Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 ✝ Gestur MárGunnarsson fæddist í Reykjavík 25. desember 1950. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi 29. október 2013. Faðir hans er Gunnar Helgason, f. 27.12. 1927, gift- ur Katrínu Magn- úsdóttur, f. 30.6. 1932. Börn hans eru Magnús og Margrét Sæunn. Móðir hans var Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, f. 11.2. 1934, d. 1.11. 2013, gift Svavari Fanndal, f. 25.9. 1933, d. 28.9. 2008. Börn hennar eru Ing- ólfur, Ástmar sem er látinn og Rósa. Gestur Már giftist þann 22.11. 1980 Elínu Helgu Guðmunds- dóttur, f. 24.5. 1960. Foreldrar hennar voru Guðmundur Laxdal Jóhannesson, f. 8.8. 1920, d. 31.3. 2005 og Sigríður Breiðfjörð Sig- urðardóttir, f. 11.9. 1922, d. 23.5. 1992. Gestur og Elín eiga fjögur börn og sex barnabörn og eitt á Stykkishólm þar sem Gestur gekk í barna- og unglingaskóla. Hann lauk einu ári í Versl- unarskólanum. Hann fór til Vardö í Noregi þar sem hann lærði í fiskvinnsluskóla veturinn 1973-4. Hann tók námskeið í vél- stjórnun 1984. Gestur Már vann sem verkstjóri og vann m.a. á Hornafirði, Vestmannaeyjum, Grundarfirði, Keflavík, Sand- gerði, Reykjavík og Patreks- firði. Hann endaði verkstjór- aferilinn í Stykkishólmi, en snéri sér svo að ýmsum störfum tengdum útgerð, og svo síðar hjá Sæferðum. Árið 1982 keyptu Gestur Már og Bergsveinn frændi hans bát og hófu útgerð saman. Einnig stunduðu þeir eyjabúskap í Hrappsey þar sem þeir slógu þang, leituðu að dúni, sáu um kindurnar sínar o.fl. Þeir Bergsveinn stunduðu útgerð sína til ársins 2005 þegar hann hóf störf hjá Sæferðum, fyrst sem bryggjumaður en vann sig fljótlega upp og vann hin ýmsu störf innan Sæferða og var svona „altmuligt-mand“. Hann vann í Sæferðum þar til hann varð að láta af störfum vegna veikinda. Útför Gests Más fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 9. nóvember 2013, og hefst athöfn- in kl. 13. leiðinni. Börn þeirra eru: 1) Sól- björt Sigríður, f. 3.7. 1979, sambýlis- maður hennar er Oddur Hrannar Oddsson, þau eiga Elínbjörtu Kristínu, f. 2006. 2) Gunnar Már Eyland, f. 17.6. 1982, sambýliskona hans er Eyrún María Guðmunds- dóttir, þau eiga Katrínu Eyland, f. 2007, Þórunni Eyland, f. 2010 og Bergrúnu Eyland, f. 2012. 3) Snæbjört Sandra, f. 15.3. 1985, eiginmaður hennar heitir Hall- dór Jóhann Kristjánsson, þau eiga Júlíus Má, f. 2004 og Álf- heiði Sól, f. 2012. 4) Bergdís Ey- land, f. 27.5. 1991. Gestur Már kom með móður sinni í Hrappsey 6 mánaða gam- all og ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum þeim Jakobínu Helgu Ólafsdóttur, f. 5.3. 1902, d. 24.9. 1987 og Gesti Sólbjarts- syni, f. 6.6. 1901, d. 13.4. 1991. Þau fluttu úr Hrappsey 1958 í Leiðir okkar lágu fyrst sam- an 1977 og eru því árin orðin 36. Við fórum fljótlega að búa saman og þegar okkur fæddist okkar fyrsta barn var farið að huga að framtíðinni. Þér bauðst starf í Stykkishólmi svo við ákváðum að flytja til prufu í eitt ár. Prufan stendur enn. Í Hólminum áttir þú þína fjöl- skyldu eins og afa þinn og ömmu og Begga frænda þinn. Ekki þótti móður minni þetta leiðinlegt þar sem hún átti sín- ar rætur í Hólminum. Okkur leið ágætlega í Hólminum, þar voru eyjarnar og útgerðin síðar meir og síðan vinnan þín hjá Sæferðum. Öllu þessu hafðir þú mjög gaman af. Okkur bættust við 3 börn sem þú varst mjög