Morgunblaðið - 16.11.2013, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.11.2013, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 ✝ Jóhannes Þor-steinsson fæddist á Stað í Steingrímsfirði 25. september 1926. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 7. nóv- ember 2013. Jóhannes var sonur hjónanna Laufeyjar Tryggvadóttur, f. á Seyðisfirði 16.12. 1900, d. 30.12. 1990, og séra Þorsteins Jóhannessonar, f. í Ytri-Tungu á Tjörnesi 24.3. 1898, d. 17.4. 2001. Jóhannes var einn af fimm börnum þeirra hjóna auk tveggja fóstursystra. Systkinin eru Tryggvi, f. 30.12. 1923, Þuríður, f. 22.6. 1925, Jónína, f. 5.9. 1930, d. 10.8. 1998, og Haukur, f. 26.2. 1938, og fóst- ursysturnar Elín B. Jónsdóttir, f. 26.10. 1922, d. 28.9. 2011, og Sigurlína Helgadóttir, f. 4.12. 1932. Jóhannes kvæntist hinn 7.6. 1951 Sjöfn Magnúsdóttur, f. í Vestmannaeyjum 3.12. 1929, d. 23.12. 2008. Sjöfn var dóttir hjónanna Hannesínu Þorgerð- ar Bjarnadóttur, f. á Stokks- eyri 1.12. 1907, d. 21.2. 1982, og Magnúsar Jónssonar, f. á Ísafirði 5.1. 1909, d. 29.8. 1979. Ægir Halldórsson, dóttir þeirra Elísabet Hanna, f. 2013, b) Kristján, f. 1987, c) Jó- hanna, f. 1991, og d) Jóhannes Aron, f. 1996. 5) Laufey, f. 1.1. 1966, unnusti Ari Þorsteinsson. Börn hennar eru a) Elías, f. 1988, b) Þorsteinn, f. 2001, og c) Úlfhildur, f. 2007. Jóhannes ólst upp hjá for- eldrum sínum, fyrst á Stað í Steingrímsfirði, en þegar hann var þriggja ára flutti fjöl- skyldan í Vatnsfjörð við Ísa- fjarðardjúp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reykjanesi 1940 og stundaði nám við Iðn- skólann á Ísafirði og lauk prófi í rennismíði með starfsnámi í Vélsmiðjunni Þór 1948. Hann stundaði nám við Vélskólann í Reykjavík og lauk vélstjóra- prófi með rafmagnsdeild 1951. Jóhannes og Sjöfn hófu búskap í Aðalstræti 13 á Ísafirði, en frá 1953 bjó fjölskyldan á Hlíð- arvegi 4. Á síðastliðnu ári flutti Jóhannes á Hlíf, íbúðir aldraðra á Ísafirði. Jóhannes stundaði sjómennsku á árunum 1951-1953, en hóf þá störf í Vélsmiðjunni Þór þar sem hann starfaði sem yfirverk- stjóri frá 1970 til 1984. Þá hóf hann störf hjá Vélsmiðju Ísa- fjarðar og starfaði þar uns hann lét af störfum 2006. Hann kenndi einnig við Iðn- skólann á Ísafirði um árabil. Útför Jóhannesar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 16. nóvember 2013, og hefst at- höfnin klukkan 14. Jóhannes og Sjöfn eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Magnús, f. 23.3. 1949, maki Ragn- heiður Hermanns- dóttir, f. 15.5. 1949. Börn þeirra eru: a) Bergþóra Svava, f. 1977, dóttir hennar og Þórarins B. Þór- arinssonar er Ragnheiður Björt, f. 2008, og b) Jóhannes Páll, f. 1978, unn- usta Berglind Ósk Pálsdóttir, f. 1981. 2) Þorsteinn, f. 11.5. 1951, maki Margrét Kristín Hreinsdóttir, f. 1.9. 1958. Börn: a) Magnús Þórir, f. 2000, og b) Þuríður Kristín, f. 2002. Sonur af fyrra hjónabandi með Friðnýju Jóhannesdóttur Jó- hannes, f. 1978, maki Ágústa Vigfúsdóttir, f. 1977. Dætur þeirra eru Sólveig Júlía, f. 2005, og Karitas Friðný, f. 2009. 3) Þórir, f. 18.1. 1956, maki Helga Gunnarsdóttir, f. 5.9. 1957. Börn þeirra eru a) Sjöfn, f. 1982, b) Gunnar Freyr, f. 1985, og c) Jóhannes Már, f. 1990. 4) Hanna, f. 31.5. 1959, maki Andrés Krist- jánsson, f. 22.2. 1957. Börn þeirra eru a) Sjöfn Eva, f. 1982, sambýlismaður Halldór Elskulegur faðir minn var af þingeyskum, austfirskum og sunnlenskum ættum. Hann fæddist á Ströndum og ólst upp í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Ungur að árum hélt hann til náms á Ísafirði en þar lágu leiðir hans og móður minnar saman. Þau settust að á Ísafirði og bjuggu þar upp frá því. Pabbi var Ísfirðingur í húð og hár og hvergi annars staðar vildi hann vera, helst öllum stundum. Snemma kom í ljós að hann var einstaklega laghentur og úrræðagóður og í sveitinni var hann þegar á unglingsaldri far- inn að gera við tæki og tól