Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
✝ Svandís HeiðaEinarsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. ágúst 1924. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
22. september 2013.
Foreldar hennar
voru Einar Ein-
arsson, trésmíða-
og byggarmeistari í
Reykjavík, f. 3.9.
1882, d. 19.9. 1973,
kona hans Sigurlína María Sig-
urðardóttir húsfreyja, f. 31.12.
1886, d. 28.3. 1944. Systkini
Svandísar eru 1) Sigrún, f. 16.10.
1912, d. 4.6. 1993. 2) Valgeir
Marinó, f. 16.8. 1914, d. 19.12.
1996. 3) Guðlaug Hanna, f. 16.6.
Friðriksson, f. 11.8. 1976. Svan-
dís Hlín, f. 27.8. 1982, maki Jón
Geir Sigurbjörnsson, f. 25.4.
1972. Börn þeirra Sólveig Lív, f.
19.5. 2005, Dagur Karl, f. 20.10.
2007 og Magni, f. 16.12. 2010.
Jón Geir á einnig Maríu Lovísu,
f. 7.8. 1999, og Kolbrúnu Söru, f.
31.1. 2002. Sigurður Örn, f. 1.11.
1985, sambýliskona Tinna Ósk
Þorvaldsdóttir, f. 3.5. 1987. Son-
ur þeirra Atli Mikael, f. 20.5.
2011. 2) Einar, f. 13.12. 1958,
maki Vilborg Eiríksdóttir, f.
31.3. 1961. Börn þeirra Ármann
Andri, f. 8.6. 1984, sambýliskona
Sigríður Sigurjónsdóttir, f.
23.12. 1983. Börn þeirra Elín
Lilja, f. 11.6. 2010, og Andri
Björn, f. 24.7. 2012. Íris Eva, f.
29.3. 1990 og Anna Valdís, f.
26.8. 1996. 3) Sigurður, f. 18.2.
1961, d. 16.7. 1961.
Útför Svandísar Heiðu verður
gerð frá kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg í dag, 2. októ-
ber 2013, kl. 15.
1917, d. 14.2. 1932.
4) Inga Bergdís, f.
18.8. 1921, d. 3.1.
2012. 5) Bryndís, f.
1.8. 1926, d. 27.1.
1996.
Hinn 3. sept-
ember 1953 giftist
hún Guðbjarti Nil-
son Karlssyni, f.
16.10. 1927, d. 16.9.
1977. Börn þeirra
eru: 1) Karl Nilson,
f. 13.2. 1955, maki Erla Sólveig
Einarsdóttir, f. 18.5. 1955. Börn
þeirra María Ösp, f. 31.12. 1979.
Börn hennar úr fyrra sambandi,
Birnir Smári, f. 16.3. 2007, og
Svandís Katla, f. 12.9. 2008.
Sambýlismaður Maríu, Bjarki
Í dag kveðjum við ástkæru
móður okkar á 90. aldurári. For-
eldrar hennar voru Einar Einars-
son byggingameistari og Sigur-
lína María Sigurðardóttir
húsmóðir. Svandís og Guðbjartur
hófu búskap á Mánagötu, í for-
eldrahúsum hennar. Þar fædd-
umst við bræður og áttum heima
þar til 1963 að fjölskyldan flutti í
Álftamýri, sem varð heimili okk-
ar bræðra næstu tuttugu árin.
Faðir okkar, Guðbjartur, lést fyr-
ir aldur fram, 1997. Breyttist líf
okkar bræðra mikið á því ári.
Móðir okkar veiktist ung að árum
og náði aldrei fullum bata. Hún
var næstyngst fimm systra og
eins bróður. Svana var afar gjaf-
mild að eðlisfari og þótti mjög
gaman af að gefa til að gleðja
aðra, þó svo að veraldleg auðæfi
væru ekki mikil en hún var sátt
við sitt. Frá því um aldamótin
hefur Svana verið heimilismaður
á Hrafnistu og átti margar góðar
stundir þar og sérstaklega þegar
barnabörn hennar komu í heim-
sókn til hennar. Hún var einstak-
lega lagin við að muna eftir af-
mælisdögum allra og þá
sérstaklega barnabarna sinna.
Örlæti hennar í garð þeirra var
óendanlegt, því ást og umhyggja í
garð þeirra var mikil. Þau voru sá
kraftur sem hver amma þarf á að
halda til að njóta lífsins. Við
bræður erum þakklátir fyrir þá
umönnun og aðstoð sem hún fékk
síðustu árin á Hrafnistu. Megi
hún hvíla í ró og friði. Guð blessi
minningu hennar.
