Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Í grein um sjúkra-
flutninga í Mbl. sl.
föstudag, 1. nóv., sem
slökkviliðsstjóri
Brunavarna Árnes-
sýslu (BÁ) ritar, eru
m.a. tvær fullyrðingar
um sjúkraflutninga á
Suðurlandi, sem nauð-
synlegt er að leiðrétta.
Skortur
á upplýsingum?
Í fyrsta lagi er fullyrt, að aldrei
hafi „fengist upp hjá ríkinu hvað
flutningarnir hjá HSu kosti utan einu
sinni, þá var farin sú leið að biðja
þingmann að spyrja eftir þessu á hinu
háa Alþingi. Erfitt var að byggja á
svörunum“. Þessar upplýsingar hafa
alltaf legið fyrir og auðveldara hefði
verið að fara aðrar leiðir en í gegnum
Alþingi. Bókhald HSu er hluti af bók-
haldskerfi ríkisins og endurskoðað
árlega af Ríkisendurskoðun. Velferð-
arráðuneyti, þingmönnum o.fl. hefur
verið bent á árum saman hver þessi
kostnaður er. Leitt er að BÁ hafi ekki
fengið þessar upplýsingar, en hægð-
arleikur hefði verið að leita þeirra.
Dýrir sjúkraflutningar?
Í öðru lagi er fullyrt, að „rekstur
sjúkraflutninga í Árnessýslu er sá
langdýrasti á landinu. Það má bara
ekki „fréttast“. Reiknimódelið má
ekki sýna ….“ Undirritaður hefur
óskað eftir skýringum greinarhöf-
undar á þessari fullyrðingu. Þær hafa
ekki fengist, einungis að málið sé
„margþætt“ og dæmi nefnd. Fullyrð-
ing sem þessi er alvarleg og ekki síst
hver heldur henni fram. Undirrit-
uðum er ekki ljóst hvaða upplýsingar
liggja að baki slíkri fullyrðingu. Í
þessum rekstri er auðvitað hægt að
nota ýmsa mælikvarða til að meta ár-
angur hagkvæmni.
Huga þarf að fjölda út-
kalla, tímalengd út-
kalla, vegalengdum,
íbúafjölda, hvaða heil-
brigðisþjónusta er veitt
á svæðinu o.fl. Lengri
útköll, meiri vega-
lengdir, færri íbúar,
minni heilbrigðisþjón-
usta o.fl. stuðlar að dýr-
ari sjúkraflutningum.
Þetta o.fl. verða stjórn-
völd að meta við
ákvörðun fjárveitinga í þessa þjón-
ustu. Einfaldur mælikvarði sem sýn-
ir kostnað á hverja klst. í útkalli gef-
ur t.d. síður en svo til kynna að
sjúkraflutningar í Árnessýslu séu
þeir „langdýrustu“. Þegar t.d. raun-
verulegur kostnaður við sjúkraflutn-
inga í Árnessýslu á árinu 2011 er
borinn saman við fjárveitingar til
sjúkraflutninga til þriggja annarra
fjölmennustu svæða landsins kemur
í ljós, að kostnaður á hverja klst. í
útkalli er næst lægstur í Árnessýslu.
Flestum er annt um, að heilbrigð-
isþjónusta, og þar með sjúkraflutn-
ingar, séu með sem bestum hætti
hvar sem er á landinu. Vandséð er
hvaða tilgangi fullyrðingar af því
tagi, sem hér eru nefndar, þjóna.
Þær þjóna a.m.k. tæplega hags-
munum Sunnlendinga varðandi heil-
brigðisþjónustu.
Sjúkraflutningar
á Suðurlandi
Eftir Magnús
Skúlason
Magnús Skúlason
» Vandséð er hvaða
tilgangi fullyrðingar
af þessu tagi þjóna.
Þær þjóna a.m.k.
tæplega hagsmunum
Sunnlendinga.
Höfundur er forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Íþróttamiðstöðin á Seltjarn-
arnesi er heimili Gróttu. Hún hef-
ur verið gott heimili um árabil og
þar hefur hægt og rólega verið
byggð upp aðstaða utan um þær
íþróttagreinar sem stundaðar eru
innan félagsins.
