Morgunblaðið - 02.01.2014, Síða 6
Vantar fleiri
lífræn kúabú
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Eina fyrirtækið hér á landi sem sér-
hæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólk-
urafurðum er orðið tíu ára. Biobú var
stofnað í júlí 2002 og hinn 3. júní 2003
hófst sala á lífrænni jógúrt. Stofn-
endur og eigendur fyrirtækisins eru
hjónin Dóra Ruf og Kristján Odds-
son, en þau stunda lífræna mjólk-
urframleiðslu á Neðri-Hálsi í Kjós.
Auk þeirra er Búland í Landeyjum
lífrænt kúabú. Þriðja búið var um
skamman tíma með en hætti lífrænni
framleiðslu síðastliðið haust. Kristján
segir að það skorti lífræna mjólk eins
og er til að anna eftirspurn, það vanti
þriðja kúabúið í framleiðsluna.
„Þróunin á lífræna markaðnum á
undanförnum árum hefur miðast við
það magn af mjólk sem hefur verið til.
Núna erum við komin með yfir tutt-
ugu vöruliði í lífrænum mjólk-
urvörum, það er mjög gott miðað við
stærð og umfang. Annars höfum við
farið mjög rólega í að stækka fyr-
irtækið, meðal annars til að halda lífi í
því.“
Óttast heyskort
Nítján ár eru síðan hjónin á Neðri-
Hálsi breyttu búskaparháttum sínum
og fóru út í lífræna framleiðslu. Þau
eru nú með um 38 mjólkandi kýr og
hafa keypt kvóta og aðeins stækkað
búið síðustu ár til að auka framleiðsl-
una og halda í við markaðinn.
Kristján segist finna fyrir áhuga
hjá kúabændum á að fara út í lífræna
framleiðslu en það vaxi sumum í aug-
um. „Ég held að hefðbundnir bændur
séu almennt jákvæðir gagnvart líf-
rænni ræktun en það eru ákveðnir
hlutir sem standa í veginum fyrir því
að þeir fari út í þetta. Það er kannski
fyrst og fremst ótti við það að fá ekki
uppskeru. Bannað er að nota tilbúinn
áburð á túnin, þá þarf að vera að-
gangur að lífrænum áburði og það er
stærsta vandamálið í þessu og stend-
ur þróuninni fyrir þrifum. Út frá
þeim reglum sem eru í gildi er að-
gangur að lífrænum áburði erfiður.
Menn hætta ekki að nota tilbúinn
áburð og eiga á hættu að sitja uppi
heylausir.“
Sjálfir hafa bændurnir á Neðri-
Hálsi stundum þurft að kaupa hey en
eftir því sem lengra líður frá því sem
þeir skiptu yfir í lífrænt eykst sjálf-
bærnin. „Í dag teljum við að við séum
í raun og veru búin að loka hringnum.
Sá búfjáráburður sem fellur til hjá
okkur dugar fyrir búið og það er orð-
in mikil og góð frjósemi í túnunum.
Það eru orðin nítján ár síðan við
breyttum í lífrænt og þetta stemmir
við það sem rannsóknir hafa sýnt, að
það geti tekið allt að 20 ár að ná upp
frjósemi í túnum eftir langtíma notk-
un á tilbúnum áburði. Menn þurfa
ákveðinn tíma og svigrúm til að koma
sér af stað og við megum ekki hafa
reglurnar svo strangar að þróunin
stoppi,“ segir Kristján.
Spurður hvernig hann sjái fyrir sér
framtíðina í lífrænni mjólkurfram-
leiðslu á Íslandi segir Kristján að eft-
irspurnin eftir lífrænum mat eigi
bara eftir að aukast. „Það er bara
tímaspursmál hvenær menn átta sig
á gildinu og hvað það er í raun hag-
kvæmt að snúa sér að lífrænni rækt-
un, bæði fyrir bóndann sjálfan og
þjóðhagslega. Skilyrðin þurfa samt
að vera fyrir hendi, í dag er þetta
stopp vegna þess að það er svo erfitt
með aðföng eins og lífrænan áburð.
