Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 43

Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 ✝ Grétar PállGuðfinnsson fæddist á Patreks- firði 16. desember 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofn- unni á Patreksfirði 30. október 2013. Foreldrar hans voru Guðfinnur Einarsson, bygg- ingameistari á Pat- reksfirði, f. 1. sept- ember 1883 á Lambleiksstöðum á Mýrum, d. 30. júlí 1948, og Markúsína Áslaug Mark- úsdóttir, húsfrú á Patreksfirði og síðar í Reykjavík, f. 20. októ- ber 1905 í Krók, Rauðasands- hreppi, d. 4. desember 1987. Al- systkini Páls voru Bára, f. 16.9. 1927, d. 28.10. 1940 og Arnheið- ur, f. 31.1. 1931, d. 23.8. 2004. Hálfsystkini samfeðra voru Hólmfríður Einína Margrét, f. 18.10. 1905, d. 1928 og Páll, f. 24.6. 1908, d. 30.10. 1968, þau fluttu bæði ung til Vesturheims börn. 8) Páll, f. 26.4. 1962, maki Bára Einarsdóttir, hann á fjög- ur börn. 9) Sigurbjörg, f. 15.5. 1964, maki Helgi Auðunsson, hún á fjögur börn. 10) Harpa, f. 27.9. 1966, maki Víkingur Traustason, hún á þrjú börn. 11) Nanna, 16.12. 1968, maki Egg- ert Matthíasson, þau eiga tvö börn. 12) Finnbogi Hilmar, f. 22.3. 1970, maki Nicola Pálsson þau eiga fjögur börn. 13) Krist- jana Guðný, f. 15.7. 1972, maki Guðni Rafnsson, hún á tvö börn. Afkomendur Páls og Nönnu eru nú komnir yfir 100 talsins. Páll bjó alla sína ævi á Vatn- eyri, Patreksfirði, og nánast í sama húsinu á Klifinu eða um 60 ár en seinni árin bjó hann í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Páll var húsasmíðameistari að mennt og var sjálfstæður at- vinnurekandi til fjölda ára, var með mörg stór verk á þeim ár- um og eftir hann standa mörg hús sem hann hefur byggt. Einnig vann hann við Mjólk- árvirkjum og reisti spennistöðv- ar víða um land fyrir Rafmagns- veitur ríkisins. Útför Páls fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag 9. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin klukkan 14. með móður sinni. Hinn 26. desem- ber 1951 kvæntist Páll konu sinni Jónu (Nönnu) Sörladóttur, f. 10. maí 1931 í Kjós, Árneshreppi, d. 15. september 1998. Páll og Nanna eignuðust þrettán börn: 1) Guðfinnur Davíð, f. 15.5. 1950, maki Herdís J. Agnarsdóttir, og eiga þau tvö börn. 2) Kolbrún, f. 23.5. 1951, maki Oddur Guð- mundsson, hún á fjögur börn. 3) Bára Margrét, f. 4.2. 1953, maki Ólafur Magnússon, látinn, hún á tvö börn. 4) Einar, f. 21.1. 1955, maki Arndís Harpa Ein- arsdóttir, þau eiga fimm börn. 5) Áslaug Björg, f. 1.2. 1957, maki Richard M. Wilson, þau eiga fjögur börn. 6) Steinunn, f. 15.9. 1958, hún á þrjú börn. 7) Sigríður, f. 30.9. 1959, maki Bjarki Pétursson, hún á tvö Einhvern veginn er og verð- ur maður alltaf barn í hjartanu gagnvart foreldrum sínum. Elskulegi pabbi minn, þá er kallið komið og þú færð nú hvíld frá þínum veikindum en mikill er söknuðurinn að hitta þig ekki lengur og sjá ekki brosið þitt og nú heilsar manni ekki neinn lengur með þínum hætti og kyssir á handarbakið og segir „sæl vina mín“. Dengi varst þú alltaf kallaður á þínum yngri árum og við vorum kennd við þig sem Dengabörn. Þær eru margar minningarnar sem bregður fyrir nú þegar ég hugsa til baka og sérstaklega til æskuáranna, þú að baða okkur elstu systkinin uppúr bala á eldhúsgólfinu og klippa neglur (reyndar notaðir þú oftast vasa- hnífinn þinn) og að greiða okk- ur. Þó þú hafir ekki verið mjög húslegur við almenn