Morgunblaðið - 28.10.2013, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Ísland vildi ekki sýna mynd af ...
2. Þrír á slysadeild eftir harðan ...
3. Lúxusvél í Nepal
4. Ungi drengurinn á gjörgæslu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Egill Ólafsson hlaut á laugardags-
kvöld æðstu viðurkenningu Félags
tónskálda og textahöfunda er hann
var sæmdur gullmerki félagsins og
gerður að heiðursfélaga FTT. Agli var
afhent viðurkenningin á stór-
tónleikum hans í troðfullum Eldborg-
arsal Hörpu.
Egill sæmdur
gullmerki FTT
Undiralda
er tónleika-
röð Hörpu í
samstarfi
við 12 Tóna í
tengslum
við Iceland
Airwaves. Tvo daga verður sérstakur
Undiröldubátur í smábátahöfninni
við Hörpu á svokallaðri off-venue
dagskrá. Þar koma fram m.a. hljóm-
sveitirnar Apparat Organ Quartet og
Ghostigital. Aðgangur er ókeypis.
Tónleikar um borð
í bát í höfninni
Jóhann Sigurðarson hlaut í gær-
kvöldi viðurkenningu úr Minning-
arsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur.
Viðurkenningin var veitt á litla sviði
Borgarleikhússins á lokasýningu
verksins Rautt. Sjóðurinn var stofn-
aður árið 1938 af hjónunum Önnu
Borg og Poul Reumert, hefur því verið
starfræktur í 75 ár og „Stefaníubörn“
nú orðin 41 talsins.
Markmið sjóðsins er
að efla íslenska leik-
list og heiðra um
leið minningu
frú Stefaníu
Guðmunds-
dóttur,
móður
Önnu Borg.
Haut viðurkenningu
úr minningarsjóði
Á þriðjudag Norðaustan 5-10 m/s en allt að norðan 15 m/s með
austurströndinni. Lítilsháttar él fyrir norðan og austan, en annars
bjartviðri. Frost víða 2 til 7 stig, en frostlaust syðst.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-18 m/s, hvassast vestast. Dálítil
rigning, snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu en annars
bjart að mestu. Hiti kringum frostmark.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Keflavíkur
eru áfram með fullt hús
stiga á toppi Dominos-
deildar kvenna í körfuknatt-
leik eftir níu stiga sigur á
grönnum sínum í Njarðvík í
gærkvöld, 73:64, í 5. um-
ferð. Snæfell vann stórsigur
á KR í Vesturbænum og
Hamar vann Grindavík
70:65. Á laugardaginn
höfðu Haukar lagt Val
örugglega í Vodafonehöll-
inni. »4
Keflavík áfram á
sigurbraut
Fernando Torres er kominn í
gang. Nægan tíma hefur það
tekið en þrjú mörk í síðustu
tveimur leikjum kveikja
vonandi í Spánverjanum
frábæra sem aldrei
hefur náð að standa
undir verðinu sem
Chelsea borgaði fyrir
hann á sínum tíma.
Torres var al-
gjörlega magnaður
gegn City í stórleik
helgarinnar þegar
Chelsea og Man-
chester City áttust
við. »7
Torres er kominn í gang
eftir nokkur mögur ár
„Ég er stoltur af liðinu þrátt fyrir tap-
ið. Það lék vel við afar erfiðar að-
stæður þar sem við vorum með á
þriðja þúsund áhorfendur á móti okk-
ur. Í slíku umhverfi er auðvelt að fara
á taugum,“ sagði Ágúst Jóhannsson,
landsliðsþjálfari kvenna í handknatt-
leik, eftir eins marks tap, 19:18, fyrir
landsliði Slóvaka á útivelli í gær í
undankeppni Evrópumótsins. »2
Stoltur þrátt fyrir tap á
móti Slóvökum í Sala
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Sigmundur Ó. Steinarsson rithöf-
undur vinnur nú að röð myndverka
sem byggjast á gamalli þjóðar-
íþrótt, fimmauraharki. Verkin eru
unnin með blandaðri tækni, vatns-
litum, akríl og vaxi á pappír, en síð-
an límir Sigmundur fimmeyringa og
aðra gamla mynt yfir í anda harks-
ins.
