Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 34
Fyrir nokkru var
ráðamaður í KSÍ tek-
inn á hvalbeinið í Kast-
ljósi ríkissjónvarpsins.
Tilefnið var ótrúlega
ómerkilegt. Þessi fjöl-
miðill hafði séð ástæðu
til að gera stórmál úr
því, að 20-30 þúsund
manns gátu ekki fengið
keypta miða á fótbolta-
leik, þar sem aðeins var
pláss fyrir níu þúsund manns. Spyrill-
inn sagði að það væri jafnréttisbrot að
ekki hefðu allir sem vildu fá miða, ver-
ið fyrstir í biðröðinni við miðakaupin.
Þá var spyrillinn afar ókurteis og
greip sí og æ fram í fyrir sökudólgn-
um, þegar hann var að reyna að út-
skýra málið af skynsemi og koma á
framfæri beiðni um afsökun á því, að
ekki væri hægt að selja öllum miða,
þegar eftirspurn væri a.m.k. helmingi
meiri en framboð.
Fáum dögum síðar var Steingrímur
J. Sigfússon mættur í Kastljós hjá
sama sjónvarpsmanni í tilefni þess að
Steingrímur hefur nú gefið út varn-
arrit fyrir afglöp sín sem ráðherra í
stjórnartíð verstu stjórnar lýðveld-
isins. Sjónvarpsmaðurinn gaf Stein-
grími strax orðið, sem hóf ræðuflutn-
ing sinn á sinn hefðbundna hátt með
því að tala spyrilinn í kaf, en hann lét
sér það vel lynda og reyndi aldrei að
stöðva þann ræðuflutning eða grípa
fram í. Ekki kom á óvart að Stein-
grímur hafði að vanda
endaskipti á stað-
reyndum. Hitt kom á
óvart að spyrillinn skyldi
ekki reyna að fá Stein-
grím til að viðurkenna
hrikaleg mistök hans í
Icesave-málinu, þegar
hann sendi húskarl sinn
úr kommúnistasam-
félaginu til að semja um
greiðslukjör á kröfum
breskra og hollenskra
níðinga; kröfum, sem Ís-
lendingum bar engin skylda til að
greiða. Ekki kom síður á óvart að
Steingrímur komst upp með að gera
forseta og þjóðina að sökudólgum í
því máli á afar ósmekklegan hátt, eftir
að málinu hafði loks verið komið á far-
sæla braut með því að gera Steingrím
afturreka þrívegis með undirlægju-
hátt hans gagnvart hinum erlendu
stórveldum.
Ekki er sama Jón og séra Jón.
Stundum er gott að vera gamall
kommúnisti á hvalbeini ríkissjón-
varpsins.
Kastljós og Steingrímur J.
Eftir Axel
Kristjánsson
Axel Kristjánsson
» Þá var spyrillinn afar
ókurteis og greip sí
og æ fram í fyrir söku-
dólgnum, þegar hann
var að reyna að útskýra
málið af skynsemi
Höfundur er lögmaður.
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Steinar Matthíasson hefur þýtt og gefið út Ugluspegil, eitt frægastaverk Þjóðverja frá fyrri öldum (prentað snemma á 16. öld). Uglu-spegill (aðalpersónan) er talinn hafa verið uppi á 14. öld; hann varskúrkur, ferðaðist um land sitt og gerði mönnum grikk. Sum af
prakkarastrikum hans eru þess eðlis að betra fólk mun fitja upp á trýnið. Ég
mæli samt með því að foreldrar lesi sögurnar af Ugluspegli fyrir börn sín á
kvöldin (þeir geta þá auðvitað sleppt einni og einni sögu!).
Margir prettir Ugluspegils tengjast orðaleikjum, hann bregst t.d. bók-
staflega við fyrirskipunum, og afleiðingarnar verða sprenghlægilegar.
Þegar Ugluspegill er við dauðans dyr kemur móðir hans til hans í þeirri
von að hreppa eitthvað af eigum hans. Hún spyr hann hvar hann sé veikur.
Hann svarar: „Hér á milli rúmstokks og veggjar!“ Þá segir hún: „Æ, kæri
sonur, segðu nú eitthvað sætt við mig.“ Ugluspegill: „Kæra móðir, hunang,
það er sætt.“
Benedikt Jóhannesson stærð-
fræðingur rýnir í orð á heimur.is,
að vísu á annan hátt en hinn þýski
Ugluspegill. „Orð hafa ýmsa eig-
inleika,“ segir Benedikt og heldur
áfram: „Sum orð geta til dæmis
lýst sjálfum sér. Orðið stutt er stutt. Önnur gera það ekki. Langt er ekki
langt orð. Orðið fótboltavöllur er auðvitað ekki fótboltavöllur. Orð er hins
vegar orð og nafnorð er nafnorð. Lýsingarorð er ekki lýsingarorð og sögn er
ekki sögn. Orðið íslenskt er íslenskt.“ Ég hefði ekkert á móti því að fá Bene-
dikt inn í skólastofuna til að rabba um leyndardóma orðanna.