heimilis- störf þá var þetta þitt verk og mamma sá um allan hinn pakk- ann, t.d. að rétta þér kaffiboll- ann og færa þér sokkana (svona í gríni) því þú varst af þeirri kynslóð þar sem karlmenn voru ekki að standa mikið í eldhúsinu eða öðru sem taldist kven- mannsverk. Það var oft kátt í koti með þrettán börn, níu stelpur og fjóra stráka, en öll virtum við þig mikils og hlýdd- um því sem þú sagðir. T.d. þeg- ar fréttir voru í útvarpinu því af engum fréttatíma máttir þú missa og hélst það alveg til dauðadags. Matur og kaffi varð að vera á réttum tíma og oft í seinni tíð höfum við brosað að þinni sérvisku að geta ekki drukkið kaffið fyrr en á slaginu hálffjögur en þar kemur örugg- lega til Kambara-sérviskan sem við öll eigum að vera svo fræg fyrir. Ég man líka þegar ég keypti mína fyrstu fasteign að- eins tvítug og þú fórst með mér í bankann og lán fékk ég. Þú varst mjög stoltur af öll- um þínum börnum og afkom- endum og sagðir oft að þú værir ríkasti maðurinn á Íslandi. Ég held að fáir hafi haft eins mikla trú á mér og hvatt mig áfram í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur eins og þú gerðir alltaf. Þú fylgdist vel með barnabörn- um þínum og varst mjög glaður þegar vel gekk, eins gat líka vottað fyrir brosi hjá þér þegar einhverjir dóttur- eða sonarsyn- irnir urðu of fyrirferðarmiklir sem stundum gerðist. Þú varst mikill Vatneyringur og oft hafði maður gaman af, eins og þegar ég ákvað að skíra verslun sem ég átti um tíma „Geirseyrarbúð“ og bar nafnið undir þig, þá sagðir þú: „Jú, jú, ágætt og allt í lagi en mundu að þú ert og verður alltaf Vatneyr- ingur.“ Tveir bræður mínir fet- uðu í þín fótspor og lærðu hjá þér húsasmíði og urðu þar af leiðandi þriðja kynslóð trésmiða hér á Patreksfirði af okkar ætt, þótt hugur þeirra hafi síðar beinst í aðrar áttir. Fótbolta- áhugi þinn var ótrúlegur, ég minnist sumarsins áður en mamma lést hvað hún var leið að komast ekki í „Selið“, sum- arbústaðinn ykkar, vegna þess að HM var í sjónvarpinu. En pabbi minn, takk fyrir allt, þú varst sannkallaður höfð- ingi, vanur að hafa fullt af fólki í vinnu fyrr á árum og hafðir því lag á að láta okkur, sérstaklega stelpurnar, stjana við þig allt til enda en það var líka allt í lagi því þú áttir það svo sannarlega skilið. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, og guð veri þér náðugur. Þín dóttir, Kolbrún. Elsku pabbi, nú er þinni jarð- vist lokið og er ég viss um að þú hafir fagnað hvíldinni, síðustu vikur voru orðnar þér mjög erf- iðar. Ég veit að mamma hefur tekið vel á móti þér. Ég hef oft hugsað síðustu ár hvað það hlýtur að hafa verið þér erfitt að missa heilsuna á besta aldri þegar þú fékkst heilablóðfallið og lamaðist fyrir tæpum 30 ár- um. Svo verður þú fyrir miklu áfalli þegar mamma féll frá fyr- ir 15 árum. Við systkinin reyndum okkar besta að láta þér líða vel eftir því sem heilsu þinni hrakaði, þú varst ánægður niðri á Kambi og okkur fannst gaman að sjá alla samheldnina hjá þeim eldri borgurum sem þar búa, það var oft glatt á hjalla þegar þú, Að- alheiður Kolbeins og Maggý voruð sest út og Aðalheiður að segja brandara. Þú hafðir gam- an af því að fá barnabörnin, langafabörnin og börn almennt í heimsókn og áttir alltaf fleiri dósir af Mackintosh-nammi til þess að bjóða þeim, enda voru þau vön að kalla þig nammi-afa. Þú varst fæddur og uppalinn á Patró og það eru öll þín börn