Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Eyðir vondri lykt úr loftkælingunni og miðstöðinni.
Þrífur og sótthreinsar þannig að blásturinn verður aftur ferskur.
Auðvelt að nota án þess fjarlægja frjókorna-eða loftsíuna
Kemur í veg fyrir ofnæmisviðbrögð.
Eyðir sýklum, gerlum og fúkkalykt sem koma úr loftkælingunni.
Virka efnið í brúsanum dreifist um
loftkælinguna með viftunni í
miðstöðinn í bílnum.
ÞÝSK
GÆÐAVARA
Innihald: 150 ml Vörunúmer: 4065
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is
Eyðir sýklum, gerlum og
fúkkalykt í miðstöðinni
Klima Fresh
i d e x . i s – s í m i 4 1 2 1 7 0 0
Með samsettu Larson álklæðningunum frá Alucoil færð
þú það sem þú ert að leita að - slétta álklæðningu sem
lítur ekki út eins og sjórekin olíutunna.
Larson álklæðningarnar sameina styrk, léttleika og
umfram allt eru þær sléttar.
Helstu kostir:
u Eldþolnar
u Léttar og sléttar
u Einstakt veður– og efnaþol
u Burðarkerfi sem henta mismunandi verkefnum
u Hávaða– og hitaeinangrun
u Umhverfisvænar ( endurvinnanlegt efni )
u Fjöldi lita og efnisáferða
u Allt að 20 ára ábyrgð
þegar SLÉTT skal vera SLÉTT
Krabbamein. Aðeins
orðið sjálft vekur ugg og
fáir sjúkdómar valda
eins mikilli röskun á
daglegu lífi fólks. Miklar
framfarir hafa átt sér
stað í krabbameins-
lækningum hér á landi
undanfarna áratugi og
hefur árangur krabba-
meinsmeðferðar verið
með því besta sem þekk-
ist og stór hluti krabba-
meinssjúklinga læknast. Þetta er
ekki síst íslenskum læknum og öðru
heilbrigðisstarfsfólki að þakka sem
stendur fremst meðal jafningja á
heimsvísu hvað fagmennsku og þekk-
ingu varðar. En nú eru blikur á lofti.
Nær daglega kemur heilbrigðis-
starfsfólk fram í fjölmiðlum og lýsir
yfir nánast neyðarástandi á Land-
spítalanum. Læknar spítalans, þ.e.
þeir sem enn þrauka þar í starfi,
segja að ástandið hafi ekki verið eins
slæmt síðastliðna fjóra áratugi. Á
lyflæknisdeild krabbameina eru nú
aðeins fjórir sérfræðingar sem sinna
starfi sem átta læknar sinntu áður.
Alvarlegt ástand er einnig á
geislameðferðardeild krabbameina
þar sem einn þriggja lækna hættir
senn störfum sökum aldurs. Sérfræð-
ingar fást ekki lengur til starfa á spít-
alanum þar sem þeim bjóðast mun
hærri laun erlendis. Þá eru starfs-
aðstæður sérfræðilækna ekki aðlað-
andi á spítalanum þar sem tæki eru
orðin gömul og úrelt – reyndar svo að
ekki fást lengur í þau varahlutir. Þeg-
ar við bætist tvöfalt álag á lækna er
ekki við góðu að búast. Staðan er orð-
in þannig að krabbameinssjúklingar
þurfa að bíða eftir fyrsta viðtali við
krabbameinslækni í nokkrar vikur.
Þegar fólk greinist með þennan al-
varlega sjúkdóm vill það komast sem
fyrst til sérfræðings á sviði krabba-
meinslækninga. En ástandið í heil-
brigðismálum hefur einnig á sér aðra
birtingarmynd fyrir krabbameins-
sjúklinga. Kostnaður við meðferð er
orðinn óheyrilegur og hefur í mörg-
um tilfellum stefnt fjárhagslegri af-
komu fjölskyldna í voða.
Hann kemur e.t.v. hvað
harðast niður á ungum,
skuldsettum barnafjöl-
skyldum. Þetta unga
fólk hefur miklar
greiðslubyrðar vegna
húsnæðiskaupa og
námslána og því kemur
lækniskostnaður illa við
fjárhaginn. Sá kostnaður
hleypur ekki lengur á
tugum þúsunda – heldur
hundruðum þúsunda.
Ung fjölskylda á lands-
byggðinni hefur þurft að greiða tæpa
milljón í kostnað á einu ári vegna
veikinda annars framfærsluaðilans.
Við hjá Krafti, stuðningsfélagi ungs
fólks sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandenda, fáum sann-
arlega að heyra hryggilegar sögur af
ástandinu á Landspítalanum og þeim
kostnaði sem félagsmenn okkar
þurfa að bera. Það er mikið áfall þeg-
ar fjölskyldumeðlimur veikist af
krabbameini og þegar svo háttar er
ekki í boði að forgangsraða kostnaði.
Margir hafa hreinlega orðið að selja
eignir til þess að fjármagna kostn-
aðinn sem veikindunum fylgir. Þetta
er með öllu ólíðandi. Óheyrilegur
kostnaður í heilbrigðisþjónustunni
leiðir til þess að fólk veigrar sér við
að leita eftir henni. Þegar gífurlegt
álag á lækna og annað heilbrigð-
isstarfsfólk bætist við, auk úr sér
gengins tækjabúnaðar, er aðeins
tímaspursmál hvenær enn alvarlegri
afleiðingar koma í ljós. Við krefjumst
þess að stjórnvöld forgangsraði fjár-
munum ríkisins þannig að lífi og
heilsu almennings sé ekki stefnt í
voða.
