Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 46
Viðtal
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2013
Þ
að er brunagaddur þennan fimmtudagsmorgun
þegar ég snara mér inn á kaffihús í miðborginni
til fundar við Eddu Sif Pálsdóttur. Líklega við
hæfi þar sem umræðuefnið er Ríkisútvarpið en
ætli veturinn, sem nú er sannarlega í garð geng-
inn, eigi ekki eftir að verða lengi í minnum hafður innan
veggja þeirrar ágætu stofnunar. Einhver gæti jafnvel talað
um frostaveturinn mikla. Fjöldauppsagnir eru öllum fyr-
irtækjum erfiðar og ekki bætir úr skák þegar þær fara fram
andspænis alþjóð. Hverjum var sagt upp og hverjum ekki?
Enginn virtist geta beðið eftir þeim upplýsingum. Af ein-
hverjum ástæðum leituðu margir fyrst að nafni Eddu Sifjar
Pálsdóttur. Og nú kom það henni í koll að vera dóttir út-
varpsstjóra.
„Sextíu manns af þrjú hundruð. Það er mikill fjöldi og fyr-
ir vikið er þessi niðurskurður áþreifanlegur. Við finnum öll
fyrir þessu, bæði þeir sem unnu á RÚV og vinna þar áfram
og ekki síður fólkið í landinu, sem hlustar og horfir á dag-
skrána,“ segir Edda Sif þegar við höfum komið okkur fyrir.
Hún er klædd eftir veðri og gæðir sér á beyglu með kaffinu.
„Ég náði ekki að borða morgunmat áður en ég fór að
heiman. Þurfti að hitta fasteignasala í bítið. Daginn eftir að
ég missti vinnuna var mér nefnilega sagt upp leigunni. Þarf
að finna mér nýtt húsnæði fyrir 1. mars. Það er knappur
tími.“
Sjaldan er ein báran stök.
Vann í sjö ár á RÚV
Edda Sif er 25 ára gömul. Eigi að síður hefur hún unnið í
sjö ár hjá RÚV með námi. „Ég byrjaði á söludeildinni með-
an ég var ennþá í framhaldsskóla, færði mig svo yfir á
safnadeildina og þaðan yfir á fréttastofuna, þar sem ég var
skrifta. Ég var líka um tíma skrifta á íþróttadeildinni áður
en ég varð íþróttafréttamaður fyrir þremur árum. RÚV hef-
ur verið stór partur af mínu lífi síðustu sjö árin og það er
strax orðið skrýtið að koma ekki upp í Efstaleiti.“
Edda Sif er með BA-próf í íslensku og almennum málvís-
indum frá Háskóla Íslands og er nú á öðru ári í meist-
aranámi í blaða- og fréttamennsku við sama skóla. Það nám
stefnir hún á að klára á næsta ári.
Daginn sem tilkynnt var um uppsagnirnar var Edda Sif
ekki á vakt. „Ég veit ekki hvort það var betra eða verra að
vera ekki á staðnum. Ég slapp auðvitað við alla ringulreiðina
innanhúss en á móti kom að ég varð að átta mig á þessu
sjálf heima. Þegar yfirmaður minn á íþróttadeildinni, Kristín
Hálfdánardóttir, hringdi síðan get ég ekki sagt að ég hafi
orðið hissa. Ég var lausráðin þannig að ekki þurfti að af-
henda mér uppsagnarbréf og Kristín talaði um að eftir þess-
ar miklu breytingar yrði einfaldlega engin aukavinna sem ég
hafði sinnt og því væri samstarfi okkar í raun sjálflokið.“
Þar með var þó ekki öll sagan sögð. „Ég talaði við Bene-
dikt kollega minn Grétarsson, sem líka hefur verið tíma-
starfsmaður, og hann tjáði mér að áfram yrðu not fyrir hans
krafta. Þetta kom mér á óvart, þar sem hann hefur unnið
mun skemur en ég á deildinni. Eftir að hafa heyrt þetta tal-
aði ég aftur við Kristínu til að spyrja hver munurinn á okk-
ur Benedikt væri. Þá svaraði hún því til að ég væri dóttir
útvarpsstjóra og við þessar aðstæður gengi ekki að ég héldi
vinnunni.“
Var best fyrir alla
Edda Sif er Kristínu þakklát fyrir hreinskilnina og hefur
fullan skilning á afstöðu yfirmanna sinna. „Mér finnst auðvit-
að leiðinlegt að þurfa að hætta og ástæðan fyrir mig per-
sónulega má segja að sé svekkjandi en ég skil vel að þessi
lausn var best fyrir alla fyrst þessar erfiðu aðstæður komu
upp. Það hefði verið mjög óþægilegt fyrir mig, dóttur út-
varpsstjóra, að mæta í vinnuna hefði ég haldið starfinu. Ég
lít ekki á uppsögnina sem áfellisdóm yfir mínum störfum,
frekar en störfum annarra sem sagt var upp. Allt var þetta
