Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 57

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Þúsund stormar, heimildarmynd um Davíð Oddsson, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld kl. 20 og mun Hann- es Hólmsteinn Gissurarson, einn viðmælenda í myndinni, svara spurningum gesta að henni lokinni. Í myndinni er rætt við nokkra af sam- ferðamönnum Davíðs, auk Hannesar þá Björn Bjarna- son, Guðna Ágústsson, Illuga Gunnarsson og Kjartan Gunn- arsson. Í mynd- inni má einnig sjá brot úr viðtölum við Davíð úr safni Sjónvarpsins, m.a. í þætti Hemma Gunn, Á tali, þegar Davíð var borgarstjóri Reykjavíkur. Höfundar mynd- arinnar eru Rafn Steingrímsson vef- forritari og Stefán Gunnar Sveins- son sagnfræðingur. „Tilgangurinn var í raun og veru að segja skemmtilegar sögur,“ segir Rafn, spurður að því hvernig heim- ildarmynd Þúsund stormar sé. „Það var ekki tilgangurinn að grafa mjög djúpt sagnfræðilega eða fara í rosa- lega rannsóknarblaðamennsku, heldur frekar að biðja viðmælendur að segja skemmtilegar sögur og finna annað skemmtilegt efni,“ segir Rafn. – Þetta er þá ekki mjög pólitísk mynd? „Jú, jú, hún kemur mikið inn á það hvernig stjórnmálamaður Davíð Oddsson var, hvað hann var að reyna að gera í pólitík en það er sagt með skemmtilegum hætti,“ svarar Rafn. Í myndinni megi finna margar gamansögur af Davíð. „Guðni er náttúrlega mjög skemmtilegur í myndinni og Illugi, þeir segja marg- ar sögur,“ segir Rafn. Spurður að því hvort myndin spanni allan stjórnmálaferil Davíðs svarar Rafn því til að mest sé fjallað um þá tíma er hann gegndi stöðum borgarstjóra og forsætisráðherra. Að lokum er Rafn spurður að því hvers vegna engar konur séu meðal viðmælenda í myndinni. „Það er í rauninni tilviljun. Við lögðum hart að okkur að fá konur sem voru sam- ferðamenn Davíðs til þess að taka þátt en þær sem við höfðum sam- band við og höfðum áhuga á að fá í myndina voru ekki til taks þegar framleiðsla myndarinnar stóð yfir,“ svarar Rafn. helgisnaer@mbl.is Tilgangurinn að segja skemmtilegar sögur  Heimildarmyndin Þúsund stormar sýnd í Bíó Paradís Stormasamt Ljósmyndin af Davíð sem prýðir veggspjald Þúsund storma. Rafn Steingrímsson Eftir að hafa lesið Sáttmál-ann eftir Jodi Picoultkom upp í hugann saganLove Story eða Ást- arsaga, sem Ali MacGraw og Ryan O’Neal gerðu fræga á hvíta tjaldinu fyrir yfir 40 árum. Báðar sögurnar fjalla um ástir ungmenna, sigra þeirra og sorgir, en Sáttmálinn er ekki aðeins ástarsaga heldur fyrst og fremst harmsaga náinna fjölskyldna og í raun glæpa- saga. Hver er mun- urinn á sjálfsmorði og morði? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Hver er sekur og hver er sak- laus? Þetta eru stóru spurningarnar. Bókin kom fyrst út í Bandaríkj- unum 1998, en sagan gerist fyrst og fremst frá hausti 1997 til vors 1998. Sögusviðið er Bainbridge í New Hampshire, þar sem vinafjölskyldur búa. Börnin Emily og Chris eru nán- ast á sama aldri og allt frá því Emily fæðist haustið 1979 eru þau óaðskilj- anleg. Um 17 árum síðar eru þau ástfangið menntaskólapar með há- skóladrauma, en skyndilega er Emily látin og Chris grunaður um að hafa valdið dauða hennar. Biðin eftir úrskurði kviðdóms er löng og ströng og ástandið hefur mikil áhrif á fjöl- skyldurnar. Þetta er áhrifamikil saga. Í byrjun leikur allt í lyndi en skyndilega hryn- ur allt. Höfundur lýsir vel hugar- ástandi foreldra og barna, ást ungs fólks