líka, ég minnist æskuáranna með gleði því við vorum heppin með ykkur sem foreldra, jafn ólík sem þið mamma voruð, þú vildir aga en mamma lét flest eftir okkur. Ég sé ekki fyrir mér matarborð í dag með 13 börnum eins og var heima á Klifi. Við sátum hljóð yfir frétt- um og borðuðum, svo þegar fréttatíminn var búinn þá heyrðist nú í okkur öllum. Þú kenndir flestum okkar á skíði, ég man eina páska þá fóruð þið mamma með krakkaskarann fram í dal á skíði. Þú sagðir okkur oft söguna um það hvar þú sást mömmu fyrst, þá var hún á 100 km (lík- legt) hraða niður skíðabrekku á Ísafirði og þú sást þessa fallegu stúlku sem þér fannst þú verða að kynnast betur og skreiðst inn um glugga á elliheimilinu sem mamma vann á til þess að reyna að heilla hana og það tókst þér svo sannarlega. Flest okkar eldri barna þinna fengu vinnu hjá þér þar sem þú varst alltaf með vinnuflokka að smíða. Ég fékk vinnu hjá þér við að hjálpa til í mötuneyti á Ísafirði. Ég minnist sumranna í Mjólkárvirkjun, þá var mamma með okkur öll með sér og sá um eldamennskuna fyrir vinnu- flokkinn. Það var þér mikið áfall þegar þyrlan fórst 1975 með 7 manns og móðuramma okkar Sigur- björg þar á meðal en þyrlan var á leið til þín upp á Kleifárvelli á Snæfellsnesi þar sem þú varst að byggja spennistöð og amma var ráðskona hjá þér þá. Ég minnist allra veiðiferð- anna okkar í Fjarðarhorn eftir að þú veiktist. Þá varst þú heima í veiðihúsi en þú sagðir okkur mömmu hvar væri best að veiða. Yfirleitt var mamma duglegri en ég að fá lax og þú svo stoltur af henni. Þér og mömmu þótti nú aldeilis gaman að fara í veiði og var það ykkar aðaltómstundargaman. Í dag eru afkomendur þínir, börn, barnabörn og langafabörnin, komnir yfir hundrað en þú hafðir nú ansi gaman af því að heyra okkur telja allt liðið upp og fá fréttir þegar nýr fjöl- skyldumeðlimur fæddist. En núna er komið að leiðarlokum hjá þér, pabbi minn, og þakka ég þér okkar samverustundir. Hvíl í friði, pabbi minn. Bára Pálsdóttir. Þá er nú síðasti hreinræktaði kambarinn farinn frá firðinum fagra Patreksfirði, og eftir stöndum við systkinin 13 sem erfðum kambara-þrjóskuna frá pabba, það segja alla vega mak- ar okkar. Í einum texta er sungið „pabbi minn er ríkari en pabbi þinn“, en ég get sagt að minn pabbi hafi verið ríkastur allra, hann á orðið yfir 140 af- komendur, gera aðrir betur. Ekki get ég sagt að ég komi nokkurn tíma til með að feta í hans fótspor, það er alveg á hreinu. Ég ætla einhverjum öðrum að rifja upp æviágrip pabba míns. Á mínum yngri árum samdi okkur pabba ekki alltaf vel en þar kom þá kambara-þrjóskan best fram í okkur báðum. Ég hef alltaf haft munninn fyrir neðan nefið og reifst oft um úti- vistartíma og pólitík en pabbi var fæddur krati, hann hætti svo í Alþýðuflokknum eftir að hann sameinaðist öðrum flokk- um en eftir það vildi hann ekk- ert um flokkinn sinn vita. Núna síðari árin passaði pabbi vel upp á að við systkinin hefðum í nógu að snúast og þá aðallega í kringum hann, ein var að baka, önnur að steikja fiskibollur, ein að skúra gólf en á meðan sat pabbi og hafði gaman af og brosti sínu blíðasta. Stundum fór stjórnsemi pabba langt út fyrir mörkin, hann passaði vel upp á nágrannakonu sína að hún tæki þvottinn inn áður en það færi að rigna. Hann var sannur húsbóndi á sínu heimili og vildi hafa sitt á hreinu, hann átti alltaf nóg í frystikistunni og sá til þess að hún væri