Morgunblaðið - 16.11.2013, Qupperneq 56
56 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013
Starfsfólkið á veitingahúsinu Gallerí Restaurant á Hótel Holti erönnum kafið þessa dagana enda styttist í jólin. Þess vegna ætl-ar Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirkokkur þar, að fresta veislu-
höldum í tilefni af 35 ára afmæli sínu þangað til á milli jóla og nýárs.
„Ég ætla að halda upp á það þá þegar það er orðið rólegra í vinnunni
og halda flotta veislu fyrir vini og vandamenn,“ segir afmælisbarnið.
Matreiðslumeistarinn Friðgeir Ingi segir það algerlega skiptast til
helminga hvort hann kjósi að elda sjálfur eða fara út að borða við há-
tíðleg tilefni eins og afmælið sitt.
„Oft hefur maður haldið upp á afmælið heima eða í sumarsbústað
til að vera bara í friði og þá vill maður alltaf elda sjálfur. Ég er rosa-
lega hrifinn af appelsínuönd, það er yfirleitt hún eða nautaribeye
sem verður fyrir valinu. Maður er náttúrlega svolítið sérvitur og hef-
ur sína aðferð við þetta,“ segir hann.
Kona Friðgeirs Inga og faðir slógu í gegn á þrítugsafmæli hans en
þá stóðu þau fyrir óvæntri veislu á Holtinu án þess að hann yrði
nokkurs vísari, þrátt fyrir að hafa verið að vinna þar allan daginn.
Eftir vaktina borðaði fjölskyldan saman á veitingastaðnum. Þegar
pabbi hans rölti svo með hann í koníaksstofuna á eftir beið þar fullt
hús af fólki. „Að þau hafi getað leynt þessu fyrir mér í húsinu er
mjög sérstakt,“ segir Friðgeir Ingi og hlær. kjartan@mbl.is
Friðgeir Ingi Eiríksson er 35 ára í dag
Kokkur Matreiðslumeistarinn Friðgeir Ingi hefur verið yfirkokkur á
Holtinu frá áramótunum 2007-08. Annasamt er þar fyrir jólin.
Földu fullt hús af
fólki á hótelinu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Hildur Sigríður fæddist 11.
ágúst kl. 7.37. Hún vó 3.465 g og var
50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Linda Garðarsdóttir og Hreggviður
Ingason.
Nýir borgarar
Jón Skúli sem býr í Salahverfinu í
Kópavogi útbjó kókoskúlur og seldi í
götunni sinni til styrktar Fjölskyldu-
hjálp Íslands. Hann safnaði með fram-
taki sínu 2.702 krónum sem hann gaf
Fjölskylduhjálpinni.
Söfnun
L
árus fæddist á Ólafs-
firði 17.11. 1933 og
ólst þar upp. Hann
var í Barnaskóla
Ólafsfjarðar, stundaði
síðan nám við kvöldskóla þar, lauk
landsprófi við Héraðsskólann í
Reykholti, stundaði nám við MR
og lauk stúdentsprófi þaðan 1954,
stundaði nám í viðskiptafræði við
HÍ og lauk viðskiptafræðiprófi
1960.
„Aðalkennararnir í viðskipta-
fræðinni voru prófessorarnir Gylfi
Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson.
Þetta voru góðir og eftirminnilegir
kennarar og einstakir persón-
leikar. Ólafur kenndi þjóðhagfræði
en Gylfi rekstrarhagfræði og
reikningshald. Þeir höfðu ólíkar
áherslur þegar kom að hlutverki
ríkisins í efnahagsmálum. Ólafur
var frjálshyggjumaður í besta
skilningi þess orðs og ég held nú
reyndar að hann hafði verið langt
á undan sinni samtíð. En Gylfi var
jafnaðarmaður þó hann legði
áherslu á mikilvægi virkrar sam-
keppni. Þeir voru þess vegna oft
skemmtilega ósammála þó auðvit-
að færi vel á með þeim. Báðir
þessir kennarar útbjuggu gott
veganesti fyrir marga nemendur
sína.“
Lárus var starfsmaður við
Veðurstofu Íslands með há-
skólanáminu, var bæjargjaldkeri á
Ólafsfirði 1960-68, starfsmaður
Efnahagsstofnunarinnar með að-
setur á Akureyri 1968-70 og fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga 1970-71, var alþm.
fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Norð-
urlandi eystra 1971-84, var banka-
stjóri Útvegsbanka Íslands 1984-
87, sinnti sérfræðistörfum á eigin
vegum 1987-88, var framkvæmda-
stjóri Félags rækju- og hörpu-
Lárus Jónsson, fyrrv. alþm. og bankastjóri – 80 ára
Fjölskyldan Lárus og Guðrún með börnum sínum, Jóni Ellert, Jónínu Sigrúnu, Mörtu Kristínu og Unnari Þór.
Pólitíkus og laxveiði-
maður frá Ólafsfirði
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUM HÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900