Karl og Einar.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast tengdamóður minnar
Svandísar Heiðu Einarsdóttur.
Ég kynntist Svönu eins og hún
var alltaf kölluð vorið 1977 þegar
við Kalli sonur hennar hófum bú-
skap. Svana var sterkur persónu-
leiki, enda þurfti hún á því að
halda þar sem líkami hennar var
veikbyggður en hún þurfti að
læra að lifa með þeim veikleika
alla ævina og sætta sig við orðinn
hlut. Hún hafði sterkar skoðanir
á hinum ýmsu málum, hún var
sjálfstæðismanneskja af lífi og
sál og líkaði ekki ef hallað var á
þann góða flokk.
Svana var ákveðin kona og
hafði sterka réttlætiskennd. Ef
henni fannst sér misboðið lét hún
það strax í ljós tæpitungulaust.
Hún var hjartahlý og artarleg
við þá sem stóðu henni næst. Hún
var ánægð með strákana sína
Kalla og Einar og fátt fannst
henni skemmtilegra en vera með
þeim og fjölskyldunum þeirra, þá
var mikið hlegið og hún var hrók-
ur alls fagnaðar.
Svana elskaði að fara í bíltúr
um bæinn og þá var komið við í
ísbúðinni, það voru fastar ferðir á
Þingvöll á hverju sumri sem
henni fannst ómissandi.
Barnabörnin hennar voru í
miklu uppáhaldi hjá henni og hún
var óspör á að rétta að þeim ým-
islegt sem hún vissi að kæmi sér
vel fyrir þau, eða gleddi þau. Þeg-
ar barnabarna-börnin komu
fannst henni mjög gaman að fá
þau í heimsókn á Hrafnistu eða
fara í afmælin þeirra og voru þá
að minnsta kosti tveir ef ekki þrír
pakkar fyrir afmælisbarnið.
Svana var nýorðin 89 ára þeg-
ar kallið kom. Hún var ótrúlega
lífseig kona og sögðum við
tengdadætur hennar að hún hefði
níu líf. Hún sigraðist á hverju
áfallinu af öðru í lífinu eins og
enginn væri morgundagurinn.
Þegar ég kom til hennar
þriðjudaginn áður en hún lést
spurði hún strax um Kalla sinn.
„Hann er svo góður strákur,
hann hugsar svo vel um mig, ég
væri löngu dauð ef hann Kalli
kæmi ekki til mín tvisvar í viku
með kókosbollur, bláber og diet-
kók,“ sagði gamla konan.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast þessari sterku
konu sem háði lífsbaráttuna af
dugnaði og elju, það kæmust ekki
margir í sporin hennar.
Megi minningin um hugrakka
og sterka konu lifa.
Sólveig Einarsdóttir
tengdadóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín
hefur kvatt þessa jarðvist og
horfið til betri heima. Svana okk-
ar átti ekki alltaf auðvelt líf því
ýmis áföll á langri ævi settu sín
spor. Svana kom mér fyrir sjónir
sem baráttukona sem ótrauð hélt
sínu striki. Alla sína ævi háði hún
baráttu fyrir sig og sína, fyrir
betri heilsu, fyrir velferð strák-
anna sinna, barnabarnanna og
fyrir viðurkenningu samfélags-
ins. Síðustu árin var baráttuand-
inn svo sannarlega enn til staðar
og birtist t.d. í að komast á undan
hinum í lyftuna á Hrafnistu, hún
gat verið ansi spretthörð með
göngugrindina á göngunum.
Svana hafði létta lund og húm-
orinn var hennar leið að takast á
við tilveruna. Óvænt hlátrasköll,
grín og glens einkenndi hana.
Svana var höfðingi heim að sækja
og bauð vel. Það var bara ekki
hægt að komast upp með að af-
þakka, „fáðu þér meira, gerðu
það, aðeins meir“. Það var henn-
ar líf og yndi að fylgjast með af-
komendum sínum og barnabörn-
in og langömmubörnin höfðu
gaman af því að koma í heimsókn
til hennar enda oftast leyst út
með gjöfum. Ég hugsa til Svönu
með virðingu, minnist skemmti-
legra samverustunda með gleði í
hjarta og kveð með orðunum sem
hún sjálf kvaddi okkur iðulega
með: „Guð veri með þér.“
Vilborg Eiríksdóttir.
