævintýri voru vinsæl fyrr á öldum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.