og foreldraást, verjendum og sækjendum, tilfinningum, tvískinn- ungi, hatri, lygi og sannleika. Sagan er vel skrifuð og mörgum steinum velt við. Margar spurningar vakna. Eru gerðar of miklar kröfur til barna? Eiga foreldrar að ráðskast með allt sem viðkemur börnum þeirra? Hvers virði er lífið, ástin, vinskapurinn? Er öllu fórnandi fyrir börnin? Eiga ungmenni ekki að vera ábyrg gerða sinna? Hvaða áhrif hef- ur afneitun? Og svo má lengi telja. Þegar upp er staðið er þetta fyrst og fremst spurning um sannleikann. Hann er það sem lífið gengur út á, burtséð frá afleiðingunum. Höfundurinn Jodi Picoult. Sannleikurinn og afleiðingarnar Spennusaga Sáttmálinn bbbmn Eftir Jodi Picoult. Magnea J. Matthías- dóttir þýddi. Kilja, 520 bls. JPV útgáfa 2013. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA ESCAPEPLAN KL.5:30-8-10:30 THOR-DARKWORLD3DKL.2-3-5:30-8-10:30 THOR-DARKWORLDVIP2DKL.3-5:30-8-10:30 BADGRANDPA KL.1:30-3:40-5:50-8-10:10 GRAVITY2D KL.5:50-8 PRISONERS 2 KL.3-6-9-10:10 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2DDISNEY DAGARKR. 490KL.1:30-3:40 KRINGLUNNI TOSCA ÓPERA KL. 17:55 (LAU) ESCAPE PLAN KL. 3:10 (SUN) 5:30 - 8 - 10:30 THOR - DARKWORLD 2D KL. 1 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 BAD GRANDPA KL. 10:40 (LAU) (8:20 - 10:30(SUN)) DISCONNECT/HEILABROTINNKL. 5:20 (SUN) FLUGVÉLAR ÍSLTAL2DDISNEY DAGARKR. 490KL.1 SKRÍMSLAHÁSKÓLINN ÍSLTAL2DDISNEYDAGARKR.490KL. (1(SUN) 3:40 ESCAPE PLAN KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 THOR - DARKWORLD 3D KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 BAD GRANDPA KL. 3:20 - 8 - 10:10 GRAVITY 3D KL. 5:50 - 8 PRISONERS 2 KL. 10:10 RUSH KL. 5:25 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL. 3:30 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI ESCAPE PLAN KL. 8 - 10:30 THOR - DARKWORLD 3D KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 BADGRANDPA KL. 5:50 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2DDISNEY DAGARKR. 490 KL.1:40 SKRÍMSLAHÁSKÓLINN ÍSLTAL2DDISNEYDAGARKR.490 KL. 3:40 KEFLAVÍK ESCAPEPLAN KL.8-10:30 THOR-DARKWORLD3D KL.2-5-8-10:20 BADGRANDPA KL.5:50 FURÐUFUGLAR ÍSLTAL2D KL.1:30 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL.3:40 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT VARIETY  THE HOLLYWOOD REPORTER  EMPIRE  98% ROTTEN TOMATOES CHRIS HEMSWORTH TOM HIDDLESTON NATALIE PORTMAN EMPIRE  TOTAL FILM  VAR BARA BYRJUNIN THE HOLLYWOOD REPORTER  ENTERTAINMENT WEEKLY  VARIETY  LOS ANGELES TIMES  “BESTA SPENNUMYND ÁRSINS” FRÁÞEIMSÖMUOGFÆRÐUOKKURJACKASS MYNDIRNARKEMUR„BADGRANDPA“ FRÁBÆR GRÍNMYND! SYLVESTERSTALLONEOGARNOLDSCHWARZENEGGER ERUMÆTTIR ÍFYRSTASINNSAMANÍAÐALHLUTVERKUM Í ÞESSARI FRÁBÆRU SPENNUMYND “NON-STOPACTION” M.S. WVAI RADIO „SMARTANDFUN“ J.B – WDR RADIO ★★★★★ The New York Times ★★★★★ Empire 16 12 L L L 14 FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA THE QUEEN ÍSL TALT.V. - Bíóvefurinn/S&H ★★★ -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 94% á rottentomatoes! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar CARRIE Sýnd kl. 8 - 10:10 PHILOMENA Sýnd kl. 3:50 - 5:50 - 8 - 10:10 FURÐUFUGLAR 3D Sýnd kl. 1:50 FURÐUFUGLAR 2D Sýnd kl. 1:50 - 3:50- 6 CAPTAIN PHILLIPS Sýnd kl. 6 - 9 AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 1:50 - 4 T.V. - BÍÓVEFURINN/VIKAN THE TIMES EMPIRE THE GUARDIAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.