Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 49
8.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 fimm hæða húsi með lyftu og þernum og þeg- ar ég var búinn að mála hana bað hún mig að hringja niður í aðstoðarkonurnar til að láta þær borga mér, en það svaraði enginn svo hún bað mig að fara með lyftunni niður í kjallara til að finna þær. Ég var orðinn dálít- ið pirraður, vildi bara fá peningana mína og fara því verkefnið var búið. Svo kem ég nið- ur, stíg út úr lyftunni og sé engar aðstoð- arkonur, bara einhvern kall þarna sem snýr baki í mig og er að lesa blað. Ég reyni að hóa í hann og segist vera að leita að einhverjum til að borga mér, en hann heyrir greinilega ekki neitt svo ég labba aftan að honum, er að fara að pikka í hann og segi svona „Sorry, but …“ – þá snýr hann sér við og ég sé að þetta er Sting! Og hann bara sagði „How can I help you?“ Ég vissi ekkert að ég væri staddur heima hjá honum, ég hafði ekkert fattað að ég var að farða konuna hans; ég hafði séð einhvers staðar að hún héti Trudy en ekkert spáð í það. En Sting varð ekkert fúll og fann bara fyrir mig einhvern sem borgaði mér.“ Fortíðin liðin Eins kátur og lífsglaður og Ísak kemur fyrir sjónir er margt í fortíð hans ekkert gleðiefni. Hann hefur tjáð sig um það áður í fjölmiðlum að æskuárin hafi ekki verið neinn dans á rós- um. Til 11 ára aldurs bjó hann á Ólafsfirði og glímdi við erfiðar heimilisaðstæður, ofvirkni, athyglisbrest og ofsakvíða, auk vitneskjunnar um að hann væri samkynhneigður. Hann var því vinalaus og lagður í einelti og skánaði ástandið ekkert þegar hann flutti með móður sinni til Reykjavíkur og unglingsárin gengu í garð. Á endanum var hann vistaður á með- ferðarheimili. Ein aðferðin sem Ísak notaði til að losna þaðan var að tileinka sér „full- komna“ hegðun og byrgja sitt raunverulega sjálf inni. „Ég ákvað bara að verða vélmenni og leika hlutverk, til að falla inn í hópinn,“ segir hann og hreyfir sig vélrænt til áherslu. Hann þróaði þannig með sér áráttuhegðun og tók sig til að mynda á og léttist um tugi kílóa á nokkrum mánuðum með öfgakenndu mataræði og stífri líkamsrækt. En það tók á að halda sjálfum sér í höftum og að lokum var Ísak farinn að ímynda sér allavega heilsukvilla, sem voru svo raunverulegir fyrir honum að hann fann til, allt þar til hann hafði farið í sína vikulegu heimsókn upp á Lækna- vakt og fengið úrskurð fagaðila um að ekkert amaði að, þá snarlagaðist kvillinn. En smátt og smátt áttaði Ísak sig á því að hann yrði bara að vera hann sjálfur og láta skort á umburðarlyndi annarra ekki halda aftur af sér. „Þrátt fyrir alla erfiðleika hefur mig alltaf, í undirmeðvitundinni, langað til að ná langt og þótt ég lendi í ýmsu er ég alltaf á uppleið. Ég hef alltaf sett mér markmið og aldrei gefist upp. Ég hugsaði alltaf með mér að ég skyldi sýna þessu fólki hvað ég gæti.“ Enda vill hann ekki dvelja mikið við fortíð- ina, hún er liðin. „Ég fór norður á ættarmót í fyrra og fór þar með frænda mínum í partí og hitti strákana sem ég var með í skóla. Og þeir báðu mig allir afsökunar. Mér fannst það svo fallegt hjá þeim, eftir allan þennan tíma.“ Og Ísak hikaði ekki við að fyrirgefa þeim. „Mér finnst ekki nein ástæða til að halda í einhverja reiði, fólk þroskast og lærir af mis- tökunum og allt það sem ég hef lent í er ég að nota í dag í öllu sem ég geri. Þegar ég teikna og mála, hvert einasta strik sem ég geri er túlkun á því hvernig mér líður og hvernig mér hefur liðið. Ég teikna mjög mik- ið, þegar mér líður illa þá teikna ég, það er meðferðin mín.“ Glaður! Nú virðist Ísak hins vegar vera kominn á mjög góðan stað í lífinu og hvað svo sem hann segir er hann yngri en lífsreynsla hans og velgengni gefa til kynna. En hvert stefnir hann næst? „Mig langar að taka förðunina á annað stig, blanda meira saman meiköppi og teikningunum mínum og gera þetta meira að listgrein, tengja þetta allt saman. Mig langar líka rosalega mikið til að halda sýningu á teikningunum mínum heima, ég er að plana það reyndar.“ Ísak hefur samt enga löngun til að fara út í eigin viðskiptarekstur, opna stofu eða mark- aðssetja vörur. „Ég er rosa mikill bóhem, ég er engin businesstýpa. Mig langar bara að vera í svona verkefnum, mig langar ekki að eiga mikinn pening, ég vil vera með ein- hverjum sem ég elska og eiga lítið hús og kannski hund og bara vera glaður! Maður lif- ir bara einu sinni og mér finnst lífið ekki snú- ast um að eiga peninga, ég vil bara lifa einn dag í einu og vera glaður á hverjum degi.“ Ísak Freyr Helgason förð- unarfræðingur býr í einni lífleg- ustu borg heims, vinnur fyrir þekktustu tískublöðin og farðar ríka og fræga fólkið í London. Sumir myndu ef til vill telja að draumar þessa unga manns hafi þegar ræst þótt hann sé ekki nema 23 ára. Ísak hryllir sig, hlær og bandar frá sér hendinni „Ég þoli ekki þegar fólk segir þetta! Hvað ég sé rosa- lega ungur!“ En því verður ekki neitað að á rétt rúmu ári hefur hann komist ótrúlega langt í tískuborginni London og eftir þrjá mánuði flýgur hann til Los Angel- es til að farða Hollywood- stjörnurnar fyrir Óskarsverð- launahátíðina. Aldur er af- stæður Hjónin Trudy og Sting. Ísak farðaði Trudy á heimili þeirra en átt- aði sig ekki á því fyrr en hann ætlaði að rukka sjálf- an Sting fyrir að farða eig- inkonu hans. AFP ÞÚ FINNUR JÓLATILBOÐ DAGSINS Á OB.IS Ef þú kaupir jólatilboð dagsins ferðu í jólapott ÓB. Daglega er dreginn út gulllykill ÓB sem veitir 20 kr. afslátt af lítranum í 10 skipti. 200.000 króna eldsneytisúttekt dregin út á aðfangadag! 8. DES 40% AFSLÁTTUR AF RAFHLÖÐUM HJÁ OLÍS MEÐ ÓB- LYKLINUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.