Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 23

Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 23
Þórarinn stofnaði eigin teiknistofu 1979, var í samvinnu við Björn Krist- leifsson 1980-83, starfrækti Teikni- stofuna Túngötu 3, ásamt Agli Guð- mundssyni arkitekt, 1986-98 og var arkitekt og verkefnastjóri hjá skipu- lagi Reykjavíkur 1998-2011. Þórarinn var gjaldkeri Arkitekta- félags Íslands 1978-80, sat í gjald- skrárnefnd félagsins 1986-91 og í stjórn Lífeyrissjóðs AÍ frá 1991. Hann hefur setið í dómnefndum vegna samkeppni arkitekta og um opinberar byggingar og skipulag. Þórarinn hefur starfað í Baldri, fé- lagi áhugamanna um fræði Einars Pálssonar en þar eru haldin erindi um málefni, tengd fræðum Einars. Meðal verka eftir Þórarinn í sam- vinnu við Egil Guðmundsson má nefna verslunarhús fyrir Ingvar Helgason, fjölbýlishús og verslanir á Ísafirði, Rimaskóla í Grafarvogi og Smáratorg í Kópvogi, auk þess sem þeir unnu stúdentaíbúðir fyrir HÍ, skipulag Húsahverfis og Engjahverfi og masterplan fyrir Borgarholts- hverfin þrjú. Viðfangsefni Einars Pálssonar séð frá sjónarhóli arkitekts Helsta áhugamál Þórarins snýst um skipulag og skilning á íslenska þjóðveldinu: „Ég hef lengi haft mik- inn áhuga á rótum íslenskrar menn- ingar. Ég kynntist vel Einari heitn- um Pálssyni, vann með honum og teiknaði nokkrar myndir í síðustu bækur hans. Ég fékk mikinn áhuga á verkum hans og hóf sjálfur að skoða þessi mál. En ég kom að þessu við- fangsefni frá öðrum sjónarhóli, sjón- arhóli arkitekts. Engu að síður komst ég að mörgum sambærilegum niðurstöðum og hann. Ég fór að velta fyrir mér og síðan að rannsaka markvisst skipulag hins forna þingstaðar á Þingvöllum og hef komist að raun um að staðurinn var þaulskipulagður og vel ígrundaður. Rannsókn á þessu skipulagi hefur verið mitt aðal áhugamál sl. tvo ára- tugi.“ Fjölskylda Þórarinn kvæntist 8.9. 1973, Guð- rúnu Sigríði Vilhjálmsdóttur, f. 20.8. 1949, þjóðfélagsfræðingi. Hún er dóttir Vilhjálms Alvars Guðmunds- sonar, f. 4.6. 1918, d. 14.12. 1969, efnaverkfræðings og fram- kvæmdastjóra, og k.h., Birnu Hall- dórsdóttur, f. 20.4. 1918, d. 15.2. 2008, húsfreyju . Börn Þórarins og Sigríðar eru Þórarinn Alvar, f. 15.8. 1976, íþrótta- fræðingur hjá ÍSÍ, búsettur í Reykjavík en kona hans er Guðrún Snorradóttir, mannauðsráðgjafi og eru dætur þeirra Þóra Laufey, Sig- rún Birna og Sigríður Lóa; Birna, f. 6.10. 1979, MA í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópustofu en sam- býlismaður hennar er Höskuldur Hlynsson stærðfræðingur og er son- ur þeirra Þórarinn; Vilhjálmur Al- var, f. 13.3. 1985, vélaverkfræðingur hjá Össuri en sambýliskona hans er Stella Björk Helgadóttir viðskipta- fræðingur og er dóttir þeirra Ylfa Steinunn. Systkini Þórarins: Ingibjörg, f. 18.7. 1941, fyrrv. ritari á Akureyri; Stefán, f. 26.3. 1947, héraðslæknir á Egilsstöðum; Sigurður Þór, f. 17.9. 1948, húsasmíðameistari og kennari í Reykjavík; Ragnheiður Helga, f. 2.8. 