Þórarinn Eldjárn er samur við sig. Ég hef fyrir satt að hann hafi fundið
rétta orðið yfir Cash Machine: útpungunarvél.
Og Eiður Svanberg Guðnason hefur smíðað orðið „fréttabarn“ (blogg DV)
og notað um óreynda fréttamenn. Sennilega hefur fréttabarn samið fyr-
irsögn á einum netmiðlanna nýlega: „Stærsti hundur heims látinn.“ Nokkru
síðar sá ég að fyrirsögninni hafði verið breytt, og nú stóð: „Stærsti hundur
heims dáinn.“ Ef ég hefði komist í textann hefði ég sagt við fréttabarnið:
„Skrifaðu bara „dauður“, þannig var talað um dýrin í sveitinni.“
Um sama leyti stóð þetta í fyrirsögn: „Rödd Ednu Krabappel látin.“ Þetta
var frétt af fráfalli leikkonunnar Marciu Wallace sem léði rödd sína grunn-
skólakennaranum Ednu Krabappel í sjónvarpsþáttunum um Simpson-
fjölskylduna. Rödd hennar er nú þögnuð.
Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hleranir að undanförnu gæti
kennarinn (eða foreldrar) varpað fram eftirfarandi spurningu: Hvers vegna
er þessi fyrirsögn undarleg: „Angela Merkel æf vegna hleranna“? (Beitið
málfræðihugtökum!)
Aukaspurning: Hvernig eru eftirfarandi orð í nefnifalli fleirtölu án greinis:
hleranna – hlerananna?
Niðurstaðan er einföld í dag: Lesum skemmtilegar sögur fyrir börnin. Töl-
um um tungumálið og fáum Benedikt, Þórarin og Eið Svanberg til að rýna í
orðin með okkur.
Málið
El
ín
Es
th
er
Eddi minn. Hún Angela var að
hringja, hún er alveg brjáluð út af
hlerunum. Ertu ekki til í að sletta
smá málningu á þá?
Æf vegna „hleranna“
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Fyrir hálfum mánuði var haldið málþing til heið-urs Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi alþing-ismanni, ritstjóra Þjóðviljans og fram-kvæmdastjóra Sósíalistaflokksins um skeið, en
hann varð áttræður á þessu ári. Það var forvitnilegt fyrir
pólitískan andstæðing Kjartans Ólafssonar að fylgjast
með þessu málþingi. Þarna var fullt hús, andrúmsloftið
vinstrisinnað og vinalegt og þar birtist öflugur fjöl-
skyldubakgrunnur Kjartans með skemmtilegum hætti.
Þegar kalda stríðið stóð sem hæst var Kjartan Ólafsson
einn þeirra manna sem við stríðsmenn kalda stríðsins á
hinum vængnum tortryggðum einna mest. Það átti líka við
um Inga R. Helgason og Guðmund Magnússon (föður Más
Guðmundssonar seðlabankastjóra).
Á málþinginu var gerð grein fyrir rannsóknum og ritum
Kjartans um Vestfirðinga og Vestur-Skaftfellinga. Í þau
rit leita þeir, sem eiga ættir að rekja til beggja landshluta
vilji þeir kynnast lífi og umhverfi
forfeðra sinna. Þeir staðir geta náð
tökum á manni með undarlegum
hætti. Ég get ekki gert upp á milli
Eintúnaháls, sem er eyðibýli langt
inni í landi á leiðinni inn í Laka, þar
sem amma mín átti heima um
skeið ung að árum eða Skálavíkur vestan Bolungarvíkur,
þaðan sem afi minn réri á árabátum. Báðir þessir staðir
sækja á mig eftir því sem ég verð eldri.
Á málþinginu var saman kominn kjarninn í elztu kyn-
slóð þeirra gömlu baráttumanna sósíalista á Íslandi, sem
enn lifir. Að sumu leyti fannst mér ég þekkja þessa veröld
frá fyrri tíð vegna samskipta á æskuárum við marga
þeirra sem síðar komu við sögu.
Hjalti Kristgeirsson, sem varð þjóðkunnur þegar upp-
reisnin var gerð í Ungverjalandi haustið 1956, sagði
skemmtilega frá gönguferðum þeirra Kjartans Ólafssonar
um Vínarborg en í einni slíkri útlistaði Kjartan fyrir
Hjalta hugmyndir sínar um nýjar baráttuaðferðir gegn
varnarliðinu. Þær hugmyndir urðu síðar að veruleika með
fyrstu Keflavíkurgöngunni.
