Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
✝ Aðalheiður ÁsaGeorgsdóttir
fæddist að Stóra-
Kambi í Breiðuvík-
urhreppi 28. júní
1924. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 31. októ-
ber 2013.
Ása var dóttir
hjónanna Georgs
Júlíusar Ásmunds-
sonar, f. 8. sept.
1891, d. 6. maí 1983, og Guð-
mundu Láru Guðmundsdóttur,
f. 11. nóv. 1895, d. 27. nóv. 1973.
Hún var þriðja í röðinni af níu
systkinum. Af þeim eru nú fjög-
ur á lífi. Systkini Ásu eru: Guð-
mundur Kristófer, f. 1921, d.
1997. Gunnhildur Ingibjörg, f.
1923, d. 2006. Sigríður Guðný
Bjarnveig, f. 1926. Þorbjörg, f.
1928, d. 2010. Sveinn Haukur, f.
1929. Pálína, f. 1932, d. 2010.
Guðrún, f. 1933. Reimar, f. 1937.
Ása eignaðist tvö börn, faðir
þeirra var Alfreð Lárusson, f.
1921, d. 2003. Þau slitu sam-
vistum eftir stutta sambúð. Börn
Petra, f. 1984, unnusti hennar er
Sævar Steinarsson, f. 1980.
Með Ásu ársgamla fluttu for-
eldrar hennar að Miðhúsum og
átti Ása þar heima nánast alla
sína ævi utan nokkur ár er hún
bjó í Reykjavík. Hún ólst upp við
almenn sveitastörf og lærði
snemma að taka til hendinni.
Árið 1941 fór hún í vist til
Reykjavíkur en var alkomin að
Miðhúsum aftur 1947. Ása gekk
í flest þau verk er annast þurfti
og var sveitungum sínum ætíð
hjálpleg. Voru þau nokkur
heimilin í sveitinni sem nutu
hjálpar hennar, t.d. tók hún á
móti nokkrum börnum. Mið-
húsaheimilið var ætíð mann-
margt og eru þau orðin mörg
börnin sem þar hafa dvalið um
lengri eða skemmri tíma og eiga
góðar minningar þaðan. Þar var
ætíð tekið vel á móti öllum. Eftir
lát foreldra sinna bjó Ása áfram
í Miðhúsum og stundaði þar bú-
skap. Árið 1989 veiktist Victoría
dóttir hennar og þá fór Ása og
lagði fjölskyldu hennar lið en
Victoría lést 1992. Á efri árum
festi Ása kaup á íbúð í Hafn-
arfirði þar sem hún dvaldist að
vetrum en fór aftur í sveitina
fyrir sauðburð.
Útför Ásu fer fram frá Búða-
kirkju í dag, 9. nóvember 2013,
og hefst athöfnin kl. 13.
þeirra eru; Guð-
mundur Al-
freðsson, f. 8. des.
1944, kona hans er
Birna Guðmunds-
dóttir, f. 12. feb.
1953. Börn þeirra
eru Jóhannes Örn,
f. 1972, Aðalheiður
Lára, f. 1975, hún á
þrjú börn. Unnusti
hennar er Pétur
Már Ólafsson, f.
1969. Georg Kristján, f. 1981,
eiginkona hans er Berglind Ýr
Sigurðardóttir, f. 1988. Georg á
tvær dætur. Sindri Hlífar, f.
1986, unnusta hans er Áslaug
Harpa Axelsdóttir, f. 1985. Vic-
toría A. Ásmundsson, f. 5. júlí
1947, d. 8. júní 1992, eiginmaður
hennar var Axel Kordtsen
Bryde, f. 21. júní 1948. Börn
þeirra eru: Ása Lára, f. 1972,
eiginmaður hennar er Margeir
Jóhannesson, f. 1971. Þau eiga
einn son. Kristín Elfa, f. 1979.
Hún á tvo syni. Páll Vignir, f.
