Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 28

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 28
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Íslenska félagið Klappir Develop- ment vill ráðast í uppbyggingu 120.000 tonna álvers á iðnaðarsvæð- inu á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir því að heildarfjárfesting verk- efnisins verði um 350 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 43 milljarða íslenskra króna, og að starfsemi geti hafist á árunum 2016 og 2017. Áformað er að eignarhaldið á álverinu verði að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta. Framkvæmdastjóri félagsins, Ingvar Unnsteinn Skúlason, fullyrð- ir í samtali við Morgunblaðið að Kín- verski þróunarbankinn (e. Chinese Development Bank) hafi nú þegar gefið vilyrði sitt fyrir að hann sé reiðubúinn að veita alla lánsfjár- mögnun vegna verkefnisins. Sú fjár- mögnun sé veitt gegn því skilyrði að álverið verði byggt á tækni – svo- nefndri NEUI kertækni – frá kín- verska fyrirtækinu NFC. Á þriðja tug álvera, bæði innan og utan Kína, byggist á þessari tækni í dag, að sögn Ingvars, en með þessum hætti segir hann að hægt sé að lækka verulega fjárfestingarkostnað við uppbyggingu álversins. Geti greitt hærra raforkuverð Álverið mun þurfa um 210 mega- vött af raforku og hefur Landsvirkj- un skrifað undir viljayfirlýsingu um að fyrirtækið sé tilbúið að hefja við- ræður við forsvarsmenn Klappa vegna afhendingar á 100 megavött- um fyrir árið 2016. Eftir þann tíma sé möguleiki á að afhenda 50 mega- vött til viðbótar. Í viljayfirlýsingunni kemur hins vegar einnig fram að það sé stefna Landsvirkjunar að minnka hlutfallslegt vægi raforkusölu til fyr- irtækja í áliðnaði – hún nemur nú um 75% af allri raforkusölu – og sú stað- reynd muni hafa áhrif á hugsanlegt samkomulag um verð á raforkunni. „Við höfum litið þannig á það,“ út- skýrir Ingvar, „að raforkan sem yrði seld til álversins yrði ekki seld á neinum afsláttarkjörum og ekki far- ið fram á tengingu við þróun ál- verðs. Miðað við okkar rekstrar- áætlanir teljum við að álverið gæti greitt hærra raforkuverð en þau sem nú eru starfrækt á Íslandi greiða til Landsvirkjunar.“ Á síð- asta ári nam raforkuverðið sem Landsvirkjun seldi til álfyrirtækja að meðaltali um 26 dölum á hvert megavatt. Erfiðleikar á álmörkuðum Áliðnaðurinn á Vesturlöndum hef- ur glímt við mikla erfiðleika á um- liðnum árum og er talið að stór hluti álvera sé rekinn með tapi um þessar mundir. Álverð hefur lækkað um hátt í 30% á síðustu tveimur árum og hefur ekki verið lægra í fjögur ár. Á meðan ekki tekst að vinda veru- lega ofan af þeim miklu umfram- birgðum af áli sem eru í vöruhúsum utan Kína telja greinendur ólíklegt að vænta megi mikilla hækkana á ál- verði næstu árin. Ingvar segir að það sé ekkert launungarmál að ástandið á álmörk- uðum sé erfitt um þessar mundir. „Okkar áætlanir gera engu að síður ráð fyrir því að álverið eigi að geta staðið undir sér miðað við núverandi verð – staðgreiðsluverð í LME- kauphöllinni er nú um 1.800 dalir – á álmörkuðum.“ Hann bendir enn- fremur á að í áætlunum Klappa sé gert ráð fyrir að framleiða virðis- aukandi álafurðir sem hægt verði að selja með talsverðu viðbótarálagi (e. premium price) ofan á skráð álverð á LME-markaðnum – en þannig megi betur tryggja rekstur álvers- ins og minnka áhrif heimsmarkaðs- verðs á afkomu félagsins. Aðspurður hvernig mögulegur fjárfestahópur muni líta út segir Ingvar að það muni skýrast betur eftir því sem verkefnið þróast en áætlanir gera ráð fyrir því að eig- endur álversins þurfi að leggja fram um 15 milljarða króna í eigið fé. Stefnt sé að því að fjárfestahópurinn verði að stórum hluta innlendir að- ilar – bæði lífeyrissjóðir og fagfjár- festar – ásamt erlendum álframleið- anda sem hefur þegar staðfest áhuga sinn. Um þriðjungur af eig- infjárframlaginu þyrfti að koma í er- lendum gjaldeyri. Verkefnið kynnt lífeyrissjóðum „Við höfum kynnt verkefnið fyrir lífeyrissjóðum,“ segir Ingvar, sem telur að í ljósi þess að verkefnið sé hlutfallslega