Morgunblaðið - 16.11.2013, Side 28

Morgunblaðið - 16.11.2013, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Kringlunni 4 | Sími 568 4900 Glæsileg föt frá Gelco eru þær áætlaðar um 429 milljónir sem er svipað og fyrir árið 2013. Helsta skýringin á þessu er senni- lega lægra fiskverð, sem leiðir til minni útsvarstekna sjómanna. Áætl- að er að framkvæma fyrir 30 millj- ónir króna og greiða niður skuldir um 14 milljónir króna.    Síldin er óútreiknanleg. Hún hefur verið merki um haustkomuna frá 2007 er hún fyrst lét sjá sig. Í fyrra bar helst til tíðinda óvæntur síldardauði í Kolgrafafirði. Nú er annað upp á teningnum. Lítið er um síld og er hún á grunnu vatni upp í landsteinum. Stóru síldarskipin eru að kasta nótinni á allt að þriggja faðma dýpi. Síldin er á mjög tak- mörkuðu svæði, nær eingöngu á Hofstaðavogi en finnst ekki á þeim svæðum þar sem veiði var góð síð- ustu haust.    Margir smábátar hafa stundað síldveiðar í lagnet frá Stykkishólmi í haust. Þeim var úthlutað 500 tonn- um til veiða. Sá kvóti var fljótt upp- urinn. Þrýst hefur verið á stjórnvöld um aukinn kvóta. Í vikunni var 200 tonnum bætt við og skiptist hann á milli 30 – 40 báta sem hafa fengið leyfi til síldveiða. Úthlutað er 8 tonnum á hvern bát á viku svo aukningin dugar í viku.    Viðhald gamalla húsa er eitt af einkennum Stykkishólms. Nú bæt- ist eitt hús enn í þann hóp. Gamla sýslumannshúsið hefur skipt um eigendur og hafa þeir ráðist strax í miklar endurbætur á húsinu. Skipt verður um klæðningu á húsinu, klætt með sambærilegum panel og þeim sem settur var á það 1896, sem er kúlupanell. Framkvæmdir annast Baldur Þorleifsson sem hef- ur komið að endurbótum margra húsa í bænum og kann því vel hand- tökin.    Íslenskur æðardúnn ehf hefur starfað í bænum í nokkur ár. Fyr- irtækið er að færa út kvíarnar og er að hefja byggingu á nýju húsi við Frúarstíg í elsta hluta bæjarins. Húsið mun hýsa Æðarsetur Íslands. Þar verður sagt í máli og myndum frá öllu því er varðar æðarfuglinn og dúninn sem hann gefur af sér. Þar er um verðmæta hágæðavöru að ræða. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Verndun Gamla sýslumannshúsið var byggt 1896 sem læknisbústaður. Það þjónaði síðan sýslumanni í 69 ár. „Síldin er óútreiknanleg“ ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Ýmislegt er um að vera í Hólm- inum þrátt fyrir að veturinn sé mættur. Fyrstu snjókornin komu í vikunni og sólarhring síðar voru þau horfin í hvassri sunnanátt. Með vetrarkomunni verður breyting á ferðamannastað eins og Stykk- ishólmi. Í haust var mun meira um erlenda ferðamenn en áður. Ferða- mannatíminn er að lengjast. Því verða gististaðir og veitingastaðir opnir í vetur og Sæferðir bjóða upp á siglingar um Breiðafjörð.    Slökkvilið Stykkishólms hefur fengið nýjan yfirmann. Guðmundur Kristinsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri og tekur við af Þor- bergi Bæringssyni sem senn lætur af störfum. Þorbergur hefur starfað í slökkviliðinu frá 1965 í tæp 50 ár.    Gerð fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar fyrir næsta ár er langt komin. Lítil breyting verð- ur á útsvarstekjum á milli ára og Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Embætti umboðsmanns skuldara hefur fengið athugasemdir frá fyrr- verandi viðskiptavinum Lýsingar vegna þeirrar ákvörðunar fjármögn- unarfyrirtækisins að endurreikna hvorki gengislán sem voru upp- greidd við fyrri endurreikning né þau lán þar sem lántaki átti inneign á veltureikningi við síðari endur- reikning. Umboðsmaður getur hins vegar lítið aðhafst, að sögn