stoltur af og áttir því láni að fagna að vinna með þeim við ýmis störf. Þeim þótti ekki verra að fá að vinna með þér. Þegar barnabörnin fóru að koma eitt af öðru, sem eru nú orðin 6 og eitt á leiðinni, varstu stoltur og tókst virkan þátt í að passa þau og dekra við þau. Þú talaðir oft um það að þér fynd- ist halla á karlpeninginn því í hópnum eru 1 strákur og 5 stelpur. Stoltur varst þú samt af þeim öllum. Við héldum öll að tíminn yrði lengri með þér þó þú greindist með krabbamein í febrúar og fórst í meðferð sem gekk vel. Þú varst farinn að sjá fram á það að geta farið að vinna. Þá veiktistu um miðjan september af fylgikvilla lyfjameðferðarinn- ar sem varð til þess að þú varst rúmliggjandi og gast hvorki hreyft legg né lið. Þú tókst þessu með jákvæðum hætti og við litum á þetta sem eitt verk- efni sem við þyrftum að komast í gegnum. Þá kom lokakaflinn í þinni ævi og þú fékkst lungna- bólgu sem dró þig til dauða. Ég vil þakka þér fyrir sam- fylgdina í gegnum árin 36, þótt lífið hafi gengið upp og niður í gegnum tíðina þá hef ég komist að því að góðu stundirnar voru miklu fleiri og þær lifa með mér. Þótt ég eigi nú ekki leng- ur von á símtali frá þér eins og stundum þegar þér leiddist og gleymdir tímanum og hringdir kannski þegar ég var á þönum í vinnunni og vildir bara spjalla, þá á ég eftir að sakna þessara símtala. Kær kveðja, Elín Helga Guðmundsdóttir. Í janúar þegar þú veiktist átti ég nú ekki von á því að inn- an við ári frá þeim fréttum sæti ég hér og skrifaði minningarorð um þig, pabbi minn. Þú varst sá sterki meðan á veikindum stóð og þú ætlaðir þér alltaf að læknast og fara aftur að vinna. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann um hjálp- saman og ættfróðan pabba sem fannst ekkert leiðinlegt að tala. Þú varst alltaf stoltur af okk- ur systkinunum og fannst gam- an að heyra þegar okkur gekk vel. Þú varst líka mjög stoltur af mömmu og talaðir mikið um hvað hún væri dugleg í því sem hún tók sér fyrir hendur. Þú áttir þín áhugamál og þau áhugamál urðu stundum sam- ofin áhugamálum mínum sem og hinna systkina minna og fannst okkur tveimur t.d. rosa- lega gaman að spjalla um kin- dabúskapinn, bátinn okkar og eyjarnar. Þar fannstu þig vel enda Breiðfirðingur í húð og hár. Mikið var gaman að sigla með þér um eyjarnar og hlusta á þig segja sögur frá bernsku þinni í eyjunum. Barnabörnin komu svo eitt af öðru og þér fannst þú verða ríkari eftir því sem þeim fjölg- aði. Ég man þegar þú komst og kíktir á Elínbjörtu nýfædda, þér fannst hún svo brothætt að þú vildir bíða aðeins eftir því að hún stækkaði áður en þú héldir á henni svo hún brotnaði ekki í höndunum þínum. Elínbjört er mikil afastelpa og skilur ekkert í því að þú komir ekki aftur en um leið er hún þakklát yfir því að þú passir upp á hana. Hún á eftir að sakna þín óendanlega mikið en við eigum eftir að minnast þín sem afa sem allt vildi fyrir hana gera sem og aðra sem stóðu þér nærri. Um leið og ég kveð þig þakka ég þér fyrir samfylgdina, elsku pabbi. Við sem eftir stöndum eigum margar góðar og fallegar minningar um þig sem eiga eftir að fylgja okkur um ókomna tíð. Hvíl í friði. Sólbjört Sigríður Gests- dóttir og fjölskylda. Þegar ég sit hér og hugsa til baka vil ég byrja á því að þakka þér fyrir samveruna. Þú fórst alltof snemma frá okkur en eft- ir sitja margar góðar