Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2013 Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir jólaverslunina fara hægt af stað en þó sjái menn aukningu dag frá degi. „Það er jöfn og þétt stígandi í þessu og ég heyri ekki annað en að kaup- menn séu þokka- lega sáttir,“ segir hann. Sturla segir erf- itt að bera þessa jólavertíð saman við árið í fyrra. „Þetta leggst öðru- vísi núna. Þorláks- messa var um helgi síðast en núna er hún á mánudegi. Þetta skiptir allt máli. Síðasta helgin í fyrra var mjög stór og verður það örugglega aftur núna. Það er hins vegar þann- ig að þegar Þorláksmessu ber upp á helgi er fólk yfirleitt fyrr búið að versla. Vill eiga síðustu helgina með fjölskyldunni. Ég er nokkuð bjart- sýnn á að þetta verði góð jól.“ Sturla hefur lengi verið í smá- sölubransanum og segir stressið alltaf jafnmikið hjá kaupmönnum á þessum tíma árs enda séu þeir bún- ir að birgja sig upp af vörum. „En það koma alltaf jól. Það er alla vega mín reynsla,“ segir hann og hlær við. Kröfuharðir neytendur Sturla hefur orðið var við vaxandi netverslun við útlönd en segir kaup- menn í Smáralind ekki hafa rætt það sérstaklega sín á milli. „Ég hef ekki kortlagt þetta sjálfur en maður heyrir ýmsar sögur um gæði vör- unnar sem menn eru að kaupa, meðal annars frá Kína. Þær upp- fylla ekki alltaf gæðakröfur Íslend- inga sem eru mjög kröfuharðir neytendur.“ Íslenskir kaupmenn eru líka farn- ir að hasla sér völl í netheimum en Sturla segir þau umsvif lítil enn sem komið sé. Sturla er ekki frá því að land sé farið að rísa eftir bankahrunið fyrir rúmum fimm árum en kaupmenn hafa að sjálfsögðu fundið fyrir því eins og aðrir. „Þetta hefur gerst hægt, ekki í stórum stökkum, enda ekki innistæða fyrir öðru. En efna- hagur fólks er á batavegi, hægum en öruggum. Ég finn ekki annað. Framundan eru kjarasamningar á nýju ári og allt skiptir það máli fyrir verslun. Vonandi tekst vel til.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Það koma alltaf jól Sturla Gunnar Eðvarðsson Umgjörðin skiptir að sjálf- sögðu máli þegar keypt er inn fyrir jólin. Ekkert má spilla jólaskapinu. Að sögn Sturlu Gunnars Eðvarðssonar er hugur í kaupmönnum í Smáralindinni og lofar hann að vel verði tekið á móti gestum. Allt jóla- skraut hafi til að mynda verið endurnýjað, innandyra sem utan. „Við erum með eitt glæsilegasta jólatré á höfuð- borgarsvæðinu hérna fyrir ut- an Smáralind. Það er upplýst og alveg ótrúlega fallegt. Það skiptir máli að upplifun fólks sé jákvæð þeg- ar það kemur til okkar og að stemn- ingin í húsinu sé já- kvæð,“ segir Sturla. Verslun hefur farið rólega afstað fyrir þessi jólin. Síð-asta helgin í nóvember var mjög döpur, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, en síðasta helgi sem lenti á mán- aðamótum heldur skárri. „Samt er þetta undir væntingum yfirhöfuð. Það var niðurstaða manna á stjórn- arfundi hjá okkur á fimmtudag- inn,“ segir hann. Andrés segir verslun ráðast meira og meira af kortatímabilum og sérstökum tilboðum verslana. Fjölmargir neytendur stíli inn á það. „Kringlan var til dæmis með 20% afslátt af öllum vörum í vik- unni og með opið til tólf á mið- nætti. Ekki var að sökum að spyrja, fólk flykktist inn. Þetta þýðir að verslun er farin að þjapp- ast meira saman. Líf hleypur í við- skipti meðan tilboð eru í gangi en þess á milli er mun rólegra.