Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 23
Þjóðaröryggisstofnanir
Starfseminni verður haldið áfram,
meðal annars landamæragæslu og
öryggisgæslu á flugvöllum
NASA
Starfsemi sem tengist Alþjóðlegu
geimstöðinni haldið áfram en
flestir af 18.000 starfsmönnum
stofnunarinnar verða heima án launa
WASHINGTON D.C.
Rannsóknir í læknavísindum
Heilbrigðisstofnunum alríkisins
ekki heimilt að hefja nýjar rannsóknir
eða bæta við sjúklingum
Söfn og garðar
Söfn Smithsonian-stofnunarinnar
lokuð, sem og allir þjóðgarðar
Bandaríkjanna
Umhverfisverndarstofnunin (EPA)
Ekkert starfslið til að annast vöktun
og eftirlit með loft- og vatnsgæðum,
eða framfylgja reglugerðum um
olíumengun
Áhrifin á starfsemi ríkisstofnana
Almannatryggingar
Bótagreiðslum verður haldið áfram en búist
er við töfum, fyrrverandi hermenn fá
bætur en gert er ráð fyrir því að afgreiðsla
örorkubóta tefjist
Fjárlagadeilan í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að ýmis starfsemi
ríkisstofnana hefur stöðvast eða raskast
Opið Lokað
Varnarmálaráðuneytið
Hermenn verða áfram við störf og
laun þeirra verða greidd. Hins
vegar er gert ráð fyrir því að um helmingur
borgaralegra starfsmanna
ráðuneytisins verði heima
Póstþjónusta
Starfsemi póststofnunar Bandaríkjanna (USPS)
helst óbreytt, enda er hún rekin með sjálfsaflafé
Hvíta húsið og þingið
Starfseminni haldið áfram en hluti
starfsliðsins fer í launalaust leyfi
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
… Heilsurækt fyrir konur
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Inga Hildur Yngvadóttir
- 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur.
Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti
alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og
hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla
tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér
líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum
í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er
bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög
góður andi.
Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára
Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér
afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu
formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir
skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan
á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku.
Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra
starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt.
Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr
tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar.
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Hringdu og fáðu frían prufutíma
Bjóðum einnigupp á trimform
Settu heilsuna
í fyrsta sæti!
Öryggi – Gæði - Leikgildi
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Dropinn fæst í KRUMMA
Mikið úrval lita
Frábært í barnaherbergið
Opið: mán.-fös. 8:30-18:00, lau. 11:00-16:00
Þessi 73 ára Nepali, Master Nau, er aðeins 41 cm á hæð og berst fyrir því
að hann verði viðurkenndur sem lágvaxnasti maður heims. Nau, sem þarf
að nota hjólastól, fór nýlega til Katmandú frá þorpi sínu í afskekktri sveit í
Nepal til að auka líkurnar á því að hann komist í Heimsmetabók Guinness.
AFP
Lágvaxnasti maður heims?
Hlýnun jarðar hefur haft skaðleg áhrif á hreindýr á
Vestur-Grænlandi, ef marka má rannsókn vísinda-
manna. Hún hefur orðið til þess að færri hreindýrs-
kálfar fæðast og fleiri deyja áður en þeir komast á
legg, að sögn vísindamanna sem skrifuðu í tímaritið
Nature Communications. Vísindamennirnir rekja þetta
til þess að hlýnunin og bráðnun jökulsins hafi orðið til
þess að plöntur, sem hreindýr lifa á, byrja að vaxa
miklu fyrr en áður. Burðartími hreindýra sé hins vegar
óbreyttur og kálfarnir þurfi að éta eldri plöntur sem
séu ekki jafnnæringarríkar.
GRÆNLAND
Hreindýrum fækkar vegna hlýnunar
Færri kálfar
komast á legg.
Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gær ávarp þar
sem hann gagnrýndi repúblikana harkalega fyrir að
hafa valdið því að stöðva þurfti starfsemi ríkisstofnana
að miklu leyti. „Þessi lokun repúblikana þurfti ekki að
eiga sér stað – ég vil að allir Bandaríkjamenn skilji
hvers vegna þetta gerðist,“ sagði Obama. „Þeir hafa
lokað ríkisstofnunum vegna hugmyndafræðilegrar
krossferðar til að neita milljónum Bandaríkja-
manna um sjúkratryggingar á viðráðanlegu
verði.“
Leiðtogar repúblikana gagnrýndu hins
vegar Obama og demókrata fyrir að hafa
ekki léð máls á samningaviðræðum um
deiluna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni
lögðu til að þingdeildirnar skipuðu nefnd
sem falið yrði að leiða deiluna til lykta. Öldungadeildin
felldi tillögu um formlegar samningaviðræður um deil-
una með 54 atkvæðum gegn 46 í gærmorgun.
Þetta er í fyrsta skipti sem starfsemi bandarískra
ríkisstofnana stöðvast frá vetrinum 1995-96 þegar
þær voru lokaðar í 21 dag. Hagfræðingar áætla að
verði stofnanirnar lokaðar í þrjár vikur nú geti
það minnkað landsframleiðsluna um 0,9% á
þessum ársfjórðungi.
Um 800.000 ríkisstarfsmönnum var sagt
að mæta ekki til vinnu í gær þegar fjárlaga-
heimildir hins opinbera runnu út, meðal
annars um 400.000 starfsmönnum varnar-
málaráðuneytisins og 97% af starfs-
mönnum NASA.
Gagnrýnir „hugmyndafræðilega krossferð“
BARACK OBAMA SKELLIR SKULDINNI Á REPÚBLIKANA
Barack
Obama