Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 50

Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Hildigunnur Gunnarsdóttir fer í sameiginlega afmælisveislusamstarfsfólks síns í Kvennaskólanum í kvöld, á 55 ára af-mælisdaginn. Hún er gestur en svo vill til að hún er sú eina sem á afmæli í dag. „Mér finnst best að vera með fjölskyldunni og elda heima fyrir börnin,“ segir Hildigunnur Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og framhaldsskólakennari, þegar hún er spurð hvernig hún haldi upp á afmælisdaga. Hún er búsett á Seltjarnarnesi og á þrjú börn. Maður hennar er Ásbjörn Jónsson. Hildigunnur á eins og margir sérstaklega eftirminnilega afmælis- daga. Þegar hún varð þrítug fór hún á tónleika með Kim Larsen og fimmtug hélt hún veglega afmælisveislu. Sú veisla var skömmu eftir að almenningi varð ljóst að fjármálakerfið væri hrunið. Hún hætti ekki við veisluna og segir að fólki hafi þótt gott að geta lyft sér að- eins upp við þessar erfiðu aðstæður. Dagurinn í dag gæti einnig orðið eftirminnilegar. Hildigunnur verður með dóttur sinni á fimleikamóti á Akureyri en mætir í kvöld á afmælisball sem samstarfsfólk hennar í Kvennaskólanum hefur boðið til. Margir hafa átt stórafmæli á árinu, ekki síst í nóvember, og slá saman í eina samkomu. Hildigunnur ætlar að skemmta sér þar sem gestur, þótt svo vilji til að hún er sú eina úr hópnum sem á afmæli í dag. helgi@mbl.is Hildigunnur Gunnarsdóttir 55 ára Ljósmynd/Erling Hópur Hildigunnur Gunnarsdóttir með fjölskyldunni, frá vinstri: Jón Gunnar, Hildigunnur, Arndís, Ásbjörn og Ásbjörn Daníel. Mætir á afmælis- ball samstarfsfólks Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. 90 ára Hjónin Rannveig Margrét Jónsdóttir og Kristján Hjörtur Gíslason fagna tvöföldu níutíu ára afmæli í nóvember. Rannveig er níræð í dag, 9. nóv- ember, en Hjörtur verður níræður 23. nóvember. Þau eru fyrrum ábúendur á Fossi í Staðarsveit, nú búsett í Kópavogi. Þau verða að heiman á afmælisdegi Rannveigar, en á afmælisdegi Hjartar, laugardaginn 23. nóvember, verður heitt á könnunni fyrir vini og vandamenn, frá kl. 14 til 17, á Háaleitisbraut 133, Reykjavík. Árnað heilla Guðlaug F. Bárðardóttir og Ólafur Þ. Guðmundsson, Stekkjargötu 43, Reykjanesbæ, eiga fimmtíu ára brúðkaups- afmæli í dag, 9. nóvember. Þau munu verja deg- inum í faðmi fjöl- skyldu sinnar. Gullbrúðkaup P jetur Stefánsson fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember 1953 og gekk í Austurbæjarskóla. Hann hóf nám í Mynd- lista-og handíðaskóla Íslands 1978, var í grafíkdeild og nýlistadeild og útskrifaðist 1984. Hann hóf mast- ersnám í listkennslu við Listahá- skóla Íslands 2012 og lýkur því í vor. Myndlistarmaðurinn Pjetur hefur unnið að myndlist frá 1976 og haldið fjölmargar einkasýningar og samsýningar heima og erlendis. „Ég hef starfað að myndlist og rannsakað birting- armyndir t.d. expressjónisma með margbreytilegum aðferðum. Allt frá teikningu til samsettra mynd- verka og ljósmynda. Samtíminn er kominn með margt sem maður sá fyrir 30 til 40 árum að yrði ofan á í myndlist. Sennilega er stafræna hliðin á myndlistinni einhver merkilegasta nýjung sem fram hef- ur komið í listum. Eina takmörk- unin er rafmagnsleysi en þá getur ímyndunaraflið einfaldlega tekið við.“ Önnur sjálf Pjetur starfaði einnig sem leik- myndateiknari/grafískur hönnuður hjá Ríkisútvarpinu 1987-2008. Hann hefur haldið úti sinni eigin hljómsveit, PS&CO, sem laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari, auk þess að vera gít- Pjetur Stefánsson, myndlistar- og tónlistarmaður – 60 ára PS & CO „Mín fyrsta tónlistarupplifun á lifandi músík var í gamla Iðnó á jólaballi með Ólafi Gauki þar sem ég var á sviðinu og gítartónarnir léku við mig sem andvari eða vindur og víbruðu mig inn að beini.“ Tíminn líður hratt með aukasjálfunum Pjetur „Myndlistin er alls staðar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.