1982, eiginkona hans er Linda
Axelsson, f. 1981. Ingibjörg
Í dag fylgjum við ömmu „niður
frá“ eins og við systkinin kölluð-
um hana, síðustu ferðina heim í
sveitina. Hún var mikill dugnað-
arforkur og sinnti jafnt störfum
úti sem inni og fórst það vel úr
hendi. Hún tók þátt í heyskap og
keyrði traktor sem þótti ekki
sjálfsagt fyrir konur af hennar
kynslóð. Alltaf var til nóg af góð-
um pönnukökum, passað að allir
væru saddir og fengju nóg í sig
og á. Hún lá ekki á skoðunum sín-
um, hafði mikið skap en vildi þó
öllum vel og var dugleg að hjálpa
þeim sem á þurftu að halda. Hún
lagði mikinn metnað í að sinna
skepnunum sem voru henni kær-
ar, því er hægt að hugsa sér að nú
njóti hún sín í Sumarlandinu þar
sem hún getur smalað og snúist í
kringum féð. Þar getur hún ark-
að létt á fæti eftir kindunum, með
alla þá smala sem hún þarf. Þar
kunna þeir líka að smala. Nú skil-
ur enginn fé eftir í Seltaglinu eða
á Hærriflötum og nú vita líka all-
ir smalar hvar skal staðið fyrir,
engin á röngum stað. Og allir
þekkja þeir örnefnin rétt og vita
hvar þau eru. Féð er líka afburða
fallegt og auðvelt í rekstri. Af-
tekning verður auðveld, að taka
af gemlingunum verður hið ein-
faldasta mál, og auðvelt eftir
minni. Nú fer amma líka létt með
að hnoða í kleinur og baka pönnu-
kökur, svo örugglega sé nóg
handa öllum. Já, hún kemur til
með að njóta sín núna, laus við
skrokkinn sem var orðinn lúinn
og stirður. Kveðjum við því
ömmu í dag og sjáum hana fyrir
okkur arkandi á gúmmískónum
með prik í hendi á eftir fénu suð-
ur Hraunbrún.
Hvíl í friði, elsku amma „niður
frá“.
Jóhannes Örn, Aðalheiður
Lára, Georg Kristján og
Sindri Hlífar.
Elsku amma Ása. Við kveðjum
þig með söknuði en um leið gleðj-
umst við yfir öllum þeim minn-
ingum sem við eigum um þig. Það
sem kemur helst upp í hugann á
þessari stundu eru Miðhús þar
sem við systkinin fengum að
dveljast til lengri og skemmri
tíma. Alltaf stóðstu þétt við bakið
á okkur og varst kletturinn í lífi
okkar þegar móðir okkar veiktist
og ekki síður eftir að hún lést. Þú
bjóst lengi vel hjá okkur í Ljósa-
landinu og var sá tími ómetanleg-
ur þar sem samband okkar allra
við þig styrktist enn frekar.
Það var einungis einu sinni
sem þú fórst út fyrir landstein-
ana og þá alla leið til Flórída með
okkur systkinum, pabba og Mar-
geiri. Sú ferð gleymist seint og
þú hafðir einstaklega gaman af
því að rifja upp atvik úr ferðinni
og þá einna helst að minna Mar-
geir á eitt ákveðið atvik þar sem
þú gekkst að sjálfsögðu í að
redda málunum.
Lopasokkarnir og vettlingarn-
ir hafa hlýjað okkur og
langömmustrákunum þínum á
köldum vetrardögum. Eigum við
ófáar minningar um þig með
prjónana í fanginu, oft og tíðum
dottandi yfir veðurfregnunum.
Elsku amma. Nú ertu komin
til mömmu eftir langan aðskilnað
og þið hafið líklega nóg að spjalla
og bralla saman. Við kveðjum þig
með sorg í hjarta en höldum um
leið minningu þinni á lofti. Við er-
um óendanlega þakklát fyrir að
hafa átt svona góða konu sem
fyrirmynd í lífinu.
„Ljóst var út að líta“,
Ljómaði fagurt oft
Snæfell hrími hvíta
Við heiðblátt sumarloft;
Skein þar mjöll á hnúkum hæst;
„Allt er hreinast“, hugði’ eg þá,
„Sem himninum er næst“.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Þín
Ása Lára, Kristín Elfa, Páll
Vignir og Inga Petra.
Elsku langamma eða Ása
amma eins og við kölluðum þig
alltaf. Það er erfitt og skrýtið að
hugsa til þess að við komum ekki
til með að hitta þig aftur á næst-
unni, hvorki í Hafnarfirði né í
sveitinni þinni fyrir vestan.
Við erum ótrúlega heppnir að
hafa fengið að njóta þín þessi ár
sem við áttum saman, alltaf
tókstu vel á móti okkur með kök-
um og nammi. Iðulega gripum
við nú með okkur hlauppoka þeg-
ar við kíktum í heimsókn til þín
og Arnór Sölvi var nú yfirleitt
ekki lengi að sannfæra þig um að
opna hann strax þannig að við
gætum nú smakkað smá af
namminu.
Alltaf fannst okkur jafn gaman
að koma til þín í sveitina í ró og
frið, langt frá öllu atinu í Reykja-
vík, það var sama sagan, þú tókst
alltaf vel á móti okkur og þá iðu-
lega með nýbökuðum pönnukök-
um. Síðasta ferðin okkar var ein-
mitt í júlí á þessu ári þegar við
fórum allir saman til þín með Ásu
og Margeiri, sú ferð ásamt öllum
hinum ferðunum vestur verður
ávallt geymd í minningu okkar.