Nú þegar þú ert, farin Svana
amma, mín þá poppa upp margar
góðar minningar. Ég hef alla tíð
séð þig sem gamla hressa konu
sem átti alltaf til nammi, torskilin
vegna sjúkdóms, hreinskilin með
öllu en þó nokkuð þver. Löngum
höfum við talað um að þú hafir átt
níu líf þar sem fjölskyldufundir
hafa verið settir og í hvert sinn
rætt að nú væri gamla konan að
kveðja. En allt kom fyrir ekki, þú
stóðst upp og varðst hressari sem
aldrei fyrr.
Fyrstu minningar mínar um
þig voru í Álftamýrinni þar sem
ávallt var tekið vel á móti manni
og borið í mann meira magn af
nammi en góðu hófi gegndi. Það
var því alltaf gaman að kíkja í
heimsókn til þín, Svana amma,
hlusta á rausið, grínast og hlæja,
slappa af í sófanum og horfa á
misskemmtilegar sápuóperur
eða annað miður skemmtilegt í
sjónvarpinu sem var að þínu
skapi.
Þú varst ósjaldan í heimsókn
hjá okkur og alltaf yfir jólahátíð-
ina. Jólin er dýrmætur fjöl-
skyldutími fyrir mig og er ég
þakklát fyrir að hafa átt þann
ómetanlega tíma með þér. Ég
man eftir þér sitjandi í hæginda-
stólnum eða við eldhúsborðið,
þusandi, reytandi af þér brand-
arana eða sofandi með galopinn
munninn. Ég er heppin að hafa
verið gædd þeim meðfæddu hæfi-
leikum að skilja þig, því það hefur
verið mikið kjaftað og hlegið í
gegnum tíðina. Ég man eftir
ófáum hlátursköstum sem við
fengum í eldhúsinu heima hjá
mömmu og pabba og það var
stundum ómögulegt að stoppa.
Í sumum tilvikum var það
kostur að ekki fleiri skildu það
sem þú sagðir þar sem hrein-
skilni þín gat farið út fyrir öll vel-
sæmismörk og þá var gott að
geta túlkað hlutina á eilítið betri
hátt.
Þú fluttir úr Álftamýrinni á
Hrafnistu og á ganginum á
Hrafnistu var fyndið að fylgjast
með þér á fullu með göngugrind-
ina, að segja hinum íbúunum að
hunskast hraðar, öðrum kannski
ekki til eins mikillar skemmtun-
ar.
Barnabarnabörnum tókst þú
með opnum faðmi og er ég glöð
að þú hafir fengið að kynnast öll-
um mínum börnum og þau þér.
Þar sem þú varst hreinskilin
og þver hefur ekki alltaf verið
logn í kringum þig og oft mikið
fjör en þú hefur alltaf verið og
munt alltaf vera elsku Svana
amma mín. Nú ert þú búin að
nýta öll þín níu líf og ég hugsa til
þín með söknuði og bros á vör
þegar ég kveð þig nú í hinsta
sinn, hvíl í friði.
Svandís Hlín Karlsdóttir.
Elsku besta Svana amma mín,
nú ertu farin og mikið er erfitt að
kveðja þig. Ekki bjóst ég við
þessu svona snemma þó að þú
hafir verið 89 ára gömul því þú
ætlaðir alltaf að ná tíræðisaldri.
Ég gat ekki annað en trúað því að
það myndi takast þar sem mikið
hefur gengið á hjá þér undanfar-
in ár og þú sýndir það að þú hafð-
ir fleiri líf en sjálfur kötturinn,
sem talinn er hafa níu, og stóðst
ávallt upp aftur. Nú eru þau hins
vegar öll og veit ég að þú færð
góða hvíld þar sem þú ert nú og
hrasar ekki meir.
Áður en þú fluttir á Hrafnistu í
Reykjavík bjóstu í Álftamýrinni,
allavega frá því ég fæddist. Það
var alltaf gaman að koma í heim-
sókn til þín í Álftamýrina. Það má
segja að það hafi alltaf verið hálf-
gerð veisla þegar við komum. Við
settumst í sófann inni í stofu á
meðan þú barst fram kökur,
fíkjukex og diet kók á stóra sófa-
borðið. Það fór allavega enginn
svangur heim eftir heimsókn til
þín.