1952, mag.art. og deildarsérfræð- ingur hjá menntamálaráðuneytinu; Hjörleifur, f. 30.12. 1959, lyfjafræð- ingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík; Halldór, f. 25.11. 1962, matvælaverkfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Þórarins: Þórarinn Þórarinsson, f. á Valþjófsstað 5.6. 1904, d. 2.8. 1985, guðfræðingur og skólastjóri á Eiðum, og k.h., Sigrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir, f. 10.1. 1919, d. 18.5. 2006, húsfreyja og kennari. Úr frændgarði Þórarins Þórarinssonar Þórarinn Þórarinsson Sigríður Þorkelsdóttir húsfr. í Eystra-Stokkseyrarseli af Bergsætt Halldór Halldórsson form. í Eystra-Stokkseyrarseli Halldóra Ingibjörg Halldórsdóttir húsfr. í Rvík Sigurþór Sigurðsson kaupm. og matsveinn í Rvík Sigrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir húsfr. á Eiðum Sigurður Ólafsson b. í Snotru Þuríður Kjartansdóttir húsfr. á Mosfelli Jón Jónsson prófastur áMosfelli í Grímsnesi Ragnheiður Jónsdóttir húsfr. á Valþjófsstað Þórarinn Þórarinsson pr. á Valþjófsstað Þórarinn Þórarinsson guðfræðingur og skólastj. á Eiðum Þórarinn Stefánsson b. á Skjöldólfsstöðum, bróður- sonur Þorbjargar, langömmu Þórarins, föður Kristjáns Eldjárn forseta Einar Hjörleifs- son Kvaran rithöfundur Ragnar H. Kvaran landkynnir Ævar R Kvaran leikari Gunnar Kvaran selló- leikari Matthildur Arnalds húsfr.Einar Arnalds hæstaréttar- dómari Sigurður Arnalds ritstjóri Ragnar Arnalds fyrrv. ráðherra Jósef Kvaran ritsímastjóri Karl Kvaran listmálari Þórey Einarsdóttir húsfr. á Skjöldólfsstöðum Hjörleifur Einarsson pr. á Undirfelli ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013 Ásgeir Þorsteinn Ólafssondýralæknir fæddist í Kefla-vík 28.10. 1902, sonur Ólafs V. Ófeigssonar, kaupmanns og út- gerðarmanns í Keflavík, af Fjallsætt og Reykjaætt, og s.k.h., Þórdísar Einarsdóttur húsfreyju. Bróðir Ólafs var Ófeigur b. í Leiru, faðir Ólafs skipstjóra, Björns kaupmanns og Ófeigs læknis, föður Ragnheiðar Pálu skáldkonu. Ófeigur var einnig faðir Tryggva útgerð- armanns, föður Páls Ásgeirs sendi- herra og Rannveigar þýðanda. Þórdís var dóttir Einars, b. á Kletti í Króksfirði Jónssonar, og Halldóru Jónsdóttur, frá Bakka í Geiradal. Eiginkona Ásgeirs var Guðrún Svava Árnadóttir húsfreyja, dóttir Árna Eiríkssonar, kaupmanns og leikara, og Vilborgar Runólfsdóttur húsfreyju. Ásgeir og Guðrún Svava eign- uðust þrjá syni, þá Ólaf Árna, verk- fræðing í Texas sem lést 2008, Braga, tannlækni og hestamann, og Ásgeir, lengst af skrifstofumann í Borgarnesi. Ásgeir ólst upp í Keflavík og ná- grenni. Hann lauk embættisprófi frá Dýralæknaháskólanum í Hannover 1927 og stundaði síðar framhalds- námi þar og í Osló 1937-39. Ásgeir var aðstoðardýralæknir í Reykjavík 1927-28, var skipaður dýralæknir í Vestfirðingafjórðungi 1928, var héraðsdýralæknir í Borg- arfjarðarumdæmi og hluta Vest- fjarða 1947-60, með búsetu í Borg- arnesi, en þá náði umdæmi hans frá Hvalfjarðarbotni og að Ísafjarðar- djúpi. Hann var síðan héraðsdýra- læknir í Mýrasýsluumdæmi frá 1960-72 er hann lét af störfum. Auk þess kenndi hann við Bændaskólann á Hvanneyri á árunum 1928-51. Ásgeir þótti glöggur og nærgæt- inn dýralæknir, var vinsæll og vin- margur. Ásgeir var formaður Dýralækna- félags Íslands um skeið, forseti Rot- aryklúbbs Borgarness og heiðurs- félagi norska dýralæknasambands- ins. Ásgeir lést 15.7. 