Morgunblaðið - 02.01.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.01.2014, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2. J A N Ú A R 2 0 1 4 TÍMAMÓTUM FAGNAÐ Á ÝMSAN HÁTT VANTAR LÍFRÆN KÚABÚ KÁRI STEINN VANN TÍUNDA ÁRIÐ Í RÖÐ BIOBÚ Í ÁRATUG 6 GAMLÁRSHLAUP ÍÞRÓTTIRÁRAMÓT 30 ÁRA STOFNAÐ 1913 Það er gott að byrja árið með áhlaupi og gleði. Það gerði sjó- sundsfólk í Reykjavík sem klæddist skrautlegum búningum og þrammaði niður flæðarmálið í Nauthólsvík á hádegi í gær og lagði á djúpið. Sannarlega var hrollur í sumum þátttak- enda sem létu það þó ekki á sig fá enda er sjósundið nokkuð sem bæðir bætir og kætir. Sú var tíðin að lögregluþjónar létu sérstaklega að sér kveða í sjósundi á nýársdag. Nú gera það hins vegar fleiri, enda nýtur þetta heilsubótarsport stöðugt vaxandi vinsælda og aðstaðan til iðkunar er orðin býsna góð. Skrautlegt sundfólk í Nauthólsvík í byrjun nýja ársins Morgunblaðið/Árni Sæberg  Bæði biskup Ís- lands og forseti Íslands fjölluðu um neikvæðar hliðar umræð- unnar á netinu í nýársræðum sín- um í gær. Andrés Magn- ússon, blaðamað- ur og fjölmiðlarýnir, bendir á að fjölmiðlar séu ekki lengur hliðverð- ir umræðunnar. Salvör Nordal, for- stöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, telur að hætta á persónulegum árásum geti fælt fólk frá því að taka þátt í opinberri umræðu. »4 Neikvæð umræða á netinu var rædd í nýársræðum Netið Umræðan er oft hörð og óvægin.  Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum var lýst yfir í gærkvöldi. Mikill snjór er til fjalla og gert er ráð fyrir úrkomu næstu daga, sam- kvæmt upplýsingum frá snjóflóða- vakt Veðurstofunnar. Sem stendur er ekki talin ástæða til að rýma hús- næði en óvissustig þýðir að fylgst er náið með ástandi snjóalaga og verður gripið til aðgerða ef þurfa þykir. Á norðan- og austanverðu landinu hefur einnig snjóað mikið og má búast við að snjóflóð geti fall- ið til fjalla. Þar er ekki talin hætta í byggð sem stendur. Snjóflóðahætta á Vestfjörðum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins lítur betur út en hún gerði á fyrri hluta árs 2013, ef frá er talin gjaldeyrisþörf vegna svonefndrar snjóhengju. Skuldatryggingarálag á erlend lán til ríkisins og fyrirtækja gæti því lækk- að og vaxtakjör því batnað. Þetta er mat Friðriks Más Bald- urssonar, prófessors við viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík. Tilefnið er tvíþætt. Annars vegar 50 milljarða fyrirframgreiðsla Landsbankans inn á 300 milljarða króna skuld við gamla Landsbank- ann í erlendri mynt. Hins vegar þær fréttir að Orkuveita Reykjavíkur þurfi ekki að kaupa erlendan gjald- eyri á þessu ári til að mæta gjald- dögum. „Næstu tvö ár líta nú betur út varðandi greiðslur af erlendum lán- um en þær tölur sem fyrir lágu gefa til kynna. Það er jákvætt og gefur til- efni til þess að auka bjartsýni um að erlend fjármögn- un fyrirtækja- rekstrar komist í eðlilegt horf. Skuldatrygg- ingarálag ætti að lækka. Vandinn vegna föllnu bank- anna stendur hins vegar óleystur,“ segir Friðrik Már og vísar til snjó- hengjunnar. Þarf ekki að kaupa gjaldeyri Tölurnar sem Friðrik Már vísar til er m.a. að finna í nýjasta eintaki Fjármálastöðugleika, rits Seðla- banka Íslands. Þar kemur fram að Landsbankinn þarf að greiða 77 milljarða af skuldabréfinu árin 2014 og 2015 en 50 milljarðar af því eru þegar greiddir. Þá er gert ráð fyrir 37 milljarða afborgunum fyrirtækja í eigu sveitarfélaga, stærstur hlutinn OR í erlendri mynt á þessum tveimur árum. Þar af er tæplega helmingur af gjaldeyrisþörf OR tryggður í ár. OR á þannig gjaldeyrissjóð og mun afla 7-8 milljarða tekna í gjaldeyri á þessu ári og þarf því ekki að kaupa gjald- eyri vegna gjalddaga í ár. Afborganir af skuldabréfi Landsbankans eru áætlaðar 73 milljarðar 2016, 2017 og 2018, alls 219 milljarðar. Er það ríf- lega helmingur af gjaldeyrisþörf sveitarfélaga, ýmissa lánastofnana, fyrirtækja með ríkisábyrgð, fyrir- tækja sveitarfélaga, annarra aðila og vegna skulda innlendra aðila, án Landsbankans, við föllnu bankana í erlendri mynt. Má minna á að Lands- virkjun hefur tekjur í erlendri mynt. Telur Friðrik Már aðspurður að ofangreindar jákvæðar fréttir af OR og Landsbankanum kunni að liðka fyrir endurfjármögnun skuldabréfs bankans, þannig að greiðslurnar dreifist á fleiri ár. Hann ítrekar að vandi vegna er- lends gjaldeyris innan haftanna sé eftir sem áður óleystur. Hann vilji því ekki spá um gengisþróun á næstu misserum. Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins betri  Góð gjaldeyrisstaða OR vitnar um umskipti fyrirtækisins  Skuldatryggingarálag á erlend lán gæti farið að lækka Friðrik Már Baldursson Karlmaður á sextugsaldri liggur al- varlega slasaður á gjörgæslu Land- spítalans í Fossvogi eftir að flug- eldur sprakk í höndunum á honum á Selfossi aðfaranótt nýársdags. Mað- urinn hlaut alvarlega áverka á hönd- um og brunasár í andliti og á brjósti. Töluverður erill var á bráða- móttöku Landspítalans í Fossvog- inum á gamlárskvöld en mikið var um ölvun í miðbæ Reykjavík og margir sóttu á bráðamóttökuna vegna áverka sökum slagsmála. Því var einnig töluvert að gera hjá lög- reglunni sem þurfti að hafa afskipti af mörgum. Eins var fjöldi útkalla hjá slökkviliðinu sem sendi dælubíl í 21 útkall. »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Áramót Áfengisneysla var mikil. Erilsöm nýársnótt  Karlmaður liggur alvarlega slasaður  304. tölublað  102. árgangur 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.