Heilbrigðisþjónusta
innan gæsalappa
Eftir Ragnheiði
Davíðsdóttur
Ragnheiður
Davíðsdóttir
»Á lyflæknisdeild
krabbameina eru
nú aðeins fjórir sérfræð-
ingar sem sinna starfi sem
átta læknar sinntu áður.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Krafts, sem er félag fyrir ungt fólk
sem greinst hefur með krabbamein
og aðstandendur.
Flestar fjölskyldur kjósa að kaupa
tryggingar sem greiða þeim bætur
verði heimili þeirra fyrir tjóni t.d.
vegna elds, vatns eða annarra at-
burða. Flestir bifreiðaeigendur kjósa
einnig að kaupa tryggingar er bæta
þeim skaða sem kann að verða á bif-
reið þeirra eða skaða sem þeir kunna
að valda þriðja aðila í umferðarslys-
um (sumar þessar tryggingar eru
reyndar lögboðnar). Margir foreldrar
með ung börn kjósa að kaupa sér líf-
tryggingu og jafnvel sjúkdómatrygg-
inu til að takmarka efnahagslegt tjón
fjölskyldunnar látist annað foreldrið
eða verði fyrir óvæntum heilsubresti.
Allt eru þetta eðlileg viðskipti og
ég hef ekki orðið var við að þegar
menn þurfa að sækja sér trygginga-
bætur sé litið svo á að bæturnar séu
hagnaður viðkomandi tryggingataka,
heldur komi þær aðeins á móti því
fjárhagslega tjóni sem tryggt var fyr-
ir – þær gera ekkert til þess að bæta
það tilfinningatjón sem vill fylgja slík-
um atburðum.
Frá því að bankahrunið varð fyrir
rúmum fimm árum hefur hvað eftir
annað komið upp sú umræða að fyrir-
tæki og einstaklingar sem voru að
tryggja sig fyrir gengisáhættu með
afleiðusamningum, þ.e. vildu verja sig
að hluta eða öllu gegn misvægi í gjald-
eyrissamsetningu eigna/tekna annars
vegar og skulda/útgjalda hins vegar,
hafi tekið stöðu gegn krónunni og
gengishrun krónunnar sem varð á
árinu 2008 megi rekja til þessara við-
skipta.
Vilji menn vera sjálfum sér sam-
kvæmir þá ætti með sömu rökum að
líta svo á að fólk sem kaupir sér fast-
eignatryggingu fyrir heimili sitt sé að
taka stöðu gegn heimili sínu og verði
einhver fyrir því óláni að það reyni
t.d. á brunatrygginguna, þá sé full
ástæða til þess að koma því til skila í
fjölmiðlum að viðkomandi hafi hagn-
ast um svo og svo marga tugi milljóna
króna þegar það brann ofan af hon-
um. Og að sama skapi hlýtur bifreiða-
eigandi að vera að taka stöðu gegn
bílnum sínum og samferðamönnum
með kaupum á bifreiðatryggingu og
foreldrar að taka stöðu gegn eigin lífi
með kaupum á líftryggingum.
Sjálfur átti ég ekki í neinum af-
leiðuviðskiptum á árinu 2008 og hef
því engra hagsmuna að gæta í þess-
um málum, en mér misbýður svona
heimskuleg framsetning á upplýs-
ingum í fjölmiðlum um viðskipti ann-
ars fólks mér annars óviðkomandi.
Eftir Erlend Magnússon »Vilji menn vera sjálf-
um sér samkvæmir
þá ætti með sömu rökum
að líta svo á að fólk sem
kaupir sér fasteigna-
tryggingu fyrir heimili
sitt sé að taka stöðu gegn
heimili sínu.
Að taka stöðu gegn heimili sínu
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Einstefna á Suðurnesjum
Oddur Hannesson og Sigurjón
Ingibjörnsson hafa nokkuð afgerandi
forystu í hausttvímenningnum, eru
með yfir 66% skor eftir tvö kvöld.
Keppnin er þriggja kvölda og einu
kvöldi sleppt í úrslitum þannig að aðr-
ir þurfa að slá verulega í klárinn.
Garðar Garðarsson og Gunnar Guð-
björnsson eru með tæplega 63% og
eins og staðan er núna slást þrjú pör
um þriðja sætið. Efstu pörin Garðar/
Gunnar og Oddur/Sigurjón voru lang-
efstu pörin sl. fimmtudag með 65,7%
skor. Svala Pálsdóttir og Karl G.
Karlsson voru í þriðja sæti með 58,8%
og Guðni Sigurðsson og Garðar Þór
Garðarsson fjórðu með 56,5%.
Eins og áður sagði lýkur mótinu
nk. fimmtudag og er bætt við pörum
ef einhverjir hafa gleymt að mæta.
Annan fimmtudag hefst sveita-
keppni. Spilað er í félagsheimilinu á
Mánagrund kl. 19.
Bridsdeild
Félags eldri borgara Rvík
Fimmtudaginn 24. október var
spilaður tvímenningur hjá Bridsdeild
félags eldri borgara, Stangarhyl 4,
Reykjavík. Keppt var á 12 borðum.
Meðalskor 216. Efst í N/S:
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmundss. 251
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 249
Bergur Ingimundars. – Ólafur Ingvarss. 238
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 229
A/V
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 270
Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 248
Magnús Jónss. – Björn E. Péturss. 242
Guðný Ottesen – Guðrún Ásgrímsd. 242
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is