Morgunblaðið - 28.10.2013, Page 26

Morgunblaðið - 28.10.2013, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Sævar Guðmundsson er einn af fram- leiðendum fimmtu sakamálaþáttanna um Sönn íslensk sakamál sem Skjár einn hefur hafið sýningar á. Leik- stjórar þessarar nýju þáttaraðar eru fimm, Sævar leikstýrir sjálfur fimm þáttum og þrír leikstjórar einum þætti hver. Sævar hóf upphaflega vinnu við þessa þætti sem klippari og leikstýrði síðan þremur þáttum á ár- unum 1999-2002 og er einn af fram- leiðendum fjórðu og fimmtu þáttarað- arinnar. „Þrjár seríur voru gerðar á árunum 1999-2002 og svo ein sería í fyrra þannig að þættirnir verða orðnir í kringum þrjátíu,“ segir Sævar. „Í þessari fimmtu þáttaröð eru átta þættir þar sem fjallað er um alls kyns sakamál. Fyrsti þátturinn, sem búið er að sýna, fjallaði um mál frá árinu 1968. Það er ótrúleg saga sem fáir undir fimmtugu þekkja og er tengd komu fyrstu þotu Íslendinga til landsins. Í þessari þáttaröð er einnig fjallað um áhugavert mál frá 1991 svonefnt Kúluhamarsmál þar sem Íslendingur var ákærður fyrir að reyna að drepa konu á Íslandi á meðan hann var í útlöndum, í ljós kom að hann hafði þá smyglað sér aftur inn í landið. Michelsen-ránið síðan 2011 er einnig tekið fyrir. En það er einmitt næsti þáttur þar sem við fáum innsýn í glæpastarfsemi austurevrósku mafíunnar. Elsta málið er hundrað ára núna í nóv- ember og fjallar um síðasta lífláts- dóminn sem var kveðinn upp á Ís- landi. Þetta var fyrsta æsiblaðamennskumálið á Íslandi. Morgunblaðið var stofnað þetta sama ár og birti fyrstu fréttamynd vegna þessa máls. Þetta er stór og mikil saga og gríðarlega krefjandi í allri sviðsetningu þar sem 80 pró- sent af hverjum þætti eru leikin at- riði. Þar mæðir mikið á fram- leiðsludeildinni. Nýjasta málið sem við fjöllum um í þáttunum er svo um það bil tveggja ára. Málin sem við tökum fyrir í þess- um þáttum hafa yfirleitt komið fyrir dóm, við byggjum mikið á dómunum og upplýsingum sem hafa komið fram í fjölmiðlum sem og nýjum við- tölum og nýjum upplýsingum. Það er mikil vinna að gera þáttaröð eins og þessa. Að henni kemur fjöldi manns sem vinnur oft sextán tíma á dag.“ Eftir að gera þætti um bankaglæpi Í þáttunum er iðulega fjallað um viðkvæm efni sem gæti verið sær- andi og erfitt fyrir ýmsa, eins og til dæmis aðstandendur, hvernig takið þið á því? „Við reynum að stíga eins varlega til jarðar og hægt er þar sem þetta er eldfimt efni og getur snert marga. Oftast erum við í mjög góðum sam- skiptum við aðstandendur og fórn- arlömb, þar sem við útskýrum hvernig við ætlum að fjalla um mál- ið. Það samstarf gengur alltaf vel. Þó að við reynum að gera þættina eins nálægt því sem raunverulega gerðist þá hikum við ekki við að breyta nöfn- um ef ástæða þykir til en það þýðir lítið í málum þar sem flestir þekkja viðkomandi.“ Er af nógu að taka þegar kemur að efnisvali? „Já, alveg furðulega mikið og ég held að hægt væri að gera að minnsta kosti eina mjög góða seríu í viðbót. Það á til dæmis alveg eftir að gera þætti um alla bankaglæpina“ segir Sævar og brosir. Sævar er spurður hvaða leið hann fari í gerð þáttanna. Hann segir: „Til að byrja með leggjum við mikla vinnu í handritið og förum ekki af stað fyrr en við sjáum að það virkar. Þættirnir eru gerðir með það í huga að vera aðgengilegir fyrir alla og áhorfandinn þarf ekki að hafa fyr- irfram þekkingu á málunum. Hver þáttur er uppbyggður eins og hver önnur bíómynd þar sem framvindan og sagan þarf að vera áhugaverð. Þetta eru sögur sem komast í fjöl- miðla þar sem sagt er frá því hvað hafi gerst og einhverjum mánuðum seinna er réttað í málinu og fjöl- miðlar segja lauslega frá því. Al- menningur fær aldrei heildarsöguna eins og við segjum hana. Í saka- málaþáttunum er sögð sagan öll. Þetta er nánast eins og að búa til bíó- mynd sem byggð er á sannsögu- legum atburðum. Þættirnir sýna mjög vel að raunveruleikinn er oft eins og skrýtnasti skáldskapur. Þættirnir njóta svo þess líka að Sig- ursteinn Másson hefur verið þulur í þeim frá upphafi. Hann á stóran þátt í velgengni þeirra sem og Máni Svavarsson sem er höfundur tónlist- arinnar. Handritin eru í höndunum á reynsluboltum eins og Ragnhildi Sverrisdóttur, Þóri Jónssyni og Sölva Tryggvasyni. Það sem gerir þættina líka áhugaverða er að þeir gerast í nánasta umhverfi okkar. Svo væri þetta ekki hægt nema vegna þess hversu hjálpsöm lögreglan er. Við tölum við lögreglumenn sem rannsökuðu málin og þeir aðstoða okkur eins og hægt er. Þannig get- um við sviðsett atburði nokkuð ná- kvæmlega. Lögreglan veit að við för- um vel með efnið og milli okkar og þeirra ríkir gagnkvæmt traust. Boð- skapur þáttanna er kannski sá að menn komast ekki upp með að fremja alvarlega glæpi á Íslandi.“ Horfin tekjulind Spurður um viðtökur við þátt- unum segir Sævar að þær hafi farið fram úr björtustu vonum. „Einn þáttur var sýndur í fyrra í opinni dagskrá og fékk mesta áhorf allra þátta á öllum sjónvarpsstöðvum þann mánuðinn. Um 95 prósent af áhorfendum Skjás Eins horfa á Sönn Raunveruleikinn eins og skrýtnasti skáldskapur  Sævar Guðmundsson framleiðir Sönn íslensk sakamál Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is DísellyftararMest seldi dísellyftarinn á Íslandi• Hydrostatic drif• Gott ökumannshús• Dempun á mastri• Örugg og góð þjónusta• Stigahúsateppi -mikið úrval Hágæða Ármúli 32 - 108 Reykjavík - Sími 533 5060 / 568 1880 parketoggolf@parketoggolf.is www.parketoggolf.is Slitsterk, afrafmögnuð, ofnæmisprófuð og samþykkt af Brunamálastofnun. Með góðri óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna. Gerum tilboð og mælum stigahús án skuldbindinga og kostnaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.