Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 20

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 20
DAGA HRINGFERÐ HRINGBORÐSUMRÆÐUR SUÐURLAND MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013  Við hringborðið á Selfossi tala menn um að atvinnulífið á Suður- landi sé of einhæft. Sérstaklega vanti störf fyrir háskólamenntað fólk. Í framhaldinu beinist umræð- an að menntun. Ekki er grundvöllur fyrir sjálfstæðum háskóla eins og á Akureyri, en mikilvægt er að auð- velda fólki háskólanám og annað nám. Í því sambandi skipti öflugt fjarnám með nægu námsframboði miklu máli. „Það er til dæmis hægt að draga úr skólaakstri með eflingu fjar- námsins,“ segir Elvar Eyvindsson. „Hvorki háskólarnir né framhalds- skólarnir eru að nýta sér fjarnáms- tæknina nægilega vel,“ segir Eygló Kristjánsdóttir og segist hafa per- sónulega reynslu af því. „Það er krafist of mikillar tímasóknar í fjarnáminu.“ Á Kirkjubæjarklaustri voru þó 8 nemendur að byrja í fjar- námi í landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. „Það er okkur mikið fagnaðarefni,“ segir Eygló. „Hér á Suðurlandi virðist vera meiri handverkskúltúr en bók- náms,“ segir Elvar Eyvindsson. „Strákarnir gefast upp í bóknám- inu. Skólarnir eru að drepa þá úr leiðindum. Við því þarf að bregð- ast,“ segir hann. Skólakerfið nýtir fjar- námið ekki nógu vel Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjarnám. Við hringborðið á Selfossi töldu menn að skólakerfið nýtti sér ekki kosti fjarnámsins nægilega vel. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Stöðugleiki einkennir atvinnulíf og af- komu fólks víðast hvar á Suðurlandi. Íbúarnir, sem eru um 26 þúsund, fengu minni skerf af góðærinu í byrjun ald- arinnar en höfuðborgarbúar. Krepp- unnar sem fylgdi hruninu gætti að sama skapi minna hjá þeim. Ferðaþjón- usta er helsti vaxtarsproti atvinnulífs- ins um þessar mundir eins og víðar á landinu. Það er ferðamannastraum- inum að þakka að ýmis minni byggð- arlög sem átt hafa í vök að verjast hafa náð viðspyrnu. Aukinnar bjartsýni og tiltrúar á landshlutann gætir meðal Sunnlendinga, en þeir gagnrýna að ósamkvæmni og skortur á stefnufestu einkenni niðurskurð á opinberri þjón- ustu. Þetta er meðal þess sem fram kom í hringborðsumræðum um stöðu og horfur á Suðurlandi sem Morgunblaðið stóð fyrir í síðustu viku í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins um landið. Í umræðunum, sem fram fóru á Selfossi, tóku þátt Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, Eygló Krist- jánsdóttir, sveitarstjóri á Kirkjubæj- arklaustri, Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, og Þorgils Torfi Jónsson, sláturhússtjóri á Hellu. Beverly Hills Íslands Við hringborðið voru allir sammála um að margvíslegir kostir fylgdu bú- setu á Suðurlandi. „Samgöngur eru þægilegar, tíðarfar yfirleitt gott og stutt að fara til þess að njóta kosta höf- uðborgarinnar án þess að þurfa að búa við ókosti hennar,“ sagði Elvar. Fjöl- breytileikinn á öllum sviðum á svæðinu var Eygló efst í huga. „Góðar og greið- ar samgöngur allt árið,“ sagði Ásgeir. „Þegar ég bjó fyrir norðan voru það skíðasvæðin sem heilluðu mig. Núna finnst mér það einn helsti kosturinn við Suðurland hvað hér er snjólétt,“ bætti hann við. „Það er dásamlegt að búa hérna, jörðin er frjósöm og víðsýnna en annars staðar á landinu. Og stöðugleik- inn í atvinnnulífinu og afkomunni er betri en sveiflurnar,“ sagði Þorgils Torfi . „Við búum við lífsgæði hér á Ár- borgarsvæðinu sem áður voru bundin við höfðuðborgina. Það er minna og minna sem við höfum þangað að sækja. Og höfum samt sveitina og hálendið í grennd,“ sagði Eyþór. „Sveitarfélögin hér á vestursvæðinu eru Beverly Hills Íslands, flottustu úthverfin,“ sagði Al- dís. Ekki einsleitur landshluti Ásgeir benti á að Suðurland væri ekki einsleitur landshluti og umræðan yrði að taka mið af því. Vandamál og viðfangsefni væru ólík eftir svæðum. Vestursvæðið er láglent, frjósamt, þétt- býlt með vaxandi íbúafjölda og á áhrifa- svæði höfuðborgarinnar. Austursvæðið einkennist af fjalllendi, jöklum og eyði- söndum með gróðurlendi á milli. Það er strjálbýlt með fækkandi íbúum. Loks eru Vestmannaeyjar með mikla útgerð og fiskvinnslu og þétta byggð. Stöðugleikinn er minni í austur- hlutanum en annars staðar á Suður- landi. Þar varð 10% íbúafækkun eftir hrun. Þetta hefur verið að ganga til Það er bara gott að búa á  Aukin bjartsýni einkennir viðhorf fólks  Stöðugleiki í atvinnulífi og afkomu  Efling ferðaþjónustu skiptir sköpum Feðradagurinn er á sunnudaginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.