Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Kristján og Oddur með
risaskor hjá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 25. október mættu 68
spilarar til leiks og spiluðu Mitchell
tvímenning.
Spiluð voru 26 spil og meðalskor
var 312. Efstu pör voru:
NS
Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 357
Örn Einarsson - Pétur Antonss. 356
Björn Karlsson - Jens Karlsson 353
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 350
AV
Kristján Þorlákss. - Oddur Halldórss. 427
(Þetta mun vera 68,4% skor)
Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 402
Jónína Óskarsd. - Þorvaldur Þorgrímss. 366
Birgir Sigurðss. - Óskar Ólafsson 357
Þriðjudaginn 29. október var spil-
aður opinn Monrad barómeter.
39 pör spiluðu 6 umferðir með 4
spilum á milli para. Veitt voru pen-
ingaverðlaun fyrir 3 efstu sætin.
Efstu pör:
Óskar Ólafsson - Viðar Valdimarss. 112
Sveinn Snorrason - Ásgr. Aðalsteinss. 90
Jón Hákon Jónss.- Sigtryggur Jónss.. 88
Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 77
Örn Einarsson - Jens Karlsson 71
Svanhildur Gunnarsd. - Magnús Láruss. 65
Minningarmótið hálfnað
í Gullsmáranum
Spilað var á 16 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 31. október.
Úrslit í N/S:
Birgir Ísleifss. – Jóhann Ólafsson 368
Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 328
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 286
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 282
Sigtr. Ellertss. – Tómas Sigurðss. 281
A/V
Jón Ingi Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 316
Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 307
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 300
Rósmundur Jónss. – Bergur Þorleifsson 297
Sigursteinn Hjaltested – Einar Brekkan 294
Og eftir tvö skipti í minninga-
mótinu um Guðmund Pálsson er
staða efstu para þessi:
Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 637
Jón Jóhannss. – Sveinn Sveinsson 634
Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 595
Gunnar Alexanderss. – Elís Helgas. 594
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 593
Mótið stendur yfir í fjögur skipti
og gilda þrjú bestu skipti hvers pars.
Butler
hjá Bridsfélagi Reykjavíkur
Þriggja kvölda Sushi Samba But-
ler tvímenningur BR byrjaði síðasta
þriðjudag.
Frekar jafnt er á toppinum, en
staðan er þessi.
Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldss. 59
Friðjón Þórhallss. - Hrólfur Hjaltas. 50
Kjartan Ásmundss. - Stefán Jóhannss. 46
Fátítt skor í Gullsmáranum
Spilað var á 16 borðum í Gull-
smára mánudaginn 4. nóvember.
Úrslit í N/S:
Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 332
Örn Einarsson – Jens Karlsson 330
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 304
Pétur Antonsson – Guðlaugur Nielsen 298
Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðarson 278
A/V
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 391
Guðrún Gestsd. – Ragnar Ásmundss 324
Jón Jóhannsson – Sveinn Sveinsson 308
Guðm. Andréss – Sigfús Jóhannss 304
Haukur Guðmss. – Magnús Marteinss. 281
Skor þeirra Sigurðar og Péturs er
með því allra hæsta sem sést
hefur eða 74,05%.
Og eftir þrjú skipti (af fjórum) í
minningarmótinu um Guðmund
Pálsson er staða efstu para þessi:
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 984
Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 969
Jón Jóhannsson – Sveinn Sveinsson 942
Bergur Þorleifsson – Rósm. Jónsson 886
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 866
Spilað var á 16 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 31. október.
Úrslit í N/S:
Birgir Ísleifss. – Jóhann Ólafsson 368
Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 328
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 286
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 282
Sigtr. Ellertss. – Tómas Sigurðss. 281
A/V
Jón Ingi Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 316
Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 307
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 300
Rósmundur Jónss. – Bergur Þorleifss. 297
Sigursteinn Hjaltested – Einar Brekkan 294
Átján pör í keppni
um Oddfellow-skálina
Önnur lota í keppni um Oddfellow-
skálina var spiluð í byrjun gormán-
aðar. Góð þátttaka var, 18 pör mættu
til leiks og efldu félagsauðinn. Páll
Hjaltason og Hjalti Pálsson stóðu
uppi sem sigurvegarar kvöldsins
með risaskor upp á 65,6%.
