Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Í grein sem ég skrif-
aði í Morgunblaðið fyr-
ir nokkru gerði ég
meðal annars að um-
talsefni hugmyndir
mennta- og menning-
armálaráðherra um
styttingu náms til
stúdentsprófs. Sjálf-
sagt væri að ræða þau
mál en ekki mætti þó
einungis tala um það
sem hentaði og sleppa
öðru.
Aðstoðarmaður ráðherra svaraði á
sama vettvangi og benti á að Íslend-
ingar væru ári lengur að ljúka fram-
haldsskóla en nemendur í öllum sam-
anburðarlöndum innan OECD.
„Munurinn verður hvorki skýrður af
lakari nemendum né slakari kennslu
og því er kerfinu einu um að kenna.“
Þetta er mikil einföldun hjá aðstoð-
armanninum, ekki er hægt að bera
saman ólík skólakerfi út frá útskrift-
araldri eingöngu heldur þarf að
skoða þá þætti sem eru
þarna á bak við. Stór
hluti framhaldsskóla-
nemenda á Íslandi út-
skrifast á þremur til
þremur og hálfu ári og
okkar framhalds-
skólakerfi býr yfir
sveigjanleika sem önn-
ur ríki telja eftirsókn-
arverðan. Hér á landi
fara yfir 95% ung-
menna í framhalds-
skóla eftir grunnskóla.
Þessi tala er hærri en
víða í OECD-löndum.
Íslensku framhaldsskólunum er ætl-
að að þjóna þörfum mjög marg-
breytilegs nemendahóps og þess
vegna þarf kerfið að vera sveigj-
anlegt. Það er því mikil einföldun hjá
aðstoðarmanninum þegar hún segir
að íslenska kerfið stytti að óþörfu
starfsaldur Íslendinga sem valdi því
að verðmætasköpun verði lakari en
hjá samanburðarþjóðum okkar. Í
grein minni benti ég á að var-
hugavert væri að ræða breytingar á
forsendum sparnaðar. Sýnin sem
kemur fram hjá aðstoðarmanninum á
íslenska framhaldsskólakerfið er
færiband sem þurfi að snúast hraðar.
Skólar eru ekki verksmiðjur, um
starfsemi þeirra gilda önnur lögmál
en á markaði, eins og flestir gera sér
grein fyrir.
Í grein minni benti ég á að teknir
hefðu verið 12 milljarðar út úr
rekstri skólanna á undanförnum ár-
um og nú ætti að taka einn og hálfan
milljarð í viðbót samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu. Í svari sínu segir að-
stoðarmaðurinn að verið sé í raun að
hlífa skólunum með því að fara þá
leið að hætta við ákveðin verkefni og
nýbyggingar. Þetta er hálfsannleikur
því ekki kemur fram í fjárlaga-
frumvarpinu að ætlunin sé að leið-
rétta þær skekkjur sem hafa verið
árum saman í forsendum mennta- og
menningarmálaráðuneytis fyrir
rekstrarfé til skólanna vegna aukins
nemendafjölda, fleiri verkefna og
launakostnaðar þeirra.
Framhaldsskólarnir fá framlög sín
frá ríkinu eftir svokölluðu reiknilík-
ani. Forsendur þess endurspegla
ekki raunverulegan launakostnað
skólanna. Í reiknilíkaninu er svoköll-
uð launastika sem átti að end-
urspegla viðurkenndar tölur um
meðaldagvinnulaun í skólunum. Það
gerði hún fyrsta árið (2003) en allar
götur síðan hefur verið vaxandi mun-
ur á stikunni og meðallaunum. Árið
2012 var launastikuviðmiðið 286.102
kr. en meðallaunin 377.276 kr. Hér
munar 24% eða um 85 þúsund krón-
um. Þessar tölur eru komnar frá
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu. Hvernig eiga stjórnendur
skólanna að geta gert rekstraráætl-
anir á slíkum forsendum? Vaxandi bil
milli launa og launastiku hefur haft
alvarleg áhrif í skólunum en laun eru
80% af útgjöldum þeirra. Afleiðing-
arnar eru fábreyttara námsframboð,
minni stoðþjónusta við nemendur, sí-
stækkandi námshópar, úr sér geng-
inn tölvubúnaður og þannig mætti
áfram telja.
Í niðurlagi sínu segist aðstoð-
armaðurinn treysta því að „kennarar
komi að samningaborðinu með hug-
myndir að lausnum um hvernig við
búum til besta mögulega umhverfi
fyrir nemendur framhaldsskólans“.
Aldrei hefur þurft að brýna kennara
að koma með tillögur um hvernig
megi bæta skólastarfið. Vonandi
hefur aðstoðarmaðurinn kynnt sér
eitthvað af þeim fjölmörgu tillögum
sem kennarar hafa lagt fram í gegn-
um árin. Kjarasamningarnir sem
gerðir verða núna snúast hins vegar
umfram allt um kaup og kjör kenn-
ara.
