Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skíðaferð tilMadonna ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 67 19 3 12 /2 01 3 VITA er lífiðVITA Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn -VITA.isVITA er í eigu Icelandair Group. Vikudvöl á Hótel St.Hubertus 18. janúar. *Verð án Vildarpunkta 129.900 kr. Verð frá 119.900kr. og 12.500Vildarpunktar* Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Fjöldi ferðamanna kvaddi gamla árið með Íslendingum á gamlárs- kvöld en Ísland er orðið einn áhugaverðasti staðurinn til að heimsækja yfir jól og áramót að sögn Sveins Sigurðar Kjart- anssonar, eiganda Iceland Luxury Tours. „Það er ekki spurning að Ísland er eftirsótt um jól og ára- mót og það er eftirspurn eftir ára- mótaferðum þar sem sóst er eftir því að upplifa íslensku áramótin,“ segir Sveinn en Iceland Luxury Tours er með sérsniðnar ferðir eft- ir óskum ferðamanna. Hjá Allra- handa var mikið að gera á gaml- árskvöld en fyrirtækið býður upp á ferðir bæði á brennur og flug- eldasýningar. Þær upplýsingar fengust hjá fyrirtækinu að hátt í 500 ferðamenn hefðu sótt ferðir þess á gamlárskvöld. Fjöldi ferðamanna kom einnig saman á Skólavörðuholti og segir Hannes Pálsson, einn þriggja eig- enda Pink Iceland, fjöldann hafa verið svipaðan og undanfarin ár. „Ég var sjálfur með ferðamenn á Skólavörðuholtinu að skjóta upp flugeldum en við erum með öðru- vísi ferðir en kannski almennt ger- ist. Ferðamennirnir héldu áramót- in með okkur, þ.e. við fórum saman í mat, skutum upp flug- eldum saman og þeir komu með okkur í áramótapartí með vinum okkar,“ segir Hannes og bendir á að Skólavörðuholtið sé vinsæll staður fyrir ferðamenn á gamlárs- kvöldi. Ánægja með flugeldasölu Sala á flugeldum um þessi áramót var mjög svipuð og í fyrra, að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar, markaðs- og sölustjóra Lands- bjargar. „Salan gekk bara mjög vel. Við erum mjög sáttir og þökk- um þjóðinni fyrir stuðninginn.“ Hjá KR-flugeldum gekk salan einnig vel en Kristinn Kjærnested hjá KR-flugeldum segir söluna hafa verið meiri í ár en í fyrra. „Þetta gekk vel í ár og við erum ánægðir með söluna.“ Flugeldum og ferðamönnum fjölgar  Fjöldi ferðamanna sótti áramótabrennur og margir komu saman á Skólavörðuholtinu til að kveðja gamla árið og fagna því nýja  Flugeldasala hjálparsveita og íþróttafélaga gekk vel í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamlárskvöld Ferðamenn fögnuðu áramótunum með Íslendingum að íslenskum sið á Skólavörðuholti. „Það voru 38 sms sem biðu mín fljót- lega eftir miðnætti, þegar ég loksins þorði að kíkja á símann minn, og þau voru öll á jákvæðum nótum,“ segir Kristófer Dignus leikstjóri um við- brögðin við Áramótaskaupinu 2013 þar sem hann var við stjórnvölinn. „Áherslan var aðallega á að vera á léttu nótunum, vera ekki rætinn og vera ekki að nota Skaupið til að stinga á einhverjum kýlum í samfélaginu,“ segir hann. „Bara gera grín að þjóð- inni og hvað við erum öll klikkuð.“ Upphafleg útgáfa Áramótaskaups- ins var 78 mínútur að lengd og Krist- ófer segir að það hafi verið góður skóli að stytta hana niður í umbeðnar 50 mínútur. Öllum hitamálum ársins, sem ekki tókst að afgreiða, voru gerð skil á einu bretti í næstsíðasta atriði Skaupsins, sem var að sögn Arnar Árnasonar leikara ágætishugmynd. „Mér fannst þetta takast ljómandi vel. Þetta var faglegt og flott og prýði- lega gert og bara skrambi fyndið á köflum,“ segir Örn um Áramóta- skaupið en sjálfur hefur hann komið að gerð yfir tíu Skaupa. Örn segir framleiðslu Áramótaskaupsins fyrst og fremst snúast um skemmtilegt og gott grín, þar sem minnisstæðir at- burðir síðasta árs eru teknir saman, en í gegnum tíðina hafi formið stund- um verið fyrir. „Stundum hefur maður hugsað að útfærslan á Skaupinu hafi þvælst fyr- ir efninu, menn eru að reyna að toppa sig og búa til einhvern ramma, sem gengur svo kannski ekki upp,“ segir hann en þannig hafi það ekki verið að þessu sinni. holmfridur@mbl.is Fengið góð viðbrögð Fyndið Kristófer segir að áhersla hafi verið lögð á að vera á léttum nótum.  Leikstjóri Áramótaskaupsins segir móttökur Skaupsins hafa verið góðar  Skrambi fyndið á köflum, segir Örn Árnason Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi ellefu Íslendinga riddarakrossi, það er heið- ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru: Alfreð Gíslason handknattleiksþjálfari, Þýska- landi, fyrir framlag til íþrótta; Ingileif Jóns- dóttir prófessor fyrir kennslu og rannsóknir á sviði ónæmisfræða; Ingvar E. Sigurðsson leikari fyrir framlag til íslenskrar leiklistar; Kolbrún Björgólfsdóttir myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar myndlistar; Magnús Eiríksson tón- listarmaður fyrir framlag til íslenskrar tónlistar; Ólafur B. Thors fyrir framlag til menningar og þjóðlífs; Smári Geirsson, framhaldsskólakennari og rithöfundur, fyrir framlag til sögu og fram- fara á Austurlandi; Soffía Vagnsdóttir skóla- stjóri, Bolungarvík, fyrir framlag til félagsmála og menningar í heimabyggð; Stefán Eiríksson lögreglustjóri riddarakross fyrir frumkvæði og forystu á sviði löggæslu; Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri, Dalvík, riddarakross fyrir störf að sveitarstjórnarmálum; Unnur Kolbrún Karls- dóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Berg- máls, riddarakross fyrir framlag til mann- úðarmála. Myndin var tekin á Bessastöðum í gær en þangað mættu níu af ellefu orðuhöfum í boð til forsetahjónanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ellefu voru sæmdir heiðursmerkinu Forseti Íslands afhenti fálkaorðuna á Bessastöðum á nýársdag Fyrsta barn árs- ins 2014 er stúlka sem fædd- ist í heimahúsi í Garðabæ kl. 5.34 á nýársnótt. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem nýárs- barnið fæðist ut- an sjúkrahúss. Stúlkan var þrettán merkur. Að sögn Kristbjargar Magn- úsdóttur ljósmóður, sem tók á móti stúlkunni, heilsast bæði móður og barni vel. Fyrsta barn ársins á fæðing- argangi Landspítalans var stúlka, sem kom í heiminn kl. 7.05. Rúm- lega klukkustund síðar fæddist svo drengur í Hreiðrinu á Landspít- alanum og undir kvöld í gær höfðu á deginum alls átta konur alið börn sín á LSH. Fyrstu börnin sem fæddust á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru tveir drengir sem fæddust með fimm mínútna millibili. Annar þeirra fæddist kl. 8.17 en hinn kom í heiminn fimm mínútum síðar. sbs@mbl.is Nýársbarn í Garðabæ Barn Nýársbörnin boða bjartsýni.  Átta á Landspítala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.