minningar sem við eigum um þig sem eiga eftir að ylja okkur áfram. Ég man alltaf eftir pabba sem var mjög stoltur af sinni fjölskyldu og vildi allt fyrir sína nánustu gera. Það var sama hvort sækja átti barnabörnin í skólann eða athuga með veður og færð áður en einhver lagði af stað úr bænum okkar. Það var ekkert of stórt né of lítið til að þú gætir ekki hjálpað til. Ég er mjög þakklát fyrir síð- ustu samverustundina á Grens- ás þar sem Álfheiður byrjaði á því að henda sér í fangið á þér. Þú, Júlíus og Álfheiður sátuð svo saman og borðuðuð pipar- kökur sem þér þótti svo góðar. Eftir það fóruð þið Júlíus Már í hjólastólarallí og skemmtuð ykkur vel. Þessar minningar eiga eftir að ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Betri pabba, afa eða tengda- pabba hefði ekki verið hægt að hugsa sér svo við þökkum þér fyrir allt saman. Júlíus Már mun eiga minningar um flottan afa sem talaði um að hann væri flotti strákurinn sinn og vildi allt fyrir hann gera. Ég veit að þú ert kominn til ömmu þinnar, afa þíns og allra þeirra sem kvatt hafa þennan heim og þú hefur örugglega frá nægu að segja. Snæbjört Sandra, Halldór Jóhann, Júlíus Már og Álfheiður Sól. Aldrei hefði mér dottið það í hug að við fengjum svona stutt- an tíma saman, því ekki er hægt að segja að 22 ár séu langur tími. Ég er samt mjög þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman. Við vorum nú langt frá því að vera alltaf sammála en þegar við vorum það náðum við góðu spjalli um hvað svo sem það var. Þú varst nú alltaf til staðar og sá fyrsti sem maður hringdi í þegar eitthvað kom upp á sem var óvenjuoft í mínu tilfelli. Líka alltaf til í að hjálpa, eins og þegar við vorum í Vest- mannaeyjum. Þér fannst nú ekki leiðinlegt þegar ég bað þig að hjálpa mér að læra á kran- ann á Baldri. Ég á þér mikið að þakka fyr- ir það hvert ég er komin í lífinu núna og vil þakka þér fyrir alla hjálpina og vona að þér líði vel þar sem þú ert og hafir nóg af fólki að spjalla við. Bergdís Eyland Gestsdóttir. Það er ekki langt síðan við fengum fréttirnar um það að þú værir kominn með erfiðan sjúk- dóm sem nú hefur haft betur. Þrátt fyrir bjartsýni og mikla baráttu í lyfjameðferðinni, þá er þetta staðreynd sem við verðum að lifa með. Á síðustu dögum hafa minningar um þig rifjast upp, og hjálpað okkur við að vinna úr sorginni, sem er djúp. Minningar úr eyjunum með þakklæti fyrir að hafa fengið frelsi sem krakki til að valsa um í eyjunum og hjálpa til við öll störfin sem þurfti að vinna. Við vitum að þú hafðir lúmskt gaman af tíkinni okkar þó þú hafir ekki viðurkennt það og teflduð þið nokkrar refskákir saman, en alltaf lagðist hún hjá þér, enda drógust öll dýr að þér og þú mikill dýravinur. Stelp- unum okkar leið alltaf vel hjá ykkur Ellu og alltaf mikið sport að fara rúnt með afa í sjoppuna til að kaupa ís handa ömmu. Við ætlum ekki að hafa þetta mikið lengra enda erum við ekki mikið fyrir að skrifa, en það og að tala við alla, hvar og hvenær sem var, var þín sér- grein. Minningin lifir. Gunnar Már, Eyrún María, Katrín Eyland, Þórunn Ey- land og Bergrún Eyland. Mig langar aðeins að minn- ast þín, sonur sæll. Ég á bágt með að trúa því að þú sért far- inn frá okkur öllum, stórum sem smáum en við ráðum víst lítið um það hver fer fyrstur eða síðast en svona er víst lífið. Gestur Már var einstakur, alltaf