Niðurstaða kvöldsins, en meðal-
skor er 192 stig:
Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 252
Hallgr. G. Friðfinnss. - Skúli Sigurðss. 234
Valbj. Höskuldss. - Sigurbj. Samúelss. 218
Guðm. Ágústsson - Brynjar Níelsson 216
Stefán R. Jónsson - Hans Óskar Isebarn 211
Heildarstaðan er svohljóðandi, en
búið er að samræma meðalskor við
384 stig:
Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 471
Guðm. Ágústsson - Brynjar Níelsson 430
Valbj. Höskuldss. - Sigurbj. Samúelss. 410
Rafn Kristjánss. - Tryggvi Jónasson 402
Stefán R. Jónss. - Hans Óskar Isebarn 398
Jón Briem - Ágúst Þorvaldsson 381
Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 372
Staða Páls og Hjalta er mjög góð
en spilaðar verða sex lotur og er
hægt að henda lakasta skori.
Næst verður spilað mánudaginn 2.
desember.
Bridsdeild Breiðfirðinga
Sunnudaginn 3/11 var spilaður
eins kvölds tvímenningur. Spilað var
á 13 borðum. Hæsta skor kvöldsins í
Norður/Suður:
Guðjón Garðarss. - Kristján Albertss. 252
Oddur Hannesson - Árni Hannesson 242
Guðm. Sigursteinss. - Unnar .Guðmss. 238
Austur/Vestur
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 281
Bergljót Gunnarsd. - Elsa Bjartmars 270
Jón Hákon Jónsson - Björn Árnason 247
Næsta sunnudag 11/11 hefst fjög-
urra kvölda tvímenningskeppni þar
sem þrjú bestu kvöldin gilda til verð-
launa.
Spilað er í Breiðfirðingabúð í
Faxafeni 14 á sunnudögum kl. 19.
Brids í Stangarhyl
Fimmtudaginn 7. nóvember var
spilaður tvímenningur hjá bridsdeild
Félags eldri borgara, Stangarhyl 4,
Reykjavík.
Spilað var á 11 borðum. Meðalskor
216. Efstu pör í N/S:
Trausti Friðfinnss. - Guðl. Bessason 262
Jón Þ. Karlss. - Björgvin Kjartanss. 243
Siguróli Jóhannss. - Auðunn Helgas. 225
Magnús Oddss. - Oliver Kristófersson 224
A/V
Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgas. 284
Óli Gíslason - Hrólfur Guðmundss. 273
Stefán Finnbogas. - Hólmfríður Árnad. 251
Helgi Hallgrímss. - Ægir Ferdinands. 243
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Aukablað alla
þriðjudaga
Athugasemdir
vegna fullyrðinga Er-
lings Ásgeirssonar um
Gálgahraun.
Í viðtali við Erling
Ásgeirsson, formann
bæjarráðs Garða-
bæjar, í Mbl. 1. nóv-
ember sl. eru nokkur
atriði sem nauðsynlegt
er að gera at-
hugasemdir við.
Baráttan ekki töpuð
Enn á ný leyfir talsmaður Garða-
bæjar sér að fullyrða að baráttan sé
töpuð. Það er að sjálfsögðu ekkert
hægt að fullyrða neitt um það fyrr en
niðurstaða dómstóla um lögmæti
framkvæmdanna liggur fyrir. Sú
staðreynd að Vegagerðin ritaði undir
verksamning og hóf eyðileggingu á
hrauninu löngu eftir að umbjóðendur
mínir, öll stærstu og virtustu nátt-
úruverndarsamtök landsins, höfðu
lagt þrætuna fyrir dómstóla breytir
auðvitað engu um lögmætið. Hygg-
inn maður mundi spara sér stóryrðin
þangað til sú niðurstaða liggur fyrir.
Lögleysa verður ekki bætt með
frekari lögbrotum.
Eingöngu formsatriði?
En það er ekki bara svo að spáð sé
fyrir um niðurstöðu dómsmála. Sama
á við um nýtt umhverfismat. Bæj-
arráðsformaðurinn telur þannig litlu
breyta þó formgallar fyndust á máls-
meðferðinni þar sem það yrði ein-
faldlega bætt úr þeim. Ágreining-
urinn snýr að hluta til
að gildi framkvæmda-
leyfis fyrir framkvæmd-
inni. Leyfið var gefið út
af Garðabæ til eins árs
þann 7. apríl 2009. Eng-
ar framkvæmdir hófust
á gildistíma leyfisins.