Nú liggja frammi áform um
endurbætur á íþróttamiðstöðinni
sem fyrirhugað er að framkvæma
í áföngum. Mikið hefur verið lagt
í áætlanir sem tengjast fram-
kvæmdunum og miða þær að því
að nýta núverandi aðstæður og
húsakost félagsins til hins ýtrasta.
Það er alveg ljóst að starfsemin
hefur sprengt utan af sér hús-
næðið og til að áframhaldandi
uppbygging geti átt sér stað inn-
an íþróttafélagsins er nauðsynlegt
að farið verði í þessar fram-
kvæmdir.
Sá öri vöxtur sem orðið hefur
innan Gróttu á undanförnum árum
er til mikils sóma fyrir Seltjarn-
arnes. Í þessu sambandi má nefna
að af þeim rúmlega 1000 börnum
sem stunda íþróttir innan Gróttu
er um helmingur í fimleikum. Fyr-
ir þá íþróttagrein er almennt að-
stöðuleysi eitt vandamál, hitt er að
deildin getur illa hlúð að þeim
rúmlega 20% iðkenda sem stunda
hópfimleika. Hópfimleikar eru sú
grein sem vex hvað hraðast og
mest og er mjög mikilvæg enda
mun betri aðstaða stuðla að minna
brottfalli unglingsstúlkna úr
íþróttum. Á Seltjarnarnesi er hlut-
fall unglinga í íþróttum stúlkum
ekki í hag og er það von okkar að
þessi betriaðstaða muni hjálpa til
við að jafna þann hlut.
Hvað svo sem líður aðstöðuleysi
eða jafnrétti kynjanna til íþrótta-
iðkunar þá má ekki gleyma því að
uppbygging íþróttamiðstöðvar Sel-
tjarnarness er allra hagur. Með
henni verður öryggi og aðgengi að
íþróttahúsinu bætt til muna, bún-
ingsaðstaða fyrir allar greinar
mun batna verulega, lyft-
ingaaðstaða fyrir iðkendur allra
deilda mun gjörbyltast og aðbún-
aður í kringum deildarleiki í hand-
bolta verður margfalt betri. En
síðast en ekki síst verður upp-
bygging íþróttamiðstöðvar Sel-
tjarnarness til merkis um grósku-
mikið, fjölskylduvænt og litríkt
bæjarfélag sem styður og styrkir
grunnstoðir samfélagsins af heil-
um hug. Við vonumst til að þessar
framkvæmdir verði að veruleika
sem fyrst og tryggi Seltjarnarnes
áfram sem eftirsóknarvert bæj-
arfélag fyrir fjölskyldur.
Íþróttabærinn Seltjarnarnes
Eftir Guðrúnu Eddu
Haraldsdóttur, Söndru Sif
Morthens, Kristján Mímisson,
Önnu Jónsdóttur, Sigrúnu
Hallgrímsdóttur og Sigrúnu
Jóhannesdóttur
»Uppbygging
íþróttamiðstöðvar
Seltjarnarness er til
merkis um gróskumikið,
fjölskylduvænt og
litríkt bæjarfélag.
Íþróttamiðstöð
Seltjarnarness.
Höfundar eru í stjórn fimleikadeildar
Gróttu.
Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Gerðu líf þitt þægilegrameð Ford Kuga.
Skynvætt fjórhjóladrif er staðalbúnaður ásamt Ford SYNC samskiptakerfinu. Með raddstýringu
getur þú hringt og beðið um óskalög. Í neyð hringir kerfið sjálfkrafa eftir aðstoð. Ford Kuga er
svo snjall að í raun er hann snjalljeppi. Komdu og prófaðu.
MEÐDÍSILVÉL FRÁ
MEÐ BENSÍNVÉL FRÁ
FORDKUGA
5.790.000 KR.
6.190.000 KR.
ford.is
AFMÆLISPAKKI AÐVERÐMÆTI 520.000 KR.
FYLGIR FORDKUGA Í NÓVEMBER
Ford Kuga AWD 2,0 TDCi dísil 140 hö. 6 gíra beinsk./sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9/6,2 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 154/162 g/km.
Ford Kuga AWD 1,6i EcoBoost bensín 182 hö. sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,7 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 179 g/km. Tökum allar
tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.