Það er ekki hægt að sleppa því
að minnast á alla lopasokkana og
vettlingana sem þú hefur prjónað
á okkur í gegnum árin, þegar við
fórum að æfa fótbolta af kappi þá
tókstu einmitt uppá því að prjóna
á okkur fótboltaullarsokka sem
náðu alveg uppað hnjám, því ekki
vildir þú að okkur yrði kalt.
Elsku amma, við kveðjum þig
með söknuði, en jafnframt erum
við óendanlega þakklátir fyrir
allt sem þú hefur kennt okkur og
gefið í gegnum tíðina.
Þínir langömmustrákar,
Axel Hreinn, Victor Þór
og Arnór Sölvi.
Eftir stutt veikindi kvaddi hún
þennan heim hún Ása móðursyst-
ir mín í Miðhúsum, 89 ára að aldri
en samt var eins og ég væri ekki
tilbúinn að kveðja, vildi hafa hana
áfram í sveitinni þar sem hún var
einskonar miðpunktur sem alltaf
var hægt að líta inn til, þiggja
kaffi, sitja og spjalla um alla
heima og geima. Þegar ég minn-
ist hennar leitar hugurinn til
baka til bernsku minnar þegar ég
dvaldi í sveit hjá afa og ömmu í
Miðhúsum en þar var ég frá því
að ég fór að muna eftir mér og til
15 ára aldurs og svo alltaf eitt-
hvað á sumrin fram yfir tvítugt.
Á heimilinu mæddi mikið á Ásu,
hún sá um matseld, þvotta,
bakstur og önnur verk sem til
féllu á mannmörgu sveitaheimili
jafnt úti sem inni og oft var
vinnudagurinn hennar langur en
aldrei heyrði ég hana kvarta und-
an of mikilli vinnu því að hún var
hörkudugleg og ósérhlífin enda
var líkaminn orðinn slitinn þegar
yfir lauk en andlegri heilsu hélt
hún fram í andlátið og fylgdist vel
með því sem var að gerast; í bú-
skapnum, hjá ættingjum sem
voru margir eða því sem var efst
á baugi í fréttum. Ása var skap-
mikil kona og oft gat hvesst í
dagsins önn en það risti nú
sjaldnast djúpt því hún vildi öll-
um vel enda voru margir í hennar
umsjá um lengri og skemmri
tíma, börn bæði skyld og óskyld
sem minnast hennar nú eins og
ég og mín fjölskylda með þakk-
læti hlýju.
Ung að árum eignaðist Ása
börnin sín tvö, Guðmund sem nú
er bóndi í Ytri-Tungu og Viktoríu
sem lést langt fyrir aldur fram
aðeins 44 ára gömul. Guðmundur
og Viktoría ólust upp í Miðhúsum
við ástríki mömmu sinnar, afa og
ömmu. Það var henni mikið áfall
þegar dóttir hennar lést frá fjór-
um ungum börnum, þá kom hún
tengdasyni sínum til hjálpar og
dvaldi hjá honum og barnabörn-
unum þennan erfiða tíma sem í
hönd fór, sýndi hún þá mikið
æðruleysi og sálarró. Ása annað-
ist líka um afa og ömmu á þeirra
efri árum. Lífsstarf hennar var
fyrst og fremst helgað Miðhúsa-
heimilinu en einnig vissi ég um að
hún rétti fram hjálparhönd á öðr-
um heimilum í sveitinni þegar
þess var þörf og eftir því var leit-
að. Þá tók hún einnig mikinn þátt
í félagslífi í sveitinni, Kvenfélag-
inu, Ungmennafélaginu og kirkj-
unni sinni og það veit ég að þar lá
hún ekki á liði sínu frekar en í
öðru sem hún tók sér fyrir hend-
ur.
Ása var einungis á sumrin í
Miðhúsum síðustu árin og síðasta
sumarið hennar var í styttra lagi,
heilsan farin að bila, var farin
suður fyrir réttir. En nú hefur
hún lokað dyrum þar í síðasta
sinn og finnst mér að með fráfalli
hennar hafi orðið kaflaskil í lífi
Miðhúsafjölskyldunnar.
Ég þakka henni fyrir fóstrið,
vináttuna og traustið sem hún
auðsýndi mér alla sína tíð og
hennar þátt sem var vissulega
mikill í að koma mér til manns.
Við Áslaug, börnin okkar og
barnabörnin eigum margar góð-
ar minningar frá heimsóknum til
Ásu þegar dvalið var í sumarbú-
staðnum í Miðhúsalandi, minn-
ingar sem gott er að eiga og fyrir
það ber að þakka.