Þú komst mjög oft til okkar
um jólin. Framan af gistir þú oft
hjá okkur yfir hátíðirnar og var
virkilega gaman að hafa þig hjá
okkur og skemmdi það ekki fyrir
að þú tókst stöð tvö myndlykilinn
ávallt með þar sem við vorum
ekki með áskrift. Það var venja
hjá okkur þremur, mér, þér og
pabba, að fara á hverjum að-
fangadegi rúnt um kirkjugarðana
til að leggja blómvönd og kerta-
ljós á leiðin. Það var ákveðin
stund sem ég vildi ekki missa af
með ykkur og mun ávallt minnast
þess á hverjum aðfangadegi héð-
an í frá.
Þú varst ákveðin kona, vissir
nákvæmlega hvað þú vildir, hve-
nær þú vildir það og hverja þér
líkaði við. Þú varst hörð sjálf-
stæðiskona og stóðst fast með
þínum flokki og fussaðir og
sveiaðir yfir öðru. Pabbi og Einar
áttu það nú stundum til að stríða
þér í matarboðum þar til þú varst
orðin það æst að þú náðir varla
andanum, svo fast stóðstu með
þínum flokki.
Þú varst alltaf til í að grínast
með manni og hlæja. Þér fannst
gaman að syngja og oft á tíðum
varstu til í að tvista við hvaða lag
sem var og fá okkur barnabörnin
með þér þegar þú hafðir heilsu
til.
Ekki er hægt að segja að þér
hafi fundist allur matur góður.
Eftir að þú fluttir á Hrafnistu var
pabbi farinn að færa þér fulla
poka af mat, í hverri viku, svo að
þú borðaðir örugglega eitthvað. Í
pokunum voru ekki hefðbundnar
samlokur, 1944 réttir eða tilbúnir
kjúklingar heldur kókosbollur,
banana-súkkulaði stangir, kon-
fekt, After-Eight súkkulaði,
ávextir, snakk og Pik-Nik kart-
öflustrá, svo fátt eitt sé nefnt og
svo auðvitað slatti af diet kók. Þú
varst virkilegur nautnaseggur á
það sem þér fannst gott og fór
það ekki á milli mála.
Atli Mikael, sonur minn, fædd-
ist í maí 2011 og fékk hann því
ekki að kynnast þér nægilega
mikið áður en þú fórst en þú tókst
alltaf vel á móti afkomendum þín-
um. Þar sem heilsunni þinni hafði
verið að hraka undanfarin ár var
hann nokkuð smeykur við þig
fyrst um sinn en það stóð ekki yf-
ir lengi og fyrr en varði var hann
farinn að troða í þig bláberjum,
snakki og súkkulaði, þér til mik-
illar ánægju.
Takk fyrir allar samveru-
stundirnar, Svana amma mín,
hvíl í friði.
Sigurður Örn Karlsson.
Að setjast niður og skrifa
nokkur orð um hana Svönu
ömmu eins og hún var alltaf köll-
uð er ekki auðvelt. Það rifjast þó
fljótt um gamlar, góðar og marg-
ar hverjar skoplegar minning-
arnar um hana elsku Svönu
ömmu. Ætli fyrstu minningarnar
séu ekki frá Álftamýrinni í kring-
um árið 1988 þá var ég átta ára að
verða níu. Það voru ófáar ferð-
irnar okkar niður í Álftamýri og
alltaf tókstu á móti okkur opnum
örmum og það besta við heim-
sóknirnar var það að það var
sjoppa hinum megin við götuna.
Við fengum ósjaldan bréfpening
til að stökkva í sjoppuna á horn-
inu og ósjaldan komum við til
baka með stútfullan poka af góð-
gæti og það var stundum varla
hægt að fara heim fyrr en búið
var úr pokanum. Innan veggja
heimilisins kölluðum við þig
ömmu-sjoppu í léttu gríni því það
leið ekki sú heimsókn sem við
fengum ekkert sælgæti og það
var það besta.
Svo liðu árin og unglingaveikin
tók völdin, þá var ekki eins töff að
fara og heimsækja ömmu sína.
En eftir því sem maður þrosk-
aðist og eltist kunni maður alltaf
meira og meira að meta það að
eiga ömmu því það voru ekki allir
svona lánsamir. Þegar pabbi og
mamma fóru til útlanda bað
pabbi mig oft um að kíkja til þín
og athuga með þig og ég tók það
hlutverk mjög alvarlega og þótti
alltaf mjög vænt um að fá það
hlutverk að sjá um að ömmu
vantaði nú ekkert, hvort sem það
var kók, kókosbollur, vínber, blá-
ber eða kanilsnúðar.