1995. Merkir Íslendingar Ásgeir Þ. Ólafsson 90 ára Ásta Jónsdóttir Margrét Indriðadóttir 85 ára Ingveldur H.B. Húbertsdóttir Valgarður Baldvinsson 75 ára Margrét Björgvinsdóttir Unnur Sigurjónsdóttir Þórður Jónasson 70 ára Álfheiður Ósk Einarsdóttir Ásgeir Gunnarsson Guðrún Elín Sigurðardóttir Guðrún Fanney Skarphéðinsdóttir Hlíf Káradóttir Sigurbjörg Valsdóttir Valdís Óskarsdóttir 60 ára Brynjar Eymundsson Eygló Aðalsteinsdóttir Jón Finnur Ólafsson Sigurður Ágúst Sigurðsson Þórólfur Guðnason 50 ára Arndís Hreiðarsdóttir Atli Ingvarsson Birna Ýr Thorsdóttir Guðmundur K. Gunnlaugsson Gunnar Hannesson Haldor Gunnar Haldorsen Jón Björgvin Sigurðsson Jón Ingvi Geirsson Jónína Sóley Snorradóttir Katrín Phumipraman Leifur Þorvaldsson Roelof Smelt Róbert Hamar Sigríður Jóhannsdóttir Siriwan Kristinsson Snævarr Guðmundsson Undína Sigríður Sigmundsdóttir Vigdís Þórisdóttir 40 ára Andrés Úlfur Helguson Elín Þórarinsdóttir Guðrún Nína Petersen Helgi Jóhann Brynjarsson Hlynur Örn Gissurarson Hrafnkell Smári Óskarsson Íris Mjöll Gylfadóttir Margrét Ákadóttir Oddný Þóra Logadóttir Sigurborg Örvarsdóttir Möller Sigurður Narfi Rúnarsson Sveinn Snorri Sveinsson 30 ára Bjarnlaug Ósk Jónsdóttir Björg Magnúsdóttir Halldóra S.O. Johannesen Heiða Jenny Hreinsdóttir Hólmberg Þórir Stefánsson Katrín Thelma Jónsdóttir Kristján Guðmundsson Leslaw Rachwal Malgorzata Szumowska Til hamingju með daginn 30 ára Svava er frá Hverabakka í Hruna- mannahreppi, lauk MA- prófi í landslagsarkitektúr og starfar á teiknistofunni Landslagi. Maki: Narfi Þorsteinn Snorrason, f. 1982, verk- fræðingur. Sonur: Þorleifur Kári, f. 2010. Foreldrar: Þorleifur Jó- hannesson, f. 1955, garð- yrkjub. og Sjöfn Sigurð- ardóttir, f. 1957, kennari. Svava Þorleifsdóttir 30 ára Dagný ólst upp á Siglufirði, lauk MA-prófi í lögfræði frá HA og er framkvæmdastjóri Ak- ureyrarakademíunnar. Maki: Bjarni Eiríksson, f. 1979, sjávarútvegsfræð- ingur. Synir: Haraldur Bjarkan, f. 2009, og Víkingur Guðni, f. 2011. Foreldrar: Karl H. Bjarna- son, f. 1949, húsasmiður, og Þuríður Vigfúsdóttir, f. 1951, innheimtufulltrúi. Dagný Rut Haraldsdóttir 30 ára Eldjárn ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, lauk MA-prófi í lögfræði frá HÍ og er lögmaður hjá Lögmönnum, Lækjargötu. Maki: Karitas Björgúlfs- dóttir, f. 1983, viðskipta- fræðingur. Dóttir: Hallgerður María Eldjárnsdóttir, f. 2013. Foreldrar: Árni Hjart- arson, f. 1949, jarðfr. og leikritaskáld, og Hall- gerður Gísladóttir, f. 1952, d. 2007, þjóðháttafr. Eldjárn Árnason Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Verkfæri og öryggisvörur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.