Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 19
Við veitum góða þjónustu í Mývatnssveit Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins, 36,5 km², og á bökkum þess stendur Reykjahlíð, um 200 manna þorp sem tilheyrir Skútustaðahreppi. Þar er ýmis þjónusta, m.a. heilsugæsla, skóli og hreppsskrifstofan. Helstu atvinnu- vegir eru t.d. ferðaþjónusta og raforkuframleiðsla. Við Mývatn er fjölskrúðugt fuglalíf. kvæmd á sínum tíma. Ferðamenn sem hingað koma yfir sumarið eru talsvert fleiri en ætlað var og sama gildir um tímabilið frá hausti til vors. Og þá komum við að því mikilvæga verkefni að lengja ferðamannatímann. Mikil vinna hefur verið lögð í það og vissulega náðst talsverður árang- ur til dæmis í gegnum verkefni eins og Inspired by Iceland og Ís- land allt árið svo eitthvað sé nefnt. Beint flug til Akureyrar frá útlöndum svo sem frá Evrópu er okkur og öðrum sem starfa að ferðaþjónustu hér á Norðurlandi mjög mikilvægt – og vonandi verður það að veruleika til fram- búðar. Við gætum tekið á móti svo miklu fleiri ferðamönnum yfir veturinn, Íslendingum sem út- lendunum.“ Heilsulind Í lónið rennur vatn úr borholum í Bjarnarflagi. Það er um 130 stiga heitt þegar að jarðböðunum kem- ur, en er svo kælt niður í 36-40 gráður, eða því sem næst að líkamshita. Botn lónsins er möl og þéttur sandur. Um jólaleytið árið 1975 hófst eld- gos við Kröflu í Mývatnssveit. Á þeim tíma stóðu framkvæmdir við byggingu gufuaflsvirkjunar þar sem hæst og eðlilega settu eldsumbrotin strik í reikninginn. Raunar urðu gosin á Kröflusvæð- inu alls níu á jafn mörgum árum. Síðast gaus við Kröflu í sept- ember 1984. Það gos stóð í tvær vikur og var kraftmikið. Runnu fram 24 ferkílómetrar af hellu- hrauni og lýsti af allt að 70 metra háum kvikustrókum fyrstu gos- dagana. Kröfluvirkjun var reist meðal annars til að svara þörf Norð- lendinga fyrir aukna raforku. Jón G. Sólnes alþingismaður var formaður Kröflunefndar. Hann talaði fyrir nauðsyn fram- kvæmda og gaf í eftir því sem gagnrýnisraddir urðu háværari. Töldu raunar sumir að beint or- sakasamhengi væri milli jarðbor- ana í Kröflu og jarðeldanna. Það var aldrei sannað. Í Kröfluvirkjun er á vegum Landsvirkjunar gestastofa og þar er sýning með fræðslu um þá krafta sem búa í iðrum jarðar og hvernig vinna má raforku úr gufuorku. Þúsundir hafa sótt þessa sýningu á hverju ári. Kröflustöð hefur verið keyrð á fullum afköstum frá því um alda- mót og framleiðir 70 MW. Orkubrunnur í Mývatnssveit Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kröfluvirkjun Mannvirkin eru svipmikil. Kælitankahús er fremst. Kraftur í Kröflu Morgunblaðið/Emilía Eldflug Flogið yfir kvikustróka og glóandi hraun í Kröflu 1980. aðalbyggingunni og sumarhúsum. Hefðbundinn búskapur hefur dregist mjög saman í Mývatnssveit og Ásmundur segir ferðaþjón- ustuna langmikilvægasta þátt at- vinnulífsins. Í raun þurfi ekki mikið að gera til að laða að fólk að, nátt- úran sjá að miklu leyti um það, en á árum áður hafi vantað svefnpláss til að fólk gæti staldrað við í sveit- inni. „Nú eru hér nokkur stór hótel auk annarra gististaða, baðlónið hefur skipt gríðarlegu máli og allt styður þetta hvað annað.“ Nú verða kaflaskipti á Stöng því næsta kynslóð tekur við rekstr- inum. Selma Dröfn dóttir hjónanna, sem í nokkur ár hefur verið deild- arstjóri gjörgæsludeildar Sjúkra- hússins á Akureyri, flytur í sveitina á ný og tekur við rekstrinum ásamt manni sínum, Aðalsteini Dagssyni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kynslóðaskipti Ásmundur bóndi á Stöng og dóttirin Selma Dröfn. Því sjónarmiði hefur gjarnan verið haldið á lofti að afþreyingarþátturinn í ferðaþjónustu á Íslandi sé vanrækt viðfangsefni. Gististaðir og veitinga- hús geti í fæstum tilvikum orðið beint aðdráttarafl fyrir ferðamenn, held- ur þurfi á hverjum stað að vera eitthvað áhugavert til að sjá og skoða. Fjölbreytt náttúra, söfn, leikjagarðar, sundlaugar, merktar leiðir og fleira slíkt er nefnt og Jarðböðin eru sannarlega af þessum meiði. En fleira þarf til í Mývatnssveit, að mati Stefáns Gunnarssonar. „Menn hafa verið að kasta á milli sín hér að áhugavert væri að leggja göngu- og reiðhjólastíg hér umhverfis Mývatn, sem er 36 km leið. Á þess- um vegi eru beygjur og blindhæðir og með tilliti til umferðaröryggis þarf að bæta úr því. Yrði farið í þessa framkvæmd þyrfti fyrst að ná sam- komulagi við landeigendur og eins Umhverfisstofnun enda er þetta verndarsvæði og sérstök lög gilda um verndum Laxár og Mývatns. En hugmyndin er komin fram og boltinn farinn að rúlla.“ Vill stíg umhverfis Mývatn STYRKJA ÞARF AFÞREYINGARÞÁTT FERÐAÞJÓNUSTU Náttúra Skútustaðagígarnir, vatnið og svipsterkt Vindbelgjarfjall í fjarska. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Næsti viðkomustaður 100 daga hringferðar Morg- unblaðsins er Raufarhöfn. Á morgun MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.