Í nýrri skýrslu heildarsamtaka
vinnumarkaðarins um launaþróun
2006-2013 er staðfest að framhalds-
skólakennarar hafa hækkað minnst
allra þeirra hópa sem skoðaðir voru
og kennarar hafa einnig lökustu
kaupmáttarþróunina. Samfélagið
ætlast til mikils af skólunum og þar
er unnið gott starf eins og aðstoð-
armaðurinn tekur fram. Hvað getur
réttlætt að fagstéttin sem ber uppi
þetta starf sitji alltaf eftir í launum
miðað við aðra hópa með sambæri-
lega menntun og ábyrgð í störfum?
Aðstoðarmaðurinn segir í niðurlagi
sínu að á endanum eigi spurningin
að vera sú hversu margar perur
nemendur þurfi til að lýsa upp til-
veruna. Svarið er einfalt. Perur
kosta peninga og jafnvel sparperur
springa.
Af framhaldsskólum
og sprungnum perum
Eftir Hrafnkel
Tuma Kolbeinsson »Hér á landi farayfir 95% ungmenna
í framhaldsskóla eftir
grunnskóla. Þessi tala
er hærri en víða í
OECD-löndum
Hrafnkell Tumi
Kolbeinsson
Höfundur er varaformaður
Félags framhaldsskólakennara.
Kæri Jón Ásgeir,
séu þær miklu of-
sóknir hafðar í huga
sem þú hefur mátt
þola undanfarin ár
frá lögreglu-
yfirvöldum, skatt-
yfirvöldum, slita-
stjórnum bankanna
og svo auðvitað frá
Davíð Oddssyni og
bláu hendinni þá
finnst mér rétt að þú
stígir fram sem fyrst og leiðréttir
þær lygar og vitleysur sem birtast
nú í ákæruskjali sérstaks saksókn-
ara gegn Hannesi Smárasyni í
Sterling-málinu fræga.
Þegar Hannes Smárason milli-
færði þrjá milljarða króna, án
heimildar stjórnar eða forstjóra
almenningshlutafélagsins FL Gro-
up, til Lúxemborgar (peningurinn
var síðan millifærður inn á reikn-
ing Fons ehf. í eigu Pálma Har-
aldssonar samstarfsfélaga þíns,
sem notaði þá til að kaupa flug-
félagið Sterling á mjög lágu verði)
þá hótaði þáverandi forstjóri FL
Group, Ragnhildur Geirsdóttir, að
kæra málið til lögreglu. Átta vik-
um seinna voru þessir þrír millj-
arðar hins vegar endurgreiddir
inn á reikning FL
Group og ekkert gert
frekar í málinu.
Í ákæruskjalinu sem
nú birtist gegn Hann-
esi Smárasyni kemur
hins vegar fram að til
þess að losna við að
lögreglan myndi skoða
þessa þriggja millj-
arða millifærslu Hann-
esar til Lúxemborgar
hefði Fons ehf. tekið
lán upp á þrjá millj-
arða frá félögum þín-
um í Kaupthing Lúx-
emborg og eins er fullyrt
ennfrekar að Hannes Smárason og
Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið
í persónulegum ábyrgðum fyrir
þessu láni! Þetta er auðvitað ekki
satt, er það, Jón Ásgeir? Það er
algerlega útilokað að þú sért að
taka á þig persónulega ábyrgð
fyrir þúsundir milljóna króna til
þess eins að Hannes Smárason fái
ekki á sig lögreglurannsókn til að
rannsaka hvað varð um þessa þrjá
milljarða sem hann tók út úr FL
Group með ólögmætum hætti (þá
hefði nefnilega sannast að FL
Group hefði fjármagnað kaup
Pálma vinar þíns í Fons á Sterl-
ing-flugfélaginu, sem hann svo
seldi til FL Group skömmu síðar á
um 400% hærra verði og græddi
þar með um 11 milljarða á nokkr-
um mánuðum). Þetta er alveg eins
og í Baugsmálinu þar sem svip-
aðar fullyrðingar komu fram, að
þú hefðir notað fjármuni almenn-
ingshlutafélagsins Baugs og sett
inn á reikning Fjárfar ehf., til að
kaupa 10-11 keðjuna persónulega
og svo endurselt hana til Baugs á
mörg hundruð milljónum króna
hærra verði sem runnu í þinn per-
sónulega vasa. Sem betur fer leið-
réttu Arngrímur Ísberg og dóm-
stólar þá ruglið og hentu öllu slíku
bulli út úr réttarsalnum og töldu
þetta allt vera eðlileg viðskipti. Til
að hindra aðra ófrægingarherferð
á hendur þér og þínum bið ég þig
því að stíga fram sem fyrst og
leiðrétta þennan misskilning fyrir
þjóðinni.
„Opið bréf til Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar“
Eftir Jón Gerald
Sullenberger » Átta vikum seinna
voru þessir þrír
milljarðar hins vegar
endurgreiddar inn á
reikning FL Group
og ekkert gert frekar
í málinu.
Jón Gerald
Sullenberger
Höfundur er eigandi
lágvöruverslunarinnar Kosts.
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is • ww
w.perlan.is
Villibráðarhlaðborð Perlunnar byr
jar þann 24. október GjafabréfPerlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri
Skeifunni 11 | Sími 515 1100
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
2
3
27
www.rekstrarland.is
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
2
3
27
Kaffi-
stofan
Fjölbreytt úrval af vörum fyrir
kaffistofuna, allt á einum stað.