Forsagan er sú að Sigmundur átti
reiðinnar býsn af gamalli smámynt,
frá konungstímanum og lýðveld-
ispeningum eftir 1944, sem hann
vissi ekki hvað hann átti að gera við.
„Ég er safnari í eðli mínu og safn-
arar henda aldrei neinu. Frúin talar
gjarnan um að hún vilji fara á und-
an mér svo það komi ekki í hennar
hlut að taka til í öllu draslinu,“ segir
hann sposkur.
Gamlir tímar rifjuðust upp
Það var fyrr á þessu ári sem Sig-
mundur fór að gefa þessari gersemi
gaum en hana var að finna á vísum
stað í allmörgum dósum. „Þegar ég
fór að handfjatla fimmaurana rifj-
uðust upp gamlir og góðir tímar á
Grettisgötunni og nágrenni þegar
fimmauraharkið var stundað af
miklu kappi.“
Þegar Sigmundur fór að velta
fyrir sér hvað hann ætti að gera við
myntina kom upp sú hugmynd að
gera myndir úr henni og kalla
seríuna Fimmaurahark.
Hann hefur þegar lokið
við þrjátíu myndir og á
efni í um tíu til viðbótar.
Myndirnar eru til sölu.
Mynstur myndanna er
rammíslenskt; sólarlag
og hraunveggur í ýmsum
litum, hverir og gufa. Auk
fimmeyringanna eru á mynd-
unum einseyringar, tvíeyringar,
tíeyringar, krónur úr kopar og áli
og allt upp í 50 króna mynt. „Með
hækkandi verðlagi fóru menn að
kasta krónum í stað aura.“
Sigmundur hefur frá unga aldri
fengist við myndlist í frístundum og
hélt til að mynda sýningu fyrir rúm-
um tuttugu árum þar sem verkin
seldust upp – áður en sýningin var
opnuð. „Eftir að ég fékk 10 í teikn-
ingu hjá Jóni Guðmundssyni í Mið-
bæjarskólanum fór ég í Myndlista-
og handíðaskólann og hef haldið
mér við síðan. Ég sinni þessu á
kvöldin og um helgar. Myndlistin
skapar ró og dreifir huganum.“
Á daginn er Sigmundur úti á rit-
vellinum og eru verkefnin marg-
vísleg. Síðast sendi hann frá sér
sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu,
tvö bindi. Það má því segja að hann
hafi farið úr sparkinu í harkið!
Úr sparkinu í harkið
Óður Sigmundar
Ó. Steinarssonar til
fimmauraharksins
Morgunblaðið/Ómar
Listaverk Sigmundur Ó. Steinarsson með myndir úr seríunni og sýnishorn af dósunum sem hann geymdi myntina í.
Fimmaurahark var geysivinsæl „íþrótt“ meðal ungmenna upp úr
miðri síðustu öld. Iðkuð í húsasundum og skólaportum, löngu fyrir
tíma spilakassanna og tölvuleikjanna.
Sá keppandi sem var næstur striki fékk að kasta öllum pening-
unum upp og valdi fimmaurinn eða kórónuna. Fékk þá peninga
sem komu upp með hans vali. Síðan var kastað upp koll af kolli
þar til allir peningar voru gengnir út. Hófst þá harkið aftur. Hægt
var að skipta verðmætari peningum og fá fimm aura í staðinn – til
að geta haldið áfram í harkinu, þegar keppnin stóð sem hæst!
Menn beittu ýmsum aðferðum í harkinu og voru mislagnir. Spurður
hvernig leikmaður hann hafi verið glottir Sigmundur við tönn: „Ég var
býsna seigur!“
Ég var býsna seigur!
FIMMAURAHARKIÐ NAUT MIKILLA VINSÆLDA
Fimmeyringur