Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 275. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Orðlaus yfir Íslandi
2. Dró konuna út úr bílnum
3. Skar sig í ráðuneytinu
4. Ummæli um Egil ómerkt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Bandaríski tónlistarmaðurinn Jon-
athan Wilson heldur tónleika ásamt
hljómsveit í Kaldalóni í Hörpu 25.
nóvember nk. Snorri Helgason sér
um upphitun. Tónleikarnir verða þeir
fyrstu í tónleikaferð Wilsons og
hljómsveitar um Evrópu í tilefni af
plötu hans Fanfare sem kemur út 14.
október. Á henni leika m.a. með Wil-
son þeir Graham Nash, David Crosby
og Jackson Browne.
Jonathan Wilson og
hljómsveit í Hörpu
Jólatónleikar Björgvins Halldórs-
sonar, Jólagestir Björgvins, verða
haldnir í sjöunda sinn í ár, 14. des-
ember nk., og hefur nú verið kunn-
gjört hverjir taka lagið með Björg-
vini ásamt stórsveit, strengjasveit,
karlakór, barnakór og gospelkór.
Þetta eru söngvararnir Arnór Dan
Arnarson, Eivör Pálsdóttir, Eyþór
Ingi Gunnlaugsson, Gissur Páll Giss-
urarson, Helgi Björnsson, Hulda
Björk Garðarsdóttir, Ragnhildur
Gísladóttir, Unnsteinn Manuel Stef-
ánsson, Sigríður Thorlacius og
Svala Björgvins og sérstakur gestur
á tónleikunum verður John Grant.
Söngvakeppnin Jólastjarnan verð-
ur einnig haldin í ár, líkt og síðustu
tvö ár, en í henni
geta börn undir 16
ára aldri tekið
þátt. Sigurveg-
arinn, sá sem
fegurst syng-
ur, mun koma
fram á tón-
leikum
Björg-
vins.
Grant og Eivör meðal
jólagesta Björgvins
VEÐUR
„Þetta var alveg magn-
að,“ sagði landsliðs-
konan Katrín Ómars-
dóttir við Morgunblaðið
en hún átti stóran þátt í
því að gera Liverpool að
Englandsmeistara í
knattspyrnu. Liverpool
lék hálfgerðan úrslita-
leik við Bristol í loka-
umferð deildarinnar og
vann þar 2:0-sigur. Katr-
ín skoraði seinna markið
með laglegum hætti. »1
Katrín ánægð
hjá Liverpool
„Þetta er alveg frábært. Maður var
greinilega alveg ágætur á þessu
tímabili. Það er alveg frábært að fá
svona verðlaun. Þetta segir manni að
maður hafi verið stöðugur á tíma-
bilinu, þannig að ég er bara mjög
stoltur,“ sagði Viðar Örn Kjart-
ansson, framherji
Fylkis, við Morg-
unblaðið þegar
hann tók á móti
viðurkenn-
ingu sinni
sem besti
leik-
maður
Pepsi-
deild-
arinnar.
»2-3
Maður var greinilega
ágætur á tímabilinu
Arsenal heldur áfram á sigurbraut í
Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.
Liðið fór á kostum í gærkvöldi þegar
það vann Napoli á heimavelli. Barce-
lona er einnig með fullt hús stiga eft-
ir leiki gærkvöldsins. Kolbeinn Sig-
þórsson og samherjar í Ajax töpuðu
hins vegar mikilvægum stigum á
heimavelli á síðustu mínútu í við-
ureign við AC Milan. »3
Arsenal á sigurbraut í
Meistaradeildinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta var sveitinni til mikil sóma og
karlarnir voru ógurlega ánægðir,“
segir Grétar Felixson um kaffiboð
sem stjórn Flugbjörgunarsveit-
arinnar hélt um helgina til heiðurs
mönnum sem voru í fyrstu nýliða-
sveit félagsins, en henni var komið á
laggirnar fyrir 50 árum.
Í tilefni tímamótanna var boðið
upp á hnallþórur, vöfflur með rjóma
og kleinur í höfuðstöðvum sveit-
arinnar við Flugvallarveg í Reykja-
vík og rann góðgætið vel niður. „Við
þessir gömlu hittumst reyndar alltaf
á laugardögum árið um kring, meðal
annars á jólunum,“ segir Grétar Fel-
ixson, en hann var í fyrsta B-flokki
nýliða hjá Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík, sem var stofnaður í sept-
ember fyrir 50 árum.