Það er búið að sanna að á Íslandi er
hægt að stunda lífrænan búskap, það
er bara sorglegt hvað þróunin er
komin stutt á veg hjá okkur,“ segir
Kristján.
Tíu ár eru liðin síðan Biobú setti fyrstu vörurnar á markað
Morgunblaðið/RAX
Í fjósinu Kristján Oddsson og Dora Ruf eru kúabændur á Neðri-Hálsi.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
Ferð nýja ársins
19 daga ævintýraferð á ári Hestsins
5.-23. júní 2014
með KÍNAKLÚBBI UNNAR til
KÍNA - TÍBET
Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI,
HANGZHOU, CHENGDU, LHASA og BEIJING.
Siglt verður á KEISARASKURÐINUM
og gengið á KÍNAMÚRNUM.
Heildarverð á mann: Kr. 720 þúsund
Kínastund
Kínaklúbbur Unnar
Njálsgötu 33, 101 Reykjavík
sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726
Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur
Netfang: kinaklubbur@simnet.is
Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með mynda-
sýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum.
Kínaklúbburinn sérhannar einnig ferðir fyrir hverja sem er
Allt innifalið, þ.e. fullt prógramm skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu
hótelum (einb. + 98 þ.), fullt fæði með drykkjum, skattar og gjöld, staðarleið-
sögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 35. hópferðin
sem hún skipuleggur og leiðir um Kína, þar af 5. ferðin til Tíbet.
Í haust þegar lífrænu kúabúun-
um fækkaði úr þremur í tvö leit
rekstur Biobús ekki vel út.
„Mjólkursamsalan mat það
réttilega svo að það væru meiri
hagsmunir fyrir Biobú en MS að
fá þá lífrænu mjólk sem það
þyrfti og hætti því að markaðs-
setja lífrænu drykkjarmjólkina.
Biobú fær nú þá mjólk sem
MS hefði annars notað. Þegar
búið datt út vantaði um 150
þúsund lítra á markaðinn og
það var það magn sem MS var
að selja í lífrænni drykkjarmjólk.
Ef MS hefði haldið áfram með
það hefðu Biobú og MS þurft að
skipta mjólkinni á milli sín. Þá
hefðum við lent í endalausum
skorti á mjólk í okkar vörur og
hefði það getað orðið dauða-
dómur fyrir svona lítið fyrirtæki
eins og okkar,“ segir Kristján.
Lífræn
drykkjarmjólk
BIOBÚ OG MS
Biobú byrjaði með þrjár tegundir af
jógúrt fyrir tíu árum en er nú með
tuttugu vörutegundir. Helgi Rafn
Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bio-
bús, segir að það sem standi í vegi
fyrir því að fyrirtækið stækki enn
frekar sé hversu fá lífrænu kúabúin
eru, helsta verkefnið á nýju ári sé að
fjölga þeim. „Stefnan er að snúa ein-
um kúabónda yfir í lífrænt frekar en
að fjölga vörutegundunum á nýju
ári.“
Helgi segir að ekkert sé í hendi
með það en fyrirtækið sé alltaf að
ræða við kúabændur. „Þetta gerist
vonandi smátt og smátt og einn
bóndi annað hvert ár yrði góð þró-
un. Á meðan lífrænu bændunum
fjölgar ekki gerist lítið hjá okkur.“
Biobú hefur búið sig undir stækk-
un en í fyrra, á tíu ára afmælinu, var
vinnslusalurinn tvöfaldaður. „Við
tókum í notkun ostatank og nýjan
vinnslusal og er það einn liður í því
að geta tekið við meiri mjólk í einu.
Við erum í stakk búin að taka á móti
nýjum bónda og pakka meira af
drykkjarmjólk. Í sumar fórum við að
prófa okkur áfram með osta, þeir
eru til sölu í fjórum búðum án þess
að vera komnir í almenna dreif-
ingu,“ segir Helgi.