aldrei tóm. Pabbi var ekki sjónvarps- vænn maður, hann skipti um stöðvar eins og enginn væri morgundagurinn og ruglaði í sjónvarpinu þangað til allt var farið í skrall, þá kom sér vel að eiga alla þessa yndislegu afa- stráka sem voru boðnir og bún- ir að aðstoða afa sinn. Mamma og pabbi voru góðir foreldrar, þau ólu upp sín 13 börn og víluðu ekki fyrir sér að taka barnabörnin í fóstur. Þau ólu að mestu leyti upp annan son minn. Rúnar Arnar sonur minn dvaldi líka mikið hjá afa og ömmu, en þeir voru ekki einu börnin sem þau voru mikið með. Hafðu þökk fyrir allt, elsku besti pabbi minn, og með þess- um orðum kveð ég þig. Langt í vestri vakir byggðin mín vinaleg í faðmi brattra fjalla. Unaðsleg hún ól upp börnin sín er þau hlupúum strönd og græna hjalla. Roðagylltur Rauðisandur er. Rís úr hafi landsins ysti vörður. Ævinlegáer efst í huga mér æskuslóðin kæra, Patreksfjörður. (Ómar Ragnarsson) Sigríður Pálsdóttir. Grétar Páll Guðfinnsson ✝ Jóhanna Magn-úsdóttir fædd- ist 24. júní 1923. Hún lést 27. október 2013. Jóhanna var dótt- ir hjónanna Magn- úsar Jónsson frá Brúnarstöðum í Fljótum og Maríu Sumarrósar Er- lendsdóttir frá Ámá í Héðinsfirði. Eign- uðust þau þrjú börn sem létust barnung en önnur börn þeirra voru: Unnur, f. 7. september 1917, d. 1984, María, f. 22. maí 1920, d. 1979, Haraldur, f. 7. ágúst 1926, d. 1981, Elínóra Guð- ar Bergmann, fæddur 25. júní 1948, d. 2000. Ævar Bergmann, f. 9. mars 1953, kvæntur Guð- laugu Friðriksdóttur, f. 14. jan- úar 1958, þau eiga þrjár dætur. Sigrún Jóhanna, f. 5. janúar 1961, hún á einn son. Barna- barnabörnin eru 16 talsins. Jóhanna og Jónas kynntust ár- ið 1945 og hófu sambúð. Þau keyptu efri hæð á Grundargötu 6 á Siglufirði og bjuggu þar til 1960. Þá fluttu þau á Hvanneyra- braut 44 á Siglufirði þar sem þau bjuggu til æviloka. Sem ung stúlka var Jóhanna í vist og vann síðan í síldarsöltun og fisk- vinnslu. Lengst af var hún heimavinnandi húsmóðir. Síð- ustu árin dvaldi hún á Skálahlíð og Heilbrigðisstofnun Siglu- fjarðar. Útför Jóhönnu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 9. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. laug, f. 2. apríl 1929, og Jón Símon, f. 15. ágúst 1931, d. 1996. Jóhanna giftist Jónasi Bergmanni Guðmundssyni mál- ara frá Ísafirði f. 9. mars 1922, d. 27. september 1991. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson og Mar- grét Sakaríasdóttir. Jóhanna og Jónas eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: Magnús Berg- mann, f. 11. mars 1946, kvæntur Margréti Dórótheu Mar- onsdóttir, fædd 24. september 1946, og eiga þau þrjá syni. Óm- Fyrir um 40 árum kom ég fyrst til Siglufjarðar ung stúlka að hitta tilvonandi tengdafor- eldra mína Jóu og Jónas. Með okkur tókst góður vinskapur. Alltaf þegar við komum norður á Siglufjörð tók Jóa á móti okk- ur með hangikjöti og seinna meir á meðan heilsan leyfði þegar hún var komin upp á Skálahlíð fór hún niður í íbúð og beið þar með hangikjötið. Enda minnast dætur mínar þess í heimsóknum til ömmu og afa á Sigló að amma beið alltaf með hangikjöt. Jóa var mikil punturófa og naut þess að klæða sig og gera sig fína, enda hafði hún aldrei farið í síðbuxur fyrr en hún missti heilsuna og dvaldist á sjúkrahúsinu. Það var ósjaldan sem ég fór með Jóu í félagsvist og í bingó. Síðan gátum við set- ið fram á nótt og spjallað sam- an. Jóa var mikill gleðipinni og