glaður og kátur svo eftir var tekið hvar sem hann kom. Það var sama hvað Gestur Már gerði, alltaf varð að klára verk- ið. Hann var í öllu sem snerti útgerð og sjómennsku frá upp- hafi. Ég myndi halda að ekki fyndist sá sjóari á Breiðafirði eða Vestfjörðum sem ekki þekkti Gest Má frá því hann óx upp úr barnsskónum, t.d. örfá dæmi um hans ævistörf. Hann var alltaf að laga hitt og þetta og hann hringdi stundum í karl föður sinn hérna fyrir sunnan og bað hann um að ná í ým- islegt sem Gest vantaði. Svo þegar ég kom að sækja pant- anirnar og spyr um pakkann fæ ég oftast svarið: „Já, ekki ertu að sækja fyrir Gest Má?“ Okkur feðgum kom alltaf mjög vel saman. Við vorum nú oft að ræða hin ýmsu mál svona almennt eins og gengur og ger- ist. Við vorum þó ekki sammála eins og gengur og gerist en þá kom fyrir að Gestur Már stóð upp og sagði: „Ég skal sko segja þér Gunnar Helgason að þetta er sko ekki svona.“ Takk fyrir samfylgdina, son- ur sæll. Gunnar Helgason. Þar sem ég sit og reyni að koma á blað hinstu kveðju koma upp í hugann góðar minn- ingar og þakklæti. Mér verður litið á dagatal Lionsmanna og þar blasir við mynd af Knerrinum. Tilviljun? Nei það held ég varla. Þarna kemur æskan fyrir mig á sjón- rænan hátt. Snjór yfir öllu, veðrið stillt og sjórinn speg- ilsléttur. Það voru ófáár sjó- ferðirnar á Knerrinum, en við Gunnar Már vorum vanir að sitja í stefninu undir strigapok- um og ræddum okkar framtíð- ardrauma. Þvílíkt ævintýri sem eyjalífið var tveim litlum gutt- um. Það var margt brallað í eyjunum, á kvöldin var setið og sagðar sögur og spilaður kani. Gestur Már þú varst stór hluti barnæsku minnar. Glað- værð þín og uppátækjasemi var einstök og nú er ég er kominn til vits og ára verð ég að nefna það umburðarlyndi sem þú hafðir fyrir okkur Gunnar Má eða delunum eins og þú varst vanur að kalla okkur. Það er mér ómetanlegt að hafa fengið að taka þátt í eyja- lífinu með ykkur feðgum og frændum og fyrir það verð ég þér ávallt þakklátur. Hvíl í friði, kæri vinur. Ég sendi Elínu, börnum hennar, tengdabörnum og öðr- um afkomendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ásmundur S. Guðmundsson. Mig langar í fáum orðum að minnast starfsfélaga míns, Gests Más. Ég kynntist Gesti fyrir um það bil níu árum er hann hóf störf hjá Sæferðum. Gestur var þægilegur í um- gengni og alltaf í góðu skapi. Gestur var maður sem gekk í öll störf og alltaf var viðkvæðið ef eitthvað þurfti að leysa: Ekkert mál, ég redda því. Ef Gestur gat ekki reddað því þá athugaði hann hvort aðrir í fjöl- skyldunni gætu ekki leyst það. Við á skrifstofunni grínuðumst gjarnan með það ef eitthvað kom uppá að nú yrði bara að tala við starfsmannaleigu Gests, þá væri málinu reddað og Gestur tók þátt í gríninu með okkur. Gestur þurfti að játa sig sigraðan eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein og það sem lýsti honum best í þessari baráttu var gleði, bjart- sýni og jákvæðni, hann var ákveðinn í því að koma aftur til vinnu hjá okkur á næsta ári. Við þurfum hins vegar að sætta okkur við að svo verður ekki. Ég vil að lokum senda fjöl- skyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur og minningin um góðan mann mun lifa meðal okkar um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku Gestur. María Valdimarsdóttir. Nú er fallinn frá einn af son- um Breiðafjarðar