Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 35
Brosmild baráttukona Björk varð borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans 2002 og hefur verið borgarfulltrúi síðan. Hún starfaði með Vinstri grænum til 2005 en í Samfylkingunni frá 2006: „Í sveitinni lærði ég að bjarga mér. Þessi stutti starfsferill til sjós gerði mig pólitíska en ég hóf hins vegar kjarabaráttuna sem sjúkra- liðanemi á sínum tíma. Nú er ég fyrst og síðast velferðarkerling í borgarstjórn og sofna ekki á þeirri vakt. Ég hef setið í velferðarráði frá 2002, var formaður þess 2002- 2006 og frá 2010. Auk þess hef ég lengst af verið í stjórn Faxaflóa- hafna, formaður stjórnar Lífeyr- issjóðs starfsmanna Reykjavík- urborgar og er formaður hverfisráðs Breiðholts.“ Björk var formaður Stúd- entaráðs 1986, Félagsráðgjafa- félagsins 1998-2000 og BHM 1998- 2002. Áhugamál Bjarkar snúast um fjölskylduna og ættaróðalið Krossa í Staðarsveit. Þar á fjölskyldan margar góðar samverustundir en þar voru móðir hennar, amma, langamma og langalangamma fæddar og uppaldar. Auk þess syndir hún mikið, skvaldrar í heitu pottunum og nýtur þess að elda og borða góðan mat. Fjölskylda Eiginmaður Bjarkar er Sveinn Rúnar Hauksson, f. 10.5. 1947, læknir. Hann er sonur Hauks Sveinssonar, f. 13.10. 1923, fyrrv, póstfulltrúa í Hafnarfirði, og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur, f. 19.12. 1926, d. 30.9. 2006, húsfreyju og verslunarmanns í Reykjavík. Stjúp- faðir Sveins var Guðfinnur Sigfús- son f. 14.4. 1918, d. 14.10. 1997, bakarameistari í Reykjavík. Börn Bjarkar og Sveins Rúnars eru Guðfinnur Sveinsson, f. 19.9. 1989, háskóla- og listnemi í Reykja- vík en unnusta hans er Halla Ein- arsdóttir, listnemi í Amsterdam; Kristín Sveinsdóttir, f. 29.7. 1991. söngnemi Reykjavík en unnusti hennar er Hallgrímur Árnason, nemi; Stjúpbörn Bjarkar sem Sveinn á með Evu Kaaber, f. 7.7. 1948 eru: Gerður Sveinsdóttir, f. 1.2. 1973, starfsmannastjóri í Reykjavík, en maður hennar er Marcos Zotes Lopes arkitekt; Inga Sveinsdóttir, f. 18.2. 1978, innflytj- endaráðgjafi í Reykjavík; Haukur Sveinsson, f. 12.5. 1980, há- skólanemi Reykjavík. Barnabörn Bjarkar og Sveins Rúnars eru Eva Björk, f. 2006; Eygló, f. 2009, og Eldar, f. 2009. Systkini Bjarkar eru Hrönn Vil- helmsdóttir, f. 8.6. 1961, textílhönn- uður og kaffihúsaeigandi í Reykja- vík; Lúðvík Vilhelmsson, f. 24.8. 1962, viðskiptafræðingur í Reykja- vík; Jón Páll Vilhelmsson, f. 19.2. 1967, ljósmyndari Reykjavík og Ás- mundur Vilhelmsson, f. 20.7. 1968, verslunarmaður Reykjavík. Foreldrar Bjarkar: Vilhelm H. Lúðvíksson, f. 16.1. 1935, lyfjafræð- ingur í Reykjavík og síðar apótek- ari á Blönduósi, og Kristín Páls- dóttir, f. 26.1. 1935 d. 19.5. 