sem þörfnuðust lagfæringar, hvort sem um var að ræða jeppann, vindrafstöðina eða tækin í eld- húsinu. Það kom því ef til vill ekki á óvart að hann skyldi leggja fyrir sig nám í renni- smíði og vélstjórn, en á þeim vettvangi starfaði hann á Ísa- firði í hartnær 60 ár. En hann hefði svo sannarlega getað haslað sér völl á öðrum sviðum þjóðlífsins, til þess lágu afar fjölþættir hæfileikar hans. Pabbi var í hópi tiltölulega fárra hagleiks- og kunnáttu- manna á Ísafirði sem um ára- tugaskeið héldu gangandi fiski- skipum Ísfirðinga þegar bilun varð í búnaði þeirra. Það sama átti við um breska togaraflot- ann á meðan hann stundaði veiðar í íslenskri landhelgi. Það voru mörg kvöld, nætur og helgar sem fóru í þessi verkefni á uppvaxtarárum okkar systk- inanna. Vinnan hafði þá algjör- an forgang fram yfir fjöl- skyldulífið enda heill samfélagsins í húfi. Pabbi var afar greiðvikinn og margir leit- uðu til hans þar sem hann var völundur í höndunum og gat smíðað eða lagfært flest sem aflaga fór, hvort sem var hjá nágrönnum eða öðrum. Voru nánast engin takmörk á því hvað hann gat smíðað og lag- fært þannig að það virkaði sem nýtt. Pabbi var einstaklega gest- risinn og vildi gera vel við gesti sína, en fór hjá sér að þiggja boð annarra. Honum þótti ávallt mun sælla að gefa en þiggja. Pabbi hafði gaman af tónlist og lærði ungur að leika á harmoniku og orgel í sveit- inni hjá foreldrum sínum og á seinni árum greip hann oft sér til ánægju í hljómborðið og harmonikuna og lék þá gömlu góðu lögin. Hann hafði mikla ánægu af því að spila brids og naut þess að hitta spilafélagana og grípa reglulega í spil. Hann var útivistarmaður og hafði mjög mikla ánægju af því að fara til berja á haustin og ganga til rjúpna á meðan heilsa hans leyfði. Pabbi og mamma áttu gæfu- ríkt og farsælt hjónaband og það var því pabba mikið áfall þegar mamma lést eftir tiltölu- lega stutt veikindi fyrir tæpum fimm árum, en hann tókst á við lífið og sá um sig sjálfur, fyrst á heimili þeirra, en síðasta árið bjó hann á Hlíf, íbúðum aldr- aðra á Ísafirði, og naut þar að- stoðar eftir því sem þörf var á. Þetta síðasta ár reyndist hon- um allerfitt og nokkrum sinn- um þurfti hann að leggjast inn á Sjúkrahús Ísafjarðar. Eru starfsfólki á Sjúkrahúsinu og Hlíf færðar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun. Megi minning um góðan dreng lifa. Magnús. Hann pabbi er allur. Systk- inahópurinn á Hlíðarvegi 4 er orðinn foreldralaus eins og eðlilegra verður að teljast en hitt, þegar allir eru komnir yfir miðjan aldur. Eftir stendur maður hnípinn, minningarnar ryðjast fram eins og íslenskur fjallalækur í vorleysingum, lífs- hlaupið rennur fyrir hugskots- sjónir í einni svipan. Ljúfar minningar um ástríkan föður sem aldrei þreyttist á því að hvetja niðja sína til mann- gæsku, kurteisi og heiðarleika. Og að fara varlega í lífinu, bæði í leik og starfi, jafnt við stjórn ökutækis sem í fjalla- klifri. Já, hann pabbi var um margt einstakur. Allt lék í höndum hans, hvort heldur lek- ur pottur eða panna nágrann- ans, drifskaft bóndans úr Djúpinu, biluð byssa veiði- mannsins, brotin veiðistöng eða bilaður blöndungur bíl- stjórans. Allt var þetta tekið niður í kjallara, lagfært, gert nothæft á ný. Sjálfur fylgdist ég með af áhuga og fannst oft skrítið að pabbi, sem hafði svera fingur, gat gert við allt, jafnvel smæstu hluti eins og úrverk. Þetta var fyrir tíma nægtasamfélagsins, en þá voru hlutirnir notaðir svo lengi sem hægt var. Ég man að pabbi komst allt- af í bobba þegar eigendur við- gerðu hlutanna vildu greiða fyrir verkið; æi blessaður nefndu þetta ekki, þetta var svoddan smotterí. Hlýtt hand- tak var pabba miklu meira virði en krónur. Þetta sem og svo margt annað var mér góð- ur skóli. Hann pabbi var með ein- dæmum ósérhlífinn maður, hann gerði kröfur til annarra en fyrst og fremst til sjálfs sín. Hann vann mikið og oft langan