Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík Axel Ó, Vestmannaeyjum Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Í lok bréfsins bendir Seðlabankinn einnig á að það sé hlutverk slita- stjórnar Glitnis, í tengslum við und- anþágubeiðni hennar, að „skapa að- stæður til að hægt verði að afgreiða umsókn um gerð nauðasamnings. Seðlabanki Íslands er eins og verið hefur tilbúinn að leggja mat á það hvort líkur séu á að einstakar leiðir fullnægi ofangreindum skilyrðum.“ Engar tímasetningar Hafi slitastjórn Glitnis „útfærðar hugmyndir“ í þeim efnum þá segist Seðlabankinn reiðubúinn til að ræða þær. Ekki komi þó til greina að setja upp „ferli af því tagi sem lagt er til í bréfi slitastjórnarinnar, síst af öllu með skuldbindandi tímasetningum“. Í máli slitastjórnar Glitnis síðustu vikur hefur mátt skilja að henni þyki sérstakt að ekki hafi fengist nein við- brögð af hálfu yfirvalda, þar á meðal Seðlabankans, varðandi ósk um við- ræður um hvernig megi ganga frá nauðsamningi. Hefur Steinunn Guð- bjartsdóttir, formaður slitastjórnar, sagt að búið sé að vinna miklu vinnu á ýmsum leiðum sem væri hægt að ræða í þeim efnum. Seðlabankastjóri undirstrikar aft- ur á móti að ekki sé hægt að taka til afgreiðslu undanþágubeiðni meðan ekki sé búið að ljúka greiningu á eignum og endurheimtum Glitnis. Að öðrum kosti sé ekki hægt að meta hver áhrifin verða á greiðslujöfnuð við útgreiðslu þeirra til kröfuhafa. „Vinnu við nauðsynlega upplýsinga- öflun frá slitastjórn og mat sérfræð- inga Seðlabankans á greiðslujafnað- aráhrifum sem nauðasamningur Glitnis veldur miðar vel áfram en henni er hins vegar ekki lokið.“ Seðlabankastjóri segir að slita- stjórn Glitnis sé „kunnugt um“ þetta og því sé ekki hægt að taka afstöðu til undanþágubeiðnarinnar. Þegar – og ef – þeirri greiðslujafnaðargrein- ingu lýkur þá segir það engu að síður ekkert til um hvort Glitnir geti vænst þess að fá undanþágubeiðni sína samþykkta. Slík beiðni verður ekki samþykkt nema „fyrir liggi lausn“ varðandi krónueignir búsins sem munu eins og áður sagði hafa verulega neikvæð áhrif á greiðslu- jöfnuð Íslands verði þær eignir greiddar út til kröfuhafa, en 93,8% þeirra eru erlendir aðilar. Lausn á krónueignum ekki „samningsefni“  Seðlabankastjóri skýtur föstum skotum á slitastjórn Glitnis Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankastjóri Már segir að Glitnir þurfi að koma með „útfærða“ lausn. FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eigi Seðlabanka Íslands að vera fært að veita Glitni undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál vegna mögulegs nauðasamnings þá þarf að liggja fyrir „útfærð“ lausn af hálfu Glitnis á um 275 milljarða krónueign búsins þannig að útgreiðslur þeirra til erlendra kröfuhafa „rúmist vel innan svigrúms“ greiðslujafnaðar Ís- lands og áforma um losun hafta. Þetta kemur fram í bréfi Seðla- bankan, sem undirritað er af Má Guðmyndssyni seðlabankastjóra, til slitastjórnar Glitnis hinn 23. septem- ber sl., en slitastjórnin hafði óskað eftir svörum frá bankanum varðandi tillögur hennar um að ljúka slitameð- ferð bankans með nauðasamningi. Bæði slitastjórn Glitnis og Kaup- þings sendu nauðasamninga sína til Seðlabankans í árslok 2012. „Mikilvægt er að undirstrika,“ segir ennfremur í bréfi Seðlabank- ans sem var gert opinbert í fyrradag, „að hér er ekki um samningsefni að ræða. Annaðhvort er skilyrðið upp- fyllt eða ekki. Undanþágubeiðni Glitnis uppfyllir ekki þetta skilyrði að svo stöddu.“ Engin leið er að skilja orð seðla- bankastjóra með öðrum hætti en að útilokað sé að Seðlabankinn hafi uppi einhver áform um að fara í bein- ar viðræður við slitastjórn Glitnis eða fulltrúa kröfuhafa hvernig megi tryggja að útgreiðslur vegna krónu- eigna búsins hafi ekki neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð Íslands. Þess er skemmst að minnast að í nýjasta fjármálastöðugleikariti Seðlabankans, sem var birt í lok apr- íl, segir að íslenska þjóðarbúið muni „ekki skapa nægan gjaldeyri að óbreyttu gengi krónunnar til að losa út krónueignir búa gömlu bankanna til erlendra kröfuhafa og það jafnvel þótt þær yrðu verðlagðar mjög lágt í erlendum gjaldmiðlum.“ Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Actavis plc, móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í gær að kaupum á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott sé lokið. Viðskiptin eru metin á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.050 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu að sameining fyrirtækjanna geri Ac- tavis að leiðandi alhliða lyfjafyr- irtæki á alþjóðavísu og er gert ráð fyrir um 11 milljarða dala sameig- inlegri veltu á þessu ári. Kaupin styrkja stöðu félagsins fyrst og fremst á sviði sérlyfja og gera Ac- tavis að þriðja stærsta sérlyfjafyr- irtæki í Bandaríkjunum með um 3 milljarða dala ársveltu á því sviði. Með kaupunum mun Actavis tvö- falda vöruúrval sitt þegar kemur að sérlyfjum, með áherslu á heilsu kvenna, þvagfæralækningar, melt- ingar- og húðsjúkdóma. Segir í tilkynningunni að Actavis og Warner Chilcott hafi nú verið sameinuð í nýju fyrirtæki sem hef- ur verið stofnsett á Írlandi og tekið upp nafnið Actavis plc og verður fé- lagið áfram skráð í kauphöllina í New York. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Rannsóknarstofa Actavis á Íslandi er leiðandi innan samstæðunnar í rann- sóknum og þróun nýrra samheitalyfja fyrir markaði utan Bandaríkjanna. Actavis kaupir írskt lyfjafyrirtæki  Veltan verður 11 milljarðar dala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.