Kynslóð Kjartans Ólafssonar og Hjörleifs Guttorms-
sonar hefur alltaf borið af sér að hún hafi tekið þátt í nán-
um samskiptum við kommúnistaflokkana í Austur-Evrópu
og haldið því fram að innrásin í Tékkóslóvakíu árið 1968
hafi gert útslagið af þeirra hálfu. „Við“ í mínum herbúðum
höfðum lengi vel litla trú á því að þeir meintu það sem þeir
sögðu.
Þó er mér minnisstætt að dag einn öðrum hvorum meg-
in við síðustu aldamót, þegar Morgunblaðið birti viðtal við
einn afkomanda gömlu kommúnistanna, sem bar af þeim
sakir um Rússagull, að Kjartan hringdi í mig og skammaði
mig fyrir viðtalið. Ég skildi að vísu ekki af hverju Morg-
unblaðið mátti ekki birta slík sjónarmið, sem mér fannst
sjálfsagt, en ég fann að Kjartani var heitt í hamsi. Þá fór
ég að velta því fyrir mér í fyrsta sinn hvort verið gæti að
hann hefði ekki verið þátttakandi í þeim leik.
Á málþinginu flutti Jón Ólafsson, heimspekingur og
kennari við Háskólann í Bifröst (og í eina tíð blaðamaður á
Morgunblaðinu), erindi sem nefndist „Líklega enginn Sov-
étvinur“, þar sem hann skýrði frá rannsóknum sínum á
samskiptum forystumanna sósíalista hér og Sovétmanna.
Í erindinu sagði Jón frá samskiptum sínum við Kjartan
um þessi mál og sagði:
„Það sem Kjartan hafði einlægan áhuga á, þegar við töl-
uðum saman upphaflega og allar götur síðan, var að kom-
ast að hinu sanna um hvort Þjóðviljinn hefði tekið við sov-
ézku fé eða ekki. Það er þess vegna ágætt tilefni nú að fara
stuttlega yfir það sem við vitum um þau mál. Ef spurn-
ingin er hvort við vitum fyrir víst að
sovézkur fjárstuðningur hafi komið
til Þjóðviljans er svarið nei, það get-
ur enginn fullyrt svo óyggjandi sé.
Ef spurningin er hins vegar hvort
tilefni sé til að ætla að slíkur stuðn-
ingur hafi runnið til Þjóðviljans eftir
einhverjum leiðum þau ár sem hann starfaði er svarið hins
vegar já, það er full ástæða til að telja að svo hafi verið.“
Síðan segir Jón:
„Þannig kemur fram í skýrslu Sergeijs Astavins, sendi-
herra í Reykjavík 1970-1973, að Ingi R. Helgason hafi
stungið upp á því að mikilvægt sé að fá fjárstuðning til að
greiða skuldir blaðsins. Slíkan stuðning megi veita í formi
umboðslauna til hans fyrir milligöngu í kaupum á túrb-
ínum fyrir Sigölduvirkjun. Sendiherrann hefur eftir Inga
að þessi ósk sé aðeins á vitorði Magnúsar Kjartanssonar
og Lúðvíks Jósepssonar. Aðrir viti ekkert, ekki einu sinni
Ragnar Arnalds.“
Af þessu og öðrum gögnum dregur Jón Ólafsson eft-
irfarandi ályktun:
„Ég held … að við getum dregið þá ályktun að á tíma-
bilinu frá því upp úr 1950 og langt fram á áttunda áratug-
inn hafi fjárstreymi frá Moskvu og til Sósíalistaflokksins,
Alþýðubandalagsins og félaga tengdra flokknum verið
hluti af samskiptum við Sovétríkin. Aðeins örfáir ein-
staklingar voru viðriðnir þetta og þeir gættu þess vand-
lega að einungis hinir traustustu kæmu nálægt þessu.“
Það kemur á óvart að þessi fjárstuðningur hafi staðið
yfir svo lengi.
Sennilega hefur þetta verið þannig að peningarnir
komu frá Moskvu en einungis elzta kynslóðin og sú sem
næst kom henni í aldri hafi um það vitað. Þegar komið hafi
verið að Kjartani Ólafssyni og þeim aldursflokki og þaðan
af yngri hafi þeir ekki vitað. Þetta er tilgáta, sem hægt er
að styðja ýmsum rökum, sem ekki er rúm fyrir hér.
En þá er hægt að gagnrýna Kjartan Ólafsson og félaga
fyrir að hafa ekki síðar hreinsað borðið. Þeir sem starfað
hafa í stjórnmálaflokki vita hins vegar að það er ekki ein-
falt að fella stór nöfn af stalli.
Á málþingi til heiðurs
Þjóðviljaritstjóra
Vinalegt og vinstrisinnað
andrúmsloft – en það á eftir
að hreinsa borðið.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð HRINGDU
OG FÁÐU
UPPLÝSINGAR
✆ 562 8500
BORÐDAGATÖL
OG BORÐMOTTUR
Framleiðum borðdagatöl og borðmottur fyrir fyrirtæki