Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 17

Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Borgartúni 28, sími 553 8331, lyfjaborg.is – sjálfstætt apótek TAX FREE Gildir ekki með öðrum tilboðum af snyrtivörum 27. september - 4. október Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-15 VEGGFÓÐUR Í MIKLU ÚRVALI Þrotabúin skili 11 milljörðum í tekjur Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bankastofnanir í slitameðferð þurfa í fyrsta skipti að greiða sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í gær. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð hafa hingað til verið undanþegin þeim skatti. Bankaskatturinn verður einnig hækkaður úr 0,041% í 0,145%. Áætlað er að hækkunin skili ríkis- sjóði 14,3 milljörðum króna á næsta ári og 14,5 ma. kr. árið 2015. Þar af eiga 11,3 ma. kr. að koma frá þrotabúum föllnu bankanna en skatturinn mun ná til samþykktra krafna í þrotabú gömlu viðskipta- bankanna þriggja eins og þær standa í reikningum búanna í lok þessa árs. Á móti kemur fyrir fjármálafyr- irtæki að almennur fjársýsluskatt- ur sem lagður er á laun og önnur skattskyld hlunnindi fjármálafyrir- tækja verður lækkaður úr 6,75% í 4,5%. Þessi mótvægisaðgerð við hækkun bankaskattsins er sögð hliðra skattbyrði frá smærri fyrir- tækjum til hinna stærri. Ríkið verð- ur af um 1,1 ma. kr. á næsta ári vegna þessa. Stefnt að fækkun skattþrepa Í frumvarpinu eru boðaðar breyt- ingar á skattkerfinu á næstu árum en fyrsti áfangi þess er að lækka miðþrep tekjuskatts einstaklinga úr 25,8% í 25%. Sú ráðstöfun á að geta aukið ráðstöfunartekjur heimila um fimm milljarða króna á næsta ári og meira á árunum á eftir. Um 80% skattgreiðenda greiða skatt í mið- þrepinu og því er lækkunin sögð ná til flestra sem greiði skatta. Í framhaldinu stendur til að minnka muninn á milli tveggja lægri skattþrepanna og fella þau að endingu saman í eitt þrep. Sú ráð- stöfun á að gera skattkerfið skilvirk- ara og auka ráðstöfunartekjur fólks. Vaxtabætur framlengdar Þá er það sagt hafa áhrif til lækk- unar tekjuskatts einstaklinga að frá- dráttarbærni iðgjalds í séreignarlíf- eyrissjóði muni hækka á ný í 4% af tekjum árið 2015. Frítekjumark fjármagnstekju- skatts vegna vaxtatekna einstaklinga verður hækkað um fjórðung og verð- ur 125.000 kr. í stað 100.000 kr. áður. Á meðal annarra breytinga sem gagnast heimilum sem mælt er fyrir um í fjárlagafrumvarpinu má nefna að stimpilgjaldakerfið verður endur- skoðað og stimpilgjöld af lánaskjöl- um felld niður. Pappírsbleiur verða færðar í neðra virðisaukaskattsþrep- ið. Hækkanir á barnabótum sem fyrri ríkisstjórn ákvað halda sér og bráðabirgðaákvæði um vaxtabætur verður framlengt. Tryggingagjald lækkað Samanlagt hlutfall trygginga- gjalds og gjalds í Ábyrgðasjóð launa sem atvinnurekendur greiða lækkar um 0,1% samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. Alls verður atvinnutrygg- ingagjaldið lækkað um 0,6% og gjaldið í Ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota um 0,25%. Hins vegar verður almenna tryggingagjaldið hækkað um 0,75%. Áætlað er að ráð- stöfunin kosti ríkissjóð einn milljarð króna á næsta ári. Til stendur að lækka trygginga- gjaldið enn meira eftir því sem líður á kjörtímabilið. Lækkunin er sögð lögð til í þeim tilgangi að hvetja fyrirtæki til að ráða í ný störf og hækka laun starfsmanna sinna. Auðlegðarskattur mun að óbreyttu falla úr gildi um áramótin og kemur ekki til með að skila rík- issjóði tekjum árið 2015. Þá verður orkuskattur á rafmagn ekki fram- lengdur þegar hann rennur sitt skeið í lok árs 2015.  Talsverðar breytingar á sköttum  Milliskattþrep lækkar 0,8% lækkun á miðþrepi tekjuskatts ein- staklinga um áramótin. 5 ma. kr. er tekjutap ríkissjóðs vegna lækkunar tekjuskattsins. 125.000 verður frítekjumark fjármagns- tekjuskatts einstaklinga. 6,9 milljarðar eru varanlegar tekjur vegna tekjuaðgerða stjórnvalda. 7.900 ma. kr. er upphæð krafna í þrotabú föllnu viðskiptabankanna. 11,3 ma. kr. á að afla ríkinu í tekjur með bankaskatti á þrotabú bankanna. ‹ SKATTABREYTINGAR › » Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Vörugjöld á bensíni, áfengi og tób- aki eru á meðal þess sem mun hækka um áramótin. Í fjárlaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir að svonefnd krónu- tölugjöld, gjöld sem eru föst krónutala á magneiningu, hækki um 3% á árinu 2014 en það jafngildi áætlaðri með- alverðbólgu á milli áranna 2013 og 2014. Alls eiga vörugjöld að færa ríkinu rúma 59 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Meiri eldsneytissala Í heildina eiga tekjur ríkisins af almennum vörugjöldum að aukast um 900 milljónir króna árið 2014 samkvæmt forsendum fjárlaga- frumvarpsins. Vörugjöld af öku- tækjum eiga að skila fimm millj- örðum og er það 300 milljónum krónum meira en í fyrra. Þar er miðað við að 9.500 bifreiðar verði fluttar til landsins á árinu. Bifreiða- gjöld eiga að skila ríkinu 300 millj- ónum kr. aukalega á næsta ári og kílómetragjald 50 milljóna auka- tekjum. Þá er miðað við 3% meiri akstur gjaldskyldra bifreiða. Lagt er upp með að vörugjöld á bensín og dísilolíu skili 800 millj- ónum krónum meira á næsta ári en á þessu ári. Þar er gert ráð fyrir 1% söluaukningu á bensíni og 2,5% á olíu auk þess sem gjöldin verði uppfærð með tilliti til verðlags. Saman skila bensín- og olíu- gjaldið ríkinu tólf milljörðum króna. Tólf milljarðar frá áfenginu Forsendur fjárlagafrumvarpsins gera ráð fyrir því að sala allra flokka áfengis komi til með að aukast um ríflega 3% á næsta ári. Það muni skila ríkinu hálfum millj- arði króna í auknar tekjur af áfeng- isgjaldi á milli ára þegar tekið hef- ur verið tillit til verðlagsuppfærslu gjaldsins. Heildartekjur ríkisins af áfengisgjaldi á næsta ári verði því rúmir 12 milljarðar kr. Tekjur af tóbaksgjaldi eiga að aukast um 200 milljónir króna á milli ára þrátt fyrir að búist sé við áframhaldandi samdrætti í sölu á tóbaki, alls 1% árið 2014. Það afli ríkissjóði engu að síður yfir sex milljarða kr. í tekjur. Eldsneytið og áfengið hækkar  Gert ráð fyrir meiri neyslu og keyrslu Gjöld Áfengi hækkar um áramót

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.