1994, húsfreyja og verslunarmaður í Reykjavík og á Blönduósi. Björk og fjölskylda syngja og gleðjast í Iðnó frá kl. 20.00 í kvöld. Úr frændgarði Bjarkar Vilhelmsdóttur Björk Vilhelmsdóttir Kristín Stefánsdóttir frá Krossum í Staðarsveit Ásmundur Jón Jónsson frá Lýsudal í Staðarsveit, b. á Krossum Stefanía Ásmundsdóttir b. á Krossum í Staðarsveit Kristín Pálsdóttir húsfr. og verslunarm. Þuríður Guðmundsdóttir ljósmóðir í Barðastrandars. og síðar í Rvík Oddur Magnússon b. í Brekku Gufudal Sigríður Oddsdóttir húsfr. og listakona í Rvík, frá Brekku í Gufudalssveit Lúðvík Dagbjartsson sjóm. og verkam. frá Gröf á Rauðasandi Vilhelm H. Lúðvíksson apótekari Sigurbjörg Ketilsdóttir frá Stökkum Rauðasandi Dagbjartur Einarsson frá Breiðavík Rauðasandshreppi Páll Jónsson heildsali frá Eskifirði Ragnheiður Pálsdóttir frá Þingmúla Jón Ísleifsson vegaverkstjóri á Eskifirði Nikólína Jónsdóttir f. 2. október 1884, d. 1962 Þórhalla Oddsdóttir f. 1898 bjó á Kvígindisfelli í Tálknafirði með Guðmundi manni sínum og áttu þau 17 börn sem öll komust upp. Ingibjörg Dagbjartsdóttir húsfr. á Breiðabólsstöðum Dagbjartur Björnsson stofnandi Iðnmarks ehf. Jón Pálsson vélsmiður í Rvík Heiðar snyrtir Arnfinnur Jónsson skólastjóri Austurbæjarskóla Róbert Arnfinnsson leikari ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Dr. Sigfús Benedikt Björnsson Blöndal orðabókarhöfundur fæddist á Hjallalandi í Vatnsdal 2.10. 1874. Hann var sonur Björns Blöndal sundkennara í Reykjavík, sonar Lúðvíks Blöndal, trésmiðs og skálds, sonar Björns Auðunssonar, sýslu- manns í Hvammi og ættföður Blön- dalsættar. Móðir Sigfúsar var Guð- rún Sigfúsdóttir, pr. á Tjörn á Undirfelli í Vatnsdal Jónssonar, og Sigríðar Björnsdóttur Blöndal. Björn lauk stúdentsprófi 1892 og cand.mag.-prófi í málfræði með lat- ínu sem aðalgrein við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann dvaldi í Englandi og Frakklandi skamma hríð en var síðan búsettur í Kaup- mannahöfn til æviloka. Björn starfaði lengst af við Kon- unglega bókasafnið í Kaupmanna- höfn, var skipaður bókavörður þar 1914 en fékk lausn 1939. Þá var hann lektor í íslensku nútímamáli við Kaupmannahafnarháskóla. Björn var virtur fræðimaður og prýðilega skáldmæltur. Þekktastur er hann fyrir sína miklu íslensk- dönsku orðabók sem hann vann að ásamt eiginkonu sinni, Björg Cari- tas Þorláksson. Vinna þeirra við orðabókina stóð í tæp tuttugu ár og mun Björg hafa unnið að verkinu samfellt á þeim tíma, ekki síður en hann. Orðabókin kom fyrst út á ár- unum 1920-24 og hefur síðar tvisvar verið ljósprentuð eftir frumútgáf- unni. Viðbætir við bókina var gefinn út 1963 en ritstjórar hans voru Hall- dór Halldórsson og Jakob Bene- diktsson. Orðabók Blöndals er gíf- urlega mikilvæg heimild um íslenska tungu. Þá samdi Sigfús rit um þætti úr ís- lenskri menningarsögu og sendi frá sér ljóðabækur. Dr.phil. Björg C. Þorláksdóttir, fyrri kona Sigfúsar og systir Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, borg- arstjóra og forsætisráðherra, var fyrsti íslenski kvendoktorinn og mikill fræðimaður. Ævisaga hennar var skráð af Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur og kom út um aldamót- in síðustu. Sigfús lést 19.3. 