Spurður hver sé markhópurinn
fyrir lífrænar mjólkurvörur hér á
landi segir Helgi það vera foreldra
ungra barna og svo auðvitað neyt-
endur lífrænna vara.
Hafa búið sig undir stækkun
Morgunblaðið/Rósa Braga
Biobú Guðjón Smári Jónsson, Ingibjörg Steindórsdóttir og Helgi Rafn
Gunnarsson starfa hjá fyrirtækinu ásamt fjórum öðrum.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Áramótagleðin fór almennt vel af
stað í höfuðborginni og þurfti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
ekki að hafa afskipti af áramóta-
brennum. Svo virðist sem áramóta-
gleðin hafi verið fullmikil hjá mörg-
um landsmönnum þegar líða tók á
kvöldið og þurfti bæði lögreglan og
slökkviliðið að sinna fjölda verk-
efna.
Fá miðnætti til klukkan átta á
nýársdag voru liðsmenn slökkviliðs-
ins á höfuðborgarsvæðinu búnir að
sinna 51 sjúkraflutningi og 21 út-
kalli á dælubílum. Meðal verkefna
sem senda þurfti dælubíl í var eldur
í Selásskóla en starfsmönnum ör-
yggisfyrirtækis hafði sem betur fer
tekist að hefta útbreiðslu eldsins
áður en að slökkviliðið kom á vett-
vang og því fór betur en á horfðist.
Nokkuð var um minniháttar atvik
en eldur kviknaði í ruslatunnu í
borginni og víðsvegar festi eldur sig
í pappír og gróðri. Engar tilkynn-
ingar bárust um alvarleg slys í höf-
uðborginni samkvæmt Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins.
Álag á heilbrigðisstarfsmenn
Ekki komu margir á bráðamót-
töku eftir óhapp vegna flugelda en
þó liggur maður á sextugsaldri á
gjörgæslu eftir að flugeldur sprakk
í höndunum á honum á Selfossi.
Maðurinn er alvarlega slasaður og
hlaut áverka á höndum og brunasár
í andliti og á brjósti. Mikið var um
ölvun í miðbæ Reykjavíkur og svo
virðist sem bærinn hafi verið í
áfengisvímu að sögn læknis sem
ræddi við mbl.is en flestir sem leit-
uðu á bráðamóttöku voru með
áverka eftir slagsmál.
Bauð sjálfum sér í sund
Lögreglan hafði í nægu að snúast
eftir miðnætti á gamlárskvöld og
þurfti að sinna verkefnum um alla
borg. Meðal þess sem lögreglan
þurfti að sinna var óboðinn gestur í
sundlaug einni á höfuðborgarsvæð-
inu en svo virðist sem viðkomandi
hafi ákveðið að bjóða sjálfum sér í
sund og lá hann í makindum í heita
pottinum þegar lögreglu bar að
garði. Þá stöðvaði lögreglan ölvaðan
mann í Hafnarfirðinum eftir stutta
eftirför. Ökumaðurinn fór ekki
hratt yfir en átti erfitt með að halda
sig á réttum vegarhelmingi og var
úti um allan veg. Klukkan hálfsjö að
morgni nýársdags var svo sjúkralið
og lögregla kölluð út að Suður-
strönd en þar hafði verið ekið á
gangandi vegfaranda. Ökumaður er
grunaður um ölvun við akstur og
var hann handtekinn og vistaður í
fangageymslu. Hinn slasaði var
fluttur á slysadeild en ekki er vitað
um líðan hans.
Fangageymslur voru fullar á ný-
ársmorgun en síðustu plássin fyllt-
ust rétt eftir klukkan sjö um morg-
uninn. Alls voru sjö teknir fyrir
ölvunarakstur í höfuðborginni.
Gleðin fullmik-
il hjá sumum
Fangageymslur fylltust í Reykjavík
Morgunblaðið/Kristinn
Áramótagleði Hún fór úr böndum
hjá sumum þegar líða tók á nóttina.