ekki mjög stórt þá geti það hentað ýmsum fjárfestum á ís- lenskum fjármálamarkaði – ekki síst þeim sem vilji fá tekjur í erlendri mynt. Áætlaðar árlegar útflutnings- tekjur eru um 30 milljarðar króna. Að sögn Ingvars standa vonir til að hægt verði að taka endanlega ákvörðun um hvort ráðist verði í uppbyggingu álversins á fyrri hluta ársins 2014. Forsvarsmenn Klappa hafa unnið að undirbúningi að upp- setningu og rekstri á álverinu síð- ustu tvö ár. Að verkefninu hafa komið bæði innlendir og erlendir ráðgjafar. Lögmaður félagsins er Lárus Blöndal hæstaréttarlögmað- ur. Verði uppbygging álversins að veruleika er áætlað að 280 heilsárs- störf skapist. Ingvar tekur fram að áætlað sé að framkvæmdin verði í tveimur áföngum – 60 þúsund tonn í hvorum áfanga – en slíkt sé nauð- synlegt svo hægt sé að nýta háhita- svæðin á svæðinu á ábyrgan hátt. Áður hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að bæjarráð Norður- þings sé áhugasamt um verkefnið og vilji taka upp viðræður um lóðaút- hlutun takist félaginu að skrifa und- ir samkomulag við Landsvirkjun um orkuafhendingu. Vilja reisa álver í eigu Íslendinga Áliðnaður Talið er að stór hluti álvera sé nú rekinn með tapi en álverð hefur ekki verið lægra í fjögur ár.  Forsvarsmaður Klappa Development segir Kínverska þróunarbankann reiðubúinn að fjármagna verkefnið  Landsvirkjun undirritað viljayfirlýsingu um viðræður um mögulega afhendingu á 100 MW Álver á Bakka » Íslenska félagið Klappar Development vill reisa 120.000 tonna álver sem verði starfrækt á árunum 2016 og 2017. Heildarfjárfest- ing yrði 350 milljónir Banda- ríkjadala. » Álverið mun þurfa 210 megavött en Landsvirkjun hefur skrifað undir viljayfirlýs- ingu um að hefja viðræður um mögulega afhendingu á 100 megavöttum fyrir árslok 2016. » Forsvarsmaður Klappa full- yrðir að Kínverski þróun- arbankinn sé reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu ál- versins að fullu. Stefnt sé að því að eigendur verði að stórum hluta innlendir aðilar. 28 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 S&P lækkaði Frakkland úr AA+ í AA. ● Lækkun varð við opnun markaða í Evrópu í gærmorgun í kjölfar ákvörð- unar matsfyrirtækisins S&P að lækka lánshæfiseinkunn franska ríkisins úr AA+ í AA. Franska CAC-vísitalan lækkaði mest um 1,19%, en jafnaði sig svo í 0,39% lækkun og sú þýska, Dax, og FTSE í London lækkuðu framan af degi en hækkuðu svo aftur. Í greinargerð S&P segir að skattaáform ríkisstjórnarinnar hafi áhrif sem og mikið atvinnuleysi. Mat S&P hafði áhrif til lækkunar í Evrópu ● Landsbankinn hefur úthlutað 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki til nítján verkefna úr Samfélagssjóði Landsbankans. Nýsköpunarstyrkjum bankans er ætlað að styðja við frum- kvöðla til að þróa nýjar viðskipta- hugmyndir, nýta eldri viðskipta- hugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Hæsta styrkinn fékk Rögg ehf., en fyrirtækið hannar leit- arkerfi fyrir GSM síma. Nánar á mbl.is 15 milljónir í nýsköpun ● IFS greining telur að rekstur Tryggingamiðstöðvarinnar hafi gengið með ágætum á þriðja ársfjórðungi. Í spá IFS er gert ráð fyrir að félagið hagnist um tæpar 900 milljónir króna fyrir skatt á fjórðunginum og að samsett hlutfall rekstrar nemi tæpum 83%. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á fyrri helmingi ársins nam 1.388 milljónum króna og var samsetta hlutfallið, sem er skilgreint sem tjónakostnaður og rekstrar- kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, 86,3%. Nánar á mbl.is Telur rekstur TM góðan STUTTAR FRÉTTIR                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-+0 ++1-20 ,+-02 ,.-.3/ +4-225 +55-.0 +-,3,, +41-22 +15-/5 +,,-51 +01-1/ ++1-05 ,,-.+3 ,.-+.1 +4-1./ +55-31 +-,324 +4/-++ +13-+0 ,+0-//.4 +,,-12 +0/-+2 ++/-,/ ,,-./4 ,.-+12 +4-11+ +55-45 +-,303 +4/-1/ +13-12 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is KÓNGABORGARI (120 g safaríkt nautakjöt) með osti, iceberg, sósu, frönskum og kokkteilsósu Árin segja sitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.