Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 23
* Við fórum að eltakanínur, það end-aði á því að ég missteig mig og fékk stokkbólg- inn ökkla og var frá æfingum í ein- hvern tíma. E ygló Ósk Gústafsdóttir, sunddrottning úr Ægi, er ein efnilegasta sundkona landsins. Hún æfir 20 klukku- stundir á viku og borðar nánast það sem hún vill. Hversu oft æfir þú á viku? Æfi sirka 10 sinnum í viku, 2 klukkutíma í senn. Hvernig æfir þú? Ég fer bæði á sundæfingar og svo fer ég líka tvisvar sinnum í viku í World Class. Hentar sund fyrir alla? Sundæfingar henta fyrir alla en kannski ekki svona oft. Öll hreyfing er náttúrlega góð. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Bara muna að byrja hægt og vinna sig upp. Passa sig á að of- reyna sig ekki strax. Hver er lykillinn að góðum árangri? Vera ákveðin og setja sér markmið, sama hversu stór mark- miðin eru. Svo er alltaf gott að vera jákvæður. Hvað er það lengsta sem þú hefur synt? Lengsta sundæfingin mín hefur verið 16 km á fjórum klukku- tímum. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Setja sér markmið og vera duglegt að fara reglulega á æfing- ar. Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás fyr- ir hreyfiþörfina? Mér líður ekki beint illa en ég finn það á mér að ég þurfi að koma mér út og hreyfa mig eitthvað, finn það á mér að ég er með alltof mikla aukaorku. Hvernig væri líf án æfinga? Ég held mér myndi bara leiðast, þegar ég er til dæmis veik í einhvern tíma þá bíð ég eftir að komast á æfingu. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Það lengsta eru sirka 4 vikur, en það er líka sumarfríið mitt sem er eini tíminn á árinu sem ég fæ til að slaka alveg full- komlega á. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Ég nýti mér sumarfríið mitt til að slaka á þannig að ég held mér ekki beint í formi en það er líka mikilvægt að slaka á inn á milli. Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Ég reyni að borða mikinn og fjölbreyttan mat en ég viður- kenni að ég er ekki alltaf í hollustunni. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég æfi svo rosalega mikið að ég verð að borða mjög mikið til að halda uppi orkunni. Ég borða bara venjulegan heimilismat og fæ mér líka reglulega ávexti. Hvaða óhollustu ertu veik fyrir? Kók og popp því miður. Ég elska líka pitsur! Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Bara finna eitthvað sem er bæði hollt og gott af því að það er ekki gaman að borða eitthvað vont bara af því að það á að vera hollt. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Ég hef æft síðan ég var 5 ára og hef farið á mörg stórmót úti í heimi þannig að sundíþróttin er minn lífsstíll en hreyfing er náttúrlega mikilvæg fyrir alla. Allir geta fundið sér eitthvað sem þeim finnst gaman að. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Ég hef ekki orðið fyrir neinum alvarlegum meiðslum sem bet- ur fer en ég hef tognað og fengið smá axlaróþægindi. Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik? Með axlarmeiðslin var ég bara dugleg að fara til sjúkraþjálf- ara og gera æfingar sem hjálpuðu öxlunum. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Ég var 11 ára í skólaferðalagi og allir voru farnir nema ég og vinkona mín. Við vorum að bíða eftir að pabbi hennar kæmi að sækja okkur þannig að við fórum að elta kanínur, það endaði á því að ég missteig mig og fékk stokkbólginn ökkla og var frá æfingum í einhvern tíma. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Að fara of geyst í æfingarnar og lenda þá kannski í meiðslum eða verða fyrir ofþjálfun. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Bara þeir sem eru ennþá betri en ég úti í heimi. Held að erf- iðasti mótherjinn í minni grein sé Missy Franklin vegna þess að hún er fljótust. Hver er besti samherjinn? Vinir mínir í Ægi. Ég gæti aldrei klárað allar þessar æfingar án þess að hafa þennan félagsskap með mér. Hver er fyrirmynd þín? Ég mundi segja Missy Franklin, hún er jafnaldra mín og á núverandi heimsmet í aðalgreininni minni (200 m bak- sund). Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Ég mundi segja Michael Phelps en hann vann 8 gullverðlaun í sundi á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Skemmtileg saga/uppákoma frá ferlinum? Ég held að kjánalegasta uppákoman hafi verið á Ólympíuleikunum 2012 þegar ég var að fara að keppa í 100 m baksundi og ég hafði gleymt upphitunarbolnum mín- um í þorpinu. Ég þurfti að biðja Unni sjúkraþjálfarann okkar um að fara að ná í sundbolinn handa mér sem tók dágóðan tíma, en allt reddaðist og ég fékk sundbolinn tímanlega. Þetta er svona ein af mörgum sögum sem hafa gerst en mér fannst þessi kjánalegust út af því að ég ætti að vera búin að keppa nógu oft til að vita hvað ég á að setja í sundtöskuna mína, hvað þá á Ólympíuleikunum. ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTIR Sundíþróttin er minn lífsstíll Morgunblaðið/Ómar Hæg og löng hlaup henta vel ef þú ert að æfa fyrir maraþon. Ef þú ert ekki að æfa fyrir slíkt er tilvalið að skjóta inn 10-60 sekúndna spretti til að keyra á líkamann. Gott er síðan að hægja á milli og ná púlsinum niður. Þetta byggir upp vöðvana og eykur þolið. Mikilvægt að spretta 8.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 * Lífshamingja er ekkertannað en blanda af góðriheilsu og lélegu minni. Albert Schwitzer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.