fólk að standa sig vel. En einhverjir þurftu að fara og það
kom í okkar hlut.“
Fljótt fór að spyrjast út hverjir hefðu misst vinnuna hjá
RÚV og þar sem Edda Sif tjáði sig ekkert um málið fyrst
um sinn, eins og sumir kollegar hennar, hröpuðu einhverjir
að þeirri ályktun að hún hefði ekki verið látin fara. „Ég sá
einhverjar færslur á Twitter en þar sem ég fer aldrei inn á
barnaland.is og viðlíka síður varð ég ekki vör við at-
hugasemdirnar í kommentakerfunum þar. Heyrði bara af
þeim gegnum aðra. Margt af því var mjög ónærgætið. Auð-
vitað get ég skilið tilhneigingu fólks til að stilla mér upp
andspænis öðrum starfsmönnum RÚV en þarna var samt
skotið hátt yfir markið.“
Hún ákvað daginn eftir að setja færslu inn á Facebook til
að upplýsa fólk um að hún hefði í raun og veru misst vinn-
una en fyrst og fremst því henni ofbauð umræðan í sam-
félaginu. „Það var mjög óþægilegt að finna fyrir þessari óvild
frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Ég var ein heima í próf-
lestri og væri að skrökva ef ég segði að þetta hefði ekki
komið við mig. Ég var alveg varnarlaus og leið hálfpartinn
eins og allur heimurinn væri á móti mér og það fyrir heldur
litlar sakir að mínu mati. Þegar byrjað er að tala um mig,
pabba og RÚV er ég vön að draga mig bara í hlé en þarna
tók ég þetta allt í einu inn á mig í fyrsta skipti. Ég held að
ég sé frekar hörð að upplagi en þetta var of mikið. Eiginlega
yfirþyrmandi.“
Fékk kjarkinn aftur
En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Edda Sif var
ekki fyrr búin að staðfesta uppsögnina á Facebook að yfir
hana rigndi stuðningi – úr öllum áttum. „Viðbrögðin voru í
einu orði sagt frábær. Það streymdu inn bréf og komment.
Ekki bara frá vinum og kunningjum heldur allskonar fólki.
Kollegum á Stöð 2, landsliðsmönnum í fótbolta og hinum og
þessum innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hef ég alltaf mætt
mikilli velvild og það þykir mér sérstaklega vænt um. Þessi
viðbrögð skiptu sköpum og þungu fargi var af mér létt. Ég
fékk kjarkinn aftur.“
Spurð hvort hún hafi rætt uppsögnina við föður sinn
kveðst Edda Sif hafa sent honum sms-skilaboð. „Maður er
bara rekinn fyrir það eitt að vera dóttir þín!“ stóð í þeim.
Hún segir þetta vitaskuld hafa verið ritað í hálfkæringi og
þau hafi getað hlegið sárum hlátri saman að málinu enda
þótt það væri að sjálfsögðu alls ekki fyndið. „Þegar allt kem-
ur til alls var þetta ekki hans ákvörðun, heldur yfirmanna
minna, þeirra sömu og réðu mig, og ekkert sem pabbi gat
gert í því. Hvernig hefði það litið út hefði hann reynt að
bjarga dóttur sinni? Þá fyrst hefði þetta orðið óþægilegt.“
Edda Sif skilur við RÚV með trega. Frá fyrsta degi fann
hún aldrei annað en að hún væri velkomin. Man ekki eftir
neinu atviki þar sem henni var nuddað upp úr faðerni sínu.
„Allan þennan tíma leið mér aldrei eins og dóttur útvarps-
stjóra. Það bara gleymdist. Ég held að sárafáir ef nokkur
hafi verið að velta því fyrir sér innanhúss. Það tiplaði alla
vega enginn á tánum í kringum mig og upp komu meira að
segja tilvik þar sem talað var illa um pabba fyrir framan mig
Leið eins
og allur
heimurinn
væri á
móti mér
EDDA SIF PÁLSDÓTTIR SKILUR HVERS
VEGNA HÚN KOMST EKKI GEGNUM BLÓÐUGAN
NIÐURSKURÐ Á RÚV. HENNI BLÖSKRAÐI
ÞÓ VIÐBRÖGÐ FÓLKS SEM HÉLT AÐ HENNI
HEFÐI VERIÐ ÞYRMT OG VIÐURKENNIR AÐ
ÞÁ FYRST, EFTIR SJÖ ÁR, HAFI SÚ STAÐREYND
AÐ HÚN ER DÓTTIR ÚTVARPSSTJÓRA
NÁÐ TIL HENNAR. EDDA SIF VONAST
TIL AÐ GETA UNNIÐ ÁFRAM VIÐ FJÖLMIÐLA
OG ÓSKAR RÚV ALLS HINS BESTA Í ERFIÐUM
RÓÐRI SEM NÚ ER FRAMUNDAN.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Mynd: Ómar Óskarsson omar@mbl.is
„Ég held að ég hafi löngu verið búin að sanna mig
gagnvart mínu samstarfsfólki; að ég væri í þessu starfi
vegna þess að ég væri hæf til þess en ekki vegna þess að ég
væri dóttir Páls Magnússonar,“ segir Edda Sif Pálsdóttir.