síðast nú í sumar sátum við hjá henni á sjúkrahúsinu og var henni boðið kaffi, nei takk, ég ætla ekki að fá því ég er að fara á ball, sagði mín eldhress. Eftir að Jónas dó árið 1991 flutti Jóa fljótlega í Skálahlíð en síðustu 6-7 árin hafa verið henni erfið og dvaldist hún á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar þar sem hún naut einstakrar umönnunar sem ber að þakka. Hvíl í friði, elsku tengdamanna. Guðlaug Friðriksdóttir. Elsku Jóa mín. Nú er verið að leita að feg- ursta orðinu í íslensku og hafa margir komið með ansi skemmtilegar tillögur. Mér finnst júhú vera mjög fallegt orð vegna þess að það minnir mig á þig. Þú varst vön að kalla þessa kveðju til okkar á efri hæðinni í hvert sinn sem þú komst heim eftir hinar daglegu bæjarferðir þínar. Stundum var oft á dag kallað glaðlega júhú upp í eldhúsgluggann. Í þessu orði felst, í mínum huga, gleði og vingjarnleg kveðja, oftast fylgt af dillandi hlátri þínum. Ég var svo heppin að búa í sama húsi og þú og hef þekkt þig alla mína ævi. Það var alltaf mikill samgangur milli hæða og það mætti segja að þú hafir verið nokkurs konar auka- mamma fyrir mig. Þegar ég fór suður í skóla var ég alveg jafn spennt að hitta þig eins og fjöl- skyldu mína þegar ég kom heim í jóla- og páskafrí. Það var alltaf jafn dásamlegt að fá kryddköku og mjólk hjá mömmu, spjalla við hana og skjótast svo í kaffi til þín. Þú hafðir einlægan áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur og vildir alltaf fá að vita hvernig gengi í skólanum og vildir fá að vita um frammistöðu mína þar og líðan almennt. Jóa mín, þú varst fínleg kona sem alltaf gekk um á háum hælum og hugsaðir vel um útlit þitt. Ég minnist þess að einu sinni gafstu púðurdós á tom- bólu og mín heitasta ósk var að ég yrði svo heppin að fá púð- urdósina. Ég man ekki hvort ég fékk dósina en að minnsta kosti fékk ég að púðra mig með fín- iríinu þínu. Þegar við stelpurnar vorum litlar vorum við vanar að liggja á gólfinu frammi á gangi hjá þér og lita í litabækur. Þú gafst okkur einkunn fyrir myndirnar og varst mjög sanngjörn við þá iðju því við skiptumst á að vera hæstar. Við kepptumst allar við að gera okkar besta og þannig ýttir þú undir metnað okkar að gera alltaf eins vel og við get- um. Í hvert sinn sem ég skræli gulrætur verður mér hugsað til þín. Heima hjá mér var skrælt beint í ruslafötuna og ég hitti nú ekki alltaf í fötuna. Ein- hvern tímann var ég niðri hjá þér að spjalla þegar þú varst að flysja gulrætur, beint í vaskinn, skrapaðir svo öllu saman og hentir í ruslið. Þvílík hugljóm- un sem þetta var fyrir mig. Ha- haha, stundum er maður svo fastur í vananum að manni dettur ekki í hug að hægt sé að gera hlutina öðruvísi en þeir hafa alltaf verið gerðir. Eftir þetta hef ég alltaf skrælt gul- rætur eins og þú og hugsa æv- inlega til þín í hvert skipti. Elsku Jóa mín, þú yndislega kona, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta samvista við þig. Ég er viss um að það urðu fagnaðar- fundir hjá ykkur mömmu þegar þú fórst á vit englanna og ég er viss um að þegar minn tími kemur þá verðið þið þær fyrstu sem ég hitti, ásamt ömmu. Það er alltaf sárt að missa ástvini og ég vil votta Sigrúnu, Ævari, Magga og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Sjáumst seinna, Alma. Jóhanna Magnúsdóttir virðing reynsla & þjónusta allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.