Við vottum afkomendum Ásu
og eftirlifandi systkinum hennar
okkar innilegustu samúð.
Jón Guðmundsson.
Elsku Ása frænka. Það er erf-
itt að setjast niður og skrifa
kveðju til þín. Þú varst fastur
punktur í lífi mínu og það er erfitt
að hugsa sér Miðhús án þín. Ég
var alin upp hjá ömmu, afa og þér
til 14 ára aldurs og á þaðan marg-
ar góðar minningar. Það var gott
að vera barn í Miðhúsum. Sveitin
og kindurnar voru líf þitt og
áhugamál enda varstu afskap-
lega dugleg og sterk kona. Mesta
hrós sem þú gast gefið nokkurri
manneskju var að vera forkur
dugleg og þótti manni mikið í það
varið að fá þá umsögn. Oft
skemmtum við okkur krakkarnir
yfir því þegar þú gast þekkt kind-
urnar í margra kílómetra fjar-
lægð, það er víst kallað að vera
fjárglögg. Og nú ertu keyrð heim
í sveitina þína í síðasta sinn.
Elsku Ása, takk fyrir alla góð-
vildina við mig og mín börn. Við
munum geyma minninguna um
þig í hjarta okkar.
Maggý Dögg.
„Nú er hún Snorrabúð stekk-
ur“ kvað Jónas forðum. Mér
flugu þessar línur í hug við lát
hennar Ásu í Miðhúsum. Nú eru
fyrir bí kleinurnar hennar góðu
og pönnukökurnar og öll önnur
veisla í mat og drykk er var á eld-
húsborðinu hennar hin fjölmörgu
sumur er hún kom vestur í sauð-
burðinn á vorin og fór ekki suður
aftur fyrr en litlu fyrir jól. Þar
áður hafði hún búið með foreldr-
um sínum og síðar ein um langa
hríð, þar til kringumstæðurnar
ollu því að hún varð að fara burtu
yfir háveturinn. Lífið hafði jú
veitt henni áföll stór á stundum
eins og gengur og þá var gamla
bernskuheimilið hennar lífhöfn í
brotsjó mótlætis og missis. Við
Ása höfum lengi þekkst frá því að
ég varð ungur tengdasonur í
Miðhúsum. Til hennar var gott að
koma og dvelja og það getur ótal-
inn hópur af smáfólki vitnað um.
Alltaf stuð í sveitinni, í sauðburði,
heyskap, réttum og sláturtíð.
Ég og mín fjölskylda þökkum
af heilum hug fyrir að hafa
kynnst og notið samvistanna við
hana og hennar fólk. Vertu kært
kvödd, gamla vinkona, ég veit að
þú átt vísa góða heimkomu.
Jón Arngrímsson og börn.
Aðalheiður Ása
Georgsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kveðja frá langömmu-
börnum.
Út um græna grundu
gakktu hjörðin mín.
Yndi vorsins undu,
eg skal gæta þín.
Sól og vor ég syng um,
snerti gleðistreng.
Leikið lömb í kring um
lítinn smaladreng.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Jónas, Hrönn, Margeir,
Anna Birna og Rebekka
Rut.
erfidrykkjur
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is / grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum
Næg bílastæði og
gott aðgengi
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTGEIR KRISTINSSON
frá Felli, Arnarstapa,
Snæfellsnesi,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. nóvember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 13. nóvember
kl. 13.00.
Björg Jónsdóttir,
Jón Kristgeirsson,
Guðjón Kristinn Kristgeirsson, Elín Þ. Egilsdóttir,
Sigurgeir B. Kristgeirsson, Andrea E. Atladóttir,
Jónína Kristgeirsdóttir, Sigurður J. Bergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
ÞÓRDÍS HELGA JÓNSDÓTTIR
OSTERHORN,
sem lést föstudaginn 1. nóvember, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
11. nóvember kl. 13.00.
Jochen Osterhorn,
Svanhildur Björk Gilles, Bjorn Gilles,
Kristjana Osterhorn, Jan Meier,
Liv, Thorben og Solvey Gilles,
Svanhildur Erna Jónsdóttir,
Guðrún Kristín Jónsdóttir, Haukur Bessason
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ALDA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Birkiteigi 20,
Keflavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 3. nóvember, verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 13.00.
Ásgeir Gunnarsson,
Þorbjörn Ásgeirsson, Guðrún Sumarliðadóttir,
Sigrún B. Ásgeirsdóttir, Trausti Björgvinsson,
Gunnar Ásgeirsson, Berglind Bjarnadóttir,
Freyja Ásgeirsdóttir, Kristinn H. Einarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.