1950. Merkir Íslendingar Sigfús Blöndal 95 ára Halldóra O. Bjarnadóttir 90 ára Anna H. Long Loftur Loftsson 85 ára Aðalsteinn Jónsson Erla Björk Daníelsdóttir Haukur Sigtryggsson 80 ára Eiríkur Sigurðsson Guðmundur Björnsson Guðni Karlsson Guðríður Sigurgeirsdóttir Þorvaldur Óskarsson Þórir Einarsson 75 ára Ása Jónsdóttir Áshildur Vilhjálmsdóttir Guðmundur S. Jónsson Jón Árni Gunnlaugsson Katrín Gústafsdóttir Ólafía Ásmundsdóttir Rafn Halldór Gíslason Sigríður Sigurðardóttir 70 ára Anna G. Ólafsdóttir Björn Sigfússon Ebba Gunnlaugsdóttir Guðmunda Sigurbrandsdóttir Ólafur J. Einarsson Ólöf Friðgerður Kristjánsdóttir Sigurgeir Steingrímsson 60 ára Anna María Hjartardóttir Björn Magnús Björgvinsson Guðmundur R. Kristinsson Guðný Jónína Valberg Guðrún Jóna Valgeirsdóttir Jenný Einarsdóttir Kristján G. Guðmundsson Regína Sigurðardóttir Sigríður Gísladóttir Sigríður Pétursdóttir Sjöfn Jóhannesdóttir 50 ára Benedikt Gröndal Birgir Baldursson Elín Norðdahl Arnardóttir Guðmundur Árni Ólafsson Gunnar Örn Rafnsson Halldór Sverrisson Kristín Hafsteinsdóttir Ólafur Þór Erlendsson Ragnheiður H. Arnardóttir Sigrún Lillie Magnúsdóttir Sólveig Jónsdóttir Þorsteinn Sæmundsson 40 ára Arnþrúður Jónsdóttir Daði Þorbjörnsson Guðni B. Þormar Pálsson Gunnar Gunnarsson Halldóra Björk Ársælsdóttir Hjálmar Vilhjálmsson Jóna Valborg Árnadóttir Laufey Agnarsdóttir Rakel Guðrún Magn- úsdóttir Selma D. Guðbergsdóttir Steinar Áslaugsson Vignir Ari Steingrímsson 30 ára Ari Ívars Ásgeir Runólfsson Bergþóra Kummer Magnúsdóttir Eva María Ægisdóttir Jóhanna Ása Evensen Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Karl Óðinn Guðmundsson Óskar Sturluson Til hamingju með daginn 30 ára Íris ólst upp í Reykjavík, er þar búsett og starfar á Lyngási. Sonur: Viktor Máni, f. 2004. Systkini: Óli Björn Ragn- arsson, f. 1991; Georg Ragnarsson, f. 1992, og Helena Þóra Ragn- arsdóttir, f. 1995. Foreldrar: Guðbjörg Linda Kærnested, f. 1960, ræstingakona, og Ragnar Ragnarsson, f. 1962, lag- ermaður. Íris Hildur Kærnested 30 ára Bjartmar ólst upp í Hafnarfirði en hefur lengst af búið á Hvolsvelli. Hann er að ljúka BSc- prófi í sálfræði og starfar á skóla- og meðferðar- heimilinu Lækjarbakka á Rangárvöllum. Foreldrar: Rósalind Krist- ín Ragnarsdóttir, f. 1951, sjúkraliði á dvalarheim- ilinu Kirkjuhvoli á Hvols- velli, og Stefán Steinar Benediktsson, f. 1954, starfsmaður hjá SS. Bjartmar Steinn Steinarsson 30 ára Hrafnhildur ólst upp á Selfossi, lauk BA- prófi í stjórnmálafræði frá HÍ og starfar á lögfræði- sviði Arion banka. Maki: Jónas Þór Jón- asson, f. 1974, sjálf- stæður ráðgjafi. Börn: Kjartan Breki Jón- asson, f. 2011. Foreldrar: Erlendur Hálf- dánarson, f. 1942, fyrrv. bæjarstjóri á Selfossi, og Elínborg Karlsdóttir, f. 1950, fyrrv. kaupkona. Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi  544 5000 Hjallahrauni 4, Hfj  565 2121 Rauðhellu 11, Hfj  568 2035 Fitjabraut 12, Njarðvík  421 1399 Eyrarvegi 33, Selfossi  482 2722www.solning.is – UMBOÐSMENN UM LAND ALLT – Þú paSSaR HaNN VIÐ PÖSSUM ÞIG Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti driving emotion KORNADEKK JEPPADEKK JEPPADEKK ICE CONTACT VIKING CONTACT 5 I*PIke W419 I*cePt IZ W606 COURSER MSR COURSER AXT driving emotion

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.