Börnin mín tvö hafa verið svo
lánsöm að fá að kynnast lang-
ömmu sinni, það eru algjör for-
rréttindi þegar margir ættliðir ná
að lifa saman og ætla ég að leggja
mig fram við að hjálpa þeim að
muna eftir ömmu-langömmu eins
og þau kölluðu hana.
Ég hef oft og lengi verið sögð
lík henni ömmu í skapi og fasi og
mér finnst það bara ekkert leið-
inlegt. Amma var mikill karakter
og lét ekkert vaða yfir sig hvort
sem það var forstjórinn eða bara
konan í næsta herbergi. Hún var
baráttukona sem fékk sínu fram-
gengt og ef það var ekki hlustað á
hana í fyrsta sinn þá reyndi hún
aftur og aftur þar til hún fékk það
sem hún vildi.
Ég man varla þau jól, áramót
eða páska sem amma var ekki hjá
okkur í Klyfjaselinu. Ég man líka
sérstaklega eftir því þegar við
vorum eitt sinn í jólamessu að
amma tók virkilega vel undir
þegar sálmurinn „Ó Jesú bróðir
besti“ var sunginn. Mig langar til
að enda á þeim sálmi og þakka
ömmu minni fyrir þau yndislegu
ár sem við höfum átt saman. Ég
kveð þig í hinsta sinn, amma mín,
og veit að þú hefur núna nóg að
gera í himnaríki við að stjórna
hlutunum.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson.)
Þín
María Ösp Karlsdóttir.
Elsku amma okkar.
Þegar við lítum um öxl rifjast
upp margar góðar og hlýjar
minningar um duglega og
skemmtilega ömmu. Ömmu, sem
í gegnum árin hefur verið atorku-
söm og afar gjafmild. Amma hef-
ur alltaf verið sterkur karakter
og oftar en ekki hrókur alls fagn-
aðar – ávallt grunnt á gríni og
hlátri. Það er margt sem við höf-
um lært af þér og verður okkur
veganesti sem við búum að um
ókomna tíð. Okkur þykir vænt
um þig og ófáar eru þær góðar og
hlýjar minningar sem við eigum.
Það er með söknuði er við kveðj-
um þig nú. Hvíl þú í friði, elsku
amma okkar.
Þín barnabörn,
Ármann Andri, Íris Eva
og Anna Valdís.
Svandís Heiða
Einarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég elska þig Svana
langamma, ég get ekki hætt
að hugsa um þig þú varst
svo góð. Stundirnar með
þér voru svo góðar. Ég fór
stundum til þín með afa og
fékk nammi og pening.
Bless og takk fyrir ævina.
Sólveig Lív 8 ára.
Amma þú varst góð, þú
gafst mér nammi og pening
og sýndir mér lyftu sem var
mjög kúl. Bless og takk fyr-
ir.
Dagur Karl 6 ára.
Elsku langamma mín ég
elska þig frá mínu hjarta og
ég sakna þín rosa. Þú gafst
mér pening þegar ég átti af-
mæli og ég gat keypt mér
það sem mig langaði í þú
varst rosa góð. Það var
skemmtilegt að koma í
heimsókn til þín og hlaupa á
langa ganginum og hlaupa
líka í matsalnum þegar
gamla fólkið var í stólunum
sínum og horfði á okkur
hlaupa. Svo fengum við hjá
þér kók í flösku og súkku-
laði sem var mjög gott og
svo áttirðu alltaf kókosbollur
sem voru mjög góðar og þú
fékkst þér líka kókosbollu.
Kveðja
Birnir Smári 6½ árs.
Til ömmu langömmu.
Elsku amma langamma
mig langar að vera hjá þér
og leika við þig, þú ert besta
langaamma mín.
Þú gafst mér alltaf
súkkulaði og kók og það var
mjög gott og líka gaman.
Núna ertu dáin og jörðuð og
uppi á himni að leika þér við
hina englana og manninn
þinn.
Þín langömmunafna,
Svandís Katla, 5 ára.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRDÍS EGILSDÓTTIR,
Langeyrarvegi 20,
Hafnarfirði,
áður Álfheimum 28,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 22. september.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
7. október kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð
Grundar í síma 530 6100.
Gunnar E. Finnbogason, Halla Jónsdóttir,
Málfríður Finnbogadóttir, Jóhannes Tómasson,
Reynir Þór Finnbogason, Kristín Waage,
barnabörn og barnabarnabörn.