Morgunblaðið - 16.11.2013, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013
Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi hefur
barist af krafti fyrir
hag Reykvíkinga á
undanförnum árum.
Fáir borgarfulltrúar
hafa sinnt málefnum
allra hverfa borg-
arinnar af viðlíka elju
og hann. Og fáir búa
yfir eins yfirgripsmik-
illi þekkingu á borg-
inni okkar. Einmitt slíkt fólk þurf-
um við sjálfstæðismenn að velja í
forystusveit okkar.
Kjartan hefur beðið um stuðning
til að skipa áfram 2. sæti lista
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn-
arkosningunum næsta vor. Það er
að mínum dómi auðvelt að verða
við þeirri ósk. Fáir standa honum á
sporði þegar kemur að því að gæta
hagsmuna Reykvíkinga. Hann
stendur vörð um skattfé borgarbúa,
er einarður talsmaður ábyrgrar
fjármálastjórnar og lágra skatta.
Um leið er Kjartan
eindreginn talsmaður
þess að borgin tryggi
góða grunnþjónustu en
sé ekki vettvangur
gæluverkefna. Kjartan
vill jafnframt að öllum
hverfum borgarinnar
sé gert jafn hátt undir
höfði. Kjartan hefur í
störfum sínum sýnt að
hann er einkar heið-
arlegur, duglegur og
hreinskiptinn.
Í prófkjörsbarátt-
unni hefur Kjartan jafnframt sýnt
að hann er framsýnn. Hann hefur
sett fram hugmyndir um hvernig
tryggja megi sem flestum húsnæði
á viðráðanlegum kjörum, hvernig
lækka megi leiguverð, spara í
rekstri borgarinnar, tryggja betri
samgöngur í borginni, bæta mennt-
un í Reykjavík, bæta aðstæður
eldri borgara í samstarfi við þá og
svo mætti lengja telja. Þar að auki
er hann á móti því að flugvöllurinn
verði skipulagður út úr Vatnsmýr-
inni.
Eftir fjögurra ára meirihluta-
samstarf Besta flokksins og Sam-
fylkingar mun nýr meirihluti
standa frammi fyrir veigamiklum
verkefnum. Það er því mikilvægt
að tryggja Sjálfstæðisflokknum
góða kosningu í borgarstjórn-
arkosningunum næsta vor. Það
næst ekki nema við náum að stilla
upp sigurstranglegum lista sem á
er traust fólk með þekkingu og
reynslu af borgarmálum. Slíkur
maður er Kjartan Magnússon. Ég
vil hvetja sjálfstæðismenn til að
tryggja Kjartani gott kjör í 2. sæti
listans.
Eftir Birgi
Ármannsson
Birgir Ármannsson
»Kjartan vill jafn-
framt að öllum
hverfum borgarinnar sé
gert jafn hátt undir
höfði.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Veljum Kjartan Magnússon
í 2. sætið
Ef fólk væri beðið
að lýsa orðinu „stjórn-
málamaður“ myndu
líklegast orð eins og
valdagræðgi, spilling,
þras, baktjaldamakk
og sýndarmennska
koma oft fyrir. Sam-
félagið virðist ekki
hafa mikið álit á
stjórnmálum og
stjórnmálamönnum um þessar
mundir. Það er vel þess virði að velta
þessu fyrir sér og leita svara. Ein
líkleg skýring á þessum óvinsældum
stjórnmálamanna er sú að flestir
stjórnmálamenn fara út í stjórnmál
á röngum forsendum. Þeir sækja í
völd, nota klíkuskap og bak-
tjaldamakk til þess að ná mark-
miðum sínum – fólk sér í gegnum
þetta.
Gott dæmi um mann sem er alger
andstæða við þessa hugsun er Björn
Jón Bragason. Hann er í stjórn-
málum á réttum forsendum og hefur
ekki áhuga á baktjaldamakki, klíku-
skap eða ráðherrastólum. Hann vill
einfaldlega betri Reykjavík og fyrir
vikið hefur hann boðið fram krafta
sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Björn Jón hefur skýra framtíð-
arsýn á það hvernig hann sér höf-
uðborgina okkar vaxa og dafna.
Hann þorir að vera ósammála þegar
það er óvinsælt og þorir að takast á
við erfið vandamál þegar svo ber
undir. Sennilega er enginn maður
sem hefur rannsakað Reykjavík
jafnmikið sl. ár eins og Björn Jón, án
þess að vera þar á launaskrá. Fyrir
vikið hefur hann ótal margar nýjar
og ferskar hugmyndir um að gera
góða borg miklu betri. Hugmyndir
eins og að reyna að bæta veðrið í
Reykjavík gætu minnt fólk á orð
Jóns Gnarrs um að fá ísbjörn í hús-
dýragarðinn, munurinn er einfald-
lega sá að Birni Jóni er fúlasta al-
vara og hann hefur sýnt fram á
möguleikann. Þannig hugsar Björn
Jón, hann lofar ekki upp í ermina á
sér einhverju sem getur ekki staðist,
heldur færir hann alltaf hnitmiðuð
rök fyrir skoðunum sínum – slíka
hugsun vantar í borgarstjórn
Reykjavíkur.
Að lokum þá svarar Björn Jón
ekki loðnum svörum, heldur talar
hann tæpitungulaust – nokkuð sem
stjórnmálamenn verða að fara að
læra að gera. Í raun má segja að
Björn Jón sé ekkert eins og stjórn-
málamaður því allt það sem stjórn-
málamennirnir hafa hefur hann ekki
og öfugt. Við sem stuðningsmenn
hans teljum að það sé jákvætt og
þess vegna hvetjum við fólk til þess
að setja Björn Jón Bragason í 2.-3.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í dag, 16. nóvember.
Eftir Erlu Maríu
Tölgyes og Jóhann
Má Helgason
Jóhann Már Helgason
» Björn Jón hefur
skýra framtíðarsýn
á það hvernig hann sér
höfuðborgina okkar
vaxa og dafna.
Erla er meistaranemi í sálfræði og
Jóhann Már er framkvæmdastjóri.
Erla María Tölgyes
Betri mann í betri borg
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi um-
ræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morg-
unblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birt-
ist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er
notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda
í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er
að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk
Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Hálsmen
14K hvítagull,
8 punkta demantur
55.000,-
Hálsmen
5 punkta demantur
57.000,-
Eyrnalokkar
10 punkta demantur
48.000,-
Hálsmen
14K gull, Zircon
22.000,-