ef svo má orða, Gestur Már Gunnarsson. Gestur var fæddur í desember 1950 og uppalinn í Hrappsey sinn barnsaldur í skjóli afa síns og ömmu og einnig eftir að þau fluttu til Stykkishólms. Undir- rituðum er hann minnisstæður sem ungur drengur þar sem hans uppeldissvæði var hér niðri á „plássinu“ í Stykkis- hólmi. Fyrst í „Settuhöll“, síðan í Blöndalshúsi og að lokum inni á Austurgötu, en það hús er ennþá í eigu ættmenna Gests. Allt snérist um sjóinn, eyjarn- ar, bryggjurnar og bátana. Eins og tíðkaðist hjá ungu fólki var snemma byrjað að vinna og í kjölfarið að mennta sig. Starfssviðið var fyrst í tengslum við menntun hans sem að hluta fór fram í Noregi og laut að verkstjórn í fisk- vinnslum. Við það starfaði Gestur um árabil með góðum árangri bæði út um land og síð- an hér í Stykkishólmi. Lífið hélt áfram og fjölskyldan myndaðist, börnin eitt af öðru, þrjár dætur og einn sonur. En Gestur sá fyrir sér meiri umsvif og um langt árabil gerði hann út smærri fiskibáta ásamt frænda sínum Bergsveini Gestssyni. Þeir frændur störf- uðu vel saman og Bergsveinn hefur alltaf verið Gesti og fjöl- skyldu mjög kær og náinn. Þetta er því Begga mikill miss- ir. Gestur hóf störf hjá Sæferð- um vorið 2005 og hefur starfað þar óslitið síðan. Hann hafði með höndum mörg og fjölbreytt störf fyrir Sæferðir, enda lá vel fyrir honum allt sem að sjó og skipum snéri. Í fyrstu sá hann um afgreiðslu á bryggjunni í tengslum við ferjuna Baldur en fljótlega hóf hann störf um borð í ferjunni Baldri. Þar féll hann vel inn í hópinn. En á sumrin féll honum betur að sigla í námunda við eyjuna sína, Hrappsey, og var þá við ýmis störf á skoðunarferðaskipum Sæferða, vélstjóri, stýrimaður og á tímabili skipstjóri á einum af minni bátum fyrirtækisins og þá aðallega með sjóstöng. Gest- ur var sérlega þægilegur stafs- maður og tilbúinn að fara í öll þau störf sem að höndum bar hverju sinni eða á þurfti að halda. Hann var eins konar „altmuligt-mand“ eins og fólk með hans hæfileika er stundum kallað. Störf hans hjá Sæferð- um leiddu meðal annars til þess að margir úr fjölskyldu Gests hafa haft með höndum ýmis störf fyrir Sæferðir, bæði til sjós og lands. Eins og Gestur var, traustur og trúr sínum störfum, er að öllu leyti hægt að segja það sama um aðra honum tengda. Eru þar án efa áhrif frá Gesti sem miklu ráða er varðar trú- mennsku og ábyrgð og önnur lífsgildi í uppeldi síns fólks. Gestur var glaðlyndur, ræð- inn og vinsæll meðal farþega og gaf sannarlega ferðunum sem hann tók þátt í sitt gildi með framkomu sinni og fróðleik. Við starfsfélagarnir sem eftir stöndum minnumst hans með þakklæti sem góðs félaga. Hann var bóngóður og ávallt tilbúinn að leysa allan vanda. Við vottum Elínu Helgu, börn- um og barnabörnum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að annast þennan fróma Breiðfirð- ing. Pétur Ágústsson. Gestur Már Gunnarsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN BENEDIKT GUÐMUNDSSON frá Þverdal í Aðalvík, Boðaþingi 24, lést á heimili sínu fimmtudaginn 31. október. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Sjöfn Sóley Sveinsdóttir, Rögnvaldur R. Andrésson, Gerður Sveinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Smári Sveinsson, Guðmunda Óskarsdóttir, Kristín Linda Sveinsdóttir, Skjöldur Vatnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.