Svan- borgar Sigmarsdóttur, upplýsinga- fulltrúa umboðsmanns skuldara. Fulltrúar Lýsingar hafa lýst því við umboðsmann skuldara að þeir muni ekki endurreikna lán við- skiptavina í þessum tilfellum nema að gegnum dómsmálum sem segi til að þeir þurfi að gera það. Ósammála túlkuninni Að sögn Svanborgar virðist Lýs- ing byggja afstöðu sína á svo- nefndum Plastiðjudómi og álíti að hann með honum sé komin ný túlkun á endurreikningum. Þessu er um- boðsmaður skuldara algerlega ósammála og telur Plastiðjudóminn staðfesta endurreikningsaðferðir fyrri dóma Hæstaréttar. Embættið hefur hins vegar engar valdheimildir til að grípa inn í. Viðskiptavinir Lýsingar sem eru ósáttir við þessa afstöðu fyrirtæk- isins geta annaðhvort leitað til úr- skurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki eða höfðað dóms- mál. Svanborg segir að sér sé ekki kunnugt um að slík málaferli sem gætu skýrt þessi álitaefni séu í und- irbúningi. „Það er voðalega lítið sem við get- um gert,“ segir hún. Geta lítið gert í afstöðu Lýsingar  Athugasemdir berast umboðsmanni Morgunblaðið/Ómar Gengislán Lýsing lánaði m.a. fyrir bílakaupum með gengislánum. Bónus var oftast með lægsta verðið og Samkaup-Úrval oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun á bökunar- vörum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lágvöruverðsverslunum og stór- mörkuðum víða um land, miðviku- daginn 13. nóvember. Kannað var verð á 106 algengum vörum til bakst- urs. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið í 43 tilvikum af 106 og Nóatún í 26 tilvikum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 41 tilviki af 106, Krónan í 26 tilvikum og Iceland í 25. Í næstum þriðjungi tilfella var um eða undir tveggja króna verðmunur á Bónus og Krónunni. Mesta vöruúr- valið var í Fjarðarkaupum en þar fengust 103 af þeim 106 vörum sem skoðaðar voru. Víðir var með næst- mesta úrvalið eða 97 af 106. Minnsta úrvalið hjá Bónus Minnsta úrvalið var hjá Bónus eða aðeins 66 og af þeim voru fimm óverð- merktar, segir í frétt ASÍ. Af einstaka vörum í könnuninni sem voru fáanlegar í öllum verslun- um má nefna að 250 g af ósöltuðu smjöri frá MS var ódýrast á 175 kr. hjá Bónus, en dýrast á 209 kr. hjá Nóatúni sem er 19% verðmunur. Dökku hjúpdroparnir frá Odense, 100 g, voru dýrastir á 268 kr. hjá Ice- land en ódýrastir á 198 kr. hjá Krón- unni sem er 35% verðmunur. Þurrk- aðar apríkósur frá Hagveri, 250 g, voru dýrastar á 258 kr. hjá Iceland en ódýrastar á 198 kr. hjá Bónus sem er 30% verðmunur. Flórsykurinn frá Dansukker, 500 g, var dýrastur á 299 kr. hjá Iceland, Samkaupum-Úrvali, Hagkaupum og Nóatúni en ódýrast- ur á 229 kr. hjá Bónus sem er 31% verðmunur. Mikill verðmunur var einnig á 100 g af rauðum kokteil- berjum frá Dr. Oetker, þau voru dýr- ust á 579 kr. hjá Nóatúni en ódýrust á 459 kr. hjá Bónus sem er 26% verð- munur. Í könnuninni var skráð niður hillu- verð vöru eða það verð sem neytand- inn hefur upplýsingar um inni í búð- inni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum, segir í frétt ASÍ um könn- unina. Allt að 78% verð- munur var á bökunarvörum  Bónus var oftast með lægsta verðið Morgunblaðið/Sverrir Mesti og minnsti munur » Mestur verðmunur var á möluðum negul frá Príma sem var dýrastur á 461 kr. hjá Fjarð- arkaupum en ódýrastur á 259 kr. hjá Krónunni sem er 202 kr. verðmunur eða 78%. » Minnstur verðmunur var á 100 g af H-Berg pecan-hnetum sem voru ódýrastar á 457 kr. hjá Iceland en dýrastar á 460 kr. hjá Fjarðarkaupum sem er 1% verðmunur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.