vinnudag og stundum samfellt í tvo-þrjá daga þegar bresku togararnir leituðu vars og við- gerðar í Ísafjarðarhöfn. Aldrei heyrði ég hann kvarta. Pabbi var náttúruunnandi. Hann kenndi okkur systkinun- um að lesa í hana og nytja það sem hægt var, svo sem að tína ber, setja niður og taka upp kartöflur og safna fjallagrös- um, að ógleymdum reyrnum. Ungur byrjaði ég að ganga með honum til veiða, lærði að meta aðstæður, umgangast veiðitól og bera virðingu fyrir veiðibráðinni. Enda þótt pabbi væri fædd- ur við Steingrímsfjörð var hann sannur Djúpmaður, hon- um þótti vænt um allt sem við- kom Djúpinu og bar sérstaka virðingu fyrir öllum sem þar bjuggu. Það var gaman að ferðast með honum heim til Vatnsfjarðar, hann var óþreyt- andi að nefna okkur kennileiti og segja okkur sögur frá upp- vaxtarárum sínum. Mér fannst ég þekkja alla gömlu Djúpverj- ana, Pál í Þúfum, Óla á Keldu, Óla í Skálavík, Hansa á Mið- húsum, Jón í Hörgshlíð og marga fleiri. Núna ylja ég mér við minn- ingar um kæran föður, afa og langafa. Ég heyri óm harm- onikkunnar og hljómborðsins og ljúfa rödd hans kyrja: Ég oftast er kallaður Kiddi á Ósi. Pabbi, takk fyrir allt sem þú varst okkur og kenndir. Þorsteinn Jóhannesson. Ef ég ætti að lýsa Jóa, tengdaföður mínum, kemur fyrst upp í huga minn hvílíkan öndvegismann hann hafði að geyma. Vildi allt fyrir alla gera, sama hvort það var að smíða leikföng fyrir litlu börn- in í fjölskyldunni eða lagfæra bíla, tæki og tól margvísleg. Aldrei ætlaðist hann til neins í staðinn, gjafmildi hans og gest- risni voru engu lík. Hann var mikið náttúrubarn og hefur uppvöxturinn í sveit- inni örugglega mótað hann mikið hvað það varðaði. Alltaf gekk hann um náttúruna með alúð og virðingu, þó hann nýtti sér hlunnindi landsins í jurtum og fuglum. Hann vissi hvað sjálfbærni þýddi löngu áður en það orð varð til. Jói var íhaldssamur, gat ver- ið fastur fyrir í skoðunum og jafnvel þver, en oftast var það vegna þess að reynslan og hyggjuvitið leiddi hann áfram og nóg var af hvoru tveggja. Þessar skoðanir höfðu reynst honum vel og því skyldi hann þá breyta þeim. Jóhannes Þorsteinsson Að skrifa minningagrein Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. virðing reynsla & þjónusta allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Davíð úrfararstjóri Jóhanna guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur úrfararstjóri Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is ✝ Kær faðir okkar, HUGI KRISTINSSON, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð. Anna Guðrún Hugadóttir, Hjalti Hugason, Ragnheiður Sverrisdóttir, Kristinn Hugason, Guðlaug Hreinsdóttir. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN ELÍASDÓTTIR frá Hábæ, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 4. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Ólafsson, Herdís Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær amma okkar og frænka, ANNA BJARNADÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 20. nóvember kl. 15.00. Bjarni Jónsson, Andrés Jón Esrason og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar elsku yndislegi sonur, bróðir og frændi, HELGI RAFN OTTESEN, lést þriðjudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Þórhallur Ottesen, Elín Margrét Jóhannsdóttir, Valdís Ósk Ottesen, Alexander Helgi Ottesen. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Stórholti 24, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Súsanna Erla Thom Oddsdóttir, Aníta Fríða Thom Oddsdóttir, Sigríður Gréta Thom Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR KRISTJÁNSSON klæðskeri, Múlasíðu 22, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 11. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Steinar Óli Gunnarsson, Regína M. Siguróladóttir, Sólrún María Gunnarsdóttir, Loftur Pálsson, barnabörn og fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.