Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 45
hlutastjórninni í Suður-Afríku leikinn og m.a. það að halda Mandela föngnum í tæpa þrjá áratugi. En smám saman snerist dæmið við. Umheimurinn sner- ist líka. Reynt var að þvinga fram breytta stefnu í að- skilnaðarstefnu með því að einangra stjórn hvíta minnihlutans og beita landið sífellt harðari efnahags- þvingunum. Ísland samþykkti fyrir sitt leyti lög í þá veru árið 1988. Efnahagsþvinganir eru seinvirkt og tvíeggjað vopn, eins og þekkt er, og bitnaði auðvitað hart á þeim sem síst skyldi, svarta meirihlutanum í landinu. En það er eitt skásta úrræði sem hægt er að beita á meðan bein hernaðaríhlutun er enn útilokuð. Enginn annar Og að lokum svarf bannið nægjanlega að valdhöf- unum í Pretoríu. Og þá kom á daginn, að það hafði verið stórkostlegt happ að saksóknaranum, sem áður hefur verið nefndur, hafði ekki tekist það ætl- unarverk sitt að koma Nelson Mandela andófsmanni í gálgann. Ekkert bendir til að nokkrum öðrum manni hefði tekist að tryggja af hálfu hins svarta meirihluta, að valdaskiptin frá „kúgurunum“ til hinna undir- okuðu færu fram með þeim friðsamlega hætti sem varð. Kannski er ekki ofsagt að Mandela hafi gert kraftaverk og það af stærri gerðinni og heimurinn all- ur hafi verið til vitnis um það. Og hefði einhver annar samþykkt að standa við hlið fyrrverandi forseta Suð- ur-Afríku, F.W. de Klerk, og deila með honum friðar- verðlaunum Nóbels? Með því er alls ekki sagt að de Klerk hafi ekki verið betur að sínum verðlaunum kominn en margur annar. En minni maður en Man- dela hefði getað séð í honum holdgerving kúgaranna eða a.m.k. fangavarða sinna, beinna og óbeinna. Mandela kom í veg fyrir að hefndaræði gripi um sig eftir að valdaskiptin urðu í landinu. Yfirbragð hans allt og háttsemi í forsetastól voru í rauninni ein- stök og óvenjuleg. Flestum þótti sem óvenjuleg manngæska stafaði frá honum rétt eins og pínulitlu albönsku nunnunni sem varð hin blessaða af Kal- kútta á Indlandi. Gandhi Afríku? En Mandela hafði þó ekki, sem einn af helstu leiðtog- um andófsmanna gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður- Afríku, viljað einangra baráttu Þjóðarhreyfing- arinnar við friðsamlegar aðgerðir. Hann studdi og stóð fyrir hermdarverkum í þágu baráttunnar. En hann lagði höfuðáherslu á að slíkum aðgerðum yrði ekki beint gegn einstaklingum heldur fremur að byggingum og öðrum sambærilegum táknrænum þáttum sem tengdust minnihlutastjórninni í Preto- ríu. Í umsögnum sem birst hafa vegna fráfalls Man- dela hefur verið minnt á að nafn hans á tungu inn- fæddra hafi verið Rolihlahla, sem þýði vandræðaseggur (troublemaker) og ætlast hafi verið til þess af ætt hans og stuðningsmönnum að hann risi undir því nafni. Hann hafi reyndar verið af afrísku konungakyni og þess vegna hafði hann sjálfur á orði, að hann hefði verið fæddur til að stjórna, en orðið að tileinka sér að hans rétta hlutverk væri að þjóna. Mandela var einn af sárafáum af sínum kynstofni sem luku háskólaprófi, en eftir að lögfræðigráðan var fengin opnaði hann lögmannsstofu og ævi- söguritari hans segir að hann hafi svo sannarlega kunnað að njóta lífsins í Jóhannesarborg manndóms- áranna og haft sérlega næmt auga fyrir fögrum kon- um. Hann hafi verið mikill dansherra, en hann hafi iðkað box af ekki minni áhuga. Mandela var sem sagt alla tíð bæði harður og mjúkur, eftir því sem við átti. Það hefur hingað til ekki þótt líkleg leið til að öðlast dýrlingstitil í lifanda lífi og verðskulda hann að hafa verið lögfræðingur, dansfífl (eins og sumir kalla það) og boxari. Eitt af þessu þrennu ætti að duga til að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá öll þrennan. En Nel- son Mandela laut algjörlega sínum eigin lögmálum. Framtíðin Um leið og hinn mikli maður er syrgður mjög er ekki komist hjá því að litast aðeins um sviðið í Suður- Afríku. Þótt lýðræðislegar kosningar undir alþjóð- legu eftirliti fari reglubundið fram er niðurstaðan enn sú að einsflokksstjórn er í landinu. Þjóðarráð Mandela fer enn með völd. En það er þó ekki allt eins og það ætti að vera. Spilling fer vaxandi og valda- og auðsöfnun blasir við. Glæpatíðni er óhugn- anleg og fátækt og menntunarskortur ýtir undir vonleysi. Ástandið er því ekki beint björgulegt. En það er ekki við Mandela að sakast. Hann skilaði sínu. En hitt er hugsanlegt að hin almenna aðdáun og hið mikla traust sem þessi friðarhöfðingi naut hafi tryggt öðrum svigrúm sem þeir hafi ekki að öllu leyti kunnað að fara með. Þótt Mandela hafi ekki verið við völd í tæpan hálfan annan áratug, þá var hann þar og fólkið leit á hann sem föður þjóðarinnar og það var sjálfsprottinn titill. Nú þegar föðurímyndin hefur hafist enn hærra til skýjanna og fjarlægist smám saman að sama skapi er ekki að vita hvað gerist í landinu hans. Einstök minni Bréfritari fékk tækifæri til að skoða fangaklefa Man- dela á Robbineyju og heyra lýsingar fyrrverandi samfanga hans, sem þá var þar sem umsjónarmaður á staðnum, á verunni þar og hvernig fanganum fræga tókst að halda sjálfsmynd sinni og reisn í fyr- irskipaðri eymd og niðurlægingu. Og kalksteins- náman þar sem hann var í nauðungarvinnu var einn- ig skoðuð og þá var auðvelt að hrærast af frásögnum af því, hvernig óvægið sólarljósið, sem kastaðist af hvítum steinunum, smám saman skaðaði sjón hans mikið. Þetta var eitt af ógleymanlegum atvikum lífs- ins. Þó stendur fundur norrænna forsætisráðherra með Mandela enn ofar í minni. Ekki endilega var það eitthvað sem hann sagði og enn síður það sem við- mælendur hans höfðu fram að færa. Nei, það var við- mótið og sú undrun að skynja að annað, sem svo auð- veldlega brýtur niður og eyðileggur, og hitt, sem svo iðulega stígur mönnum til höfuðs og ruglar þá í rím- inu, virtist ekki skilja eftir nein merki sem vart var við hjá honum. Annars vegar nöturlegt fangelsi í tæpa þrjá áratugi við niðurdrepandi og niðurlægj- andi aðstæður og hins vegar á seinni helmingi lífsins takmarkalítil upphafning og aðdáun. Hann bar með sér, svo augljóst var, að hvort tveggja lét hann ósnortinn. Geri aðrir dýrlingar betur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gróttan við Seltjarnarnes. 8.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.