„Stofnfélagarnir komu frá ýmsum
hópum,“ rifjar Grétar upp. „Þarna
voru auðvitað flugmenn og margir
komu úr íþróttahreyfingunni, sér-
staklega jálkar úr skíðadeildunum
og öðrum ferðahópum. Flokkakerfið
kom úr skátahreyfingunni og þegar
ég var nýbyrjaður í hjálparsveit
skáta ákváðum við þrír félagar að
fara frekar í Flugbjörgunarsveitina.
Við vorum hvort sem er alltaf uppi á
fjöllum og þetta var góður félags-
skapur. Ég var 16 ára þegar við
byrjuðum æfingar og 18 ára á árinu
sem ég var samþykktur inn á aðal-
fundi eftir að hafa verið í stans-
lausum æfingum í eitt ár.“
Sóttir á elliheimili
Kerfið, sem var innleitt haustið
1953, er enn við lýði enda er eitt af
markmiðum sveitarinnar að vera
alltaf með vel þjálfaða björg-
unarmenn til taks. Grétar segist
ekki sjá eftir því að hafa gengið til
liðs við sveitina, en um árabil var
hann bílstjóri á stjórnstöðvarbílnum.
„Hann er auðvitað kallaður út í öll-
um leitum, en við höfum haft stjórn-
stöðvarbíl síðan 1955, þegar við
fengum gamlan Bedford,“ segir
Grétar. „Við stofnuðum þennan lá-
varðaflokk 1986 til þess að fá þessa
gömlu félaga inn aftur og það var
mjög stórt skref, en síðan um alda-
mótin höfum við hist í kaffi á laug-
ardögum. Við höfum ekki einu sinni
fellt niður kaffið á jóladag falli hann
á laugardag. Menn bíða eftir þessu
og mæta alltaf. Nokkrir eru komnir
á elliheimili og þeir eru bara sóttir.“
Grétar segir að það hafi gefið sér
mikið að hafa átt þátt í því að lá-
varðadeildin var stofnuð og sjá
þessa elstu koma reglulega saman,
en auk samverunnar á laugardögum
hafi þeir farið saman í haust- og vor-
ferðir. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði
til þess að komast í lávarðadeildina.
„Við höfum sagt að menn þurfi að
vera feitir, skeggjaðir eða ljótir en
annars eru engin skilyrði,“ segir
Grétar. „Það eru allir velkomnir og
þetta er afskaplega gefandi.“
Feitir og skeggjaðir lávarðar
Fyrsta sveit nýliða hjá Flugbjörg-
unarsveitinni stofnuð fyrir 50 árum
Morgunblaðið/Golli
Lávarðar Gamlir félagar í Flugbjörgunarsveitinni. Fremst eru fyrstu nýliðarnir, frá vinstri: Þórður Guðmundsson, Óttar Guðmundsson, Sigurður Waage,
aldursforseti og varaformaður sveitarinnar í mörg ár, Grétar Felixson og Sigurður Sigurðsson. Ingvar F. Valdimarsson og Grétar Pálsson komust ekki.
Flugbjörgunarsveitin í Reykja-
vík var stofnuð 27. nóvember
1950, í kjölfar björgunarinnar á
áhöfn flugvélarinnar Geysis á
Vatnajökli. Félagar í Flugbjörg-
unarsveitinni eru allir sjálf-
boðaliðar en Grétar Felixson
segir að sex séu á lífi úr fyrsta
nýliðahópnum. Auk hans eru
það Þórður Guðmundsson, Ótt-
ar Guðmundsson, Sigurður Sig-
urðsson, Ingvar F. Valdimarsson
og Grétar Pálsson.
Í september á hverju ári tekur
Flugbjörgunarsveitin við nýlið-
um til þjálfunar og kennslu. Ný-
liðanámið er tveir vetur og
skiptist í fjórar annir. Fyrra árið
kallast B1 og það seinna B2.
Miklar kröfur
til nýliða
SJÁLFBOÐALIÐAR
VEÐUR » 8 www.mbl.is
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt 3-8 m/s. Yfirleitt þurrt á Norð-
vesturlandi og fyrir vestan, annars rigning eða súld með köflum.
Hiti 3 til 11 stig, mildast á Suðurlandi.
Á fimmtudag Norðaustan 8-13 m/s og rigning eða slydda á Vest-
fjörðum, annars hægari breytileg átt og rigning af og til. Hiti 2 til
10 stig, svalast um landið norðvestanvert.