“ Þessi helgi gefur sterkar vísbendingar Oft er talað um að jólaverslunin taki fyrst almennilega við sér fyrstu helgina í desember og Andr- és tekur undir það. „Þetta er þriðja síðasta helgin fyrir jól og því er ekki að leyna að kaupmenn hafa miklar væntingar til hennar. Þessi helgi gefur yfirleitt mjög sterkar vísbendingar um það sem koma skal í neyslu fyrir jólin.“ Ríkisstjórnin kynnti fyrirhugaðar aðgerðir sínar varðandi skulda- vanda heimilanna um liðna helgi. Spurður hvort það útspil sé líklegt til að hafa áhrif á neyslu almenn- ings fyrir jólin telur Andrés það ekki ólíklegt. „Það var greinilegt að fólk hélt að sér höndum í nóv- ember vegna þess að það var að bíða eftir útspili ríkisstjórnarinnar. Það kom meðal annars fram í bíla- sölu. Tölur úr rannsóknarsetri okk- ar fyrir nóvember liggja ekki fyrir fyrr en í næstu viku en ég á ekki von á öðru en þær endurspegli þetta líka. Nú hafa aðgerðir rík- isstjórnarinnar verið kynntar og það verður mjög spennandi að sjá hvort þær skila sér inn í jólaversl- unina strax núna um helgina.“ Jákvæð stemning Andrés setur þann fyrirvara að að- gerðirnar komi ekki til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári og hver og einn hafi ekki ennþá náð að máta sig almennilega við þær. „Mér sýnist samt að þessar að- gerðir komi millistéttinni fyrst og fremst til góða og þar af leiðandi ættu þær að hafa einhver áhrif á neyslu. Stemningin í þjóðfélaginu gagnvart þessu útspili ríkisstjórn- arinnar er jákvæð og slík skilaboð hafa yfirleitt jákvæð áhrif á við- skipti. Það er vitað. Þess vegna vonum við að jólaverslunin í ár verði blómleg,“ segir Andrés. Netverslun hefur færst jafnt og þétt í aukana hér á landi, einkum við útlönd (sjá umfjöllun á bls. 54 í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag) og Andrés segir kaupmenn að sjálfsögðu hugsi yfir þeirri þróun. „Netverslun hefur tekið mikinn kipp og á fundi systursamtaka okk- ar annars staðar á Norðurlönd- unum í haust var talað um spreng- ingu í þessari tegund viðskipta. Við finnum að sjálfsögðu fyrir þessu en fram hefur komið að á bilinu sex til sjö þúsund sendingar komi hingað gegnum eina tiltekna net- síðu á mánuði. Þetta hefur gerst alveg ótrúlega hratt, eiginlega bara frá því í sumar. Mest er um við- skipti með fatnað og smærri raf- tæki.“ Ekki alltaf ósvikin vara Andrés segir ekkert við þessari þróun að segja, viðskiptahættir geti vitaskuld breyst eins og annað í þessum heimi. Á hinn bóginn hef- ur hann áhyggjur af því að ekki sé alltaf um ósvikna vöru að ræða. „Við höfum rætt þetta mál við toll- inn, hvernig stemma megi stigu við svikum, en þetta er svo gríðarlegt magn að tollurinn hefur enga möguleika á að fara yfir allar send- ingar og kanna hvort þær eru lög- legar. Það er alvarlegt mál þegar stór og þekkt vörumerki verða fyrir tjóni af þessum sökum.“ Morgunblaðið/Golli UPPLIFUNIN ÞARF AÐ VERA JÁKVÆÐ Andrés Magnússon Jólaverslun enn sem komið er undir væntingum JÓLAVERSLUN HEFUR FARIÐ RÓLEGA AF STAÐ ENDA VIRÐAST NEYTENDUR HAFA HALDIÐ AÐ SÉR HÖNDUM MEÐAN ÞEIR BIÐU EFTIR ÚTSPILI RÍKISSTJÓRNARINNAR Í SKULDAMÁLUM HEIMILANNA. SAMTÖK VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU ERU BJARTSÝN Á AÐ VERSLUN TAKI NÚ VIÐ SÉR EN ÁHRIFA NETVIÐSKIPTA VIÐ ÚTLÖND MUNI GÆTA SEM ALDREI FYRR. *Hann er svo blankur auminginn hann pabbi að ekki gat hanngefið mömmu kjól. Svo andvarpaði’ hann út af búðarlabbi:„Það er svo dýrt að halda þessi jól.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson í laginu Jólin koma.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.