Margoft hefur verið
skorað á Garðabæ, ef
þetta er svona lítið mál,
að gefa bara leyfið út að
nýju. Sú áskorun var
seinast sett fram á sam-
eiginlegum fundi deilu-
aðila með innanríkisráðherra nú í
haust við engar undirtektir. Slík end-
urútgáfa mundi hinsvegar þýða að
óhjákvæmilegt væri að taka um-
hverfismatið upp að nýju. Umbjóð-
endum mínum er það hulin ráðgáta
hvernig formaður bæjarráðs Garða-
bæjar getur tryggt fyrirfram nið-
urstöðu úr slíku óháðu umhverf-
ismati. Auðvitað getur
bæjarráðsformaðurinn hvorki tryggt
niðurstöður úr dómsmálum né um-
hverfismati. Fullyrðingar hans
hljóta því að vera hreinar getsakir.
Náttúruverndarsamtök á Íslandi
hafa hvorki spádómsgáfu á við bæj-
arráðsformanninn né aðgang að
kristalkúlu til þess að gægjast inn í
framtíðina.
Hætt við Vífilsstaðaveg?
Í greininni er látið að því liggja að
hætt verði við framlengingu Vífils-
staðavegar og rímar það við enn af-
dráttarlausari yfirlýsingar bæjar-
stjórans þar um. Í fyrirliggjandi
umhverfismati er það alger forsenda
matsins að vegirnir verði lagðir sam-
tímis og er þarfagreining m.a. við
það miðuð. Allar breytingar þar á,
einnig þær sem hlífa mundu stærra
svæði, kalla þannig á nýtt umverf-
ismat en eru ekki seldar undir sjálf-
dæmi Garðabæjar eða Vegagerð-
arinnar. Í dómsmálinu er m.a. tekist
á um einhliða breytingar á fram-
kvæmdinni.
Þáttur undirritaðs
Loks er lögmaður náttúruvernd-
arsamtakanna persónugerður í
greininni, en þar er m.a. þetta að
finna: „Þessir íbúar hefðu ráðið til
sín lögmann, Skúla Bjarnason, og
eftir það hefði málið farið í allt annan
farveg en áður, með kærum og mála-
flækjum.“ Undirritaður kýs að taka
þetta sem sérstakt hrós, þó vísast sé
það ekki hugsað þannig. Það hefur
svo sannarlega sýnt sig í þessari bar-
áttu að ekki hefur af veitt að einhver
liðsinni náttúruverndarsinnum á Ís-
landi og samtökum þeirra með kröft-
ugum hætti í fjandsamlegu umhverfi
þar sem öllum ráðum er beitt til þess
að halda þeim utan girðingar.
Reykjavík, 1. nóvember 2013.
Enn um Gálgahraun
Eftir Skúla
Bjarnason
Skúli Bjarnason
»Umbjóðendum mín-
um er það hulin ráð-
gáta hvernig formaður
bæjarráðs Garðabæjar
getur tryggt fyrirfram
niðurstöðu úr slíku
óháðu umhverfismati.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Nú fáanleg í
bókaverslunum
miðborgarinnar
Vatnaskil í hrynheimum
Félag tónskálda
og textahöfunda
S. 896 8767
www.egfasteignamiðlun.is
Eignin, sem er með fallegu útsýni, skiptist í tvær stofur, eldhús, baðher-
bergi, svefnherbergi og þvottahús. Einnig fylgja eigninni tvö stæði í
bílageymslu. Eignin er leigð að lágmarki í eitt ár en einnig er möguleiki
á lengri samningi. Einungis traustir og ábyrgir leigjendur með góðar
tryggingar koma til greina.
Áhugasamir sendi fyrirspurn með nafni og símanúmeri á
netfangið: einar@egfasteignamidlun.is
SUÐURHLÍÐ
TIL LEIGU
SÉRLEGA FALLEG OG VÖNDUÐ CA 100 FM ENDAÍBÚÐ
Í FJÖLBÝLISHÚSI MEÐ LYFTU Á GÓÐUM STAÐ
VIÐ RÆTUR ÖSKJUHLÍÐAR
Til sölu við Nesbala á Seltjarnarnesi
er fallegt og vel við haldið einbýli á
einni hæð innst í lokaðri götu. Húsið
er vel skipulagt og skiptist í anddyri,
gestasnyrtingu, borðstofu, setustofu,
eldhús, vinnuherbergi, baðherbergi, 3 svefnherbergi, þvottahús og
tvöfaldan bílskúr. Hátt til lofts og vítt til veggja. Sjón er sögu ríkari.
Getur losnað fljótlega.
Reynir Erlingsson
lögg. fasteigna-
fyrirtækja- og
skipasali
Nesbali 3 - Seltjarnarnes
Einbýli á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr
Opið hús á morgun, sunnudag, kl. 15-16
Op
ið
hú
s
Hlíðasmári 8 • 201 Kópavogur • sími 414 6600 • nyttheimili@nyttheimili.is